Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Mánudagur, 14. maí 2007
ER ÞETTA BARA LETI Í MANNINUM?
Það skyldi þó aldrei vera leti sem kemur í veg fyrir að Geir hafi áhuga á öðru stjórnarmynstri en því gamla? Þessu er vísir.is að leiða líkum að þegar þeir skrifa um plottið á bak við endurnýjun á ríkisstjórninni. Þar stendur ma.
"Eftir því sem liðið hefur á daginn hafa líkurnar á að ríkisstjórnin sitji áfram verið að aukast. Margir sjálfstæðismenn hafa óbeit á Ingibjörgu Sólrúnu og vilja ekki vinna með henni Hugmyndin um stjórn með Vinstri grænum þykir nokkuð fjarstæðukennd. Steingrímur og Ögmundur hafa heldur ekki spilað hina pólitísku refskák sérlega vel eftir að úrslit kosninganna urðu kunn. Árásir þeirra á Framsóknarflokkinn eru mjög skrítnar. Minnihlutastjórnir ættu auðvitað að koma til greina hér eins og annars staðar - en tilboð þeirra til Framsóknar er ekki pólitískt klókt."
Merkilegt þetta með óbeitina. Getur það virkilega verið að um persónulegt antipat sé að ræða í garð sumra kollegana í pólitík? Hvernig á að vera hægt að bera virðingu fyrir þessu fólki?
PLOTTIÐ:
"Hvernig lítur þetta þá út? Plottið er einhvern veginn svona: Framsókn fer í stjórn, það er óvíst hvað hún tekur marga ráðherrastóla. Fyrir Jón Sigurðsson er þetta lífsnauðsyn. Annars er stuttum tíma hans í pólitík lokið.
Það er líka annað í myndinni - Siv Friðleifsdóttir. Hún styrkti stöðu sína með því að verða eini þingmaður flokksins á höfuðborgarsvæðinu. En flokkseigendafélag Framsóknar vill ekki að Siv fái meiri metorð. Ef Jón þarf að taka pokann sinn er eins líklegt að hún geri aftur tilkall til þess að verða formaður. Með því að fara í ríkisstjórn er hægt að gera Siv óskaðlega.
Þingmenn Framsóknar eru ekki nema sjö. Það gæti verið praktískt erfitt fyrir flokkinn að starfa í ríkisstjórn. En á því er lausn. Ráðherrar flokksins munu ekki sitja á þingi, heldur verður kallað á varamenn. Þá geta fleiri framsóknarmenn komist að þótt þeir hafi ekki fengist kosningu - og þá hefur flokkurinn mannskap til að manna helstu þingnefndir."
KENNINGIN UM LETINA Í GEIR:
"Geir virðist helst kjósa að starfa áfram með Framsókn. Kannski er það bara leti í manninum. Hann vill ekki taka neina áhættu. En á það er auðvitað að líta að Sjálfstæðisflokknum hefur liðið afar vel í í stjórnarsamstarfinu. Framsókn hefur tekið brotsjóina og ábyrgð á stóru umdeildu málunum."
VANGAVELTUR UM AFDRIF FRAMSÓKNAR:
"Fyrir Framsóknarflokkinn er þetta algjört hættuspil. Þetta gæti hreint út sagt orðið banabiti flokksins. Kjósendur líta almennt svo á að flokkurinn hafi takmarkað umboð til að sitja áfram í ríkisstjórn - og þá alls ekki Jón Sigurðsson sem féll harkalega í kosningunum. Umfjöllun um flokkinn verður mjög neikvæð í kjölfar þessa, rétt eins og þegar Halldór Ásgrímsson var dubbaður upp sem forsætisráðherra.
Ráðherrar flokksins vilja þetta. Eftir yfirlýsingarnar fyrir kosningar og á kosninganóttina hafa frammámenn í Framsóknarflokknum verið í óða önn við að selja sjálfum sér þessa hugmynd. Kannski þurfa þeir ekki beita sig miklum fortölum.
Það er hins vegar spurning um almenna flokksmenn og grasrótina. Þar verður ábyggilega hart deilt um þessar fyrirætlanir sem kunna að varða sjálft líf flokksins."
Ef þessi greining blaðamanns er rétt þá er nú heldur betur meira í gangi á bak við tjöldin en fólk lætur sér almennt detta í hug. Allt er þetta spurning um vald og ekkert annað en vald. Það er eitthvað sem snýr í mér maganum þegar lýðræðið gerir flokki eins og Framsókn, sem galt mikið afhroð í kosningunum, kleyft að halda áfram að stjórna landinu. Þeir virðast ekki þekkja sinn vitjunartíma, þurfa þá ekki að vera leikreglur til verndar lýðræðinu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 14. maí 2007
ENN EINN FAUTINN SLEPPUR BILLEGA
Einn ganginn enn er maður sem fremur alvarlegt ofbeldi látinn sleppa fyrir horn eða því sem næst. Héraðsdómur dæmdi í dag karlmann í 4 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gegn sambýliskonu sinni. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 454 þúsund króna í bætur. Brotið þótti heiftúðugt og hrottalegt og heiðursmaðurinn framdi það með börnin sín sofandi heima.
Ojbarasta!
![]() |
Dæmdur í fangelsi fyrir árás á sambýliskonu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14. maí 2007
Á DAUÐA MÍNUM ÁTTI ÉG VON..
..en að ég yrði einhverntímann sammála ofurbloggaranum Ómari R. Valdimarssyni, talsmanni Impregilo á Íslandi. En það gerðist bara núna í morgun. Ómar skrifaði færslu um ósiðsamlega auglýsingu Öryggismiðstöðvarinnar, eins og undirrituð (sbr. færslu hér fyrir neðan). Öryggismiðstöðin sendi Ómari útskýringu á málinu og ég vona að ég hafi mátt kopíera það af síðunni hans. Þeir segja eftirfarandi:
"Auglýsingarnar eru gerðar með skriflegu samþykki og fullri þátttöku Lalla. Sú hugmynd vaknaði að fá hann til að lýsa veruleika innbrotsþjófa í forvarnarskyni. Eftir að hugmyndin var borin undir hann hugsaði hann málið og ákvað svo að nýta sýna reynslu öðrum til varnaðar.
2. Lalli Johns fékk greiðslu fyrir þátttöku í auglýsingunum og var sú greiðsla algjörlega í samræmi við það sem tíðkast fyrir slík störf. Rík áhersla var lögð á að hvergi væri gengið á rétt hans.
3. Leitast var við að hafa aðkomu Lalla Johns í auglýsingunum þannig að honum væri ávallt sómi sýndur og samráð var haft við aðstandendur hans um birtingu auglýsinganna.
Auðvitað er eðlilegt að fólk hafi misjafnar skoðanir á gæðum auglýsinga. Ég vildi þó koma þeim punktum vel á framfæri að þátttaka Lalla Johns í þessari herferð er bæði honum og okkur til sóma og hvergi á hann hallað.
Ég vona svo að Lalli Johns haldi áfram á braut bata og nái góðum tökum á lífi sínu. Hver veit nemi hann geti nýtt reynslu sýna enn frekar í forvarnarskyni og snúið þannig alfarið á braut betra lífs."
Hvað getur maður sagt. Ég bjóst ekki við að þetta fyrirtæki hafi gert þetta í óþökk Lalla en siðlaust er það jafnt fyrir það. Skemmtilegt fyrir son Lalla á fermingaraldri að sjá föður sinn á heilsíðuauglýsingum og í sjónvarpi sem þjófavörn.
Iss þvílíkur gjörningur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 14. maí 2007
AFMÆLISPARTÍIÐ Í LONDON UPP Á ÞRJÁ ÞYRLUPALLA
Nú hér kemur svo lokasyrpan frá hátíðahöldunum í London vegna afmælisins hans Olivers. Eins og allir merkir menn þá var mikið "hålligång" í kringum hátíðina og minnst 3 þyrlupallar voru smíðaðir til að koma fólki sómasamlega í afmælið.
Án gríns þá átti Oliver yndislegan afmælisdag, fékk fullt af pökkum, afmælisgestir sömu stærðar og hann sjálfur streymdu að, flestir með lífverði. Njótið:
Svona gaman og skemmtilegt var í þessar flottu afmælisveislu. Knús til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. maí 2007
GEIRJÓNA KOMIN TIL AÐ VERA?
Samkvæmt Mogganum í dag er líklegast að stjórnin sitji áfram. Þokkagyðjan Geirjóna ætlar að halda áfram að stjórna landinu þrátt fyrir að vera alvarlega löskuð öðum megin. Ég öðlaðist fíflalega trú á mannkynið eftir að Jón Sig. sagði að ekki kæmi til greina fyrir Framsókn að fara í stjórn eftir að hafa goldið þetta afhroð á laugardaginn. Nú er ég að tapa henni aftur. Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig og ef rétt reynist þá ætlar Geir Haarde að blása á beiðni stórs hluta þjóðarinnar um breytingar. Skömm er að ef rétt reynist. En Mogginn segir frá þessu og ekki dettur nokkrum í hug að hann sé að fara með fleipur?
Geirjóna er komin til að vera og hún blæs á það hvort hún sé velkomin til dvalar eður ei. Þessi kvensnift er með þeim þrásetnari kjéddlingum sem ég þekki.
![]() |
Líklegast að stjórnin sitji áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 14. maí 2007
OG Í SKAMMARKRÓKINN FER...
... Öryggismiðstöðin og fær að dúsa þar lengi. Þetta fyrirtæki er svo smekklegt að það birtir sjónvarps- og blaðaauglýsingar sem skarta mynd af Lalla Djóns þar sem stendur "Hver vaktar þitt heimili?". Ég held að allir íslendingar þekki til ömurlegra aðstæðna Lalla og finni til með honum. Líf hans hefur verið erfitt frá því að hann vistaðist á stofnunum fyrir börn og síðan unglinga. Flestir þekkja þá hörmungarsögu margra fórnarlamba eftir ítarlega umfjöllun fjölmiðla og þá helst Kastljóss. Að slá sér upp á neyð annarra, misnota sér aðstæður fólks, er klárt siðleysi og mér þætti gaman að vita hvað þeir hafa borgað Lalla fyrir viðvikið. Ég vona að þessar auglýsingar segi meira um fyrirtækið en Lalla. Ég leyfi mér að trúa því að fólk vilji ekki skipta við svona menn.
Svo var nú það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 13. maí 2007
JÓN KEMUR BÓKSTAFLEGA AF FJÖLLUM
Jón Sig. formaður Framsóknar, fullyrðir að ekki hafi viljandi verið vegið að Steingrími J. í kosningabaráttu flokksins. Þetta kom fram í Kastljósi kvöldsins en Steingrímur J. krafði Jón um afsökunarbeiðni vegna persónulegra árása á sig í kosningabaráttu flokksins. Jón sem er ábyggilega hinn mætasti maður, ætlar samt að kynna sér málið á grundvelli staðhæfinga Steingríms J. Það voru ekki bara við VG sem ofbauð t.d. "grænakarlsauglýsingin" þar sem Steingrímur var hálfafmyndaður í framan. Vel flestum sem ég hef talað við fannst þetta í hæsta máta óviðeigandi og þarna var stigið út úr þeim ramma sem íslenskar kosningaauglýsingar hafa verið í. Þarna var í fyrsta skipti ráðist að persónu einstaklings og mér fannst það ömurlegt. Þetta má benda Jóni á til glöggvunar nú þegar hann ætlar að kanna málið.
Mikið skelfilega er annars gott að þessi kosningabarátta skuli vera að baki. Hún er eins og jólin. Kona ætlar að springa úr tilhlökkun í töluverðan tíma, hamagangurinn tekur á sig geðveikislegar myndir, jólin koma og líða með hraða ljóssins og svo.... úff andlegir timburmenn fram í febrúar.
Síjúgæs!
![]() |
Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 13. maí 2007
ÁRNI STROKAÐUR ÚT?
Nú er búið að staðfesta að strikað hefur verið yfir nafn Árna Johnsen á milli 21%-22% atkvæða D lista í Suðurkjördæmi. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða þýðingu allar þessar útstrikanir hafi. Annars er ég sammála Steingrími J. það er mun geðslegra að fólk geti númerað frambjóðendur á lista í staðinn fyrir að geta strikað út eins og nú er. Það er mun jákvæðari aðgerð.
Burtséð frá þessu þá heyrist mér á öllu að það þurfi að endurskoða kosningalögin. Sama gildir um kjördæmaskipanina.
En það eru fjögur ár þar til næst.
![]() |
22% strikuðu yfir Árna Johnsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 13. maí 2007
DRYKKJUHVATNING UM HÁBJARTAN DAG!
Sjónvarpsdagskráin "Dagsbirtan" væntanlega með vísun í Birtu þeirra DV manna sem lagði upp laupana í fyrra hefur komið fram á sjónarsviðið. Dagskrá þessi er alveg ótrúleg að gerð, textinn eins og ómálga barn hafi séð um hann en þessu gerði hin stórskemmtilega www.skessa.blog.is góð skil í síðustu viku. Það var ekki annað hægt en að hlægja sig máttlausan að lélegu orðfæri þess sem blaðið skrifar. Nú í þessari viku halda bommerturnar áfram í blaðinu en nú m.t.t. efnis blaðsins (rithátturinn er enn með ólíkindum) og mér er spurn hvort það er allt í lagi með þá sem að blaðinu standa. Er þetta einn stór brandari eða er þarna fólk á ferðinni sem ætti heldur að BERA út Dagsbirtuna í staðinn fyrir að skrifa í hana?
Það sem vakti athygli mína var umfjöllun um Júróvisjón, aðallega tillögur að Júróvisjón partíleikjum. Ég hefði nú verið búin að blogga um þetta fyrr en kosningarnar hafa tekið hug manns allan. Ég hef ekki farið í launkofa með að ég er óvirkur alki, enda engin ástæða til. Það þýðir þó ekki að ég sé fanatísk gagnvart áfengi en ég veit af eigin raun og þekki til að misnotkun á áfengi krefst ótrúlegra mannfórna í samfélaginu og tekur fjölda lífa með beinum eða óbeinum hætti á hverju ári. T.d. hef ég á s.l. tveimur árum misst nákomna vini sem beinlínis hafa dáið af völdum fíknisjúkdóma. Það er sorglegra en tárum taki. Samfélagið okkar er mjög áfengistengt og mér hefur ekki fundist skorta hvatningu í þá átt að fá fólk til að fá sér í glas. Tilhneigingin ætti fremur að vera að draga úr neyslu þess einfaldlega vegna þess að ofdrykkja er mikið vandamál meðal stórs hóps fólk.
Þess vegna varð ég kjaftstopp þegar Dagsbirtan hvetur til ofneyslu áfengis á mjög opinn og frjálslegan máta. Á maður að hlægja eða gráta? Kona spyr sig.
Gjörsvovel, hér kemur hvatningin:
"Partýleikir. Leikur 1
Skrifaðu niður heiti allra landanna sem eru með í úrslitum á miða og láttu gestina draga miða þegar þeir koma inn.
Leikurinn gengur út á það að þegar þitt land fær stig þá drekkur þú jafn marga sopa og stigin sem landið fékk.
Svo er hægt að hafa allskonar leikfléttur, til dæmis að sá sem fær 12 stig tekur eitt skot () Þeir sem fá 10 stig og 12 stig geta líka gefið öðrum af sínum sopum. En hafa skal í huga að ekki er æskilegt að gefa ALLA sopana heldur kannski hafa sem reglu að þú verðir að eiga fyrstu 6 sopana."
Vá vesalings þeir sem lenda á efstu löndunum. Þeir koma til með að verða FULLIR! Maður getur reiknað út sjússa fram og til baka. Hvað um það, er þetta fólk sem skrifar í blaðið komið með aldur til að fara í ríkið? Ekki nóg með að þetta sé ósmekklegt heldur er þetta með plebbalegri uppástungum sem ég hef lesið um lengi hvernig á hafa gaman saman. Það er auðvitað "dagsljóst" að þeir sem drekka áfengi í hófi munu ekki fara í ofannefndan leik eða leiki svipaða þessum.
P.s. Greinarhöfundur ráðleggur fólki sem ætlar að hafa áfengi um hönd (ef áfengi SKYLDI haft um hönd) þá er best að vera búinn að koma börnunum fyrir. OMG ætli það kvikni alltaf í eða húsið hrynji um leið og sá sem heldur á pennanum fær sér í glas?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 13. maí 2007
MYNDASYRPA FRÁ LONDON..
..eins og ég var búin að lofa. Þessar eru frá því í gær en sjálft afmælispartíið verður í dag. Ég vinka Oliver, Maysunni, Robba og ömmu-Brynju sem lét sig hafa það seint í gærkvöldi að setja inn myndir fyrir Granny-J á Íslandi.
Ég vaknaði 2 ára gamall! Ég og mamma pósum fyrir Granny-J Amma-Brynja náði í mig í skólann.
Á leið í afmælislunch Fjölskyldan Oliver!! Flottur afmælisís Vááááá....
Ég rotaðist eftir daginn, á morgun verður partý!
OLIVER ER BARA SÆTASTUR OG KNÚS FRÁ GRANNY-J
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr