Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Miðvikudagur, 23. maí 2007
ÉG TEK TIL BAKA..
...fullyrðingu mína um að Jón framsóknar og Geir sjálfstæðis hafi verið að leika sér í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna strax eftir kosningar. Í færslunni sagði ég að þeir væru löngu búnir að plana þetta allt (ég er svo vitlaus að ég ríf í hár mér) og að þetta væru málamyndaviðræður. Nú, þetta voru málamyndaviðræður, ýmislegt var planað en ekki þetta.
JÓN VAR AÐ LEIKA VIÐ GEIR EN GEIR VAR AÐ LEIKA SÉR AÐ JÓNI.
Ég dreg auðmjúklegast til baka 30% af færslunni.
Annars er ég tiltölulega sátt bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
SÍMINN BILAÐUR ALLAN DAGINN Í GÆR...
.. og ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en um seinni partinn í gær. Hér var ég og tjillaði í rólegheitum, bloggaði, hringdi úr bilaða símanum og spjallaði við nokkrar systra minna, talaði við Ingu-Lill í Svíþjóð og hugsaði ekkert út í þennan yndislega frið sem hafði ríkt allan daginn. Um kvöldmatarleytið hringdi Sara mín í Gemsann og sagði mér að heimasíminn svaraði ekki!Ég fór í málið af minni alkunnu röggsemi, hringdi í Hive og svona og komst svo að því fullkeyptu. Ekki var hægt að hringja í mig en mín megin var allt í lagi. Hvað er til ráða spurði ég mann á vakt. Ekkert á þessum tíma við þurfum að athuga þetta á morgun sagði vinurinn. Ég sá blátt af skelfingu. Allt í einu var ekki vinnandi vegur að vera símalaus. Ekki í eina mínútu (alveg búin að gleyma hvað mér leið vel í rólegheitunum). Ég beygði mig fyrir staðreyndum. Játaði mig sigraða. Mannskömmin var tiltölulega sáttur við að síminn væri bilaður í aðra áttina. Ekki samúðarorð frá pilti hjá Hive. Iss hann hefur örgla verið SUMARSTARFSMAÐUR!
Enn sit ég með bilaðan síma. Á svona stundum sakna ég gamla Landsímans. Nei annars, þetta er ekki SVO slæmt. Eftir hádegi verður síminn kominn í lag. Riiiiiiing!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
SUMARAFLEYSINGAFÓLK ARG...
Þau eru mætt, litlu skrímslin, sumarafleysingafólkið ógurlega sem situr fyrir manni hvert sem maður fer og hvert sem maður hringir. Þau eru ákveðin í að hindra framgang allra útréttinga. Þau fóru á námskeið hjá Mannfyrirlitningafélaginu um hvernig mætti klúðra algjörlega öllu sem þau koma nálægt. Sumarafleysingafólkið tekur hlutverk sitt alvarlega. Það er komið til að fokka þér upp.
Með hverjum deginum sem líður eykst fjöldi sumarafleysinga fólks í hverjum krók og kima. Allt gengur svo seint og illa fyrir sig. Í dag hringdi ég í banka. Þar var afleysing á síma. Hvernig veit ég það? Júbb ég beið í korter eftir Ingibjörgu Halldórsdóttur, þjónustufulltrúa og fékk að tala við Arndísi, sem kannaðist ekki við IH og gat EKKI hjálpað mér og bað mig að hringja aftur, það væri afleysing á símanum og hún héldi að IH þessi væri mögulega uppi á næstu hæð, var samt ekki viss, vars sko líka afleysing. Ég reyndi aftur og aftur og einum og hálfum tíma síðar var búið að loka bankanum og ég búin að naga neglur upp að olnboga. Arg...
Það sama er í gangi hér á Mogganum. Hér er barn sem þýðir stjörnuspár úr ensku og skrifar íslenskustíla með slælegum árangri. Arg..
Í fyrra sumar beið ég eftir samtali við lækni á Heilsugæslunni. Sú á símanum var afleysingamanneskja og hafði stillt símann á fundarherbergið!!! Hún fattaði mistökin þegar læknirinn var farinn heim. Arg...
Annars er þessi pirringur mest í nösunum á mér en ég verð að segja að það hægist all verulega á allri þjónustu þegar nýtt fólk kemur inn. Skiljanlega. Stundum er maður bara ekki í stemmara fyrir umburðarlyndi.
Gúddnætgæs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
FLOTTAR KONUR...
...verða ráðherrar hjá Samfó. Til hamingju allir. ISG, Þórunn og Jóhanna eru allar þræl flottar og klárar konur. Ég er viss um að Jóhanna á eftir að gera helling af góðum hlutum í hinu nýja velferðarráðuneyti. Það var kominn tími á að Jóhanna kæmi til baka.
Arfalélegt hjá íhaldinu að vera með eina konu af sex í ráðherraliðinu. Það er ekki eins og það sé ekki nóg af færum konum hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir mega nú lúta höfði þegar konur eiga í hlut blessaðir. Vissulega er Þorgerður Katrín margra manna maki en hún er ekki svona mögnuð. ARG..
Ég er VG og átti þá ósk heitasta að VG færi í vinstri stjórn eða í annars konar stjórn þegar þeim draumi sleppti. En ok þetta er niðurstaðan. Okkar tími mun koma () en á meðan þá er gott til þess að vita að Jóhanna Sigurðardóttir skuli halda utan um velferðarmálin.
Síjúgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
ENN VERIÐ AÐ FUNDA HJÁ SAMFÓ..
Hér er ég búin að sitja í allt kvöld með sjónvarpið í fanginu (svo nærsýn) og bíða eftir að fundinum hjá Samfylkingu lyki eftir "örstutta" stund eins og sagt var á báðum sjónvarpsstöðvunum. Þetta er eins og með augnablikið, ætlarðu að bíða augnablik, þú ert númer 300 í röðinni. Ég hef lagt það á mig að horfa á sænskan sjónvarpsþátt til að missa nú ekki af þegar útsendingin verður rofin og við fáum að vita hverjir verða ráðherrar SF.
Kommon - ekki sitja og spjalla núna. Komasoh!
Flokksstjórn Samfylkingarinnar enn á fundi um stjórnarsáttmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
JÁ ER ÞAÐ JÁ!
Góður þessi. Auglýsingastofan Himinn og haf segir að birtingu á auglýsingum með Lalla Johns sé lokið. Ég var nefnilega núna í þessum skrifuðu orðum að horfa á eina.
Frrruuuussssss!
Birtingu á auglýsingum með Lalla Johns lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
BLOGGMANÍA!
Suma daga er ég bloggóð. Hreint manisk á blogginu af því mér liggur margt á hjarta og mér er nokk sama þó bloggvinir mínir, sem lesa telji sig þurfa að fara í gegnum alla pistla eyði heilu kvöldunum í það. Nananabúbú barasta. Ég er bloggisti alla daga en bara mis mikill. Stundum er ég með smá bloggleiða en einmitt þá þræla ég mér áfram því ein af ástæðunum fyrir þessu bloggi er að skrifa reglulega svo fingurnir flæði. OMG (zordiskur frasi). Að fingurnir flæði á endanum um lyklaborðið án fyrirstöðu eða svona allt að því.
Þegar ég er í bloggmaníu þá skutla ég alltaf út nokkrum bloggvinum. Ég er keis ég veit það. Það segir mér að manían er í gangi amk. einu sinni í viku. Í dag flugu tveir. En svo bætist alltaf í hópinn líka þannig að þetta er skemmtilegt. Alltaf endurnýjun í gangi en mínir traustu bloggvinir sem ég er beinlínis háð fara að sjálfsögðu hvergi og þeir rétt skulu voga sér að henda mér út. Ég elti þá uppi, ég elti þá uppi..ég el......
Ok. Þetta mun vera pistill nr. 33 í dag (who´s counting?). Einhver kemur til með að segja að ég eigi mér ekki líf utan bloggheima. Það er alveg hárrétt. Kjaftæði... ég er heimavinnandi í augnablikinu, er löggiltur læknaritari og fyrrum einkaritari (það var áður en ég þroskaðist sko) þannig að þegar ég er komin með efni þá skelli ég því inn með hraða ljóssins.
Höldum áfram að blogga í maníu öll saman. Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
LEIÐIN AÐ TITLINUM..
..er löng og slítandi. Í fegurðarsamkeppnum þarf mikið að leggja á sig til að hin raunverulega fegurð konunnar komi í ljós. Þrotlausar æfingar í ræktinni þar sem hver vöðvi, sin og taug eru þanin til hins ýtrasta en þar liggur stór hluti hinnar sönnu fegurðar konunnar falin. Þetta vita allir. Ekki má gleyma hinum ströngustu megrunarkúrum þar sem hver biti er vigtaður og er skemmst að minnast kálsúpunnar hennar Katýar í World Class sem nánast gekk af Lindu Pétursdóttur dauðri um árið. Þess minna af keppandanum þess betra og sigurlíkurnar aukast með hverju grammi sem tapað er. Meiköppið er stór þáttur í fegurð manneskjunnar, aðallega kvenna. Hún dregur fram hina sönnu fegurð sálarinnar eða réttara væri að segja að meiköppið í miklu magni felur óvelkomna fæðingargalla eins og raunveruleg andlit, minnkar nef og stækkar varir. Hreint dásamlegt fyrirkomulag. Leiðin að titlinum "Fegurðardrottning Íslands 2007" er þyrnum stráð og vörðuð blóði, svita og tárum.
"Leiðin að titlinum" er sjónvarpsþáttur sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Enn ein samkeppnin í fegurð er í startholunum. Ómægod! Flottar stelpur en glatað fyrirbæri og ég vildi óska að það væri almenn skoðun fólks að þær væru tímaskekkja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
ÉG FÉKK NÁNAST HJARTAÁFALL...
..þegar ég bar augum þessa frétt. Sjúkkitt. Þarna er verið að fjalla um vísindarannsókn sem bendir til þess að algengt sykursýkislyf, sem selt er undir nöfnunum Avandia og Avandamet, auki hættu á hjartasjúkdómum. Lyfin eru notuð við sykursýki typu 2 og það var þar sem mér létti í minni sjúklegu eigingirni. Ég er nefnilega með týpu I sem er insúlínháð og þar sem ég drakk á mig sjúkdóminn með því að eyðileggja brisið þá duga þessi lyf ekki á mig, þar sem ónýtt bris framleiðir ekkert insúlín. En án gamans það er náttúrulega há-alvarlegt mál ef lyfin eru að auka líkur á hjartasjúkdómum. Lyfið kom á markað fyrir átta árum og er notað til að halda blóðsykri í skefjum. Það væri forvitnilegt að vita hvort þetta lyf er mikið notað hér. Einhver???
Vísbendingar um að algengt sykursýkislyf auki hættu á hjartasjúkdómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
ÖRYRKJABANDALAG KÆRIR..
..auglýsingastofuna "Himin og haf" til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa vegna auglýsingarinnar frá Öryggismiðstöð Íslands þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki. Niðurlag kærubréfsins inniheldur meðal annars þetta:
Lalli Johns er þekktur á Íslandi sem heimilislaus maður og er að vissu leyti holdgervingur þess þjóðfélagshóps. Öryrkjabandalag Íslands telur að með framangreindri auglýsingarherferð sé ekki eingöngu alið á ótta almennings gagnvart Lalla Johns heldur gagnvart öllu heimilislausu fólki. Margir heimilislausir einstaklingar eru öryrkjar og því telur Öryrkjabandalag Íslands sér skylt að gæta hagsmuna þeirra þegar að þeim er vegið.
Þetta er hið besta mál enda vel flestir sammála um að þarna er verið að nýta sér neyð annara í hagnaðarskyni. Réttlætingar Öryggismiðstöðvarinnar eru svo aumkunarverðar ef út í það er farið, þegar þeir halda því fram að þetta sé gert í forvarnarskyni. Halló, halló! Eru þeir að reyna að minnka viðskiptin og auka forvarnir? Er það markmið fyrirtækisins að leggja sjálft sig niður sem fyrst? Ef svo er þá er Lalli Johns magnaðri en ég hélt og er hann nú enginn aukvisi drengurinn.
Öryrkjabandalagið kærir auglýsingar með Lalla Johns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr