Leita í fréttum mbl.is

HUGLEIÐINGAR UM HAMINGJU OFL.

bb

Er að velta því fyrir mér svona á laugardegi hvað gerir mann hamingjusaman.  Ekki það að við gleðjumst öll yfir sömu hlutunum heldur meira svona almennt.  Ég "gúgglaði" á happy women og þá kom ma. upp þessi forláta innkaupapoki.  Þar kom líka upp dollaramerkt innkaupakarfa.  Ergo: Hamingjusöm er konan kaupandi.  Jeræt! Þegar ég var að alast upp versluðu konur í matinn, keyptu föt á börnin, eiginmanninn og sjálfa sig, þá komu karlarnir ekki nálægt svoleiðis stússi enda kvenmannsdjobb.  Maðurinn minn sem reyndar kaupir mikið inn til þessa örheimilis okkar, læddi því út úr sér um daginn að hann vildi heldur fara einn í matarinnkaup (sem hann kaupir samviskusamlega eftir miða skrifuðum af mér) þar sem það kæmi á mig einhver dreyminn hillusvipur þegar ég færi í stórmarkaði og það væri ekki séns að ná kontakt við mig og honum finnst ég fara hamförum í kryddeildinni.  Arg....

Ég er hamingjusöm þegar ég les.  Ég les mikið nánast undantekningalaust og hef gert frá því ég var barn.  Þegar ég les er ekki hægt að ná kontakt við mig, ég er inni í veröld bókarinnar og kem þaðan ekki ótilneydd.  Stelpurnar mínar voru iðnar við að nýta sér tækifærið í uppvexti sínum og báðu um allt sem þeim datt í hug og langaði í því ég var búin að forrita heilann með standardsvarinu "já, já" til að fá að vera í friði.  Þeim fannst þetta afskaplega nytsamlegt áhugamál þetta með lesturinn.

Það sem gerir mig glaðasta "nuförtiden" er að vera með barnabörnin.  Ég er orðin svo svakalega "dómestik" undanfarin ár.  Börn eru svo gefandi, svo yndislega hrein og bein og svo eru þau með svo rosalega skemmtilegan húmor.  Í dag ætlar Jenny að vera hjá ömmusín í nokkra tíma meðan mamma er að læra og pabbi að "minna". Það  er eintóm hamingja.Heart

Nóg um það

Systir mín hún Gösl (kölluð það af innvígðum) ætlar að halda upp á fimmtugsafmælið sitt í dag en hún "verður að heiman" á afmælisdaginn.  Þær systur mínar munu örugglega drekka mörg köff og kannski eitthvað fleira í tilefni dagsins.  Ég man ekki alveg hvort það var Greta systir eða Göslið sem lágu í glugganum á tveggjára afmæli sínu um miðja síðustu öld (Guð hvað ég er old, en mér líður eins og þrítugri konu) og beið eftir afmælinu.  Afmælið var komið í fúll sving en afmælisbarnið hékk í glugganum og beið það var jú búið að segja henni að afmælið "kæmi" í dag.  Ég man hins vegar mjög vel hvor þeirra það var (en ætla ekki að gefa það upp svo ég verði ekki sett út af sakramentinu) sem datt í það fjögurra ára,  komst í bolla með påfengi þegar mamma og pabbi fengu konjak með kaffinu hjá Betu frænku, varð vel íðí og lamdi mig og hló tryllingslega alla leiðina frá Hafnarfirði til Reykjavíkur.   En það var þá í þá gömlu góðu daga þegar börn drukku áfengi.  Segisonna.

Gösl ef ég kemst ekki í dag þá kem ég alveg á næstunni elskan í einn kaffi eða mörg köff.  Jafnvel þótt ég sé hætt í kaffinu.  Til hamó með ammó darling.

Nú ætla ég að ganga frá (í) eldhúsinu og skutla mér í bað.

Sé ykkur krakkarHeart

jenny9

Um að gera að vera vel skóaður

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við eigum öll okkar veiku punkta darling.  Eigum við að skreppa í Hagkaup??

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: bara Maja...

Góð bók, hreint eldhús, bað, vel skóuð dúlla í sófa, bara tóm hamingja  til hamingju með systir.

bara Maja..., 10.3.2007 kl. 14:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elsku María

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ömmusín er roosalega flott.  Jamm eintóm hamingja.  Og að vinna þessa fölskva lausu ást og traust sem þau bera til ömmusín.  Hvað getur hreinlega verið betra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband