Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Furðufugl með hegðunarvandamál!

 1

Við fórum í vikunni, með hana Jenný Unu Eriksdóttur, til að velja páfagaukinn sem staðið hefur til í allt sumar að kaupa, en ekki orðið af.  Jenný var svakalega spennt að fá "Bördísín" en fuglinn fékk nafngiftina Bördí vegna forvera síns á þessu heimili, sem einn daginn hné niður í miðri aríu og dó, okkur húsbandi til mikillar sorgar.  

Hvað um það, við fórum í Dýraríkið og keyptum Bördí með fylgihlutum (búr, rólu, leikföng, matur og sollis) og það kostaði hvítuna úr augum okkar allra.  Jenný valdi Bördí, en Einarrr varð að halda "roslalega fast" utan um hana, því hún var svo hrædd við "lætin" í fuglunum.  Fyrir valinu varð gári,  blár, gulur og svartur að lit.  Jenný var svolítið sár því hún hafði tilkynnt öllum að hún ætlaði að fá bleikan bördí.  En stundum verður maður að slá af kröfunum. 

Svo gisti Jenný hér um nóttina en auðvitað vildi hún fylgjast með sínum fugli.

Bördí sem leit svo sakleysislega út í búðinni, er ekki allur sem hann er séður.  Við erum búin að hleypa honum út nokkrum sinnum og OMG þvílíkt ves, að koma honum inn í búrið aftur.  Hann hendist um allt. Í gærkvöldi slapp hann inn í eldhús (fíflið ég gleymdi að loka hurð).  Eftirköst: kryddvörur á gólfi, ónýtt loftljós, pappírar úr hillu á víð og dreif um eldhús og húsmóðir með taugaáfall.  Fuglinn er ofvirkur með hegðunarvandamál.  Þegar svo loksins tókst að koma viðkomandi vænghafa í búrið, fór hann í fýlu og þegar þetta er skrifað lætur hann enn eins og hann sé tré.  Hreyfir hvorki legg né lið (æi þið vitið).

Það stefnir í þjálfun á Bördí.  Hvernig þjálfar maður páfagauk með attitjúd?

Er farin að kenna honum að flauta "Free as a bird".

Later! 

 


MORGUNSKELFING

2

Líf mitt er þrungið ægispennu og mikilli dramatík.  Það er aldrei nokkur friður.  Indíana Djóns hvað? 

Ég vaknaði hér í hægðum mínum (oj), í rólegheitum sum sé, og eftir morgunverk þá settist ég hér við að lesa Moggann.  Eitthvað undarlegt hljóð barst mér til eyrna, svona klikk, klikk, ósköp mjúkt og þægilegt bara og til að byrja með var ég alveg róleg yfir þessu.

Það rann síðan upp fyrir mér að þetta hljóð er ekki heimilisfast hér.  Á sem sagt ekkert með að heyrast.  Hvað var?  Ég hentist á fætur (okokok, stóð virðulega á fætur) og hóf leit að hljóði.  Ég óð um allt, ég fann ekkert.  Hugs, hugs, nú voru góð ráð dýr.  Það er með hljóð eins og verki, hvorutveggja er afleiðing af einhverju sem er að eiga sér stað.  Loksins varð mér rambað á útidyrahurðina.  Haldið þið ekki að borgarhliðið hafi verið opið og það beint inn í kastalann?

Ég skil vel að ykkur sé brugðið kæru gestir.  Hver hefði átt að skrifa ódauðlega pistla fyrir ykkur ef ég hefði fundist myrt í rúminu?  Eða eitthvað þaðan af verra (já það er hægt að lenda í verri hlutum en að drepast).

Málið er; hver á að taka sökina?  Ég eða húsband? Æi, ég er svo glöð yfir að hafa sloppið lifandi og ætla ekkert að vera að segja honum frá því að ég hafi farið út í sjoppu seint í gærkvöldi.  Hann gæti séð ástæðu til að ætla að ég hafi gleymt að skella á eftir mér.  Whistling

Ég slapp fyrir horn úr hurðalausu helvíti.

GMG

 


INNILOKARINN ÓGURLEGI

 1

Þessi frétt minnnir mig á að ég hef lokast inni:

..í þvottavélum (hrmpff)

..í bílum

..í lyftum

..í eigin heimi

..í eigin húsi

..í meðferð (Whistling)

..á geðdeild (hm)

..í skápum

og í skotti á bíl

Ég hef enn ekki lokast inni á klósetti...

en ég fer í það næst.

Honníkomklóser!!

Úje

 


mbl.is Komst ekki út af salerninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STRIGAKJAFTAR

 Sumir karlar og einkum og sér í lagi þeir tjáningarglöðu innan íþróttahreyfingarinnar, virka á mig, sem veit ekkert um boltaíþróttir, eins og bölvaðir ruddar og strigakjaftar, þegar fýkur í þá.  Ég veit auðvitað ekkert um þessa menn í viðhengdri frétt, nema það að þeir voru með ljót ummæli í garð einhvers dómara fótbolta, á opinberum vettvangi.

Ég er ekki frá því að hegðun sumra toppa í fótboltanum sé ekki við hæfi barna og alls ekki vænleg til eftirbreytni.

Ég man ekki betur en að annar þessara manna sem fengu áminninguna sé reglulega til vandræða í  þessu samhengi.

Nú er ég að tala sem antisportisti sem hef ekki mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki keppnisfyrirkomulaginu.  Þú átt að sigra, sigra og sigra.  Hvernig virðist ekki alltaf vera aðalmálið.

Ég vildi að þessir karlar hættu að tjá sig í hita leiksins.

Þeir koma óorði á, hm,  fótboltann.

Handboltamennirnir eru hins vegar kúl dúddar,

ekkert nema pjúra heiðursmenn.

Ójá

P.s. Þetta er mín fyrsta og að líkindum eina fótboltafærsla.

Súmíbítmíandbætmí.


mbl.is Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BESTA OG SKEMMTILEGASTA DJOBB Í HEIMI..

..stynur Reykjavíkurborg upp úr sér í  þeirri viðleitni sinni að sefja fólk (aðallega konur) til að sækja um á leikskólum borgarinnar.  Málið er að það trúir þeim ekki nokkur maður, þar sem launin sem þeir greiða eru rétt fyrir strætókorti fram og til baka í vinnuna (eða þannig sko).

Að vera með börnum eru forréttindi og að vinna með þeim held ég að hljóti að vera alveg afskaplega gefandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Launin eiga að vera í samræmi við þá ábyrgð sem felst í uppfræðslu ungra sálna, sem er auðvitað eitt merkilegasta starfið í þjóðfélaginu, sem hægt er að takast á hendur.

Það er eitthvað stórkostlega bogið við það, að fólk sem kemur að uppeldi barnanna okkar, þess dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á, skuli ekki vera hálfdrættingar í launum miðað við þá sem t.d. telja peninga í bönkum landsins.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir fólki í skemmtilegasta starf heimsins, þar sem "ég er alltaf að leika mér í vinnunni"  og er bara hallærislegt og lýsir vanþekkingu á starfi leiksólakennara.  Er það brandari að vinna með börnum?  Allt tómur leikur og fíflagangur? Ef það er álit þeirra sem völdin hafa, þá skýrast launatekjur starfsfólksins auðvitað af sjálfu sér.

Ég sæi Glitni í anda, auglýsa svona eftir fólki.  "Koddu að vinna hjá okkur.  Þar erum við í Matador allan daginn.  Allesatt.  Agú, gerrakoddu." 

  Plís eruð þið ekki að djóka í mér gott fólk?

 Nú eiga starfsmenn leikskóla landsins að taka á honum stóra sínum.  Ekki bara leikskólakennararnir heldur allir hinir bráðnauðsynlegu starfsmenn hvers leikskóla (SKÓLA já þetta eru skólar) og fá leiðréttingu sinna mála.  Þetta er ekkert frístundadjobb og fíflagangur.  Þetta eru ábyrgðarmestu störf samfélagins, í raun og sann, ekki bara í ræðum og riti. 

Komasho gott fólk í uppeldisstéttum.  Ég held að allir foreldrar (og ömmur og afar) standi með ykkur alla leið.  Amk. hún ég.

Ójá

 


ÉG SKIPA Í HLUTVERK

Ég vil

 að John Wayne leiki Ólaf Ragnar

að Arnold Swartsenegger (til vara Konni án Baldurs) leiki Geir Haarde

að Jack Nicolson leiki Jón Val

að  Philip Seymour Hoffman leiki Jón Gnarr

að Vin Diesel leiki Bubba Morthens

að Hugh Grant leiki Jakob Frímann (ungan)

að Danny DeVito leiki Pétur Blöndal

og að Mini-me leiki Davíð Oddsson

Eftir á að skipa í fleiri hlutverk í Þjóðfélagssöngleiknum.

Meira seinna.

Úje

 


mbl.is Breskur miðill: Díana vill að Paltrow leiki sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÓST - HÓST, smá yfirlýsing hérna

Ekki ætla ég að tuða yfir nýju síðunni hans Gulla heilbrigðis, enda liggur örugglega ekkert þar að baki annað en hugheilar óskir til okkar reykingamanna, að láta af og að aðstoða okkur við það (arg)

Þetta er reykingarfærsla nr. 3456 þar sem ég býsnast yfir ofsóknum á hendur reykingamönnum, fjalla um hversu gott sé að reykja, að ég haldi að halda því áfram meðan ég get og að það sé mátulegt á alla andreykingarmennina að missa fjörið út á stétt á djamminu.

Þetta er aðeins öðruvísi færsla.

Ég hef nefnilega ákveðið að hætta að reykja þ. 20. október n.k. en þá á ég eins árs afmæli í edrúmennskunni.

Ég geri þetta ekki út af þrýstingi frá þjóðfélaginu sem er búið að leggja á mig þvílíka sektarkennd, að það sér ekki fyrir endan á því einu sinni, eða af því að það má orðið hvergi reykja og að mér líður eins og ofsóttri hænu, ónei.  Ég geri þetta vegna þess að þetta hamlar frelsinu mínu.  Ég er laus undan brennivíninu og nú er þetta eftir.  Ég nenni ekki að vera háð einhverju öðru en sjálfri mér, um mína eigin vellíðan.

Ég þarf líka að láta mála íbúðina.  Tilgangslaust ef reykurinn smýgur upp um allt og fokkar upp rándýrri málningarvinnu.

Ég nenni ekki að standa úti á svölum þegar ég get verið inni með skemmtilegu fólki.

En ég verð alltaf í liði með þeim sem reykja, þó ekki væri nema vegna allra Þorgríma Þráinsona þessa heims.

Æmdissapíringöppinsmók.´

Hólímólí!


mbl.is Vefsíðan reyklaus.is opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUNNUDAGSHEIMSÓKN

1

..hér var hluti af fjölskyldunni í heimsókn í dag.  Oliver og Jenný Una léku sér vel saman og þegar Oliver var farinn í matarboð til afa síns, steinsofanaði Jenný og svaf í heila tvo tíma - á versta tíma.  Hm.. nú er frökenin vöknuð, eiturhress og endurnærð og hefur haft mikið að spjalla um.

Dæmi:

 Bróður minn, í bumbunni á mömmu hann kann ekki tala en hann getur talað sænsku - allan daginn. (Gasp)

Ég ætla að kaupa bláa systur og hún má ekki týnast í herbergi mín. (Ég eitt spurningamerki)

Ég get ekki brotið puttan mín, en putti getur losnað (vá, alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt)

Amma við kaupum grænan Birdí sem  má ekki fljúga út um gluggann.  Bara bláan má það.

Ég ætla að fara út að vinna í nóttinni.  Það er ekki skemmtilett.

Og að lokum þegar amman ætlaði að knúsa hana þá sagði sú stutta: Amma hættu fikta í mér, érað hussa.

Okok, ég læt hana í friði.

 Ég er auðvitað í trylltu krúttukasti.  Það bætir upp skelfingarástandið sem ég er í vegna þess að á morgun fer Oliver og fjölskylda aftur til London.

Oliver söng "Falling down", ABCD, Allir krakkar, bað Einar að "dansa" á gítarinn og fleira og fleira þar líka.  Ég þarf að fara að ganga um með diktafón.  Gullkornin hrynja af vörum barnanna. 

2

 


FINGURINN UPP...

1

..á Barnes & Noble, sem hafa ákveðið að taka að sér sölu á játningabók OJ Simpson.  Það er nokkurn veginn ljóst að maðurinn er morðingi og hann er þekktur heimilisofbeldismaður.  Smekklegt eða hitt þó heldur að gefa honum vettvang til að koma sjúklegum löngunum sínum sem m.a. felast í því,  að hælast um yfir skelfilegum morðunum sem nánast allir telja að hann hafi framið, á framfæri.

Dem, dem, dem og ég sem hef alltaf verið svo höll undir Barnes & Noble.

Júkantrustenýboddíenímor!

ARG


mbl.is Ósmekklegasta bók síðustu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EIGINMANNSRAUNIR

Ég var að lesa einhverstaðar, að giftir karlar væru lélegri í húsverkunum en þeir sem væru í sambúð.  Þetta er niðurstaða stórrar rannsóknar sem gerð var í USA.  Það er oft verið að rannsaka hluti sem þegar eru fyrirliggjandi.  Það hefði verið nóg fyrir þessa Dúdda í Ameríkunni að hringja nokkur símtöl og fá úr þessu skorið.

Ég hefði getað sagt þessu fólki heilmargt.  Á minni löngu æfi hef ég átt þrjá eiginmenn (já þeir eru allir lifandi, ekki hugsa ljótt á sunnudögum), ég veit að það er slatti af húsböndum, en hvað get ég gert, ég ER guðsgjöf til mannkyns og hef reynt að deila mér eins vel og ég hef vit til.

Blekið var ekki þornað á vígsluvottorðunum þegar mínir menn fengu tuskuofnæmi.  Þeir fóru að taka á sig allverulegan sveig fram hjá þvottavélum, ryksugum, hreingerningarefnum og skrúbbum.  Þegar taka átt íbúðir í gegn þurftu þeir allir að skreppa út í sjoppu og komu rétt mátulega til baka, til að geta farið út með ruslið.

Ef ég hefði hinsvegar ekki verið svona fyrirsjáanlega borgaraleg í hegðun og verið í óvígðri sambúð (bara tilhugsunin fær mig til að roðna) í staðinn fyrir að hlaupa eins og hauslaus hæna upp að altarinu í hvert skipti sem hillti undir samruna, þá væru þessir menn allir með hússtjórnarpróf upp á vasann.

Úr hússtjórnarskóla Jennýjar Önnu Baldursdóttur.

Og ég væri þá sennilega ekki að ljúga ykkur full hérna á sunnudagsmorgni þegar ég með réttu á að liggja á bæn og biðja um fyrirgefningu syndanna.

Svona getur kona verið vond.

Sunnudagur til syndar og svefnleysis.

Úje

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.