Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
ÉG HRÓPA EKKI HÚRRA NÉ SEGI ÉG VÁÁ EN ÆÐSISLEGT
150 milljónir í geðheilbrigðisþjónustu er skiptimynt. Með biðlista og þá lágmarks þjónustu sem er í boði, get ég ekki ímyndað mér að þessar krónur skipti miklu máli. Kannski á fólk að vera þakklátt fyrir að eitthvað skuli látið af hendi rakna til geðheilbrigðismála, en mér finnst að það megi gera betur. Mikið betur.
Ég man eftir því að síðast núna á vordögum var iðjuþjálfun á Landspítla lokað. Það er stöðugt verið að skera niður í geðheilbrigðisþjónustunni. Merkilegt að það skuli dregið úr en ekki bætt í. Ég fer alltaf að efast um að við Íslendingar séum eins rík þjóð og við viljum vera láta.
Bítsmí!
Úje
![]() |
150 milljónum varið aukalega til geðheilbrigðismála ungmenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
FORLJÓTT LISTASAFN
Hefur einhver séð ljótari og meira ópassandi byggingu undir listasafn? Ég á ekki orð yfir þessum forljóta kassa með flekann hangandi úti eins og hurð af hjörum. Minnir á pakkhús.
Eru hugmyndir að einhverju skárra?
Ó svo vont fyrir augað.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
BÆTIÐ KJÖR LEIKSKÓLASTARFSFÓLS, ARG
Ég er orðin svo þreytt á þessu þjóðfélagi sem sýnir börnum sínum stöðuga vanvirðingu. Það dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á eru börnin og samt er ekki vandað til verka þegar komið er að því að þau byrji menntun sína og þroska úti í leikskólum og frístundaheimilum. Starfsfólk helst illa í vinnu, launin eru svo léleg að fólk hleypur um leið og því býðst eitthvað betra. Á leiksóla barns sem teng er mér, er stöðugt að koma inn nýtt fólk. Halló! Vita ekki allir árið 2007 að leikskólar eru ekki geymslustaðir, heldur uppeldis- og skólastofnanir þar sem börnin taka út stóran hluta þroska síns?
Fólk sem vinnur við að höndla með peninga er metið að verðleikum svo ég taki dæmi. Þar eru launin í einhverju hlutfalli við ábyrgð hefur mér skilist og oft vel umfram það. Þegar kemur að umönnunarstörfum eldri borgara og leikskólastarfi, er eitthvað annað uppi á teningnum. Er ekki kominn tími til að forgangsraða? Ef þetta þjóðfélag hefur ekki efni á að búa börnum sínum eðlileg uppeldisskilyrði, þá held ég að við ættum að hætta að lofsyngja okkur sjálf, lúta höfði og skammast okkar.
I´m so damn mad!
ARG
![]() |
Mannaekla á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
TILLAGA AÐ SKAUPI
Það er verið að byrja á áramótaskaupinu. Ragnar Bragason, kvikmyndagerðarmaður er leikstjóri þess í ár. Hann ætlar að fókusera á innflytjendamál og þjóðernishyggju. Það finnst mér mjög rökrétt, þar sem það þarf nú ekki að kafa mjög djúpt í þjóðarsálina til að sjá að við erum hálfgerðir barbarar í viðhorfi okkar til útlendinga, þ.e. þeirra sem hér vilja setjast að.
Einhvertímann sagði einhver við mig að Íslendingar væru "gamlar sálir", þ.e. rosalega þroskaðar manneskjur, fordómalitlar og skilningsríkar. Að sama skapi væru þá Ameríkanar ungbarnasálir, því þeir væru svo stutt á veg komnir hvað varðar sálarlegan þroska. Vafasöm vísindi ég veit það, einkum og sér í lagi þegar litið er til munasýki margra Íslendinga, allra jeppanna, flottu húsanna og allrar hinna geypilegu neyslu. Ameríkanar hvað? En þetta var útúrdúr.
Skaupið í fyrra var frábært, fannst mér og einhverjum örfáum öðrum. Það er erfitt að búa til skaup sem slær í gegn. Ég legg því til að skaupið frá 1984 verði endurgert, "öppdeitað" og skellt í loftið. Það var nefnilega alveg brilljant.
I´m a looser!
Úje
![]() |
Unnið að skaupinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
ÁFENG SULTA
Hún amma mín, sem ég ólst upp hjá, var hörku sultugerðarkona. Hún bjó til rabarbarasultur og stundum líka rifs- og sólberja. Hún gerði líka saft, ef einhver skyldi nú hafa áhuga á því.
Til að gera langa sögu stutta, þá hljóp einhver ári í eina krukkuna, sennilega hefur hún ekki verið nógu vel lokuð eða eitthvað. Sultan var sterk á bragðið en ákaflega ljúffeng. Ég smurði henni á brauð en það gerðum við í denn. Mér líkaði þetta svo vel að ég fékk mér aftur og aftur. Áður en hægt var að segja "hættuaðborðaþettabarnsultufjandinneráfengur" var ég orðin vel hífuð (bráðung) og var á þessu stigi máls komin með skeið í sultuna og hætt að skeyta um brauðið.
Ég kastaði síðan upp og svaf í hálfan sólarhring.
Þetta var mitt fyrsta fyllerí.
Ef grannt er skoðað borðaði ég sultuna mjög alkahólískt. Þarna hefðu átt að kvikna viðvörunarbjöllur, þe ef einhver hefði haft hugmynd um hugtakið alkahólismi.
Sennilega hefði áfenga sultan hennar ömmu unnið allar sultukeppnir.
I´m all jam!
Úje
![]() |
Leitin að bestu sultunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
MORGUNHRESSING Í BOÐI HÚSSINS
Ég hékk uppi langt fram yfir eðlilegan háttatíma og hlustaði á músík. Meðal þess sem ég hlustaði á voru Traveling Vilburys. Það er svo gaman að hlusta á þá félaga George Harrison og Bob Dylan (ásamt hinum líka auðvitað) spila saman. Það er greinilega svo gaman hjá þeim. Ég skelli inn einu hressu fyrir ykkur til að byrja með daginn.
Inside out
http://www.youtube.com/watch?v=aKu31q9SBbA
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
SVEFNSNÚRA
Þó ekki megi lesa það af færslunum mínum í dag, þá hefur þessi dagur verið hund erfiður. Allt hefur vaxið mér í augum, ég hef drattast áfram og átt alveg svakalega bágt. Sumir dagar eru svona og stundum koma þeir í kippum. Þ.e. einn eða fleiri saman í röð. Dagurinn í gær og í dag eru kippudagar. Ferlega erfiðir og ekkert eins og það á að vera, þó ég hafi ekki nokkurn skapaðan, guðsvolaðan hlut að benda á mér til varnar.
Að vakna með tilfinninguna um að allt sé ómögulegt er eitthvað sem ég almennt, er ekki í stemmara fyrir. Stundum hlýt ég þó að hafa þörf fyrir að eiga hörmulega bágt, því annars myndi ég sennilega reka blámann á brott. Það hlýtur að vera alkinn og þá auðvitað dramadrottningin í mér sem þarf að fá útrás.
Einu skiptin, í dag, sem ég var ekki umhverfi mínu hálf hættuleg, var þegar ég settist niður og bloggaði.
Eftir kvöldmat hristi ég af mér slenið. Hringdi í trúnaðarkonuna og las AA-fræðin. Ég fer ekki á fundi þessa dagana, svimandi af blóðleysi, langar ekki til að hníga að fótum fundarfélaga minna, þrátt fyrir að það sé ákaflega myndrænt og fallegt, ef ég get gert það almennilega.
Eftir AA-fræði og sollis, var ég farin að skammast mín töluvert yfir vælinu og eymdinni í sjálfri mér og lífsgleðin kom smátt og smátt til baka. Þegar ég svo var búin að hlusta á nokkra góða með Stones, var ég farin að brosa í gegnum tárin (okok ég var ekki með tárvot augu, má maður).
Ég er svo innilega glöð með að vera edrú og sigli hraðbyri inn í árs edrúmennsku.
Haldiðiaðþaðsé?
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
ANGIE FYRIR SVEFNINN
Var að hlusta á gamla klassíkera með Stones og er með fimmfalda gæsahúð. Datt í hug að deila með mér. Gjörsvovel.
http://www.youtube.com/watch?v=bbZcslc9M78
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
HEIMSMETABRJÁLAÐIR FINNAR
Fyrst var það Gufubaðskeppnin, núna slá Finnarnir heimsmet í karókísöng. Þeir ætla bara að vera UXI í öllu mennirnir.
Hvað verður það næst?
Heimsmeistarakeppni í plebbisma?
Rakasta stinua!
Úje
![]() |
Finnar setja heimsmet í maraþonkarókí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
RADDBANDAÖRYRKINN ÉG
Ég er fæddur öryrki. Þ.e. raddbandaöryrki. Frá unga aldri hef ég haft ráman undirtón í röddinni, sem hefur ágerst eftir að ég "fullorðnaðist" og reykti mér til vansa. Núna er ég með meðal karlmannsrödd. Okokok, smá ýkjur. Mín rödd er reyndar eins og hunang miðað við röddina í Hilmu systur. Ég hef aldrei heyrt ungabarn segja agú með viskírödd, fyrr en hún kom í heiminn. Hvorki fyrr né síðar.
En aftur að fötluninni. Mig langar í kór. Ekki vera með aulafyndni og segja mér að ég sé í femínistakórnum. Mig langar í alvöru kór. Það þarf ekki einu sinni að vera kvennakór, hann má alveg vera blandaður. Ég er game. Ég syng mjög vel í huganum en á svolítið erfitt með að skila því til áheyrenda, en það brestur alltaf á fjöldaflótti þegar ég hef upp raust. Nema Jenny Una Eriksdóttir,er alltaf "kurr" hún glottir smá, þegar ég syng fyrir hana og segir sífellt: Amma, meira. Nú þekki ég fullt af fólki í kórum, víðsvegar, og ég veit að þetta er ofsalega skemmtilegur félagsskapur. Allir saman, hlægjandi, vitandi að þeir geta sungið og svona. Einhver listrænn skilningur og samkennd í gangi þar sem mér finnst eftirsóknarverð.
Því er spurningin þessi:
Heyrist eitthvað í einni röddu sem er úr takt, ef hún er í stórum hópi syngjandi fólks?
Old man river!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr