Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

I MADE HIM AN OFFER HE COULDN´T REFUSE

Norska útlendingastofan ákvað nú síðdegis að skipta sér ekki af komu hóps rúmenskra ferðamanna til landsins frá Íslandi. 

Norðmenn vilja meina að fólkið hafi komið til landsins með lögmætum hætti inn á Schengensvæðið og geti dvalið í þrjá mánuði í landinu sem ferðamenn.

Ég skammast mín fyrir að vera íslendingur.  Löggan segir reyndar að rúmenunum hafi ekki verið vísað úr landi heldur boðin aðstoð við að fara.  Munið þið eftir myndinni um Guðföðurinn?  Þegar þeir gerðu fólki tilboð "sem þeir gátu ekki hafnað"?  Erum við rasistar við íslendingar?


mbl.is Norðmenn skipta sér ekki af komu Rúmena
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÉG AÐ MISSA AF EINHVERJU?

45

Það er allt að verða vitlaust í kringum mig.  Spennan yfirgengileg þannig að það má skera loftið í strimla.  Hvað veldur?  Jú kosningarnar og Júróvisjón.  Allir í kringum mig hreinlega að flippa út.  Líka sumir í bloggheimum.  Ég las pistil hjá einni sem ætlaði sko að kaupa snakkið tímanlega því það seldist ALLTAF upp daginn fyrir Júró.  Margt er mannanna mein.  Þeir sem ég hef talað við í síma eru alveg að fara á límingunni.  Á að setja upp extra sjónvarp til að geta fylgst með bæði kosningasjónvarpi og Júró?  Eða á að notast við mósaikkið? Nebb mósaikkið er svo truflandi.  Hvað þarf eiginlega að kaupa mikið í ríkinu? Amk. tvöfaldan skammt.  Þetta kvöld hefur tvöfalt skemmtanagildi, búsinn verður því tvöfaldur.  Æti innkaupagengið í ríkinu viti þetta? Á að grilla eða elda inni í eldhúsi?  Flestir eru á því að grilla í auglýsingahlélnu í Júró þessu nr. 3.  Steikin verður snögg grilluð í ár! 

Hvar stend ég og mitt húsband í málinu? Við ætlum að horfa á kosningasjónvarpið, drekka kaffi og borða mat.  Einhvern mat.  Það er svona að verða edrú spenningurinn minnkar um nokkra á Ricter og ástandið verður þolanlegt - fyrir mig.  Uni fólki þess vel að skemmta sér á þann hátt sem það kýs.  Mér finnst skemmtilegast að tjilla með mitt sódavatn í rólegheitum meðan VG tekur heim sigurinn (enda eins gott ef ég ætla ekki að drepast úr alkahólisma langt fyrir aldur fram). 

Skál í bjóðinu!


NEIKVÆÐAR GOÐSAGNIR UM KONUR

5 

Ég endurbirti eina af mínum fyrstu færslum á blogginu.  Ég birti hana núna þegar kosningar eru að bresta á og vona að fólk kjósi þann flokk sem helst hefur lagt áherslu á að uppræta vændi, heimilisofbeldi og ofbeldi á börnum.

Eftir umræður um klám, ofbeldi á konum og börnum undanfarin misseri, hef ég eins og oft áður velt fyrir mér öllum þeim goðsögnum sem fólk virðist trúa á og notar óspart í umræður um þessi málefni eins og um heilagan sannleika sé að ræða. Ég ætla bara að skrifa um þær algengustu.

Það er sama hvar borið er niður, mýturnar eru allsstaðar.  Lífseigari en fjandinn sjálfur. Um vændiskonur, um ofbeldi á konum og um barnaofbeldi.  Þegar einhver talar um að það þurfi að skilgreina klám, t.d. virðist það flækjast hreint ótrúlega fyrir mörgum. Hafsjór af goðsögnum þvælist fyrir í umræðunni og fólk kemst stundum ekki út fyrir túnfótinn.  Þess vegna er ágætt fyrir fólk að kynna sér staðreyndir mála og "debattera" svo.

.. já en mýturnar, ég skoða nokkrar þær algengustu.

Nýlega var grein um hina "hamingjusömu hóru" þ.e. klámmyndastjörnu í einhverju dagblaðanna.  Sú umrædda var Mensumeðlimur með greindarvísitölu upp á 150.  Hún elskar vinnuna og á hóp af peningum. Váááá!

Hún er sem sagt yfirmáta greind þessi kona og hamingjusöm með innkomuna og vinnuna yfirleitt.  Kva!! ENN ein staðfestingin fyrir marga að það sé ekki slorlegt að vinna fyrir sér með þessum hætti.  Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið á vændiskonum sýna með óyggjandi hætti að þær hafi margar verið misnotaðar kynferðislega sem börn.  Sumar eru fíkniefnaneytendur.  Þær staðreyndir tala sínu máli.

Það er talað um elstu atvinnugrein í heimi.  Starf vændiskonunnar er þá fyrsta og elsta djobb hinnar útivinnandi konu, í þróunarsögunni.  Halló!! Fyrsta og elsta atvinnugreinin hlýtur að vera starf ljósmóðurinnar, einhver hefur þurft að koma mannkyninu í heiminn svo að þessi goðsögn fellur dauð til jarðar.  Búmm pang.

Klám er vændi.  Kynlíf fyrir peninga.  Enn ein birtingarmyndin af ofbeldi gegn konum.

Ofbeldi á konum

Fullyrðingar til skilgreiningar heimilisofbeldis á konum eru margar og seiglífar. Hér eru nokkrar:

..maður lætur ekki lemja sig nema einu sinni

..konur sem beittar eru líkamlegu og andlegu ofbeldi hafa einfaldlega beðið um það

..henni var nær, með þessari framkomu kallar hún á umgang

.. þann sem maður elskar agar maður

Það er ekki margir sem viðurkenna þetta viðhorf í dag, opinberlega,  en það er samt til staðar.  Engum finnst gott að láta lemja sig, kúga sig eða hræða.  Það er einfaldlega þannig. Engin kona kallar á ofbeldi, biður um það eða á það skilið, aldrei nokkurn tíma.  Ofbeldi er einfaldlega aldrei réttlætanlegt.

Konur sem búið hafa við ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt hafa margar hverjar lýst því sem viðvarandi ástandi. Að ógnin inni á heimilinu sé alltaf til staðar.  Þær eru hræddar um börnin. Afkoma þeirra er oft lítil og þær hafa ekki fjárhagslega burði til að standa einar, finnst þeim.  Sjálfsmatið er ekkert og líf þeirra gengur orðið út á eitt, að komast hjá ofbeldinu með því að breyta hegðun sinni. Konurnar eru þá yfirfullar af sektarkennd og eitt af einkennum ofbeldisins er að þær trúa því að þær hafi með hegðun sinni kallað framkallað það. Ofbeldismaðurinn er duglegur að ýta undir þessa upplifun konunnar.   Þessari líðan fylgir náttúrulega framtaksleysi og ekki er erfitt að skilja að þær séu ekki mjög duglegar við að taka frumkvæði til að sækja sér hjálp.

Engin kona lætur lemja sig, kúga sig eða meiða á annan hátt.  Ofbeldinu er einfaldlega beitt án tillits til hegðunar, útlits eða annara þátta.  Það er einfaldlega andstætt mannlegu eðli að biðja um misþyrmingar.   Þessi staðreynd virðist oft standa í fólki?  Væri tam ekki eðlilegra að spyrja sig hvers vegna ofbeldismaðurinn kúgi?

Undanfarin ár hafa margar breytingar orðið til batnaðar.  Það má þakka mikilli  fræðslu- og kynningarstarfsemi öflugra kvennasamtaka. Í umræðunni um nauðganir og klám hafa karlmenn í feministafélaginu gengið ötullega fram.  Þeir vilja að karlmenn taki ábyrgð í umræðunni,  þeir höfða til kynbræðra sinna með tali sínu um ábyrgð.  Loksins, loksins. 

 Konur tóku sig til og sköpuðu úrræði fyrir kynsystur sínar tam. með stuðningi við þær. Þessi samtök hafa stuðlað að aukinni umræðu og fræðslu bæði til faghópa og almennings og síðast en ekki síst til þolendanna sjálfra.  Það starf hefur skilað miklu.  Við getum samt alltaf á okkur blómum bætt.

Ég hef aðeins stiklað á stóru.   Ofbeldi á konum og börnum er stór og yfirgripsmikill málaflokkur og birtingarmyndirnar eru margar.

 


ALLT SVO EÐLILEGT EITTHVAÐ!

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra segir fyllilega eðlilegt að auglýsa stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra í Lögbirtingarblaðinu eingöngu.  Hann segir að markhópurinn lesi lögbirtingarblaðið.  Miðað við það þá er undarlegt að aðeins einn hafi sótt um og Samband lögreglumanna geri athugasemd við að auglýsingin hafi t.d. ekki birst á Starfatorgi.

Þetta virðist vera að ganga hjá núverandi ríkisstjórn.  Þe vægast sagt vafasöm vinnubrögð en samt svo fullkomlega eðlileg.

Fyrst var það ríkisborgararéttur tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, allt eðlilegt þar á ferð, fullkomlega eðlilegur framgangsmáti.  Það opnar væntanlega leið fyrir hundruð manna til að fá sömu afgreiðslu.  Það er nú gott.

Núna er auglýsing eftir aðstoðarríkislögreglustjóra birt í vefmiðli Lögbirtingarblaðs og í blaðinu sjálfu daginn sem umsóknarfrestur rann út.  Allt fullkomlega eðlilegt líka. Skyldi þessi eini umsækjandi fá vinnuna?  Það verður spennandi að sjá.

Æi ég er orðin svo leið á þessu liði í fílabeinsturninum sem virðist ekki þurfa að lúta venjulegum reglum samfélagsins.  Enda er alltaf hægt að halda því fram þegar spurt er að þetta sé allt svo eðlilegt eitthvað!


mbl.is Embættinu skylt að nota Lögbirtingablað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞARF SÉRSTAKT LEYFI TIL AÐ BETLA?

23

Undarleg uppröðun á orðum í þessari frétt Moggans.  En í henni stendur "Þeir voru að sögn lögreglunnar ekki handteknir með formlegum hætti en þeim var gert ljóst að þeir hefðu ekki tilskilin leyfi til "að halda tónleika á almanafæri og betla".   Þarf nokkuð leyfi til að betla?  Er það ekki bannað svona yfirhöfuð.  Það ætla ég að vona. 

Burtséð frá þessu þá virðist vera gengið að því sem vísu að sígaunar séu óæskilegir gestir.  Nú getur verið að fólk þetta sé í ánauð okurlánara.  Var ekki svigrúm til að athuga aðstæður þessa fólks og jafnvel rétta þeim hjálparhönd?  Sígaunum er víðast hvar úthýst.  Mér finnst við hafa verið ansi snögg að koma þeim úr landi. 

Sjónvarpið fær plús fyrir að kalla Rúmenana "götulistamenn".


mbl.is Átta rúmenskir harmonikkuleikarar sendir suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓLYGINN SAGÐI MÉR

23

Ég var úti í Nóatúni áðan að kaupa í matinn, sem ekki er í frásögur færandi.  En þar sem ég stóð við kjötborðið og beið heyrði ég eftirfarandi samtal milli tveggja kvenna.

Kona 1.. Heyrðu elskan ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?

Kona 2: Já, já bara það sama og síðast D-flokkinn, þeir eru bestir.

Kona 1: Ertu nú viss um það? Þeir eru nú ekki mikið að hugsa um okkur venjulega fólkið.

Kona 2: Jú víst, þeir eru sannir vinir litla mannsins og sjáðu hann Geir hann er svo traustvekjandi og konan hans er æðislega lekker og svo halda þeir í stöðugleikann.  Það skiptir öllu.

Kona 1: Stöðugleikann?? (soldið hissa í framan svona). Hvaða stöðugleika ertu að tala um Gurrí?

Kona 2: Jú þennan stöðugleika bara.  Það er nú ekki talað svo lítið um hann. Hér fer allt í kalda kol ef stöðugleikinn er ekki fyrir hendi.

Kona 1: Já eins og td. stöðugleikinn í örorkubótunum.  Bæturnar mínar eru sko stöðugar get ég sagt þér.  Hafa varla hreyfst í fleiri ár.

Kona 2: Nákvæmlega.  Það er það sem ég er að segja.

Kona 1: Heyrðu mig Gurrí mín ertu nokkuð búin að vera að kynna þér stefnumál flokkanna?

Kona 2: Nei ég þarf þess ekki.  Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn.  Þú hefur alltaf verið kommónisti Margrét alltaf kosið þetta Alþýðubandalag.  Þú veist að þú kemst ekki til Ameríku út af því.

Hér var komið að mér í kjötinu.  Ég keypti súpukjöt fyrir síðustu aurana (segi sonna til að gera þetta smá dramó) og flýtti mér út.  Sko áður en ég væri farin að trúa konu nr. 1.

 


TIL UPPRIFJUNAR FYRIR ÓÁKVEÐNA FEMINISTA

8

Ég tók þessa fínu færslu af blogginu hennar Sóleyjar og birti hana óbreytta fyrir þá sem vilja veg kvenfrelsis sem mestan (konur og karlar auðvitað).

Gjörið svo vel!

"Ef þú ert femínisti og veltir fyrir þér hvað skuli kjósa á laugardaginn, lestu þá þetta um Vinstrihreyfinguna grænt framboð:

  • VG er eini flokkurinn sem hefur gripið til sértækra aðgerða til að jafna kynjahlutföll á framboðslistum, enda teljum við mikilvægt að auka hlut kvenna á Alþingi og í sveitarstjórnum. Niðurstöður kannana undanfarinna vikna benda til þess að VG verði eini flokkurinn með tiltölulega jafnt kynjahlutfall í þingflokkum. Hinir flokkarnir nálgast það ekki.
  • VG hefur barist ötullega fyrir málfrelsi fólks um kaup og kjör og mun halda því áfram. Með afnámi launaleyndar mun samningsstaða kvenna varðandi laun batna til muna.
  • VG hefur lagt fram frumvarp um að Jafnréttisstofa fái aukið vægi, svipað Samkeppnisstofnun, að hún hafi möguleika á að afla upplýsinga og grípa til aðgerða þegar nauðsyn krefur, sem og að álit hennar verði bindandi.
  • VG kynnti sænsku leiðina fyrst til sögunnar árið 1999 og hefur aflað henni fylgis fram til dagsins í dag. Nú er svo komið að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur telja ráðlegt að gera kaup á vændi refsiverð.
  • VG hefur barist ötullega gegn klámvæðingunni - bannaði einkadans og útgáfu leyfa fyrir nýjum nektardansstöðum í borginni í tíð R-listans og vakti máls á klámráðstefnunni sem flæmd var úr landi í mars á þessu ári.
  • VG hefur lagt fram frumvarp um að konur af erlendum uppruna sem búa við heimilisofbeldi verði ekki háðar maka um dvalarleyfi hérlendis.
  • VG hefur lagt fram frumvarp um fórnarlamba- og vitnavernd til hagsbóta fyrir konur sem hingað eru seldar mansali.
  • VG hefur lagt fram frumvarp um austurrísku leiðina - að ofbeldismenn verði fjarlægðir af heimilum í stað þolendanna.
  • VG mun vinna að auknu kynfrelsi kvenna - m.a. með því að fjarlægja ofbeldistenginguna í nauðgunarákvæði hegningarlaga. Að nauðgun verði refsiverð, hvort sem hótun um annars konar ofbeldi fylgir glæpnum eða ekki.
  • VG vill auka jöfnuð í samfélaginu - öllum til góða."

Við þetta er engu að bæta nema merkið X við V á laugardaginn elskurnar mínar.Heart

 

 


ÆI ÞESSIR VIRKU ALKAR...

04

..eru alltaf að koma sér í vandræði.  Nú er búið að svipta Hasselhoff rétti til að umgangast dætur sínar vegna myndbandsins sem önnur þeirra tók af honum dauðadrukknum og birti á netinu.  Það er alveg augljóst að maðurinn er í stórum vanda.  Hann skandaliserar með reglulegu millibili og það er alltaf utanaðkomandi aðstæðum að kenna.  Hann er prótótypan af alka í afneitun.

Það er illa gert að birta þetta vídeó svo heimurinn geti séð niðurlægingu karlsins.  Það hefði eflaust verið nægjanlegt að sýna karli það daginn eftir í þynnkunni.  Annars held ég að öll skynsemi heimsins geti ekki hrist upp í alka sem er ekki tilbúinn til að horfast í augu við ástandið.

Ég heyrði einu sinni alkahólista lýsa því af hverju hann drykki og hann sagði "ég drekk þegar rignir, þegar sólin skín, þegar kvöldar, að morgni og alls staðar þar á milli".  Hm.. Hasselhoff þyrfti að komast á VOG.


mbl.is Hasselhoff sviptur umgengnisrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PÓLITÍK - STJÖRNUSPÁ

 22
SteingeitSteingeit: Þú ert að ganga inn í mánaðar langt tímabil þar sem orð þín eru lög. Það er til fólk sem vill - nei, lifir fyrir að - gera þér til geðs. Finndu það.
Noh þarna hljóp á snærið hjá mér.  Ég er eins og áður hefur komið fram, ekki sérstaklega upptekin af stjörnumerkjum en geri mér það til gamans að lesa Moggastjörnuspána.  Áðan datt ég heldur betur í lukkupottinn.  Ég óska hér með sjálfri mér til hamingju með að næsta mánuðinn munu orð mín vera lög.  Ekki er verra að fólk muni lifa fyrir að gera mér til geðs.  Ég er hógvær kona þannig að ég bið aðeins um eitt (allavega til að byrja með hehe): Allir sem koma inn á síðuna mína, vinir mínir ættingjar og kjósendur annarra flokka, ég fer hér með fram á að þið kjósið VG á laugardaginn og munið að þið LIFIÐ fyrir að gera mér til geðs.
P.s.  Stjörnuspáalestur er hreinn unaður þessa dagana þegar grafalvarlegir frambjóðendabloggarar eru að drepa mann úr leiðindum með möntrukenndum bloggum sínum um ágæti sjálfs síns og flokksins.  Þetta er með örfáum undantekningum nottla,  Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur.  Jeminneini hvar er húmorinn og útgeislunin hjá þessu fólki?  Þetta getur drepið hvern meðalmann fyrir hádegi ef hann missir sig í pistlana. OMGSick  Gott fólk ef ykkur leiðist, lesið stjörnuspána!
SíjúinalitlevælDevil

GÆTI KJÖRDAGUR KOMIÐ EKKI SEINNA EN STRAX!

22

Ég og húsbandið vorum að ræða komandi kosningar áðan, í fullu bróðerni auðvitað því við erum sammála um flest mál og kjósum sama flokk.  Annars yrði tæpast líft á heimilinu.  Ég er svo mikill tilfiningavöndull þegar eitthvað stendur mér nærri hjarta og ég næ rosalega öflugum toppum í dramatíkinni þegar mér er mikið niðri fyrir.  Jabb ég þarf sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af því að ég tryllist við húsbandið.  Sjúkkitt.  Ég á það hins vegar til að rífast við sjónvarpið, úa og vía allt eftir því hvort mér hugnast málflutningurinn eður ekki.  En við húsbandið vorum sum sé að ræða kosningarnar og vorum sammála um að þær væru frekar dauflegar að þessu sinni.  Erum við ein um að finnast að það vanti slagkraftinn sem oft geysar fyrir kosningar?  Borgara- og framboðsfundirnir  í sjónvarpinu hafa ekki náð neinum hæðum og mér finnst vanta almennilegar umræður.  Nú hvað um það ég get svo sem ekki kvartað.  Minn flokkur (VG) hefur staðið sig vel eins og alltaf og ég þarf ekki að velkjast í vafa um hvað ég ælta að kjósa.  En ég er undirlögð af kosningaskjálfta og það er heilagur sannleikur.  Hárið á mér verður farið að standa sjálft þegar laugardagurinn rennur loksins upp.  Í síðustu kosningum var ég rall full enda bullandi virkur alki á þeim tíma og öll skemmtilegheitin fóru fram hjá mér.  Nú er annað uppi á teningnum. Ég geng alsgáð til kosninga (hehe).

Ég sá kynningarþætti stjórnmálaflokkanna í sjónkanum í kvöld.  Þe VG og Sjálfstæðisflokks.  VG voru fyrstir og það var talað við Steingrím, Guðfríði Lilju, Katrínu og Benedikt Davíðsson.  Þessi þáttur var fróðlegur, hlýr og skemmtilegur.  Alveg eins og ég upplifi flokkinn.  Svo kom íhaldið.  Geir Haarde (frjálslegur til fara en hann hafði farið úr jakkanum en var með bindið upp í háls) notaði þessar 15 mín. sem hver flokkur hefur,  til að vera í drottningarviðtali hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur.  Ég fer ekki ofan af því að Geir er hinn ljúfasti maður en þetta form er svo hundleiðinlegt.  Maður ætlar að sofna. Þá vil ég heldur svona opinn, frjálslegan og félaglslegan þátt eins og VG voru með.  Að vísu kinkaði spyrillinn dálítið mikið kolli en ég leiddi það nú bara hjá mér.  En þarna kristallaðist munurin á þessum tveimur flokkum. Íhaldið er með bindi eins og það leggur sig og í Armanijakkafötum.  Karlalegasta ímynd sem hægt er að hugsa sér.  Hefði verið gaman að sjá og heyra Þorgerði Katrínu. Flokkurinn er svifaseinn og ekki vænlegur til breytinga.  Sú ímynd skilaði sér fullkomlega í þessum þætti.  Ég bíð brjálæðislega spennt eftir Framsókn og hvað þeir gera með sinn þátt.  Úje.

Við VG erum sigurviss.  Það sem meira er þá erum við sigurviss fyrir hönd beggja vinstri flokkana.  Nú er bara að krossa fingur og bíða þolinmóður með miklu æðruleysi fram á kjördag.

Gúdnætgæs!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband