Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Sunnudagur, 13. maí 2007
FRAMSÓKN FALLIN!
Þetta var nú meiri nóttin. Ég er á mörkunum með að þurfa áfallahjálp eftir óvissu næturinnar. Framsókn er hefur goldið afhroð og þar á bæ hafa menn lýst því yfir að þeir munu ekki fara í stjórn. Ég er ekki hissa á fylgishruni flokksins, þetta lá í loftinu og nú liggur það fyrir.
Það er svo margt sem er í óvissu eftir þessar kosningar. Fer Árni Jhonsen niður á lista vegna útstrikana og hvað með Björn Bjarnason?
Samfylkingin kemur ekki nógu vel út en stendur þokkalega miðað við allar hrakspárnar. Til hamingju með það.
Við VG erum ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Það kemur ekki á óvart. Okkar kosningabarátta hefur skilað sér ágætlega þó því sé ekki að neita að ég hefði viljað sjá meira fylgi.
Frjálslyndir hafa fest sig í sessi. Ég get þó ekki glaðst yfir því að Jón Magnússon skuli vera orðinn þingmaður en svona fóru kosningarnar og úrslitin ber að virða. Ég hefði gjarnan viljað sjá Ómar Ragnarsson hafa haft erindi sem erfiði en við því er ekkert að gera.
Þar sem Jón Sigurðsson, Valgerður Sverris og fleiri frammámenn í Framsóknarflokknum hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að fara í stjórn með allt þetta fylgistap þá er stóra spurningin hverjir munu mynda nýja stjórn? Spyr sá sem ekki veit. Þetta er rosalega spennandi og nú er að bíða og sjá hvað gerist næst. Stjórnin lafir en það er siðferðilega rangt ef flokkur sem er svo illa rasskeltur eins og Framsókn er að loknum þessum kosningum, fer í stjórn. Það væri beinlínis aðför að lýðræðinu. Kjósendur sendu þeim skýr skilaboð. Farið í hvíld, endurvinnslu, á heilsuhæli eða eitthvað og skoðið ykkar mál. Stjórnarandstaða er það sem koma skal fyrir Framsókn og ekki væri verra ef íhaldið eftir 16 ára stjórnarsetu þekkti líka sinn vitjunartíma í þessum efnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 13. maí 2007
ÉG HANGI STJÓRNIN LAFIR
Ég hangi varla uppi en sit límd við sjónvarpið og þori ekki að hreyfa mig. Stjórnin lafir enn þrátt fyrir að vera í minnihluta prósentulega séð. Mér fannst það rétt þegar Jón Sig. sagði að það væri ekki möguleiki að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn eftir það afhroð sem hann hefði goldið. Tveim tímum síðar sagði hann að Framsókn myndi ekki víkjast undan ábyrgð. Ég er sammála Agnesi Bragadóttur sem sagði að flokkurinn væri svo þyrstur í völd að hann myndi hoppa í stjórn ef það væri í boði.
Nú bíð ég þar til eitthvað fer að skýrast. Ef ég dett ekki út fyrir framan sjónvarpið. Þvílík nótt, þvílík spenna og það er ekki að létta á henni.
Smútsj frá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 12. maí 2007
JÚRÓVISJÓN ÚJE-JEJE
Hér er Jenny Una Errriksdóttirrrr í öflugri Júróvisjón sveiflu. Hún ætlar að koma til ömmu og Einarrrs á eftir í smá heimsókn. Fyrirsögnin er villandi því ég ætla ekki að horfa á Júróvisjón. Ég ætla að sýna hinum smáðu Norðurlandaþjóðum stuðning minn í verki (af því að kosningasjónvarpið er meira lokkandi ef ég á að vera strangheiðarleg). Það getur þó verið að ég skjótist til að kjósa sænska lagið en Svíþjóð er mitt annað föðurland og ég elska það upp til agna. Annars myndi ég ekki gráta það þó Ungverjaland myndi vinna. Það er flottasta lagið sem ég hef heyrt í Júróvisjon í áraraðir. Mér finnst tímaeyðsla að glápa á Júró þegar Eiki megatöffari er ekki með. Hann var nottla flottastur. Meiri asnarnir í Balkanlöndunum að sjá það ekki.
Nú fer ég og skúra gólf. Svo mikil húsmóðir alltaf. Þegar ég vaknaði í morgun (enda á byrjuninni) þá fékk ég svona gleðikast inni í mér (sennilega sálin að verki) yfir að vera allsgáð og aldrei þunn. Það er BARA stórkostlegt og ég hlakka til kvöldsins. Vinstri stjórn er í sjónmáli börnin góð og hananú.
Lofjúgæs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 12. maí 2007
ÉG NÆLDI Í....
..2 atkvæði áðan fyrir VG. Ekki misskilja mig ég er ekki að króa fólk af með hótunum eða læsa það inni þar til að það lofar að kjósa minn flokk. Málið er að tveir ungir menn í minni fjölskyldu sem vissulega ætluðu að kjósa VG en voru að hugsa um að sleppa því af því bílinn var bilaður. OMG! Nú er ég búin að virkja þessi tvö fótgangandi atkvæði og þau verða keyrð á kjörstað af húsbandinu í dag. Keyrum gjarnan fleiri sem kjósa "rétt". Það er bara af almennri kurteisi sem ég set rétt í gæsalappir.
Án gamans þá er mikilvægt að allir nýti rétt sinn til að kjósa. Ég skora á þá sem vilja breytingar að kjósa VG eða einhvern hinna stjórnarandstöðuflokkana. Það eru nefnilega fjögur ár í næstu möguleika á breytingum. Það er langur tími í pólitík. Á fjórum árum er hægt að byggja upp og gera helling af góðum hlutum, ss breyta aðstæðum láglaunahópa, auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum, afmá biðlistana, setja "stopp" á virkjanaframkvæmdir og svo mætti lengi áfram telja. Á fjórum árum má líka auka til mikilla muna það misrétti sem fyrir er í þessu þjóðfélagi, auka þensluna fjórfalt eða meira, lengja biðlistana enn frekar og leggja drög að fleiri virkjanaframkvæmdum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir náttúru Íslands.
Nú er að duga eða drepast. Ég vona að við íslendingar kjósum með sjálfum okkur að þessu sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 12. maí 2007
AFMÆLISBARN DAGSINS!
Hann Oliver Einar Nordquist Róbertsson á afmæli í dag og hann er hvorki meira né minna en tveggja ára. Úff amman er hrærð og glöð yfir fallegasta smádrengnum í heiminum. Verst er að hann er langt í burtu úti í London þannig að við erum fjarri góðu gamni á þessum margfalda hátíðisdegi.
Amma-Brynja reddar málunum og er í London hjá litlu fjölskyldunni og í dag lætur hún inn myndir úr partíinu. Ömmubandalagið alltaf að störfum, við sofnum aldrei á verðinum. Við AB erum flottastar í ömmudæminu. Hún í London og ég hér. Knúsaðu Oliver milljónfalt frá okkur öllum Brynja mín og svo heyrumst við í kvöld.
Ég elska ykkur í hörgul!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 11. maí 2007
MYNDAALBÚM GERIÐSVOVEL!
Kæru bloggvinir og aðrir gestir. Ég er búin að koma upp myndaalbúminu. Loksins. Kíkið endilega. Bæti inn nýjum myndum eftir helgi þegar amma-Brynja kemur frá London.
Ég er að drepast úr bloggisma. Er með svo rosalega tjáningarþörf. Er farin að horfa á sjónvarpið.
Síjúgæs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 11. maí 2007
FLOTTAR UMRÆÐUR Í KASTLJÓSINU
Hann var góður Kastljósþátturinn í kvöld. Þórhallur og Elín stýrðu umræðunum vel og Þórhallur gekk sérstaklega vel eftir svörum. Það var svo sem ekki margt sem kom á óvart í þættinum, en engu að síður þá fannst mér ég fá heilmikið út úr umræðunum. Ég áttaði mig ma á því að bæði Geir og Jón Sig. eru að tala yfir höfuðin á okkur venjulegu fólki. Þeir eru svo ósympatiskir í málflutningi þegar kemur að umræðu um skattamál og velferðarkerfi að það ætti að vera hverju barni ljóst að hinn almenni maður, sérstaklega láglaunafólk er ekki ofarlega á vinsældalista þeirra félaga. Jón Sig. ber þó af í þeirri merkingu að tala í frösum sem ég efast um að hann sjálfur skilji.
Mér fannst það koma berlega í ljós hversu mikill flýtir er að stofnun Íslandshreyfingarinnar. Ómar eins yndislegur og hann er, er svolítið út undan þegar að kemur að öðrum málaflokkum en umhverfis- og velferðarmálum.
Steingrímur J. var góður eins og alltaf og ISG þræl fín líka. Guðjón Arnar er asskoti fylginn sér og hefur mikla þekkingu á öllum málum. Hann hefur vaxið í áliti hjá mér í þessari kosningabaráttu.
Ég veit ekki hver sló því fram en einhver í þættinum nefndi að grænakarlsauglýsingar Framsóknar, tímamótaauglýsingin sem ræðst að frambjóðanda annars flokks (Steingrími J.), hafi verið gerð af syni Jóns Sig. Jóns sagðist "ekkert" vita um það. Er þetta landlægt minnisleysi í Framsóknarflokknum? Það man enginn, veit enginn og skilur enginn. OMG.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 11. maí 2007
ÉG ÞARF AÐ FARA Í MEGRUN - INNVORTIS!
Úff alltaf gleðifréttir úr rannsóknarheiminum. Amk. ein á dag svona til að peppa mann upp. Mælingar með nýrri tækni þykja benda til þess að fita safnist fremur saman innvortis í grönnu fólki en feitlögnu en læknar segja samansafnaða fitu í kring um hjarta, lifur og briskirtil geta verið jafn hættulega heilsu fólks og fitan sem liggur undir húðinni, svona frjálsleg og utanádinglandi þið vitið.
Eftir að ég hætti að vera fyllibytta fóru bjórkílóin af og sykursýkin (sem ég btw. drakk á mig hjálpaði til). Nú er ég töluvert undir kjörþyngd. Nánast of mjó. Millivegurinn vandfundinn eins og venjulega, alla vega í mínu tilfelli. Ætli ég sé bara ekki spikfeit að innan? Að fituviðbjóðurinn sem á mér var hafi flúið inn á við þegar ég snéri við blaðinu og fór að lifa alsgáðu og heilbrigðu lífi. Kannski er hjartað beinlínis vatterað í mör. OMG ætli séu til einhverjar Jónínur í heiminum sem taka mann í innvortis megranir (ekki stólpípur samt). Hvernig get ég komist að því hvort ég er offitusjúklingur?
![]() |
Fitan innvortis í grannvöxnu fólki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 11. maí 2007
BARA "TERTUBITI" AÐ VERA MEÐ BARNAKLÁM!
Ég verð svo reið, svo hrygg og vondauf þegar svona mál ber á góma. Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 6 mánaða fangelsi þar af þrjá skilorðsbundið fyrir að vera með í sinni vörslu 6548 ljósmyndir og 179 hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.
"Í dómnum segir að um hafi verið að ræða mikið magn af myndum og meðal þeirra hafi verið myndir af mjög ungum börnum, nánast niður í reifabörn, sem svívirt séu á ruddalegan og klámfenginn hátt. Í gögnum málsins komi fram að maðurinn sagðist hafa einhverja söfnunarþörf á svona klámefni og safnað því undanfarin tvö ár þegar lögreglan lagði hald á tölvur hans. Sagðist hann hafa verið í þeirri trú að löglegt hefði verið að eiga slíkt efni en jafnframt sagðist hann hafa talið að efnið væri svo tryggilega geymt að enginn annar kæmist í það. Bendi það til þess að hann hafi ekki verið í góðri trú með vörslur efnisins."
Maðurinn ber fyrir sig "söfnunarþörf". Svona menn eru samviskulausir þrjótar. Af hverju eru ekki refsingar við hæfi í svona málum? Af hverju sendir kerfið út þau skilaboð að það sé tertubiti (pease of cake), nánast að eiga og skoða klám? Barnaklám!
Ekkert bendir til þess að maðurinn hafi reynt að leita sér hjálpar og NB hann er sagður vera fjölskyldumaður!! Hvað ætli það þýði í börnum?´
Mér er óglatt.
![]() |
Fangelsi fyrir að vera með barnaklám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 11. maí 2007
ERTU EKKI AÐ DJÓKA Í OKKUR JÓNÍNA?
Jónína Bjartmarz sem ætlaði að kæra umfjöllun Kastljóss vegna umfjöllunar um "ríkisborgara-tengdadótturmálið" síðast þegar ég vissi, fer nú fram á það í Fréttablaðinu í dag að Kastljós biðji sig afsökunar og leiðrétti umfjöllun sína. Amma mín sem ól mig upp sagði oft að þeir sem ekki gæfu sig þegar nóg væri komið hefðu orðið hortugheitunum að bráð. Ég verð að vera sammála henni ömmu minni sem var vís kona.
Mig fer að gruna að Jónína þrái ekkert heitar en að detta út úr pólitíkinni. Hvernig dettur henni í hug að taka þetta mál upp einu sinni enn og það daginn fyrir kosningar? Mér þykir það reyndar ekki leiðinlegt , en ég er að vona að Framsókn þurrkist út eins og ég hef margoft komið að hér á þessum einkafjölmiðli.
Getur verið að Jónína sé algjörlega úr tengslum við venjulegt fólk í þessu landi? Ég hef ekki heyrt marga vera þeirrar skoðunar að þetta mál með ríkisborgararéttinn hafi verið "fullkomlega eðlilegt" í afgreiðslu svo ekki sé meira sagt. Flestir gera sér grein fyrir að þessi afgreiðsla er ekki eðlilegur framgangsmáti umsókna um ríkisborgararétt og það er þungt í mörgum vegna þess. Ég er hins vegar ekki að halda því fram að Jónína hafi beitt sér í málinu (hef ekki hugmynd um það). Hver sér um ímyndarvinnuna hjá Framsókn eiginlega?
Það má svo koma fram að biðjist Kastljós ekki afsökunar þá mun Jónína kæra umfjöllunina til siðanefndar B.Í.
Nú er mál að linni. Ég fékk kjánahroll við lestur greinarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987752
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr