Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Föstudagur, 16. mars 2007
KLÓSETTRAUNIR
Ég er ein af þeim sem myndi vilja hafa húsþjóna í klósettþrifin. Er alltaf með æluna í hálsinum þegar ég stend í sollis stórþrifum enda almenn klígjugirni landlæg í föðurfjölskyldunni. Ég ætla ekkert að fara að lýsa því hér út í hörgul.
En... ég get ekki orða bundist yfir hreinum ofsóknum í auglýsingatíma sjónvarpanna. Ekki bara á íslenskum stöðvum heldur einnig á BBC, FOX og CNN. Í hvert sinn sem klósettauglýsing sú sem hér er til umræðu, birtist, án fyrirvara (það ætti einhver að birtast á skjánum og aðvara fólk, segja ekki fyrir viðkvæma) verður mér óglatt og ég er vissum að það er ekki bara ég sem slíkt er ástatt um. Dammdaddaramm. Ég kem mér að efninu.
Cilit Bang auglýsingin þar sem maðurinn birtist með hnausþykku kjarnorkuvörðu gúmmíhanskana og sýnd er nærmynd af hm.. dökkbrúnu klósetti, lengi og aftur og aftur er sú sem eltir mig uppi. Ég hef aldrei orðið fyrir öðrum eins ofsóknum af hendi auglýsenda eins og í þessu tilfelli. Auglýsingin er bresk. Eru bretar svona rosalegir sóðar að það þurfi að "mála klósettþrif eða skorti á þeim svo brúnum litum?" Auglýsingin er sem sagt sýnd glóbalt núna, ekki nokkur friður.
Ég mun aldrei kaupa Cilit Bang til klósettþrifa, það er tóm ávísun á ælupest.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 16. mars 2007
UM NAUÐGANIR
Í Blaðinu nú í vikunni rakst ég á litla frétt þar sem fram kom að 7 konur hafi kært nauðgun frá áramótum. Það finnst mér nokkuð há tala en auðvitað veit ég að kærðar nauðganir segja ekkert eða lítið til um fjölda nauðgana. Tiltölulega fáar nauðganir eru kærðar. Réttarkerfið og dómar í nauðgunarmálum virka ekki beinlínis hvetjandi fyrir þolendur þessa hroðalega ofbeldisglæps að leita réttar síns. Stígamót haf þó gjörbreytt umræðu um nauðganir en auðvitað finnst manni að þessi mál breytist hægt. Gömul og ónýt viðhorf lifa góðu lífi.
Ennþá verður maður var við undarleg sjónarmið fólks gagnvart þolendum nauðgana. Þau virðast vera allsstaðar þó ekki á yfirborðinu lengur, þe fólk tjáir sig ekki jafn glaðlega um úr sér gengnar goðsagnir á þessum glæp glæpanna, ekki opinberlega amk. en það er ekki langt síðan að það breyttist. Ennþá heyrist þó eitthvað þessu líkt: Hvað var hún að þvælast þarna um miðja nótt? Hún var klædd eins og glyðra við hverju býst hún? Hún bauð upp á þetta hún fór heim með manninum osfrv. osfrv.
Það er eins og með heimilisofbeldið, athyglin er öll á þolandanum. Af hverju fer hún ekki? Setjum þetta í samhengi. Umferðarslys eru tíð, ef kona verður fyrir bíl spyrjum við af hverju hún hafi verið að þvælast fyrir bílnum? Að hún geti sjálfri sér um kennt? Að hún hafi boðið upp á að það yrði keyrt á hana? Nei að sjálfsögðu ekki, það væri algjörlega glórulaust.
Í hverju var konan, var hún búin að drekka, kannski gaf hún fyrirheit með hegðun sinni? Einu sinni var sagt við mig þegar ég var unglingur að ekki mætti kyssa stráka og æsa þá upp því þá gæti maður lent í einu og öðru. Sem sagt; karlmenn eru dýr, þeir geta ekki stoppað hafi verið ýtt á "on-takkann". Ég hef ekki svona litla trú á karlmönnum. Sífellt hafa fyrirbyggjandi aðgerðir beinst að stelpunum. Ekki gera svona, ekki segja þetta, ekki klæða þig svona og áfram... og áfram .... og áfram. Ekki skrýtið að konur veigri sér við að kæra. Allir muna eftir frasanum; nei er meyjar já! Þannig að nei hjá konu er bara fyrirsláttur, hluti af leiknum og ber því ekki að virða.
Ennþá er verið að réttlæta hegðun nauðgara með því að þeir séu fullir (á meðan þolandinn verður ótrúverðugur fyrir að hafa verið undir áhrifum) eða áhrifagjarnir eða svo "æstir" að þeir ráði ekki við sig. Réttlætingarnar eru óteljandi. Staðreyndin er þó sú að í yfirgnæfandi tilfellum nauðgana tekur naugarinn meðvitaða ákvöruðun um að fremja glæpinn. Einhvers staðar á leiðinni ákveður hann að nauðga. Sú ábyrgð verður ekki af honum tekin.
Samkvæmt ofannefndri grein í blaðinu þá eru flestar nauðganir hér á landi sk kunningjanauðganir, þe fólk þekkist, eða fer heim saman af skemmtistöðum og svo endar það með nauðgun. Í fyrra heyrðum við töluvert um hópnauðganir og síðast í gær var sagt frá að unglingsstúlka hafi kært hópnauðgun. Það er beinlínis skelfilegt til þess að hugsa hversu harður og grimmilegur veruleiki það er sem unga fólkið okkar virðist lifa og hrærast í. S.k. nauðgunarlyf (Flunitrazepam sem áður var kallað Rohypnol) er enn notað og er það ekki algjörlega á hreinu að ásetningurinn til að fremja glæpinn er augljós í þeim tilfellum?
Karlahópur Feministafélagsins er að gera mjög góða hluti. Þeir hafa gert sitt í því að færa ábyrgðina þangað sem hún á heima þe yfir á gerandann. Þeir hafa unnið gott starf og ég er viss um að það er ómetanlegt fyrir útrýmingu á kynbundnu ofbeldi að karlmenn taki þátt í að uppræta það.
Meira seinna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. mars 2007
BÖRNIN SVIKIN
Enn einn málamyndadómurinn hefur séð dagsins ljós. 12 mánuðir í fangelsi, þar af 9 skilorðsbundnum, fyrir að þukla utanklæða á sjö stúlkubörnum á aldrinum sex til níu ára! Mér finnst þetta vera eins og tuska framan í andlit þeirra barna sem verða fyrir þessari hroðalegu lífsreynslu. Mig langar að stökkva upp, safna saman fólki (sem ætti ekki að vera erfitt, ég þekki bókstaflega engan sem er ekki orðlaus yfir þessum vægu dómum) og fara að safna undirskriftum. Ekki að ég haldi að það myndi breyta öllu... en kannske einhverju.
Hver er rökstuðningurinn að baki þessum lágu dómum?
![]() |
Braut gegn sjö stúlkubörnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 16. mars 2007
HVAÐ ER Í GANGI?
Hér vaknar kona blásaklaus (eða eins saklaus og hún getur verið) að morgni og það er allt á kafi í snjó! Á mínu almanaki er vorið alveg að koma. Rosalega er ég þreytt á þessu vetrardæmi. Annars held ég því fram að vera að ergja sig á veðrinu sé eitthvað það tilgangslausasta sem hægt er að dunda sér við. Breytir engu um veðurfarið. Við íslendingar erum alltaf svo hissa þegar veðrið er eins og það er. Á sumrin erum við með alvörukröfur um hita. Eins og það sé eðlilegt að ætlast til að fá suðrænt loftslag hér úti í ballarhafi.
Ég ætla að hætta að velta mér uppúr þessu og reyna að einblína á það sem ég get gert eitthvað í. (Guð gefi mér æðruleysi....)
Síjú
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 16. mars 2007
NAUÐGUNARLYF - FLUNITRAZEPAM - ROHYPNOL
Kæru bloggarar,
Endilega kynnið ykkur http://skessa.blog.is en við viljum fá sem flesta til að kynna sér málið og bregðast við.
Takk fyrir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
MEÐAN ENN ER VON
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, ætlar að skrifa ríkisstjóra Virginíufylkis í USA og leita eftir því að Geir sem fjallað var um í Kastljósi fái að afplána hluta dómsins hér heima. Það er er talið ólíklegt að jákvætt svar fáist við bréfinu.
Mér finnst að það eigi að halda áfram að reyna. Meðan það er von þá er um að gera að hamra á þessu. Ég get ekki hugsað til þess að maðurinn sitji þarna áfram þar til hann er búinn að afplána 20 ára dóm. Þarna er rosaleg refsigleði í gangi, engin miskunn sýnd. Ég held að flestir hafi komist við þegar viðtalið við Geir var sýnt í Kastljósi. Nú er að halda voninni vakandi.
Áfram Valgerður!
![]() |
Ráðherra skrifar bréf vegna íslensks fanga í Virginíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
TIL VIÐKOMANDI
Þar sem ég veit að margir eru að bíða eftir fjölskyldunni í London tilkynnist eftirfarandi:
Maysan og Oliver koma 22. mars sem er fimmtudagur og Robbi kemur á mánudeginum þegar Maysan flýgur heim. Oliver og Robbi verða í amk. viku lengur.
Við amma-Brynja bíðum i villtri spennu og nú ligg ég nánast á hnjánum og bið um að það komi ekki einhver illa inrætt pest og ræni ömmurnar ánægjunni.
Maysan mín ég veit þú lest bloggið. Mamms er farin að nota ÖLL úrræði til að koma skilaboðum á framfæri. Knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
AÐ VERA PÓLITÍSKT SEXÝ
Ég var að velta fyrir mér pólitísku sexappíli. Hvaða pólitíkusar hafi þessa útgeislun í íslenskri pólitík. Ég vona að ég verði ekki ásökuð um karladýrkun það er fjarri lagi að svo sé. Kalla konur bara ekki sexý. Ég skrifa jákvæðan pistil bráðlega um pólitíska útgeislun kvenna í íslenskri pólitík. Pólitískur kynþokki og útgeislun er í raun sami hluturinn en hvað um það.
Ég tek einn úr hverjum flokki.
Steingrímur J. er efstur á blaði hjá mér. Úff hvað maðurinn talar fallega. Hann er rökfastur, hann er beinlínis að springa af sannfæringu og það skilar sér þegar hann talar. Það hlýtur að virka á fleiri en mig sem er flokkssystir hans, því vi. grænir eru á uppleið, hærra..hærra...hærra og auðvitað er það vegna hans og allra hinna í forystu flokksins bæði manna og kvenna sem höfða einfaldlega til fólks vegna mannúðlegrar stefnu sinnar þam yfirlýsts feminisma. Steingrímur J. prýðir fyrsta sætið hjá mér, ekki spurning. Er ég hlutdræg eða er ég hlutdræg? Neh Steingrímur er einfaldlega kyntröll íslenskra stjórnmála. Um það eru ekki áhöld.
Eftir háværar kvartanir frá kynþokkanefnd er gerð eftirfarandi breyting:
Össur Skarphéðinsson er "hönk" í pólitískum skilningi. Hann er dúlla. Fer mikinn er að kafna úr ástríðu. Hleypur á sig og viðurkennir það. Ógisla sexý. Konu langar að knúsa hann þegar hann hleypur á sig. Klár karl og sérfræðingur í kynlífi silunga. Að tala um að vera óhefðbundinn. Úje! Guðmundur Steingrímsson deilir fyrsta sætinu með Össuri. Guðmundur er pólitískt sexý. Húmanisti og vænn maður. Ætti að vera í VG.
Illugi Gunnarsson er eini sjálfstæðismaðurinn sem hrífur mig mig með pólitískum þokka. Hann hlýtur því útnefningu dagsins dagsins fyrir sinn flokk. Afskaplega geðugur og málefnalegur maður. Ef hann væri í réttum flokki væri þetta eintóm hamingja. Illugi get ready to go.
Sverrir Hermannsson sem er ekki einu sinni meðlimur Frjálslyndra lengur verður að sitja uppi með þessa útnefningu. Maðurinn er bjútífúl og með eindæmum skemmtilegur pólitíkus. Það er enginn í Frjálslynda sem hefur beinlínis heillandi áhrif á mig enda forpokaður karlaflokkur sem kemur illa fram við konur. Ég er alls ekki sátt við flokkinn eftir útreiðina sem Margrét Sverrisdóttir fékk. Ekki mikill pólitískur þokki þar á ferð hjá körlunum, hvað ég fæ best séð en það má vera að ég sé snúin út í þessa miðstöð karlveldis á Alþingi enda upphlaup Jóns Magnússonar um sérstaka hópa útlendinga og annað blaður hans um innflytjendamál, algjört törnoff. Hafði ekki beinlínis jákvæð áhrif á hugarfar konu. JM er ekki jólalegur maður. Vont að forystan bæri ekki gæfu til að sjá það.
Hm...he er allt í einu slegin minnisleysi. Er ekki einhver flokkur á Alþingi sem heitir þarna... Framsókn eitthvað? Ég man ekki hverjir eru í þeim flokki eða að þar eru svo mörg hormónatröll að ég verð viti mínu fjær. Úpps ég verð að taka til á lóðinni, gefa fuglunum og bora í vegg. Má ekki vera að langri upptalningu. Niðurstaða: Hinn almenni bóndi hlýtur útnefninguna.
Nú fer ég og þríf loftin (jeræt). Bráðum skrifa ég um hinn syngjandi kökuhníf.
Sjáumst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
SÍÐHVÖRF
OMG ég er í síðhvörfum. Síðhvörf eru seinni tíma fráhvörf hjá óvirkum ölkum. Þau geta komið löngu eftir að fólk er hætt að drekka. Ég er enginn sérfræðingur í fyrirbærinu og ekki datt mér í hug, fyrr en seint í gærkvöldi að það væri þetta sem væri að hrjá mig.
Hjá mér lýsir þetta sér þannig að ég er utan við mig. Ekki að það sé eitthvað nýtt í mínu tilfelli ég á það til að gera hina undarlegustu hluti þegar ég er annars hugar. En ég hef verið að stelast til að vaka lengur en ég á að gera. Ekki fengið mína átta tíma. Er búin að vera stressuð út af einu og öðru (eitur fyrir alka og reyndar mannkynið í heild). Hvað um það ég er einfaldlega ekki búin að fara eftir dagskrá sem ég verð að gera til að halda jafnvægi í sálu og sinni.
S.l. daga hef ég tam. "lent" í eftirfarandi.
Að læsa mig inni í þvottahúsi, húsbandið var heima og kom og náði í mig þegar hann var farið að lengja eftir konu. Ekki mjög háður mér, það leið klukkutími. Arg... (ef hann hefði ekki verið heima hefði ég væntanlega þurft að bíða öllu lengur).
Ég gat ekki kveikt á sjónvarpinu þannig að vel væri. Kann ekki á þessar aukagræjur og sollis sem kalla á þrjár fjarstýringar og alls konar seremóníur. Hafði með naumindum lært þetta en sjá.... ég var búin að gleyma aðferðinni.
Fór ca 10 sinnum úr stofu fram í eldhús til að ná í eitthvað sem mig bráðvantaði, þegar í eldhús var komið var ég í blakkáti, mundi ekki hvert erindið var algjörlega blanco.
Ég setti mjólkina inn í kústaskáp. Leitaði í ískápnum og allsstaðar (nema í kústaskáp að sjáfsögðu) að lífsvökvanum en án árangurs. Ný mjólk keypt og ég fann þá gömlu í morgun þegar ég átti erindi í kústaskáp. Viðkomandi kúasafi glennti sig framan í mig ósvífnislega og ég roðnaði.
Kaffi eykur steitu. Ég er hætt að drekka kaffi. Fór þó á kaffifyllerí í vikunni vegna tíðra heimsókna fólks á menningarheimilli mitt hér í borg (hehe). Legg það á lóðarskálar líka. Ég ælta að fá mér göngutúr á eftir og haga mér eins og nýskeindur básúnuengill mtt. heilbrigðs lífernis.
Þessi mynd lýsir ástandi mínu í vikunni afskaplega vel
Over and out.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
V-DAGUR Í DAG
Í dag er V-dagurinn. Alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum. Það er nauðsynlegt að eiga svona dag til að undirstrika þá leiðu staðreynd að svo margar konur búa við ofbeldi.
Á morgun verða píkusögur lesnar (leiknar) á amk. Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafriði. Ég hvet alla til að taka þátt og sýna stuðning. Takmarkið er að halda áfram að minna á og vinna að útrýmingu ofbeldis á konum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr