Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Fimmtudagur, 8. mars 2007
FJÖRTÍUOGFJÓRIR MÁNUÐIR
Eðlileg refsing finnst mér enda fíkniefnabrot alvarleg og mikið samfélasmein.
Það sem fær mig til að staldra við þessa frétt er einfaldlega þetta:
Afinn sem fékk 15 mánaða dóm og þarf að sitja inni í 3 eftir að hafa misnotað barnabarn sitt.
Maðurinn sem dæmdur var í gær í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun.
Endurspegla dómar í kynferðisafbrotamálum vilja almennings? Ég held ekki. Kommon
![]() |
Dæmdur í 44 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
AÐ FÁ EKKI AÐ SVARA..
Á ferðum mínum um moggabloggið rekst ég af og til á síður þar sem lokað er fyrir athugasemdir. Ok, það er fólki vissulega í sjálfsvald sett hvort það leyfir athugasemdir á sínum síðum eður ei. Mér persónulega, er svolítið uppsigað við þetta fólk. Þetta stendur töluvert í mér þegar skrifað er um hitamál og mér finnst ég verða að skrá einhverskonar viðbrögð við skrifunum.
Dæmi:
Ónefnd kona skrifaði í gær um Smáralindarbæklinginn og túlkaði forsíðu hans sem algjört klám. Þarna fannst mér ansi langt seilst. Það fauk meira að segja í mig. Mér fannst ég verða að svara. En.....ekki gert ráð fyrir einhverjum viðbrögðum á síðunni. Þetta er eins og að láta einhvern tala yfir sér meðan maður er með bundið fyrir munninn!! Ekki þægilegt. Arg..´
Eitt af því jákvæða við bloggið er eimitt gagnvirkni þess. Að geta tekið þátt, brugðist við. Jæja það er hátíðisdagur í dag og ég ætla ekki að láta þetta pirra mig meira.
Eru ekki allir með flögg??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
OFBELDI Á KONUM..ALDREI RÉTTLÆTANLEGT!
Ég fagna hinni 14 skrefa áætlun Amnesty International í því skyni að fyrirbyggja heimilisofbeldi.
Gott mál
![]() |
Amnesty kynnir 14 skrefa áætlun til að fyrirbyggja heimilisofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
8. MARS
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna!
Til hamingju stelpur á öllum aldri.
Í tilefni dagsins ætla ég á bíó og kaffihús. Ég hvet allar bloggvinkonur mínar að gera eitthvað skemmtilegt á þessum hátíðisdegi. Eftir því sem ég kemst næst verður öflug dagskrá í gangi og það er um að gera að taka þátt. Þetta er okkar dagur.
Góða skemmtun allar saman
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
18 MÁNUÐIR KVA!
Það hrynja inn dómar í kynferðisafbrotamálum. Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Rosalega er mér misboðið. Nú er nauðgun innan sama refsiramma og morð en það er greinilega ekki verið að nýta sér það. Þrátt fyrir alla fræðsluna sem búið er að koma á fram færi hjá hinum ýmsu hópum virðast dómarnir í nauðgunarmálum ekki þyngjast. Nauðgun er alvarlegur ofbeldisglæpur, það hljóta allir að vita nú orðið. Hvers vegna er ekki tekið tillit til þess?
.
Halló-halló!! Vaknið dómarar og farið að dæma skamkvæmt alvarleika brotanna.
![]() |
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
MEIÐANDI GOÐSAGNIR UM KONUR III
Hm.. stjúpmæður það er heill heimur út af fyrir sig þegar kemur að neikvæðum mýtum. Af nógu er að taka og það er ekki allt jólalegt.
Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég var að hugsa þetta voru ævintýrin sem voru órjúfanlegur hluti bernsku minnar. Öskubuska og Mjallhvít eru þau eftirminnilegustu í stjúpmóðurlegu tilliti.
Stjúpmóðir Mjallhvítar var hvorki meira né minna en morðingi. Þeas ekki henni að þakka að Mjallhvít rankaði við sér þannig að brotavilji konunnar var einbeittur. Stjúpmamma Öskubusku gerði upp á milli barna og vann ötullega að því að Mjallhvít gengi ekki út. Notaði hana í öskustóna. Þvílík ekkisens bjévítans mannvonska!
Svo neikvæða merkingu hefur orðið stjúpmóðir að ég hef heldur viljað vera skámamma sem ég og er. Skámamma þriggja barna. Þessi börn hafa verið í lífi mínu í þrettán ár og við átt í fínu sambandi, meira upp en niður. Alveg eins og með stelpurnar mínar. Ég játa hins vegar að þetta var heilmikil aðlögun og full vinna að koma á góðu sambandi. Enda vel þess virði.
Ég þekki fullt af konum sem eru skámömmur, þeim hefur gengið misvel að aðlaga sig, eins og gengur í flóknum samskiptum fjölfjölskyldunnar. Ég þori að fullyrða að engin þeirra hefur af mannvonsku og andstyggilegheitum farið fram gegn þeim börnum sem þær hafa fengið í kaupbæti með mönnum sínum. Ég held að flestar líti þær á krakkana sem bónus.
Það sem ég er að velta mér upp úr er einfaldlega hvar þessar mýtur verða til. Ekki hjá börnunum svo mikið er víst. Ung börn eru tam algjörlega fordómalaus gagnvart fólki. Hvers vegna hefur orðið stjúpmóðir svona neikvæða merkingu? Ég held að hin nýja kona ógni þá tilvist fjölskyldunnar. Hafa ekki allir heyrt um "ævintýrakvendið" sem ætlar sér að komast í örugga höfn? Sem þykist vera svo góð og yndisleg en er svo hreint skrímsli þegar hún er búin að draga fórnarlambið upp að altarinu? Hvað þá með þessar kerlur sem fyrirkoma börnum eiginmannsins af fjárhagslegum ástæðum? Úpps maður má vera feginn að afkvæmi "hrumans" sem Anna Nichole giftist var orðinn fullorðinn þegar það kvendi krækti í gamla, blásaklausan..
Ég er nú bara að vangaveltast svona að gamni mínu. Það er samt ekki jólalegt hversu mörg kvenhlutverk hafa neikvæða merkingu og lifa góðu lífi þrátt fyrir staðreyndir um allt annað.
Næst ætla ég að skrifa um nauðganir. Sá málaflokkur er bláköld alvara.
Er ekki sólin að glenna sig hjá okkur öllum annars?
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
VEL SLOPPIÐ
Ég get nú ekki orða bundist! Ég hætti aldrei að verða hissa á þessum vægu dómum við kynferðisafbrotum. Gerendur eru verðlaunaðir fyrir að játa og það virðist koma til refsilækkunar. Þessi AFI þarf að sitja þrjá mánuði í fangelsi!! Vel sloppið.
Börn eiga að vera örugg í faðmi fjölskyldunnar. Að afi skuli brjóta svo á barnabarni sínu og eyðileggja þar með traust barnsins á sínu nánasta umhverfi hrópar í himininn. Ég er ekki refsiglöð manneskja en þar sem börn eru beitt ofbeldi, þau misnotuð á að kalla á refsingu við hæfi. ´
Er ekki kominn tími á dóma sem eru í samræmi við alvarleika kynferðisafbrota?
![]() |
Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
SJÖSYSTRASAMKOMA
Við systurnar sjö ætlum að hittast heima hjá mér í kvöld (Úje). Við höfum ekki hist allar saman lengi. Tilefnið er afmælið mitt sem var í janúar (mikið að gerast í stórri familíu) og nú er sem sagt komið að því.
Ég á æðislegustu systur í heimi. Þær eru allar í bestuvinkonuhópnum mínum, hver ein og einasta. Við erum ekki samvaxnar á mjöðm ég og þær en við erum alltaf í sambandi á einn eða annan máta. Þær eru einfaldlega þær bestu. Við látum eins og fíbbbbl, hlægjum og tölum hátt. Ég bíð spennt eftir kvöldinu.
Pabbi okkar var einu sinni spurður að því hvort það væri ekki hroðalega erfitt að eiga svona margar dætur. Hann svaraði því til að einu merkjanlegu erfiðleikarnir við tilvist flokksins hefði verið að finna nöfn á þær allar. En það tókst hlýtur að vera (dö...) við heitum allar eitthvað. Sko pabbann.
Ekki enn allt upptalið
Helgan og Saran koma að sjálfsögðu líka í partíð þannig að þetta verður níustelpnapartí hvorki meira né minna. Nú vantar bara Maysuna frá London. Úff hvað ég sakna hennar á svona stundum.
Ég er í smá vandræðum og vantar uppástungur um hvað ég á að bjóða skessunum upp á í kvöld með kaffinu. Getur einhver bloggvina minna sem slæðast hér inn gefið mér hugmynd? Allar ábendingar vel þegnar.
Frrruuuuussss... ég er svo ómyndarleg í köku- og heitrabrauðréttadeildinni
Hafið það gott elskurnar þangað til næst...
Sjösystramenið. Ég verð að eignast það.
Bloggar | Breytt 8.3.2007 kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
MEIÐANDI GOÐSAGNIR UM KONUR II
Tengdamæður
Ein af ódrepandi neikvæðum mýtum um konur er þessi um tannhvössu tengdamömmuna. Getur það verið rétt að tengdamæður séu svona skelfilegar að þær geti verið endalaus uppspretta lélegra brandara, tilefni bókarskrifa og þh.?
Ég byrjaði náttúrulega á að líta í kringum mig. Ég hef átt tvær tengdamömmur um æfina. Þær eru hvor annari yndislegri. Þessi núverandi er alltaf tilbúin að leggja lið, áhugasöm um allt sem er að gerast hjá mér og hún mætti ekki vera öðruvísi en hún er. Ég er afskaplega glöð með hana og þá fyrrverandi líka.
Dætur mínar tvær (af þremur) eiga tengdamömmur. Báðar yndislegar konur og verulega góðar við stelpurnar mínar. Ég er alltaf í stemmara gagnvart fólki sem er gott við börnin mín. Það skiptir öllu. Þessar tvær konur sem dætur mínar hafa tengst eru súper fínar konur og tengdamömmumýtan á bara alls ekki við þar heldur.
Við systur erum sjö talsins og þær eiga og hafa átt tengdamömmur. Ég man ekki eftir að einni einustu þeirra hafi verið uppsigað við tengdamæður sínar, þvert á móti. Í tilfellum amk. tveggja hefur vináttan enst, þrátt fyrir hjónaskilnaði og svoleis leiðindi. Merkilegur fjandi! Hvar heldur þessi andstyggilega tengdamóðir sig?
Vinkonur mínar giftar og fráskildar hafa eftir því sem ég man best ekki kvartað undan tengdamæðrum sínum neitt sérstaklega. Alltént ekki í mín eyru (þora jafnvel ekki muhahahaha). Gæti verið að þessi mýta um hinar hatrömmu og illkvittnu tengdamæður sé uppspuni, spunninn af körlum sem upplifa ógnun frá móður konunnar? Ég er ekki að halda því fram en datt það svona í hug.
Ég sló tengdamæðrum upp á netinu. Viti menn þar var meiriparturinn um andstyggðar tengdamóðurina. Það er meira að segja til bók um hana. Ég er að sjálfsögðu búin að panta hana.
Ég á tvo tengdasyni, þeir eru báðir alveg eins og eftir pöntun. Ég legg mig að sjálfsögðu fram við að vera góð tengdamanna. Þó það nú væri!
Mýtan um hina illu tengdamömmu er asskoti lífseig. Eins og máltækið Konur eru konum verstar. Þvílíkt bölvað kjaftæði Ég leyfi mér að halda því fram að Konur séu yfirleitt konum bestar, því auðvitað ætla ég ekki að alhæfa. Þær eru amk oftar betri hvor við aðra en vondar.
...Ég er að pæla í að taka mýtuna um vondu stjúpuna næst. Nóg er til af efni um það mál. Bölvað ekkisens meiðandi mýtubull sem veður uppi. Hættumessu
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
AÐ SITJA Í FANGELSI Í USA....
...getur ekki verið minna en helvíti á jörð. Þegar ég sá umfjöllun Sigmars í Kastljósinu í gær vöknaði mér ríflega um augu. Ég skammast mín ekki hætishót fyrir það.
Hún er merkileg þessi heiftarinnar refsigleði bandaríkjamanna. Þar er það greinilega hugmyndafræðin "auga fyrir auga" sem veður uppi. Ég er ekki sérfræðingur í bandarískum fangelsismálum en auðvitað hefur maður ekki komist hjá því að fræðast um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar í landi. Nú virðast þessir þungu dómar ekki hafa fyrirbyggjandi áhrif á tíðni glæpa þar, þrátt fyrir dauðrefsingar tam. Kommon þeir dæma börn til fangelsisvistar!! Glæpir í USA aukast stöðugt. Þetta hlýtur að vera áhangendum dauðarefsinga tilefni til heilabrota.
Varðandi þenna mann sem Sigmar átti viðtal við þá fann ég til djúprar meðaumkunar með honum. Ég vil fá hann heim og er tilbúin að leggja eitthvað af mörkum til þess. Ég geri mér að fullu ljóst að hann framdi alvarlegan glæp og mér finnst hann vera búinn að slitja hann af sér í þessu víti þar sem honum hefur verið holað niður til tuggugu ára!! Ég hef lesið víða í bloggheimum að hann eigi þetta skilið, að það sé ekki hægt að vorkenna seku fólki osfrv. Halló!! Hvar er samkenndin með meðbræðrum okkar? Það eru gömul og ný sannindi að nauðganir, morð og gróft ofbeldi viðgengst í bandarískum fangelsum. Þvílík mannvonska og mannréttindabrot.
Enn einu sinni hefur Sigmar komið með magnaða umfjöllun sem á erindi til okkar allra. Ég bíð í ofvæni eftir framhaldsumfjöllun kvöldsins jafnvel þótt ég viti ekki nokkurn skapaðan hræranlegan lifandi hlut um hversu ill og ljót hún verður en það er nauðsynlegt að fræðast!!!
Takk Kastljós
Bloggar | Breytt 18.4.2007 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr