Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Laugardagur, 10. mars 2007
HUGLEIÐINGAR UM HAMINGJU OFL.
Er að velta því fyrir mér svona á laugardegi hvað gerir mann hamingjusaman. Ekki það að við gleðjumst öll yfir sömu hlutunum heldur meira svona almennt. Ég "gúgglaði" á happy women og þá kom ma. upp þessi forláta innkaupapoki. Þar kom líka upp dollaramerkt innkaupakarfa. Ergo: Hamingjusöm er konan kaupandi. Jeræt! Þegar ég var að alast upp versluðu konur í matinn, keyptu föt á börnin, eiginmanninn og sjálfa sig, þá komu karlarnir ekki nálægt svoleiðis stússi enda kvenmannsdjobb. Maðurinn minn sem reyndar kaupir mikið inn til þessa örheimilis okkar, læddi því út úr sér um daginn að hann vildi heldur fara einn í matarinnkaup (sem hann kaupir samviskusamlega eftir miða skrifuðum af mér) þar sem það kæmi á mig einhver dreyminn hillusvipur þegar ég færi í stórmarkaði og það væri ekki séns að ná kontakt við mig og honum finnst ég fara hamförum í kryddeildinni. Arg....
Ég er hamingjusöm þegar ég les. Ég les mikið nánast undantekningalaust og hef gert frá því ég var barn. Þegar ég les er ekki hægt að ná kontakt við mig, ég er inni í veröld bókarinnar og kem þaðan ekki ótilneydd. Stelpurnar mínar voru iðnar við að nýta sér tækifærið í uppvexti sínum og báðu um allt sem þeim datt í hug og langaði í því ég var búin að forrita heilann með standardsvarinu "já, já" til að fá að vera í friði. Þeim fannst þetta afskaplega nytsamlegt áhugamál þetta með lesturinn.
Það sem gerir mig glaðasta "nuförtiden" er að vera með barnabörnin. Ég er orðin svo svakalega "dómestik" undanfarin ár. Börn eru svo gefandi, svo yndislega hrein og bein og svo eru þau með svo rosalega skemmtilegan húmor. Í dag ætlar Jenny að vera hjá ömmusín í nokkra tíma meðan mamma er að læra og pabbi að "minna". Það er eintóm hamingja.
Nóg um það
Systir mín hún Gösl (kölluð það af innvígðum) ætlar að halda upp á fimmtugsafmælið sitt í dag en hún "verður að heiman" á afmælisdaginn. Þær systur mínar munu örugglega drekka mörg köff og kannski eitthvað fleira í tilefni dagsins. Ég man ekki alveg hvort það var Greta systir eða Göslið sem lágu í glugganum á tveggjára afmæli sínu um miðja síðustu öld (Guð hvað ég er old, en mér líður eins og þrítugri konu) og beið eftir afmælinu. Afmælið var komið í fúll sving en afmælisbarnið hékk í glugganum og beið það var jú búið að segja henni að afmælið "kæmi" í dag. Ég man hins vegar mjög vel hvor þeirra það var (en ætla ekki að gefa það upp svo ég verði ekki sett út af sakramentinu) sem datt í það fjögurra ára, komst í bolla með påfengi þegar mamma og pabbi fengu konjak með kaffinu hjá Betu frænku, varð vel íðí og lamdi mig og hló tryllingslega alla leiðina frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. En það var þá í þá gömlu góðu daga þegar börn drukku áfengi. Segisonna.
Gösl ef ég kemst ekki í dag þá kem ég alveg á næstunni elskan í einn kaffi eða mörg köff. Jafnvel þótt ég sé hætt í kaffinu. Til hamó með ammó darling.
Nú ætla ég að ganga frá (í) eldhúsinu og skutla mér í bað.
Sé ykkur krakkar
Um að gera að vera vel skóaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 10. mars 2007
HANN Á AMMILI Í DAG..
Nú á Osóminn bin Laden afmæli í dag. Æi einhvern veginn er mér slétt sama. Fannst tragikomiskt að þeir óski honum tvöhundruðára viðbót í lífdögum. Af hverju ekki þúsundárabónus. Rosa örlátt hugafar eitthvað
![]() |
Bin Laden fimmtugur í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. mars 2007
1.8OO KLÁMHUNDAR...
... á dag, að jafnaði skoða dag hvern gróft barnaklám í Danmörku. Nú vilja ráðamenn stemma stigu við því. Kva.. netlögga??
Er ekki óhuganlegt til þess að vita að það skuli vera "venjulegt" fólk sem stundar þessa ógeðisiðju á hverjum degi. Átjánhundruð pedófílar á dag!!
Þeir eru alla vega að hugsa um einhverskonar netlöggu í Danmörku!! Getur fólk ekki verið sammála um að þegar svona tölur blasa við að þá verði að grípa til aðgerða?
Barnaklámsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Það er auðvitað staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá.
![]() |
Barnaklám af Netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 9. mars 2007
SAMA HVORT ÞAÐ RÝKUR, RÚLLAR EÐA RENNUR
Þar sem ég er sjálf óvirkur alki og mér málið skylt þá hef ég verið að velta fyrir mér einu og öðru varðandi þennan fíknisjúkdóm sem er í senn líkamlegur, andlegur og félagslegur.
Á hverju ári deyr hópur fólks úr fíknisjúkdómnum alkahólisma. Þá er ég að meina úr áfengisdrykkju og dópneyslu (ólögleg fíkniefni og læknadóp). Örlög þessa fólks eru hroðaleg svo maður tali nú ekki um fjölskyldur sjúklingana sem sitja eftir lemstraðir.
Sumir eru heppnir, ég þeirra á meðal. Ég komst í hendurnar á fagfólki á minni ögurstundu og er ákaflega þakklát öllu því fólki sem hjálpaði mér til bata. Það fer um mig hrollur þegar ég hugsa til þess að fíknisjúkdómar séu "meðhöndlaðir" af trúarhópum. Mér er sama hvað þeir heita. Við höfum nú heldur betur fengið staðfestingu á því hvernig þau mál hafa gengið fyrir sig td. hjá Byrginu. Ég hef ekkert á móti trúarsamtökum, bara svo það sé á hreinu. Alkahólismi er viðurkenndur sem sjúkdómur, víðast og hefur verið meðhöndlaður sem slíkur lengi. Þó segir mér fólk að hvergi á byggðu bóli séu til sjúkrastofnanir í líkingu við þær sem SÁÁ rekur.
Það er alveg fáránlegt og um leið sorgleg staðreynd að kastað skuli til höndunum við meðferð á fársjúku fólki. Ég kom mér upp sykursýki vegna drykkju. Er það þá ekki rökrétt m.t.t. aðferðarfræðinnar í meðferðarúrræðum að senda mig í Hvítasunnusöfnuðinn til að fá bót á minni sykursýki. Að þeir séu svo fjári bænheitir á þeim bæ. Að þeir geti barasta rekið úr mér sykursýkina? Hvað með hjartasjúklinga td? Mér vitanlega skammar þá enginn fyrir að koma aftur og aftur inn á hjartadeild. Ég held ekki að nokkur geri þá kröfu til þeirra að hætta að vera alltaf að fá fyrir hjartað. Sjúkdómur er sjúkdómur. Einfalt mál.
Hin félagslegu einkenni alkahólisma eru áþreifanlegust að mínu mati. Einangrun, skelfing, þunglyndi, svefnleysi og stöðug vanlíðan. Fólk hættir að "funkera" félagslega. Skömmin er mikil og samviskan alltaf slæm. Þar sem virkur alki er á ferð er allt í rjúkandi rústum. Fjölskyldan í sárum. Ég vil halda því fram að alkóhólismi sé sjúkdómur lyginnar. Alkinn er síljúgandi. Líka um hluti sem skipta ekki máli. Hann er með allt niðrum sig þegar hann er orðinn mikið veikur, alltaf í vörn, alltaf síljúgandi. Sú sem hér skrifar laug hægri - vinstri.
Til að halda sér í bata og byggja á grunninum sem meðferðin gefur þarf sjúklingurinn að vera heiðarlegur við sjálfa sig og aðra. Hann þarf að lifa reglubundnu lífi og sinna AA-fundum og fl. Ég var á síðustu metrunum þegar ég fékk hjálp. Það er því einna mikilvægast fyrir mig að muna hvernig fyrir mér var komið. Á hverjum degi fer ég yfir nýja lífið mitt í smáatriðum og ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið til baka. Tryggingin mín er líka sú að fara ekki í felur með sjúkdóminn. Það hjálpar mér líka að skrifa um hann. Afneitunin hjá virkum alka er með ólíkindum. Við finnum alltaf einhvern sem er verr staddur en við og notum samanburðin endalaust okkur í hag meðan við erum ekki tilbúin að leita hjálpar.
Ég varð virkur alki á fullorðinsárum. Í mínu tilfelli spannaði hann ekki stóran hluta æfina svo "miðað" við suma en alveg nógu lengi til að hálfdrepa mig.
Það er sama hvort það rýkur, rúllar eða rennur, öll efni sem hafa slævandi eða örvandi áhrif á miðtaugakerfið eru no-no. Staðreyndin er nefnilega sú að það kemst ekki hnífurinn á milli þess sem sýgur kókaín upp í nefið á sér eða þeim sem fær sitt fíkniefni úr rauðvíni. Smekkurinn á neysluefninu er ekki sá sami. Það er eini munurinn.
Smútsj
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 9. mars 2007
HALLÓ, HALLÓ - GESTABÓKIN TAKK
Hæ bloggvinir og aðrir gestir. Má ég vinsamlegast benda á gestabókina. Ég er svo rosalega forvitin og hefði gaman af ef þið mynduð kvitta í gestabókin mína.
Takk, takk
Jenny Anna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 9. mars 2007
VG KVENNAFLOKKUR!!
Ja hérna það er bullandi sigling hjá VG, veiiiiii. Samkvæmt þessari könnun er VG kvennaflokkur dagsins í dag og er það vel.
Ég vona að þróunin verði svona áfram. Mig dreymir um öfluga vinstri stjórn eftir kosningar. Það er svo sannarlega kominn tími til.
Til hamingju öll og ég mun liggja á bæn og biðja um afgerandi vinstri úrslit þegar talið verður upp úr kjörkössunum þ. 12. maí nk.
![]() |
Gjörbreyting á fylgi á milli Samfylkingar og VG á meðal kvenna" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. mars 2007
ÓÞVERRI
Ég trúi ekki á hið biblíska helvíti. Mér finnst stundum, eins og við lestur þessarar greinar, það lifa góðu lífi hér á meðal okkar. Það þarf ekki að leita lengra.
Hvað er ljótara en að meiða og misnota börn? Svei mér þá það er ekki neitt sem toppar þá mannvonsku.
Í þessu tilfelli er dómurinn í samræmi við glæpinn þrátt fyrir að það sé lítil huggun harmi gegn. Eftir standa misnotuð, svívirt börn og því er ekki hægt að breyta.´
Ég þakka bara fyrir að það er til fólk sem vinnur ötullega gegn klámi. Í þessu tilfelli ljótustu birtingarmynd þess.
Mér er óglatt
![]() |
Dæmdir í 12 og 28 ára fangelsi fyrir barnaníð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 9. mars 2007
Í TILEFNI DAGSINS.....
... fékk ég rauðbleikar rósir frá eiginmanninum. Ég er ekki svona gimsteina- og blómakona. Svo langt frá því. Hann er ekki svona demanta- og blómamaður heldur en þarna small eitthvað í höfðinu á honum. Við höfum hingað til verið sammála um að vera ekki að segja það með blómum, ef þið skiljið hvað ég meina. Ég kann betur við að segja það með orðum og stemmara. Ég myndi hins vegar þiggja peninga fyrir bókum eða fötum. En nóg um það. Hann var að gleðja mig á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Það tókst.
Systur mínar og mamma sem komu til mín í gærkvöldi gáfu mér líka blóm. Þær mega gera það. Það gladdi mig verulega. Bleikar rósir og engjablóm fékk ég svo að nú lítur stofan mín út eins og blómabúð. Ilmurinn er EKKI vondur, það er eins og ég sé komin í himnaríki.
En aftur að manninum, blómunum og deginum. Je ræt. Nóg um það.
Ég var með planaða dagsrá, ætlaði að kíkja á Laugaveginn til stelpnanna og fara svo í bíó og þaðan á kaffihús. Ætlaði sum sé að mála bæinn bleikan. Búhú; það átti ekki að verða. Ég vaknaði með hita. Algjör pestargemlingur. Ég reddaði deginum með því að hringja í vinkonur mínar og dóttur sem búa í útlöndum, lesa og hanga á netinu. Núna var ég að ljúka við að horfa á Hús-lækni, haltan og órakaðan úlala.
Yfir heildina litið hefur þessi dagur verið ljúfur. Blóm og læti. Annars finnst mér rómans vera það sem gerist á sekúndunni. Svona ótilkvatt.
Þetta er fínn dagur og ég leggst sátt til svefns (þegar ég loksins hunskast í rúmið).
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
ÞAÐ HRYNJA INN DÓMARNIR..
Enn einn dómurinn í nauðgunarmáli fallinn og nú í Hæstarétti. Tvö og hálft ár að þessu sinni. Þetta er ekki einleikinn fjári. Ég endurtek að ég er að öllu jöfnu ekki mjög refsiglöð en eitthvað samræmi verður að vera milli annars vegar, alvarleika brotsins og hinsvegar dómnum sem nauðgarinn fær.
NB: Skaðabæturnar. Þeir halda sig á bilinu 700-900 þúsund krónur, stákarnir. Kva!! Mér finnst það lítið.. alltof lítið.
![]() |
Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
EITTHVAÐ SVO ÓLIÐLEGT AF LÖGGUNNI
Ég get ekki látið þessa frétt fari í friði inn í cypertómið. Það er náttúrulega háalvarlegt mál að einhver ætli að keyra undir stýri - á skipi sem og öðrum farartækjum. Ég er hinsvegar að velta því fyrir mér hvort það hefði ekki verið öllu meira og öflugra fréttaefni ef lögreglan á Höfn hefði gefið manninum heimild til að leggja úr höfn?????
![]() |
Drukkinn skipstjóri fékk ekki að láta úr höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr