Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Smá krúttsería

Maysa og Robbi eru búin að týna myndavélinni sinni og það er fátt um myndir frá London af þeim sökum.  Amma-Brynja reddar þó því sem reddað verður, þessi elska og var að setja inn myndir frá því í nóvember, þegar Robbi útskrifaðist.

Fyrir vini, fjölskyldu og aðra velviljaða, set ég hér inn nokkrar myndir.

2223

Maya og Robbi flott á því       og Maysan pósar fyrir mömmu sína

2426

Knús fyrir nóttina                     svo er horft á eitthvað spennandi

2725

Oliver elskar ömmu-Brynju      Tammtatamm.. Robbi útskrifaður


Smá uppgjör

Ég get ekki verið þekkt fyrir annað en að þakka kærlega fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið í dag, úr ýmsum áttum.  Alveg bráðnauðsynlegt að fá hvatningu þegar maður hengir sig út til sýnis.

Nóg um það.

Jenný Una er hjá mér vegna þess að bróðir hennar er jafnvel á leiðinni, virðist samt vera dálítið að slá úr og í með það.

Í baði

Amman: Jenný mín, nú verður þú að koma uppúr.

Jenný: É vilða ekki, ég segi brert neiW00t

Amman: Ha????

Jenný: Ég segi brert nei (fingri beint í átt að ömmunni til að undirstrika meiningu)

(Kviknaði á peru hálftíma síðar, hafði sjálf sagt nokkrum sinnum "þvert nei" skömmu áður í símann.)

Yfir kvöldsögunni

Amman: Við lesum þessa bók um Einar Áskel.

Jenný Una: Hann heitir ekki Einar Áskell amma (brosir) hann heitir Alfons Åberg, pabbi minn segir það.  ..Og

..börn mega ekki sparka og slá, það er mjög bannað.  En ég lemmdi einu sinni Franklín Mána Addnason og Söru Kamban.  Mjög laust.  Ég máði það alveg, pabbi minn segir það.

Já og svo var nú það.

Er örþreytt eftir daginn, farin upp í rúm að lesa.  Vona að pirringsfrömuðirnir hafi eitthvað að dunda sér við annað en mig meðan ég sinni literatúrískum skyldum hérna við hirðina.Whistling

Cry me a river.

Falalalalala

 


Úje - Súmí - Bítmí - Bætmí

1

Á mánudaginn mæti ég niður á Umferðarstofu og tryggi mér eitthvað af ofannefndum bílnúmerum.  Úje er mitt merki, hin reyndar líka og ég skal finna þann í fjöru sem fer inn á mitt svið hérna.

Ætli það megi ekki vera með númer eins og hálfviti, vanviti, mergsugur, neyðarhemill, fullur, reiður, trúarnöttari og þ.u.l.?

Ég tékka á þessu á mánudaginn og læt vita.  Spennandi ekki satt?

En af hverju vildi maðurinn á Akranesi ekki hafa GAY 17 á bílnum sínum?

Gay þýðir glaður eða kátur.

Hmm...

Bítsmí.

Úje


mbl.is Blátt bann við dónalegum bílnúmerum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á felgunni

Muhahahahaha, ekki ég sko, alveg bláedrú og í góðum málum.

En svona í tilefni dagsins þá eru Erlar út um allt.

300 dauðadrukkin kvikindi í fríhöfninni.

Munur að vera í góðum málum.  Falalalalala

Er með hana Jenný Unu í pössun á meðan litli bróðir hennar gerir það upp við sig hvort hann ætlar að fæðast núna eða seinna.

Jájá

Sjáumst.


mbl.is Fríhöfnin lokuð vegna 300 fullra útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflið fjársvelt

 

Ég bið ykkur að gefa gaum færslu sem má lesa inni hjá Jens Guð  en systursamtök Stígamóta, Aflið en samtökin eru í fjársvelti.

Samtök eins og Stígamót og Aflið eru lífgjafi fjölda þolenda kynferðislegs ofbeldis og þar fyrir utan veit ég að samtök eins og Stígamót (þekki ekki til Aflsins hvað þetta varðar)eru að vinna að fræðslu bæði fyrir faghópa sem og almenning. Það er líka ómetanlegt starf.

Þetta verður aldrei fullþakkað.

Auðvitað á samfélagið að sjá svona starfsemi fyrir rekstrarfé.  Mér skilst að  sveitafélögin fyrir norðan séu að styrkja Aflið með einhverjum þúsundköllum.  Auðvitað er það þakkarvert þegar fyrirtæki og einkaaðilar styrkja svona starfsemi en ofbeldi og afleiðingar þess er auðvitað samfélagsins að bera ábyrgð á.  Engin spurning um það að mínu mati.

Þetta gengur ekki upp.

Taka á málum.

Komasho.


Jólíjólíjól - Falalalala

 

Æi verð að blogga smá jóla.  Ekki að það sé rosa stemmari á heimilinu.  Hér ríkir flensa.  Ójá, hörmungar á hörmungar ofan.

Ég sem elska veður (og mikið af því) er orðin leið á fyrirkomulaginu.  Nú vil ég fj... hafi það komast í sjopp.   Þetta ástand er farið að gera mér hluti.  Ég sverða.

Ég gat ekki horft á sjónvarpið í kvöld því það fraus alltaf.  Vegna veðurs.  Ég hélt að allt svona heyrði fortíðinni til. 

Annars er ég að lesa ári skemmtilega bók, segi ykkur frá henni á morgun.

Á að borða skötu?  Með mör og öðrum viðbjóði? 

Ekki misskilja mig (lesið Láru Hönnu), ég virði skötuát á Þorláksmessu en lyktin er vægast sagt öðruvísi.Devil 

Sinn er siðurinn og allt það..

Sumir á ekki upp í nefið á sér yfir að hér skuli borðað hangikjöt á Þorláksmessu, muhaha.

Nóg sagt í bili, ég er farin að lesa, búa til ís eða eitthvað.

Falalalalalala


Ætli eitthvað hafi skolast með í látunum..

..alveg óvart, á síðustu dögum þingsins eins og í vor, þegar vændisfrumvarpið (þ.e. um að gera vændi algjörlega refsilaust fyrir kaupandann) fór hljóðlega í gegn í havaríinu s.l. vor?

Vonandi kemur í ljós að í þetta skipti sitjum við ekki uppi með lög sem færa okkur aftur í tímann, fjær mannréttindum og nær skilningsleysi á mannlegum hörmum.

Nú er að bíða og sjá.

63 alþingismenn eru farnir í jólafrí og ladídadída.

Ætli Össur fari nú að taka upp á því að dagblogga?Devil

Segi sonna.

Nú eru það fréttir.

Falalalalalala


mbl.is Alþingi farið í jólaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerðist þetta ekki í fyrra - eða hitteðfyrra?

Mér finnst ekki koma aðventa öðruvísi en að það sé ekki einhver frétt um bruna í Vestmannaeyjum, í atvinnuhúsnæði.

Mig minnir að það hafi kvknað í Fiðskiðjunni í fyrra eða hitteðfyrra.

Eða var það bæði árin?

Ég veit að langtímaminni í fréttum er ekki neitt svakalega langt miðað við allan þann fréttafjölda sem fer í gegnum hausinn á manni og kannski er mig bara að misminna.

Ef hinsvegar þetta er rétt munað hjá mér, að atvinnuhúsnæðin þarna í Eyjum séu sífellt logandi þá er þetta stórfurðulegt heilkenni.

Arg hvað það er vont að muna svona illa.

Einhver?


mbl.is Maður handtekinn vegna bruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullorðinsbjánar?

Er það góð auglýsing fyrir "Just4kids" að það komi í fréttum að þeir hafi miskunnað sig yfir leikfangaglaða Íslendinga sem voru komnir í biðröð fyrir utan búðina í óveðrinu (með börn sumir), þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglu og öðrum sem vinna við að halda í horfinu, núna í morgun fyrir opnun búðar?  Já, nokkuð sætt af þeim að opna aðeins fyrr, af því röðin fyrir utan var komin í "lárétta" stöðu eins og maðurinn sagði.  Líka nokkuð góður leikur hjá þeim að troða sér í blöðin af tilefninu, það geysar jú verðstríð, segja þeir.

En er það góð auglýsing fyrir Íslendinga að gefa skít í svona fyrirmæli og ana af stað með börnin sín til að geta flippað út í leikfangabúðinni? Held ekki.  Gæti reyndar sagt ýmislegt fleira um hvað mér finnst en ætla að sleppa því.

Róleg meðan ég öskra á mig hása.

Hin tveggja ára Jenný Una Eriksdóttir gæti kennt sumum foreldrum eitt og annað, því áðan sagði hún við mig í símann: Amma þú mátt ekki fara út í vonda verrinu.  Þa e mjög mjög hættulett.  Heyrið þið það ábyrgðarleysisfrömuðir.is

Það er ekki eins og það sé verið að fara í nauðsynlegar ferðir hérna.  Leikföng minn afturendi.

Fruuuuuuuuuuuuuuuuussssssssssss


Ég tók þetta til mín ;)

Ég á uppkomnar dætur, en stóð mig að því að taka tilmælin um að halda börnunum heima, algjörlega til mín.

Það er ekki alveg í lagi með mig.

Ég hringdi bæði í Söru og Helgu (Helga svaraði ekki), vakti alla á heimilinu til að segja þeim það sem þau voru fullkomlega meðvituð um, að fara ekki út úr húsi.  Sara sagði: MAMMA.

Ég hringdi líki í Dúu vinkonu mína.  Hún skildi mig alveg.

Hringdi ekki í Maríu til London, því mér skilst að það sé ágætis veður þar.

Getur fólk plumað sig án mín?

Ædóntþeinksó.

Farin að lúlla eftir erfiði og eftirlitsstörf morgunsins.

Úje og falalalala


mbl.is Foreldrar beðnir um að halda börnum heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband