Leita í fréttum mbl.is

Og áfram heldur fjörið

Það er heldur betur jólalegt í Seljahverfinu núna þó það sé auðvitað viðurstyggilega kalt hér fyrir ofan snjólínu.  Ég fylgist að sjálfsögðu með nágrönnum mínum og dugnaði þeirra við að skreyta hús og hýbýli og ég get vottað að þeir eru fjári duglegir við það. 

Ég er að fara í stelpupartý, stelpupartý, stelpupartý!

Í dag ætla ég að taka mér frí frá jólaundirbúningi (W00t) og skella mér í smá stelpupartý, kaffi og kökur, ekki leiðinlegt.  Þið fáið skýrslu þegar ég kem heim.

Rauð jól!

Siggi Stormur og krúttfrömuður spáir rauðum jólum og segir að hlýnun jarðar megi að líkindum kenna um það.  Heyrirðu það,  Hannes Hólmsteinn?  Annars er mér slétt sama um litastatus jólanna, því ég er mestmegnis innanhúss.  Þá eru líka töluvert sterkar líkur á að hárið á manni verði ekki rafmagnað og viðbjóðslegt á jólunum.  Vó, lífið er hamingja.

Jólakveðjur á Gufunni!

Það er ekkert hátíðlegra til, að mínu mati, en jólakveðjurnar á Gufunni.  Ég verð alveg mössí, mössí, á Þorláksmessu þegar þær eru lesnar.  Þarna hafa þær verið svo lengi sem ég man eftir mér og Gerður G. Bjarklind sagði í viðtali fyrir einhverjum árum að þulirnir klæddu sig í sparifötin áður en þeir lesa.  Það skilar sér.  Jösses hvað þetta er skemmtilegt.

Er ekki eitthvað sem ég get bónað?

Bernskujólunum fylgir bónlykt.  Mikið skelfing langar mig til að bóna eitthvað.  Hvað er til ráða?  Engir bónvænir fletir á heimilinu.  Ég er í sorg.  Sorg, sorg, afgreitt og tékk.  Jólin eru nostalgía og endurtekningar, hvað get ég sagt.  Svona erettabara.

Nú, ég má ekki vera að þessari vitleysu, þarf að halda áfram í minni jólagleði.  Er ekki lífið dásamlegt?

Ég hendi mér í vegg, hoppa hæð mína og kveiki á kertum.

Og krakkar mínir, af því að ég er að fara í stelpupartý, stelpupartý, stelpupartý, þá skelli ég hér inn gamlaárspartýinu með Baggalút, frá því í fyrra.  Góða skemmtun.

Hér

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða skemmtun í stelpupartýinu, það eru bestu partýin !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.12.2007 kl. 11:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er aldrei að mín er glöð  ):):):)  keyptu bara bóndós og opnaðu hana þá færðu góða jólalykt. Skemmtu þér vel í stelpupartýi.  Þú ert ljúf.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða skemmtun í stelpupartýinu.Já Jenný það er sama hér með jóla kveðjurnar á þorlásmessu mér finnst alltaf jólalegt að hlusta á þær.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.12.2007 kl. 12:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hefur örugglega skemmt þér vel Jenný mín með stelpunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2007 kl. 12:06

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða skemmtun í stelpupartý - stelpupartý - stelpupartý

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2007 kl. 14:24

6 identicon

Þú og jólin - mögnuð blanda og alveg ferlega skemmtileg líka.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 15:15

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Með fullri virðingu fyrir strákunum - stelpupartý eru langskemmtilegust! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.12.2007 kl. 16:52

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég vona að stelpupartýið hafi verið skemmtilegt  og ég efast ekki um í eina sekúndu að svo hafi verið !

Sunna Dóra Möller, 9.12.2007 kl. 17:19

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bónaðu Einar

Jóna Á. Gísladóttir, 9.12.2007 kl. 17:56

10 Smámynd: Ragnheiður

aha..rosalega er Ásdís fljót að leysa vandamál. Bara opna dós og voilla...mér datt þetta ekki í hug og hef ég í mörg ár keypt rauð epli bara lyktarinnar vegna, borða þau ekkert sko. Svo brenni ég stundum smá greni og þá kemur grenilykt.

Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 17:56

11 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góða skemmtun í dag. Hlakka til að lesa lýsinguna á eftir.

Bjarndís Helena Mitchell, 9.12.2007 kl. 19:09

12 identicon

Hæ darling. Hvar ertu??? Ég fór í stelpupartý kl 13 í dag og komin heim og búin að elda læri . Voða er þitt stelpupartý lengi? Í mínu var mikð fjör því þar voru tveir karlmenn (......)? Segi þér frá því að mogun.

Kossar til þín ;-)

Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:19

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér er stelpupartý, svei mér þá.

Já dömur mínar, búin að blogga um partý og fl. 

Brynja mín, það er ekki stelpupartý nema það séu engir strákar til staðar. Nanananbúbú

Dúa og Jóna: Þið eruð beinlínis klúrar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 21:46

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég sletti aldrei... á ensku sko...  það er það sem Dúa gerir og fær út einhvern viðbjóð sem hefur eitthvað með kynlíf að gera... skammastín Dúa.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.12.2007 kl. 23:14

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Já, heyrðu, þú ert í Seljahverfi, rétt...

Þar verð ég að syngja, fyrst þann 20. des, eina Bachmótettu og nokkur lög, svo á aðfangadag klukkan 6 í messu. Heilsa upp á mig ef þú kíkir á svæðið? :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.12.2007 kl. 09:08

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verður þú í kirkjunni þann 20. des Hildigunnur, ef svo er þá kíki ég.

Jóna: Saklaus að vanda og hefur alveg efni á því

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 09:57

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna og Dúa: Ég var að fatta þennan fulls bara núna, ARG ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 09:57

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

já, ég held að það sé örugglega 20. ekki 21. sem tónleikarnir verða í Seljakirkju :) Skal minna á þegar nær dregur.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.12.2007 kl. 10:56

19 identicon

Verð að segja þér að þessir tveir karlmenn sem voru í mínu stelpupartýi eru kerlingar (GAY). Mjög skemmtilegir og ómissandi í svona í kvennaboðum.

Er á leið til N.Y og kem á föstudaginn. ;-) tala við þig þá. Kossar til þín

brynja Nordquist (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985889

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband