Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

FLOTTAR STELPUR - HLEYPA ÖLLU Í BÁL OG BRAND

v

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að það er einhver uppsveifla í kvennabaráttunni í dag.  Allir eru að tala um feminisma og nú er stemmari fyrir róttækri kvennapólitík.  Grípum daginn.  En það er samt ótrúlegt hversu margir telja sér ógnað vegna umræðu feministanna, stefnumál þar á bæ og áherslur.  Ég veit ekki hversu margar bloggsíður ég hef lesið þar sem andstæðingar feminisma fara um með óhemjuskap og eru búnir að persónugera baráttuna og yfirfæra skoðanir sínar á kvennapóitík á þekkustu talsmenn baráttunnar, tam þær Katrínu Önnu og Sóleyju Tómasdóttur og ráðast að þeim með heift og nánast hatri stundum, svei mér þá.

Við hvað eru menn hræddir?

Ég hef nú komið nálægt kvennabaráttu og var oft hissa á hinum hörðu viðbrögðum margra karla og sumra kvenna við eðlilegri kröfu um jafnrétti.  Þetta hefur greinilega ekki breyst.  Þær mega varla bjóða góðan daginn á bloggsíðum sínum, ungu baráttukonurnar án þess að fá yfir sig fúkyrðaflaum frá ólíklegustu mönnum. Eitthvað hljóta stelpurnar að vera að gera rétt, ofsinn væri annars ekki svona mikill.  Það er hræðsla í gangi.  Þeir sem hafa völd sleppa þeim ekki svo auðveldlega   Stundum lýtur maður höfði þegar konur fara í haminn með þeim. Blush Ekki að allar konur eigi að vera sammála um áherslur ég er ekki að meina það.  En þær konur sem standa í baráttunni eiga þó að lágmarki skilið að fá ekki yfir sig úr hlandkoppum kynsystra sinna.

Þar til fyrir ekki svo löngu var almenn deyfð yfir kvennabaráttunni og hafði verið um nokkurt skeið.  Nú er í henni rífandi gangur.  Mér finnst þessar stelpur (ungar og gamlar) sem barist hafa fyrir sjálfsögðum og eðlilegum rétti kvenna og barna æðislegar og þær þurfa að vera töff.  Það hefur aldrei verið auðvelt að hnika karlveldinu og verður það sjálfsagt ekki enn um sinn.

Áfram stelpurHeart

 


ATHUGASEMD BÍÐUR SAMÞYKKIS

,

Ég fór yfir á vísisblogg til að kíkja á síðu þar sem mér hafði verið bent á.  Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað, ég með mína tjáningargleði varð að skrifa athugasemd.  Eftirfarandi gerðist þegar ég sendi athugasemdina:

Vinsamlegast skráið nafn (krafist) - ók ég skráði fornafn.  Síðan kom:

Vinsamlegast sláið inn netfangi - hvað ég og gerði.  Þá birtist eftirfarandi

Athugasemd bíður samþykkis!!

Ég tek fram að ég er ekki að kvarta yfir því að þurfa gefa upp nafn og netfang, þó ekki væri. Ætli þetta fari fyrir fund þarna uppi á 365 áður en samþykki er gefið fyrir færslu?  Við hvað er fólk hrætt?

Og ég sem hélt alltaf að það hafi verið erfitt að heimsækja bankastjóra hér í gamla daga.  Að bíða eftir fund hjá stjóra og fá svar upp á gott og vont daginn eftir í besta falli.  Þetta blogg átti vinsæll fjölmiðlamaður.  Kannske eru bara þeirra blogg svona þarna hjá Vísi.  Ég veit það ekki.  Má ég þá heldur biðja um heimilislegt moggabloggið þar sem ég sé ekki að farið sé í manngreinarálit og fólk getur sett inn athugasemdir í beinni!

Æi kannski er þetta bara eðlilegt.  Fjölmiðlungar eru séðir af mörgum sem Guðir nútímans, ekki að ég haldi að það sé skoðun þeirra sjálfra, allavega ekki þeirra fjölmiðlamanna sem halda úti vinsælustu bloggunum hér á moggabloggi og gera það algjörlega í trássi við að sótsvartur almúginn segi skoðun sína.

Ég held áfram á moggabloggi; ekki spurning.


MÁNUDAGSBLÁMI

bvv

Ég vaknaði í morgun blá og föl! Eða: ég vaknaði í morgun í víðtækum bláma og mánudagur í þokkabót.  Það er kannski ekki í frásögur færandi, sumir dagar eru góðir aðrir minna góðir eins og gengur.  Í mínu tilfelli er það hættulegt að vera dán.  Bannað, máekki, loklokoglæsásollisgeðslag.  Sem óvirkur alki er það án gamans ávísun á seinni tíma vandræði ef ekkert er að gert.

Þessi vanstilling á geðslagi sem ég er að upplifa núna lýsir sér t.d. á eftirfarandi hátt:

...fíflunum fjölgar all-svakalega í kringum mig, svei mér þá ef meginþorri fólks eru ekki raknir hálfvitar bara.

...fólk sem engu eða litlu máli skiptir mig getur komið út á mér tárunum.  Ég er svoooo viðkvæm.

...allir hlutir virðast erfiðir, einföldustu verkefni hrúgast upp hjá mér og taka á sig skrýmslismynd.  Hvernig á ég að komast yfir þetta ALLT sem ég þarf að gera?  Verkefnin sem ég er að  lýsa eru eftirfarandi stórvirki: Þvo upp og moppa yfir íbúðina.  Ganga frá þvotti fyrir tvo sem kemst fyrir í einum innkaupapoka.  Elda mat um sex-leytið áður en húsbandið fer í vinnu. Lesa AA-fræðin og muna eftir að mæla blóðsykur og sprauta mig með insúlíni.  Þar með er listinn tæmdur.  Allt búið! Það má sjá að ég ER ekki í lagi í dag.

...ég fyllist sjálfsvorkun í þessu ástandi.  Allir vondir við mig.  Enginnnnnnn skilur mig, ég er vanmetinn snillingur (reyndar ekki rétt ég er æðisleg og það er almenn vitneskja víða um heim) og búhú ekki kjaftur á byggðu bóli hefur það eins erfitt og ég. 

Ef ég sæti ekki uppi með þessa vesælu persónu, af skiljanlegum ástæðum, myndi ég henda henni út.

Ég minni mig á að:

...aa-fræðin eru endalaus uppspretta fróðleiks og algjör vítamínssprauta fyrir fyllibyttu eins og mig.

...ég má vera heppin að hafa svona léttvæg verkefni enda heilsufarinu þannig háttað nú um stundir að ég gæti trúlega ekki flutt fjöll jafnvel bara þúfu.

...að fyrir tæpu ári var ég hálf dauð úr alkahólisma og að nú er hver dagur ævintýri líkastur og ég má skammast mín fyrir aumingjaháttinn (ætla ekki að vera væmin).

...að líðan mín er í mínum eigin höndum og mér væri fjandansnær að fara að sofa á eðlilegum tíma, vanda hugsun mína og hegðun þannig að mér líði vel.

... að ég á ekkert bágt er bévítans lukkunnar pamfíll og þannig er nú það.

Nú hristi ég af mér slyðruorðið hendist í bað og gerir það sem kona þarf að gera til að vera hvínandi edrú í góðum bata.


KÆRLEIKSBÖRN

hhh

Ég óska Bolvíkingum til hamingju með þetta stórsniðuga fólksfjölgunarátak! Í mínu ungdæmi hefði þótt óhugsandi að gera svona, hvað þá heldur setja fram hugmyndir um að einbeita sér að dodoinu í heila viku.  En ég er gömul eins og ég hef áður sagt.  Þegar ég var í 12 ára bekk í Meló ræddum við mikið um hvort bls. 82 í Heilsufræðibókinni yrði tekin fyrir.  Ég man eftir einum bekk í skólanum sem lenti í þeim hörmungum að fara í gegnum bls. 82 þar sem fjallað var, á einni síðu um býflugurnar og blómin.  Ég man að á myndinni fylgdi mynd af legi (jabb legi ekki píku) eins og við gerðum það með leiginu. Einhver álíka skilaboð til strákanna voru á sömu örsíðu og í okkar bekk tókum við EKKI bls. 82.  Ekki að það hefði einhverju breytt í upplýsingalegu tilliti.  Við vorum kynferðismálalegir örvitar.

Í fávisku minni hélt ég að barnafjöldi segði til um iðkunartíðni kynmaka hjá fólki og ég er ekki að grínast.  Vinkonur mínar sem áttu ekki systkini eða bara eitt sluppu með skrekkinn.  Ég hins vegar var komin af stóðlífissteggjum.  7 stelpur áttu foreldrar mínir og 1 bróður. Ég var ekki mjög glöð þegar ég var spurð um systkinafjölda.Blush.  Einhvers staðar las ég um konu sem fékk um það martraðir, á þessum árum fákunnáttu um kynlíf, á nóttunni að hún yrði tekin upp í smokkfisknum í Dýrafræðinni.  Ég skil hana svakalega vel.  Ég hefði ekki getað stunið þessu orði út úr mér fyrir framan bekkinn þó líf mitt hefði legið við.

En nú heyrir öll þessi forpokun sögunni til og dætur mínar tala opið um kynlífsmál.  Það er vel.  Ég vona að Bolvíkingar og aðrir landsmenn geriða þar til að þeir verði bláir í framan og eignist í rökréttu framhaldi helling af börnum (hehe).

Góða skemmtun


mbl.is Von á tveimur ástarvikubörnum í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÆRLEIKSHEIMILIÐ VIÐ LAUGAVEGINN

1

Vegna mikillar umfjöllunar um næturlæti, ölvun, ofsaakstur og fleira skemmtilegt, birti ég ein af mína fyrstu færslum á blogginu í tilefni þess.  Ég veit svo innilega hvernig fólki (eins og henni Önnu, bloggvinkonu www.anno.blog.is líður).

Fyrir ekki svo mörgum árum síðan tókum ég og húsbandið þá ákvörðun að við vildum búa í miðbænum.  Ég vann á Laugaveginum og við þóttumst hafa himni höndum tekið þegar við komust yfir íbúð í sömu götu.  Kva nú myndi ég ganga til vinnu og það gerði ég vissulega í þessi ár sem við héldum út þar.

Við vorum ekki með börn á skólaaldri og fannst æðislegt að geta búið og starfað í hringiðunni.  Stutt að fara í alla skapaða hluti.  Mikið rétt það gekk eftir.  Íbúðin okkar var heljarstór "herrskapslägenhet",  hátt til lofts með gegnheilu parketti á gólfum, rósettum og hvað það heitir allt saman.  Það þurfti hins vegar að gera heilmikið fyrir íbúðina.  Við komum okkur fyrir. Gamlir hippar og bóhemar voru alsæl með hýbýlin.  Svo gaman hjá okkur. Liggaliggalá. Það átti eftir að breytast.  Við fengum að kynnast einu og öðru miður skemmtilegu í húsinu.  T.d.

..að fleiri en við sóttumst eftir að búa á Laugaveginum en áðstæðurnar fyrir því voru ekki alveg þær sömu, og okkar.  Fyrstu árin var djammað stöðugt bæði á efri og neðri hæð hússins.  Lögreglan hefði þurft að hafa lykil.  Til að gera langa sögu stutta lagaðist ástandið á neðri hæð eftir ár eða tvö, stuðboltarnir í efra héldu uppteknum hætti en nú "bara" frá fimmtudögum til sunnudags.

..að pípulagnir og allskonar rör og rennur geta virst vera í lagi inni í íbúð hjá þér en þurfa alls ekki að vera það í öllu húsinu.  Fyrsta Þorláksmessudag í herrskapsíbúðinni var ég að þvo gólf og skutlaði mér eftir eina sígópásu til að ná í gólftuskuna ofan í fötuna og skipta um vatn.  Ómægodd! Það var rottuungi í fötunni.  Ég brjálaðist alla leið. Það var hringt á meindýrabanann (viðkomandi rotta hafði þó þegar verið úrskurðuð látin) og hann hóf tryllta leit að fjölskyldu ógeðismeindýrsins.  Fjöslkylda kvikindisins lýsti með fjarveru sinni.  Gat fannst á bak við þvottavél og alla Þorláksmessunótt var steypt uppí gert og græjað.  Ég svaf nánast ekkert í mánuð á eftir.Sick

..að það getur beinlínis verið lífshættulegt að gleyma að loka útidyrahurðinni svo ég tali nú ekki um hurðinni að íbúðinni.  Lærðum af biturri reynslu að menn með hnífa og önnur morðtæki og tól eiga ótrúlega oft erindi um Laugaveg að nóttu til og vilja komast inn í hlýjuna.. með góðu eða illu.

Eitt og annað gekk á í sjálfu húsinu sem á mælikvarða þess sem á undan er talið var tómur kökubiti (lesist peace of cake).  Stíflaðir vaskar, stífluð sturta (einstaklega gleðilegt skemmtiatriði) vatn úr lofti frá íbúð í efra og fleira sollis smotterí.

Nú en það var voðalega gaman að búa við Laugaveginn um jólin, svakalega jólalegt fannst mér fyrstu tvær helgarnar í desember, fyrsta árið.  Það var stemmari á Laugaveginum fyrir jólin, alveg sérstaklega um helgar.  Lúðrasveitir, kórar, jólasveinar og allskyns atriði sem hafa eflaust hlýjað fólki í jólainnkaupum um hjartaræturnar þegar það átti leið fram hjá.  Átti leið fram hjá skrifa ég. En þegar þú hefur atriðin beint undir glugganum þínum allan liðlangan daginn, föstudag, laugardag og sunnudag og á hverjum degi eftir að nær dregur jólum þá er maður orðin svona létt pirraður (orðinn morðóður brjálæðingur) arg.

Nú veit ég að íslenska þjóðarsálin er í kór.  Ég veit það vegna þess að undir glugganum mínum voru blandaðir kórar um helgar, drukknir og metnaðarfullir söngvarar sungu fullum hálsi.  Á sumrin og í góðum veðrum var tónleikahald líflegt frá mánudegi til sunnudags.  Standby listahátið bara.

Ég varð sambands sérfræðingur.  Fólk; ekki ræða út um málin fyrir utan "verkamannsins kofa" eða þannig! Ég var nauðug  sett inn í ástarmál stórs hluta þeirra Reykvíkinga sem una glaðir úti um nætur.  Brothljóð og skellir voru hluti af proppsinu þarna við Laugaveginn og elsku gangstéttin mín stundi yfir öllum ælulögunum sem höfðu komið sér fyrir beint fyrir utan útidyrnar hjá mér og görguðu á mig í öllum sínum dásamlega margbreytileika fleirihundruðogfimmtíu magainnihalda þegar ég kom út um morgna.

Ég ætla ekki að vera neikvæð (jeræt) en er bara að deila með mér reynslu minni af því að vera miðbæjarrotta (jæks).  Auðvitað voru góðar hliðar á þessari búsetu.  Stutt í allt og maður með í lífinu í orðins örgustu.  En það er sniðugra að eiga heima annarsstaðar og kíkja í miðbæinn í heimsókn. 

Eftir fjögur ár í sælunni játuðum við okkur sigruð og horfðumst í augu við það að við værum ekki bóhemar og hippar lengur heldur kvartgjarnir smáborgarar.  Við fluttum upp fyrir snjólínu í Reykjavík og búum þar við fuglasöng og náttúru.  Við köllum það happyhome. Hinsvegar má segja að heimsóknartíðnin hafi lækkað tölurvert og það þurfi að hafa meira fyrir öllum útréttingum. En svona er lífið alltaf verið að velja og hafna.

 


DÚLLAN HANN JAMES BROWN

bv

James karlinn Brown er búinn að vera í enn verri málum en Anna Nichole.  Anna var í frysti í mun styttri tíma en James.

Það er eins gott að eiga lítið eins og ég, af veraldlegum gæðum, ef ekki er hægt að brenna mann eða grafa vegna hræfuglaheilkennisins.

Megi Bránarinn hvíla í friði....amen

 


mbl.is James Brown fluttur til hinstu hvílu - í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI FRÉTTIR

Eitthvað svo almennilegt af stjórnvöldum í Libýu að ætla ekki að banna konum yngri en 40 ára að ferðast til útlanda án fylgdar karlyns ættingja.  Þetta er rosalega frjálslynt viðhorf hjá þeim strákum.Frown


mbl.is Ekki sett ferðabann á konur í Líbýu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krunk - krunk

yt

Ég var að lesa viðtal við Ingva Hrafn Jónsson í Blaðinu frá í gær.  Ég hef lúmskt gaman af karli, finnst hann kynlegur kvistur, en hreinn og beinn.  Maður er ekki í vafa með hvar Hrafninn stendur og þrátt fyrir að himinn og haf sé á milli skoðana okkar í pólitík, þá er fróðlegt að fylgjast með þegar hann lætur gamminn geysa.

Um forsetann sem Ingvi Hrafn hefur ekki verið mjög hrifin af í gegnum tíðina, segir hann þó að Ólafur Ragnar eigi sér ekki jafnoka í því að kynna Ísland.  Honum finnst presidento þó vera athyglissjúkur! Hm.. "it takes one to know one"

Ingvi Hrafn á sinn eigin lúseralista.  Ég nefni hér nokkra af lúserum hans:

Frjálslyndi flokkurinn er lúser

Margrét Sverrisdóttir er lúser

Jakob Frímann Magnússon nottla lúser

Ómar Ragnarsson orðinn lúser

Fyrir utan hvað lúser er fyrnaljótt slettiorð þá er það niðurlægjandi og vont.  Ég finn ekkert orð í íslensku sem kemur í stað fyrir lúser nema ef vera skyldi "halloki".  Ingvi Hrafn útskýrir vel og vandlega hvers vegna hann hefur sett þetta fólk á lúseralistann.  Fólk verður að lesa viðtalið.  Ég tek fram að mér finnast allir ofannefndir, að undanskildum Frjálslyndaflokknum nottla, vera mætar manneskjur og til góðra verka líklegar.

Það sem vakti athygli mína og gerði það að verkum að ég er að tjá mig um viðtalið er þegar Hrafninn tjáir sig um kvennaflóttann frá Samfylkingu, Framsókn og Sjálfstæðisflokki.  Myndrænar lýsingar á ástæðum þess að konur virðast nú leita til VG.

Hann segir:

Í komandi kosningum munu atkvæði kvenna ráða úrslitum.  Ég held að konurnar sem hafa yfirgefið aðra flokka til að ganga til liðs við Vinstri græna séu að daðra.  Ef karl sýnir konu sinni afskiptaleysi verður konan óánægð og þegar hún fer í næsta boð þá málar hún varirnar aðeins rauðari, setur meiri farða á sig, lyftir pilsinu upp um 2 sentimetra og fer að daðra um leið og hún lítur um öxl til að athuga hvort karlinn sé enn þá jafnsofandi.  ...

Dem, dem, dem stelpur.  Hvernig hefur maðurinn komist að þessu vel geymda leyndarmáli okkar kvenna?  Glyðruháttur kvenna í pólitík og samskiptum við eiginmenn í íslenska lýðveldinu anno 2007 afhjúpaður.  Hver andskotinn.  Við konur erum náttúrulega ekki að skipta um flokka vegna þess að málefni eins flokks höfða betur til okkar en hinna. Ónei, við grípum til þessa ráðs sem við notum jú alltaf ef athyglin fer af okkur.  Við rífum upp um okkur ryðjum á okkur varalit , dinglum augnhárunum og reynum að vera hreint löðrandi í kynþokka í þeirri von að við köllum á athygli flokks eða manns.  Er þetta kvenfyrirlitning eða kvenfyrirlitnging? Eini sannleikurinn úr þessum úrdrætti hér er fyrsta setningin. "Í komandi kosningum numu atkvæði kvenna ráða úrslitum." Þar hefur Ingva Hrafni ratast satt orð á munn.

Annars skemmti ég mér ágætlega við lestur viðtalsins.  Það er alltaf gaman að hlusta á fólk með skoðanir.

Nú, nú, ætla að fara blogghringinn og lesa og ég vona að innleggjum um listakonuna sem var með innsetningaratriði á Skólavörðustígnum í gær fari að linna.  Það eru allir að drepast úr hlátri yfir þessari kvenpersónu þessari ökufreyju og halda að hún hafi óvart bakkað upp í tré.  Konur eru samkvæmt mýtunni svo lélegir bílstjórar.  "BULLSHIT".  Svo er talað fjálglega um að hún hafi stungið af.  Þetta er spurning um hvernig við lítum á hlutina.  Fólk túlkar út frá skoðunum sínum og fullyrðir um þær eins og um heilagan sannleika sé að ræða.

Mín túlkun er einföld:  Stúlkan er nemi í Listaháskóla.  Hún var með innsetningarhappening.  Á meðan fólk velti vöngum yfir því hversu snilldarlega bílinn sat í trénu sat mín á kaffihúsi og tjillaði.  Sínum augum lítur hver silfrið.

88+


Hér eru kynntar til sögunnar.....

Nýjar myndir af Oliver í London og af Jennslu sem voru teknar í dag þegar hún var í pössun hjá okkur.

Nú er búið að "dokumentera" bévítans jólagardínurnar sem ég hef ekki náð að taka niður vegna anna á blogginu, dem, dem! Sjáið:

ðð

..við vorum sko að að baka pönnukökur sem er það eina sem ég kann að baka skammlaust.

aaafg

barnið borðar köku           þefar af blómum              

dd

og heimtar íííííssssss

 

Svo koma myndir af honum Oliver mínum í London áður en hlaupabólan vonda réðs á hann

blogg18ppp

Þeir smellpassa skórnir    Oliver þykir gott að borða

ghg

Skemmtilegast að baða sig

   oo

Það er toppurinn.....

li

..að fara með mömmu í St. James Park

    blogg19

 Svo erfði ég náttúrulega prakkarasvipinn hennar mömmsl

 

Arg mig vantar fleiri myndir af honum Jökkla.  Helga komdu með barnið. Myndavélin er á staðnum.

Þangað til næstHeart


HÖRMUNGASAGA

Á bak við alla drengina sem urðu fyrir ofbeldi á Breiðuvík liggur harmleikur.  Svona má aldrei endurtaka sig.  Aldrei!
mbl.is Ása Hjálmarsdóttir segist aldrei munu fyrirgefa, ekki heldur „hinum megin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband