Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Föstudagur, 7. desember 2007
Nær þetta nokkurri einni einustu átt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 7. desember 2007
Andskotans meðvirknin
Ég er að drepast úr leti í dag. Þess vegna hangi ég hér á tölvunni og reyni að koma mér undan því sem ég þarf að gera. Ég færi mig á milli stóla. Þvílík framkvæmdagleði.
Ég var að lesa um Amy Winehouse, þessa flottu söngkonu, sem er alveg búin að missa stjórnina á lífinu, eins ömurlegt og það nú er.
Ég er ekkert rosalega upptekin af Britneyju og Amy, svona yfirhöfuð, enda þessar konur bara úti í heimi að dunda við að fokka upp lífi sínu við undirleik heimspressunnar og hver lesningin á fætur annarri færir manni nær þunglyndi án þess að maður geti nokkuð að gert. Þá er best að líta sér nær.
En þessar sögur af þeim fá mig til að hugsa. Um alkahólisma, minn eigin og annarra.
Pabbi hennar Amy er t.d. alveg viss um að hennar fíkn í dóp sé eiginmannsnefnunni að kenna. Amy var aldrei í hörðu dópi fyrr en hún giftist þessum gæja, áður var hún "bara" í hassi. Halló, rólegur á meðvirkninni. Rosalega væri þetta einfalt mál með fíknina, ef það væri bara hægt að fjarlægja alla sökudólganna af strætum og torgum og hviss, bang, allir í góðum málum. Allir allsgáðir öll vandamál fyrir bí.
Auðvitað er hver alki/fíkill aleinn og óstuddur, algjörlega ábyrgur á sínu rugli. Enginn og þá meina ég enginn er þess umkominn að "koma" fólki í dóp eða drykkju. Ekki frekar en það er hægt að handtaka fólk fyrir að vera í vondum félagsskap.
Ég skil svo sem alveg þessa tilhneigingu ástvina að tengja stjórnleysi fíkilsins við kompaníið sem skapast í kringum neysluna, en því miður þá er þetta ekki svona einfalt.
Ég er persónulega alein og algjörlega ábyrg á minni drykkju og ég er líka á sama hátt ábyrg fyrir því að halda mér edrú. Það gerir það enginn fyrir mig. Oghananú.
Æi en nú er ég farin að sinna skyldustörfunum, allsgáð og brakandi edrú. Óska öllum virku ölkunum bata sem fyrst og sé ykkur bara seinna, á eftir í kvöld eða eitthvað.
Auðvitað vona ég að "GÍLA" reki ekki jólasveinana út í drykkju og aðra óreglu, hún getur nefnilega verið ansi slæmur félagsskapur.
Ég á innsoginu
Jólin, jólin,
Flalalalala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 7. desember 2007
Dóri skemmtir skrattanum..
..og spilar á Fenderinn sem hann hefur skírt Múhameð.
Æi asnalegt.
En sem betur fer þá er Dóri engin Jyllandsposten og ég efast um að fréttirnar af nafngiftinni nái höfuðstöðvum umboðsmanna Alla.
Ja ekki nema einhverjir Ayatollar séu lesendur Moggabloggs.
Ég efa það stórlega.
Og allt unnið fyrir gíg.
Sumir eru á stöðugu mótþróaskeiði.
Allahu Akbar
![]() |
Nefnir gítar Múhameð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 7. desember 2007
Sprengjulist
Sé ég listrænan gjörning út úr verkinu "þetta er ekki sprengja" eftir Þórarinn Inga Jónsson? Nei ég geri það ekki og finnst þessi uppákoma frekar sjálfhverfur gjörningur, skreyttur með dassi af athyglisþörf.
En það sem er list fyrir einum er hégómi fyrir öðrum. Ekki ætla ég að dæma um listrænt gildi þessa gjörnings.
Nú er listfrömuðurinn hæddur út um alla netheima. Ekkert til sparað í andstyggilegheitum.
Ég skil það upp að vissu marki.
Það verður allt brjálað ef einhver hugsar um sprengju, hvað þá hlutgerir hana og kemur henni fyrir á opinberum stað. Varla er hægt að ætlast til að fólk teygi fram álkuna til að lesa textann sem fylgir gripnum. Svona; hm, bíðið þið krakkar mínir, pabbi ætlar að lesa hvað stendur á þessari rörsprengju, það er ekki víst að þetta sé alvöru sprengja, gæti verið listaverk og svo BÚMM.
Halló, allur hinn vestræni heimur er á jaðri taugaáfalls eftir 11. september, með réttu eða röngu.
Þess vegna að ég held að Þórarinn hljóti að hafa reiknað með svona viðbrögðum.
Ef ekki þá er hann hreint ótrúlega bláeygður maðurinn.
Fólk má samt alveg halda sér innan velsæmismarka í sinni Þórðargleði, alveg óþarfi að hrauna yfir manninn.
Er annars í jólastuði, að kafna úr framkvæmdagleði.
Falalalala
![]() |
Hæðst að Þórarni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 7. desember 2007
Eintómur bömmer og gleði
Dagurinn í dag hefur verið áhugaverður og með dassi af skemmtilegheitum.
Ég lenti í skapvonda fólkinu í búðinni, það tók mig á tauginni þó ég væri í hláturskeng alla leiðina heim. I´m hooked on sorrow and pain
Undanfarinn sólarhring hef ég verið skömmuð töluvert af fólki sem ég þekki ekki neitt, ok, reyndar bara af "tveimur" fólki sem ég þekki ekki neitt. Það gerir það að verkum að ég fyllist orku. Unglingurinn í mér lifir enn góðu lífi.
Ég skammaði nottla hjólhýsahyskið í búðinni, sem reif kjaft við mig og kassamanninn frá Hornafirði.
Sko skammaðist ég við sjálfa mig töluverða stund.
Ég stend í rjúpuviðræðum. Ekki séð fyrir endan á því dæmi, en ég vona það besta. Það eru eilífar samningaumleitanir tengdar þessum blessuðu jólum. Ef rjúpan klikkar þá er það Bambi.
Piltiurinn Gilzenegger tók færsluna sína út í annað skiptið á sólarhring, ég held að steratröllið sé hræddur við lögguna.
Jenný Una Eriksdóttir kætir mig í amstri dagsins og núna er hún farin að segja "loksins" (lossins) og "ákveða" í annarri hvorri setningu. Dæmi: Lossins ákveðaði ég að borða matinn mín. Krúttkast.
Svo toppaði fíflagangurinn í honum Skagadreng daginn. Það er ekki annað hægt en að hlægja að svona skemmtilegu og uppátækjasömu ungmenni og hví að láta sér leiðast í desember.
Leiðinlegasta jólalag í heimi var flutt í Kastljósinu (sorrí Helga Möller).
Á morgun verður jólast heví og það verður bakað, framið, klippt og skorið.
Annars góð
Úje og falalalala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Vífill - þú ert megadúlla
Ég er í kasti. Þegar ég horfði á fréttirnar á báðum stöðvum eins og nánast alltaf, og svo Kastljósið var ég að velta fyrir mér af hverju forsetavinurinn Vífill á Skaganum væri svona ólíkur sjálfum sér í Kastljósinu, frá því sem hann var í fréttunum á Stöð 2.
Ég var alveg: Hm.. hann var ljóshærður áðan, og á mynd sem ég sá í dag var hann svona eins og hann er núna (Kastljós) og heilinn á mér var að brenna yfir.
Ég skrifaði þetta á falalalala-ástandið sem ég er í. Jólin gera manni hluti.
Svo rakst ég á eitthvað blogg þar sem því er uppljóstrað að Vifill sendi vin sinn í viðtalið á Stöð 2.
Ég elska svona fólk.
Það bara lýsist upp tilveran svona í svartasta skammaranum.
Einn Vífil í jólapakkann á hvert heimili.
Þetta verða Vífilsjól og það er ekki Júlíusi að þakka.
Falalalala.
Það er dásamlegt að geta fengið að hlægja smá og maðurinn er eitraður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Viðsnúningur dóms
"Hæstiréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms yfir manni sem ákærður var fyrir að hafa framið kynferðisbrot gagnvart dóttur sambýliskonu sinnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sett fingur upp leggöng stúlkunnar og káfað á henni á heimili þeirra árið 2002. Hlaut hann 12 mánaða dóm í héraði, þar af níu skilorðsbundna."
Upplýsingar frá mér:
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson.
Ingibjörg Benediksdóttir skilaði sératkvæði sem hljóðar svo:
"Héraðsdómur, sem skipaður var þremur embættisdómurum, hefur metið framburð Y, móður hennar og annarra vitna trúverðugan. Vísa þeir í niðurstöðu sinni sérstaklega til þess að frásögn stúlkunnar hafi verið greinargóð og ítarleg, hún hafi skýrt sjálfstætt frá atburðum, fullt innra samræmi hafi verið í framburði hennar og vætti hennar sé stutt öðru því sem fram er komið í málinu. Þótt stúlkan og móðir stúlkunnar hafi ekki með vissu geta sagt við rannsókn málsins hvenær umrætt samkvæmi í bílskúrnum átti sér stað rýrir það ekki framburð þeirra, sem héraðsdómur hefur sem fyrr segir metið trúverðugan. Er einnig til þess að líta að þegar skýrslur þeirra voru teknar hjá lögreglu voru um fjögur ár liðin frá atvikinu og þess því ekki að vænta að þær gætu greint frá með vissu hvenær samkvæmið var haldið. Við rannsókn málsins og meðferð þess skýrðist þetta atriði hins vegar nánar. Þegar litið er til framburðar stúlkunnar og vitna er ekki varhugavert að telja fram komið að umrætt samkvæmi hafi verið haldið í apríl 2002. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms tel ég rétt að staðfesta niðurstöðu hans um sakfellingu, en ákveða refsingu hans 15 mánaða fangelsi. Þá er ég sammála niðurstöðu dómsins um miskabætur og málskostnað."
Ég gef þessum hæstaréttardómurum falleinkunn, að undanskilinni Ingibjörgu Benediktsdóttur, í þessu tilfelli.
Sveiattann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Ábendingar óskast
Áfram held ég með bókaóskalistann minn en það eru bækur sem ég ætla að kaupa, fá lánaðar eða láta gefa mér í jólagjöf.
Bókhaldið verður að vera á hreinu.
Vigdís Gríms
Einar Már
Sigurður Pálsson
Gerður Kristný (báðar bækur, líka barna)
Jónína Leós (Tjékk, komin í hús)
Ingibjörg Haralds
Pétur Gunnars (Bókin um Þórberg)
Pétur Blöndal (ekki alþingismaður)
Hrafn Jökulsson
og fleiri. Ábendingar um nýjar bækur þegnar.
Ekki væri verra að fá að heyra álit þeirra sem þegar eru búnir að lesa þessar á listanum.
Segi það enn og aftur; ég myndi myrða fyrir að vera í aðstöðu til að lesa allar útgefnar bækur, en lífið getur verið bölvuð tík.
Falalalala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Jólastress í röðinni
Ég var að kaupa í matinn. Jájá.
Hjónin á undan mér í röðinni, smá pirruð svona, allavega helmingur þeirra.
Annaðhvort: Rosalega ertu lengi að renna þessu í gegnum skannann maður, ertu útlendingur eða hvað?
Kassamaður: Nei, ég er frá Hornafirði.
Ah: Ég vissi að það var ekki alveg í lagi með þig. Flýttu þér, við erum að ELDAST hérna.
Ég: Fyrirgefið en væruð þið ekki til í að vera aðeins kurteisari (þarf alltaf að blanda mér í alla hluti)
Annaðhvort eða bæði: Ert þú ekki þessi bloggandi kjéddling, alltaf rífandi kjaft? Grjóthaltu þér saman addna.
Hún: Guðmundur réttu mér einn helvítis poka í viðbót!
Ég færði mig um fjóra kassa enda hrædd við fólk í ham.
Ætli jólasveinninn sé til?
Fala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Trúarblogg???
Ég er alltaf að uppgötva nýjar hliðar á sjálfri mér, ég er nefnilega svo margslunginn persónuleiki. DJÓK!!!
Hvað um það, ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið, hvernig ég gæti látið gott af mér leiða fyrir jólin, þannig að það skilaði sér. Það eru svo margir sem eiga um sárt að binda í þessu þjóðfélagi "allsnægta" og erfitt að koma sér niður á eitthvað eitt, þar sem ég hef takmarkaða fjármuni til verkefnisins, enda aldrei gefið mig út fyrir að vera af Baugsættinni. En margt smátt gerir eitt stórt.
Ég er komin að niðurstöðu. Ég ætla að styrkja Hjálpræðisherinn fyrir þessi jól. Já öðruvísi mér áður brá. Ég hef ekki beinlínis verið þekkt fyrir aðdáun mína á sértrúarsöfnuðum og sá stærsti, þjóðkirkjan, er sá sem er í neðstu sætum vinslædarlistans, ef hægt er að tala um lista í þessu sambandi, og þá vegna skorts á umburðarlyndi og mannkærleika, sem hefur glögglega komið í ljós á þessu ári sem senn er á enda.
Hjálpræðisherinn heldur því ekki fram að hann sé með persónulega vitneskju um smekk Guðs og sonar hans á hvernig fólk eigi og eigi ekki að vera. Hann boðar ekki helvítisvist fyrir þá sem eru fyrir utan normið og hann hrópar ekki á torgum um eigin mikilfengleika og óskorðaða umboðsmennsku sína fyrir Guð á jörðunni.
Hjálpræðisherinn lætur verkin tala. Þeir taka á móti okkar minnstu bræðrum á jólunum, gefa þeim að borða, sýna náungakærleika og gera það með gleði án þess að hreykja sér af því.
Þeir trana sér ekki fram og þeir setja engin skilyrði fyrir hjálpinni.
Þess vegna, læt ég eitthvað af mínum heimilispeningum renna þangað.
Og ég er viss um að þar verða þeir nýttir til góðra verka.
Ég hvet alla til að velja sér verkefni til að styrkja. Það er flott jólagjöf. Við verðum að hjálpast að eins og stelpurnar mínar segja.
Amen í boðinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr