Leita í fréttum mbl.is

HÚSÞJÓNARNIR SNORRI, CHING-PAO OG SVENNE

sw

Nú er komið að mér að verða hissa á rangtúlkunum og að vera með eitthvað á heilanum.  Ég skrifaði  lítilsverðan pistil um klósettþrif og auglýsingaherferð á hreinsiefninu Cilit Bang hér fyrir neðan og ég fékk símtal frá reiðum manni vegna þess að í pistlinum kemur fram að ég ætti að halda húsþjón.

Maður var æstur, hann var vægast að missa það honum var svo misboðið vegna kynferðis síns.  Þetta er ágætlega vel máli farinn maður og lýsingarorðaforði hans var hreint ótrúlega víðtækur. Hann kallaði mig úrgang mannkyns, vissi að ég væri upp á "kvennhöndina" í pólitík og það væri ekki að spyrja að konum eins og mér, ég notaði hvert tækifæri til að niðurlægja karla.  Ég kannast við manninn, þekki hann að góðu einu og hann var bláedrú.  Bara svo að það sé á hreinu. Hélt lengi vel að hann væri húmoristi, en þarna var honum ekki hlátur í hug. Reiðastur var hann yfir að ég niðurlægði hin asíska kynstofn með þessum hætti! Hm.. asískan, bíddu er orð um asíska menn í bloggfærslunni? Nebb.. maðurinn "upplifði" þetta svona.  Tek fram að þessi maður er kominn í beinan karlegg frá Snorra sjálfum svo ljóshærður að hár hans er hörgult og augun blá.

Ég ætla ekki að lýsa þessu enn frekar en bið hér með alla karlmenn, hvar sem þeir eru staddir, innilegrar afsökunar á að hafa sett þá í hina niðurlægjandi stöðu karlmannshúsþjóns sem þrífur klósettW00t þar að auki.

Ég er öll fyrir jafnréttisbaráttuna og mun hér eftir gleðjast yfir mínum klósettþrifum svo það sé á hreinu.

Ég skrifaði líka pistil um nauðgun.  Lítil viðbröð við þeim pistli. Enginn hring í mig heim vegna hans. En það eru stóru málin og litlu málin og klósettþrif eru HOTT.

zw


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Jösses, blessaður maðurinn...

bara Maja..., 17.3.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hva....konur stögglast stöðugt á að vera gerðar að einu og öðru með ímyndum sem haldið er á lofti af karlmönnum og getum jafnvel séð skrattann þar sem hann er kannski ekkert endilega að finna..stundum. Og svo þegar við gerum það sama sjálfar er alveg til í dæminu að þá verði einhverjum karli heitt í hamsi..bara sömu viðbrögð við sömu hlutum..ekki satt??? Og við verðum ar að vera það þroskaðar að sjá þegar við förum aðeins fram úr okkur og gera eins og Jenny að biðjast þá afsökunar. Janrétti snertir nefninlega bæði kynin og bæði hafa fullan rétt að sega ef þeim finnst að sér vegið. Hvort sem það er gert með hreinsunu á klósettum eða einverju öðru. Ég er bara að reyna að sjá hlutina fra´mjög VÍÐU sjónarhorni og æfa mig í að vera í skóma annarra smá stund. En eitt hefði maðurin átt að hafa í huga..og það var að vera kurteis og ekki ausa yfir Jenný fúkyrðum. Högum okkur eins og menn öllsömul

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eins gott að maður er í englandi..það fer enginn að hringja og arga á mann yfir hafið þegar það kostar mikið..ha???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm Katrín ég tel mig ekki hafa skrifað neitt niðurlægjandi. LOL.  Húsþjónn er ekki verra orð en að hafa stofustúlku.  Ég minntist ekki á kynþátt húsþjónsins, sló bara upp þessari frómu ósk að hafa húsþjón. Auðvitað mega allir láta vita ef þeim finnst að sér vegið.  En það verður þá að eiga við um ALLA.

Ég ætla ekki að fara halda uppi vörnum hér fyrir feminista þrátt fyrir að ég telji oft að mér vegið fyrir að hafa feministiskar skoðanir.  Hvernig á að vera hægt að breyta einhverju sem er á orðið sinn fasta samastað í málnu án þess að fólk taki ekki eftir því, ef aldrei er á það minnst?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleymdi að minnast á eitt en það eru konurnar sem hafa gengið á undan okkur og gert það að verkum að við getum kosið og gert svo margt fleira sem áður var óhugsandi.  Þeir lögðu línurnar þær börðust í fordómafullu samfélagi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 16:30

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhahahahah æ hvað mér fannst þetta fyndið. Þú ert frábær

smjúts

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 17:24

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ret greinilega að fatta hvaðan vindarnir blása Hrönnsla mín, hm...

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985814

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.