Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Mánudagur, 19. mars 2007
HVAÐA MÁLI SKIPTIR....
...hvort hinn grunaði er íslendingur eða ekki? Maðurinn mun vera íslenskur ríkisborgari. Ég skil ekki þessa tilkynningaskyldu fjölmiðla um uppruna fólks. Mér finnst það ýta undir kynþáttafordóma. Nauðgun er alvarlegur glæpur, hver sem hann fremur. Mér er nokk sama hvort maðurinn er að norðan eða sunnan frá Evrópu eða Ameríku. Glæpurinn var framinn hér og er jafn alvarlegur án tillits til hverrar þjóðar maðurinn upprunalega er.
![]() |
Vísbendingar í kjölfar auglýsinga leiddu til handtöku meints nauðgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 19. mars 2007
BÍLARAUNIR
Ég var að taka til í gömlum pappírum í gær og rakst þá á ökuskírteinið mitt. Hvað var það að gera í gömlum pappírum? Jú það er ekki notað. Teinið er í gildi en ég keyri ekki. Það hefur aldrei passað vel við þá ímynd mína að ég sé töffari, sjálfstæð kona sem sé sjálfri mér nóg um flesta hluti að bera þetta ökuleysi mikið á borð. Skekkir dæmið.
Ég var um þrítugt þegar ég tólk bílpróf. Hafði ekki séð ástæðu til að vera með ökuleyfi fyrr. Mér var ýtt út í þetta af umhverfinu á þessum tíma. Allir sögðu að kona yrði að hafa bílpróf, annars gæti hún ekki verið sjálfstæð. Margir sjá nefnilega ekki allt það frjálsræði sem felst í því að vera ekki á bíl. En meira um það síðar.
Ég keyrði í fimm daga eftir bílpróf. Nákvæmlega fimm daga síðan ekki söguna meir. Þegar ég var komin með skírteinið upp á vasann var sænsk vinkona í heimsókn hjá okkur. Ég fór með hana út Norræna Hús á yndisfallegum sumardegi. Hið flennistóra bílastæði var nánast autt. Ég valdi mér stað og.... var um 20 mínútur að leggja í stæði. Bílinn lét ekki að stjórn og var í raun í tveimur stæðum þegar ég var búin að hamast í allan þennan tíma við að ná helv... réttu. Þegar við vinkonurnar stigum út úr bílnum var klappað og veinað. Á þaki Norræna Hússins voru menn að gera við, þeir ýmist lágu eða stóðu og héldu um maga, veinandi af hlátri og þeir klöppuðu hátt.
Daginn eftir á föstudegi var ég ásamt vinkonu og tveimur dætrum mínum í leið í Hagkaup í Skeifunni. Til móts við Kringluna þegar ég var að keyra upp brekkuna þar sem bensínstöðin er gerðist eitthvað. Þetta eitthvað var annað framhjólið sem losnaði undan bílnum og einhvern veginn lenti ég þó út í kanti eftir mikið sjónarspil eldglæringa og hávaða frá bílasnanum þegar hjólið hvarf á braut í einkaerindum. Dætur mínar öskruðu, vinkonan var snjóhvít í framan. Ég sagði við hana að ég hefði þó brugðist rétt við og farið út í kantinn. Hún tók af mér æruna með því að halda blákallt fram að ég hefði tekið höndum fyrir augun og HÚN hefði stýrt okkur út að vegarkanti.
Ég gafst alla leiðina upp og held að það hafi verið rétt ákvörðun. Það er hálf leiðinlegt að vera að leggja svona inn í mýtubankann um konur og bíla, en það er það mesta fordómakjaftaði sem til er. Konur eru nefnilega ábyrgir bílstjórar. Þessi kona kom, sá og sigraði ekki undir stýri og er laus við allar þær raunir sem fylgja því að vera á bíl. Ég læt keyra mig, húsband ofl. ef ég ætla eitthvað. Ég tek leigubíla og strætó. Strætó er æðislegur til að hugsa í.
Ég lagði ökuskírteinið aftur í gömlu pappírana og tók þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að endurnýja það. Kannski í fjarlægri framtíð, þegar ég hætti að verða hissa á að bíll fari í gang eða þegar ég er farin að þekkja tegundir fleiri bíla en Strætó og Benz reyni ég aftur. En það liggur ekki þungt á mér. Alls ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 19. mars 2007
HUGS...
Ég nota sunnudagskvöldin yfirleitt til að hugsa. Þess á milli hugsa ég ekkert, alls ekkert. Nei, nei segisonna. Sunnudagar eru smá blúsaðir finnst mér, öll vikan framundan, helgin rosalega fljót að líða og maður er stundum hálf ruglaður yfir því að hún skuli vera afstaðin. Ég var að raða því upp, hvað ég ætla að gera í vikunni og á morgun er erfiður dagur. Þýðir ekki að nota pollýönnuna á það.
Vinkona mín verður jarðsett á morgun. Æskuvinkona mín sem ég kynntist þegar við vorum á 13. ári. Það er erfitt. Fyrst og fremst fyrir strákana hennar tvo, eiginmanninn og pabba hennar, ég kvíði fyrir jarðarförinni.
Maysan mín kemur loksins með barnabarnið á fimmtudaginn. Ég var að stressa mig á hvað ég ætti að hafa í matinn og svoleiðis. Þetta er auðvitað bara bilun. Allskonar léttvægir hlutir eru að hrannast upp í huganum á mér, hlutir sem eru tertubiti og ættu ekki einu sinni að vera á ferð í kollinum á mér. Hvaðan kemur þessi hugmynd um að plana alla skapaða hluti fyrirfram? Rosalega get ég orðið pirruð yfir svona yfirskipulagningu. Svo gæti komið eldgos á morgun. Hm.. ég er sem betur fer ekki sannspá kona.
Þetta hugserí á mér leiðir ekki til niðurstöðu. Það er galið að setjast niður á sunnudagskvöldi og koma sér í stress. Eins og það hafi nokkurn tímann leyst einhvern vanda að vera áhyggjufullur og stressaður. Ónei. Ég held ég sé búin að tæma hugann með þessum skrifum núna og læt þau vaða þrátt fyrir að þau hafi ekki boðskap, séu ekki um pólitík og skipti ekki nokkru máli.
Góða nót hugs..hugs..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 18. mars 2007
SAGAN AÐ ENDURTAKA SIG?
í dag er búist við fjölmennum mótmælum í NY gegn Íraksstríðinu. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Mótmæli bandaríska borgara höfðu úrslitaáhrif um að USA kölluðu herinn heim í Vietnam stríðinu.
Nú er bara að bíða og vona. Því fyrr sem þessu blóðbaði lýkur, því betra. 750 þúsund manns hafa látið lífið í Íraksstríðinu. Það er því miður óumbreytanlegt.
Íslendingar eiga að taka sig af lista hinna "staðföstu", mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki vera aðili að stríði.
![]() |
Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 17. mars 2007
ARG
Enn ein nauðgunin og nú á Hótel Sögu. Er allt að verða vitlaust í þessu þjóðfélagi?
![]() |
Lýst eftir vitnum vegna nauðgunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 17. mars 2007
LOKSINS...LOKSINS
Loksins, loksins!
Fyrningarfrestur á kynferðisbrotum gegn börnum er afnuminn. Þetta mætti reyndar gilda fyrir öll kynferðisafbrot en ok þetta er flott.
Til hamingju allir.
![]() |
Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 17. mars 2007
FRÆGRA MANNA TÓMSTUNDADUND
Ég er mikil Kastljósskona, einlægur aðdáandi en auðvitað er ég misánægð með afþreyingarefni þáttarins. Annað væri óeðlilegt. Ég hef hins vegar ekki sterkar skoðanir á afþreyingarefni sem slíku og gott eða slæmt vekur það ekki svo heitar tilfinngar hjá mér að ég nenni að blogga um það. Í Kastljósi gærkvöldsins var ég þó alveg gáttuð. Er nóg að vera frægur til að geta fengið inni með einhverja ekkifréttatómstundir í einum vinsælasta fréttaþætti á landinu? Spyr sá sem ekki veit. Annars ætla ég ekki að leggja dóm á hvað selur og hvað ekki. Það vita aðrir betur en ég.
Ég eins og flestir landsmenn vita nú að Karl Ágúst Úlfsson spilar therapautiskt á trommur í tómstundum sínum. Gott hjá honum. Ég veit að hann ætlar að fá gesti og gangandi í Kringlunni í dag til að taka þátt. Gott mál, ekki veitir af samstillingu landans á þessum stresstímum þar sem hver höndin er upp á móti annari.
Karl Ágúst mætti í Kastljósið vígreifur til trommuspils ásamt flokk af fólki. Þau spiluðu takta. Mér fannst þetta í rauninni alveg bráðdrepandi fyndið og hallærislegt. Ekki heima í stofu hjá manninum en í beinni inn á hvert heimili í landinu. Fín auglýsing fyrir Kalla og drepleiðinlegt fyrir mig og minn heittelskaða. Það brást á fjöldaflótti tveggja sálna frá sjónvarpinu.
KÁÚ þú átt heima í Spaugstofunni sem btw er minn uppáhalds.
Ég á vinkonu sem safnar fílum í tómstundum, ég á frænda sem safnar dúkkulísum og servéttum, ég á vin sem safnar smjörlíkisumbúðum heimsins og annan sem safnar tvinnakeflum og hefur gert í ein 30 ár, er með reynslu í tvinnakeflunum, hefur heilmiklu að miðla um eðli, útlit, lögun og tilgang þeirra í hinu stóra samhengi lífsins. Ég vil hann í Kastljós og það ekki seinna en strax. Hann hefur tjáð mér að tvinnakefli hafi therapautiskan tilgang, að það rói hugann að handleika þau. Ég trúi honum. Hann heitir að vísu Jón Jón Jónsson og byr að Égmanekkihvaðamannvitsbrekku 0 en hann hefur heilmikið til málnanna að leggja um....tvinnakefli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 17. mars 2007
HÚSÞJÓNARNIR SNORRI, CHING-PAO OG SVENNE
Nú er komið að mér að verða hissa á rangtúlkunum og að vera með eitthvað á heilanum. Ég skrifaði lítilsverðan pistil um klósettþrif og auglýsingaherferð á hreinsiefninu Cilit Bang hér fyrir neðan og ég fékk símtal frá reiðum manni vegna þess að í pistlinum kemur fram að ég ætti að halda húsþjón.
Maður var æstur, hann var vægast að missa það honum var svo misboðið vegna kynferðis síns. Þetta er ágætlega vel máli farinn maður og lýsingarorðaforði hans var hreint ótrúlega víðtækur. Hann kallaði mig úrgang mannkyns, vissi að ég væri upp á "kvennhöndina" í pólitík og það væri ekki að spyrja að konum eins og mér, ég notaði hvert tækifæri til að niðurlægja karla. Ég kannast við manninn, þekki hann að góðu einu og hann var bláedrú. Bara svo að það sé á hreinu. Hélt lengi vel að hann væri húmoristi, en þarna var honum ekki hlátur í hug. Reiðastur var hann yfir að ég niðurlægði hin asíska kynstofn með þessum hætti! Hm.. asískan, bíddu er orð um asíska menn í bloggfærslunni? Nebb.. maðurinn "upplifði" þetta svona. Tek fram að þessi maður er kominn í beinan karlegg frá Snorra sjálfum svo ljóshærður að hár hans er hörgult og augun blá.
Ég ætla ekki að lýsa þessu enn frekar en bið hér með alla karlmenn, hvar sem þeir eru staddir, innilegrar afsökunar á að hafa sett þá í hina niðurlægjandi stöðu karlmannshúsþjóns sem þrífur klósett þar að auki.
Ég er öll fyrir jafnréttisbaráttuna og mun hér eftir gleðjast yfir mínum klósettþrifum svo það sé á hreinu.
Ég skrifaði líka pistil um nauðgun. Lítil viðbröð við þeim pistli. Enginn hring í mig heim vegna hans. En það eru stóru málin og litlu málin og klósettþrif eru HOTT.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 17. mars 2007
BLOGGAÐ UM HELGI
Ég hef farið inn á hvert bloggið á fætur öðru og allir eru að skrifa um hvað þeir ætli að gera um helgina! Ég hlýt að vera svona augnabliksmanneskja því ég hef varla leitt að því hugann um hvað bíði mín á morgun.
Í dag hef ég dregið lappirnar og tekið upp rými, fært mig á milli stóla, hangið, geispað, hugsað og látið kaupa handa mér tilbúinn mat. Nennti ekki að elda einu sinni. Nú en laugardagurinn er framundan og þá ætla ég að stússast í ýmsu. Jennslubarnið kemur til að gista hjá ömmu sinni. Gaman, gaman. Við ætlum að baka pönnukökur, leika okkur, Jennslan fer í bað eins og venjulega og svo horfum við á Pippi (Astridsdóttur)Långstrump. Ég ætla í Smáralind () og rölta í búðir, kannski kíkja til mömmu og pabba eða einhverra hinna sjösystra sem eru ekki í útlöndum núna. Ok þrjár af títtnefndum systrum eru í útlöndum. Rosaleg ferðafjölskylda.
Fyrst og fremst hlakka ég til að vera með nöfnu minni, bara að njóta gleðinnar af návist hennar og uppátækjum og fá að sofna með hana við hliðina á mér í "stóra rúminu" en húsbandið er að vinna nottla.
Ekki mjög hektiskt líf hjá minni en nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Gleðin liggur í litlu stundunum og þeim forréttindum að vera í félagsskap lítils tveggja ára stelpuskotts, sem sífellt tekur framförum og er alltaf í góðu skapi. Það er bara hamingja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. mars 2007
ENN EIN FRÉTTIN UM BÖRN...
...sem illa er farið með. Ætlar þetta engan endi að taka? Kemur út á manni tárum og gerir mann óstjónrlega reiðan.
![]() |
Starfsmenn rússnesks sjúkrahúss sakaðir um að binda börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr