Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Föstudagur, 11. maí 2007
Í DAG VERÐ ÉG ALEIN..
..ef mark er takandi á þeim sem spáir í stjörnurnar fyrir Moggann. Dem, dem, dem. Viðkomandi "spekingur" er nú kominn með attitjúd og er að dæma mig til einangrunar í dag eins og sjá má:

Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
SVONA LA LA DAGUR
Dagurinn er að mestu leyti búinn að vera ljúfur en samt eitt og annað sem hefði betur mátt fara. Ég fór og kaus, en það ætlaði ég að gera í síðustu viku en komst ekki til þess. Stóð í röð og tilfæringarnar og vesenið við að kjósa er svolítið en allt verður að fara fram eftir laganna bókstaf. Ég málaði mig áður en ég fór að heiman. Hamaðist á augnahárunum þannig að þau náðu upp á hvirfil og svona og það liðu ekki nema fimm mínútur þar til það var farið að leka úr augunum. Ég er komin með eitthvað ofnæmi fyrir maskara! Ég er í víðtæku rusli get ég sagt ykkur. Ég var komin langleiðina niður í Höll þannig ég kaus grátandi. Tárin láku í stríðum straumum, ég saug upp í nefið og var öll skökk og skæld, með tissjú í annarri en kjörseðil í hinni. Þetta tókst þó á endanum.
Svo fór ég á leikskólann hennar Jenny. Þar var mikið fjör og Jenny sýndi okkur allt sem hún var búin að gera í vetur. Svo fór hún að róla og við tjilluðum bara með fóstrunum. Ég var grátandi nottla og útskýrði fyrir viðstöddum hvað væri að en ég held að þau hafi ekki trúað mér, þau litu ásökunaraugum á húsbandið, blásaklausan.
Svo brunaði ég heim og lagði á mig að horfa á öll lögin í Júró, þrátt fyrir að Eiríkur hafi verið bestur, næst bestur og best-bestur. Svo hlustaði ég með ánægju á Ungverjaland.
Ég sit enn og græt, þrátt fyrir að sönnunargögnin (nýi flotti maskarinn minn) sé löngu runninn af. Hvað á ég að gera?. Fer kona til ofnæmislæknis eða augnlæknis eða til beggja? OMG
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
ÉG HEF SAGT ÞAÐ ÁÐUR...
Þetta er það sem átt er við með "blowjob".
..og segi það enn að allt á nú að geta valdið krabbameini. Það er ekki í fyrsta sinn sem ég blogga um það. Þetta er farið að verða fáránlegt. Bandarískir vísindamenn við John Hopkins háskólann staðhæfa að vírus sem smitist við munnmök geti orsakað ákveðið tilfelli krabbameins í hálsi og sé mun stærri áhættuþáttur en tóbaks- eða áfengisneysla (nú??). Þrjú hundruð manns tóku þátt í rannsókninni og voru þeir sem höfðu stundað munnmök líklegri til að greinast með þetta tiltekna og sjaldgæfa krabbamein í hálsi.
Það er þó gott að þetta er sjaldgæft. Annars fer nú að verða fátt um fína "drætti" í svefnherbergjum heimsins. Ég er mjög áhyggjufull. Neh lifi það af en ég gat ekki látið hjá líðast að blogga um þetta. Það er allt að verða fólki stórhættulegt. Kommon, rólegir á þessum óþarfa rannsóknum og notið peningana í lyf handa fátækum.
Iss!
![]() |
Munnmök ein ástæða krabbameins í hálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
EIKI DATT ÚT EN "GEORGE MICHEL DVELLINN"..
..er inni í Júróvisjón. Ég man ekki einu sinni hvaða landi hann kom frá. Hryllilegur plebbi. Eiki var skammarlega flottur og má bara þakka fyrir að vera ekki með í þessu plebbasamfélagi. Annars var ég hrifin af Ungverska laginu, blúsnum. Hann var hann áheyrilegur. En þessi nr. 2 frá Georgíu, æi þessi með sjálflýsandi góminn, hm.. rosalega verð ég hissa þegar sumar þjóðir komast áfram.
En þetta var skemmtilegur þáttur. Einkum og sér í lagi vegna Simma sem fór á kostum sem þulur. Ég lá í hlátri.
Iss hvað Evrópubúar geta verið miklir bjánar!
Eiríkur rúlar!!
Bloggar | Breytt 11.5.2007 kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Á HARÐASPRETTI ÚT Í VORIÐ
Hún Jenny Una Errriksdóttir á það til að vera svolítill villingur. Í fyrradag slapp hún út í garð á meðan pabbi hennar var að ná í hrein föt handa henni. Hún stökk um allt eins og lítill kálfur og það upphófst mikill eltingaleikur á meðan mamma hennar mundaði myndavélina. Jenny finnst svo gott að láta sólina leika um kroppinn og finna lífið þjóta um æðarnar.
Nú eru amma og Einarrrr að farrrra á opið hús á leikskólanum (afsakið skólanum því þetta er háakademískt nám í sjálfu lífinu) og sjá allt sem hún Jenny er búin að búa til og skapa í vetur af miklu listfengi.
Bless á meðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
15 FUKU Í DAG
Ca svona margir bloggvinir fuku í dag. Ég er alltaf að fokka í bloggvinunum. Þegar ég byrjaði að blogga var ég stofnandi til bloggvinasambanda út um víðan völl. Svo hætti ég því en samþykkti alla sem vildu vera vinir mínir. Svo hefur þetta hlaðið upp á sig. Margir þessara vina minna hafa aldrei skilið eftir sig spor og það eina sem þeir leggja til míns blogglífs er að taka upp pláss. Mér fallast stundum hendur þegar ég fer hringinn minn tvisvar á dag af því þeir eru svo margir. Ég sleppi þeim sem aldrei hafa komið til mín, mér vitanlega og er löngu hætt að lesa hjá þeim. Ég henti út 10 um daginn, einn kom aftur og nú fuku 15.
Þetta er að verða allt annað líf. Ég elska nefnilega mína alvöru bloggvini. Að gefnu tilefni, það þarf ekki að kvitta fyrir sig bara til að kvitta. Í GUÐANNA BÆNUM! Ég þekki mitt fólk og knúsa það héðan.
Lofjúgæs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
ENN BÆTA VG OG SAMFYLKING VIÐ SIG
VG og Samfylkingin eru á fullri ferð. Þetta endar með dásamlegu og langlífu sambandi við stjórn landsins eftir 12. maí. Til lukku við vinstri menn og konur.
Þetta er könnun dagsins frá Capacent þessi sem sýndi "gífurlega" aukningu Framsóknar í gær. Þeir eru á niðurleið aftur samkvæmt þessari könnun. Svona er spurt í þessari daglegu könnun sem gerð er fyrir Mbl. og RÚV:
"Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
Halló, halló, Ríkisútvarpið-Sjónvarp!! Hvaða undarlegu vinnubrögð eru þetta? Eruð þið ekki dýrgripur í þjóðareign? Menningarlega ómissandi dásemdarfyrirkomulag? Útvarp ALLRAR þjóðarinnar? Hvaða hagsmuna eigið þið að gæta þegar þið spyrjið svona? Ég skil vel að Mbl. vilji pressa á svör varðandi Sjálfstæðisflokkinn en RÚV! Veit einhver tilganginn og hefur gleymt að segja mér það?
Úrtakið er 1097 manns og svarhlutfall 64,2%. Það virðist vera náttúrulögmál að svarhlutfall í skoðanakönnunum er rétt yfir 60%.
Vér bíðum pen eftir könnun morgundagsins.
![]() |
Samfylking og VG bæta við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
MIG LANGAÐI AÐ SPYRJA..

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
OG HÚN HRASAÐI OG DATT
Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Stöð 2. Framsókn heldur áfram að minnka og hverfa en Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætlega sjó. Vinstri græn fengu 11 þingmenn og Samfylkingin 19. Mikið rosalega er þetta að verða spennandi. Vinstri stjórn eftir kosningar er að verða vel raunhæfur möguleiki. Ég hlusta nú ekki á svona kjaftæði eins og það sem kom fram hjá álitsgjöfurunum á Stöð 2 í kvöld um að það hafi verið eitthvað daður á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þe Sollu og Geirs. Það var alla vega ekki í MÍNU sjónvarpi.
Nú brettum við upp ermar á lokasprettinum. Ég hlakka til kosningadags og til útkomunnar sem ég er viss um að verður okkur VG í hag. Og svo hlakka ég til að lífið komist í eðlilegt horf eftir alla pólitíkina sem hefur heltekið mann meira og minna frá því í fyrra.
Gúddnætbeibís!
![]() |
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
LOKSINS DEBATT Í SJÓNVARPI
Ég var orðin nær úrkula vonar um að sjónvarpsstöðvarnar myndu sýna almennilegar sjónvarpsumræður milli flokkanna nú fyrir kosningar. Í kvöld rættist nú heldur betur úr þegar Stöð 2 var með langan og skemmtilegan þátt þar sem bæði voru umræður og yfirheyrslur mann á mann. Ég held að þeir sem voru óákveðnir ættu að vera einhverju nær.
Mér fannst Steingrímur J. standa sig best eins og venjulega og Ingibjörg Sólrún var líka flott. Guðjón Arnar hjá Frjálslynda kom vel fyrir. Jón Sig. talar í frösum og er eins og gangandi yfirlýsingabók og eflaust skilja fáir nema innanbúðarmenn hvað hann er að tala um.
Mér fannst hálf hallærislegt að vera með "dómara" til að dæma frammistöðu formannanna en þeir voru sammála um að ISG og Steingrímur J. hefðu staðið sig best. Geir héldi sjó og Jón Sig. væri í vörn. Að Ómar talaði bara um umhverfismál (sem er nú ekki alveg rétt) og að Guðjón Arnar kæmi vel út. Ég held að það sé hugsjónahitinn og tilfinningin sem skilar sér til áhorfandans og ræður mestu um hvað fólki finnst.
Sigríður Dögg kom með þarfa ábendingu (að vísu aðeins of seint) um að það ætti að spyrja Framsókn og Sjálfstæðisflokk um femínisma. Spyrja Ómar um annað en umhverfismál osfrv.
Jæja við fengum allavega flottan debatt. Það bjargar sálarheill minni.
Síjúgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr