Færsluflokkur: Spil og leikir
Laugardagur, 13. október 2007
Flippaður dagur í margmenni, án einnar einustu kjötbollu en mörgum uppákomum!
Vúff, ég er á innsoginu eftir fyrirsögnina. ´
Annars er ég dauðþreytt og sæl eftir daginn. Við stormuðum í IKEA og eyddum þar miklum peningum, þ.e. ég og frumburðurinn. Sara og Erik voru nokkuð sparsöm, gott ef ekki samansaumuð (djók) og Dúa Dásó, keypti pönnu og gúkkulaði.
Hér kom hópur af skemmtilegu fólki og drakk kaffi. Fengu ekki ögn með því, enda ég ekki neitt fokkings kaffihús (lalalala). Jóna kom með Lindubuff sem Dúa gúffaði í sig um leið og Jóna var farin. Nei, ég er hætt að láta eins og fífl, dagurinn var góður, en maður þarf að vera arfastilltur á tauginni í svona Ikea ferð, það tekur verulega á taugarnar og mér fannst ég aldrei ætla að komast hringinn. Svo eru tuttugu þúsund krónur ansi mikið fyrir kíló af kjötbollum, en það var sú upphæð sem ég spanderaði, enda að kaupa bæði gardínur og mottu, munið þið.
Jenný Una er búin að skemmta okkur vel í kvöld. Hún hefur sungið og dansað hástöfum og leikið við hvern sinn fingur og fengið hverja "humyndina" á fætur annarri. Hún sefur nú eins og engill í prinsessurúminu sínu.
Ég sá laugardagslögin. Ég var nokkuð glöð með Svölu, en sem gamall blúshundur var ekki spurning, að mér fannst lagið um fyllibytturnar best. Kannski af því ég er fyrrverandi fyllibytta sjálf, en ég held ekki, textinn er brilljant, lagið líka og Pálmi alltaf jafn flottur. Konan hans hún Anna reyndar líka. Aldrei þessu vant, þá voru margir sammála mér um valið.
Við keyptum leiktjald handa Jenný og þar hefur hún eytt deginum, að mestu leyti síðan við komum heim. Ég man að það var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði sem krakki að "búa til hús", núna fær maður "húsin" tilbúin í IKEA.
Ójá, ég er að drepast úr þreytu.
Takk fyrir daginn.
Síjúgæs.
Úje
Sunnudagur, 7. október 2007
Yfirlýsing frá Jennýju Önnu Baldursdóttur!!
Af engu tilefni vil ég undirrituð, Jenný Anna Baldursdóttir, húsmóðir í Seljahverfinu, taka fram að þessi bloggari er ekki ég.
Það breytir þó ekki því að við tvö eigum tvennt sameiginlegt. Í fyrsta lagi erum við Íslendingar og í öðru lagi þá líðum við engum, engum, að hafa aðrar skoðanir en okkar eigin og það er eins gott að fólk sé með það á hreinu.
Annars mun ég blogga eins og bastarður inni á annarra manna kommentakerfum, heilu langlokurnar, EFTIR að ég hef eytt viðkomandi óróaseggjum af mínum bloggvinalistum.
Héðan í frá fjúka allir eftirfarandi af listanum:
Dökkhærðir, ljóshærðir og rauðhærðir.
Konur, menn og börn.
Allir sem kusu Samfylkinguna í vor (okokok þessir fimm addna)
Allir sem versla í Byggt og Búið.
Allir sem fara í kirkju á aðfangadagskvöld (já þú líka Smaragður, þú ryksugar kirkjuna).
Allir sem blogga fullir.
Hei, nei ég geri málið einfaldara. Ég loka hér með á komment á minni síðu og blogga hjá ykkur í staðinn.
Nananabúbú, þú ekki ná mér!
Úje, það er gaman að vera til.
Hha?
![]() |
Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Föstudagur, 5. október 2007
Rapport á hlaupum
Jenný Una Eriksdóttir, kom hér eftir skóla, hlaðin farangri og tilbúin í helgarævintýrið.
Amman spurði: Var gaman í leikskólanum í dag Jenný mín?
Jenný: Nei, það var leiðilett.
Amman: Af hverju var leiðinglegt?
Jenný: Franklín Máni Addnarson.
Nú bíð ég eftir skóstærð og kennitölu á Franklín Mána Addnarsyni.
Ég á von á að þær upplýsingar berist með kvöldinu.
Á meðan Jenný úthrópaði Franklín á þenna snöfurmannlega máta, hallaði Bördí Jennýjarson undir flatt og hlustaði með athygli.
Ég sver það, að fuglinn var stórhneykslaður á svipinn.
Það er nú það.
Later!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 4. október 2007
Af Bördí Jennýjarsyni, niðurhali og óvissuferð um eldhús
Bördí Jennýjarson gerir það ekki endasleppt. Hann er núna í algjörri lausagöngu og fer aðeins inn í búrið til að borða. Hann hefur tekið yfir stofuna, ganginn og eldhúsið. Í kryddhillunni er öllum þurrkuðum jurtum ógnað, þar sem hann ýtir öllum staukum sem fyrir honum verða, frá með miklum gassagangi. Niðurstaða: 4 kryddkrukkur brotnar og mikð vænghaf yfir eldavél.
Ég hef ekki komist í tölvu vegna niðurhals eiginmanns á allskyns fídusum. Það hefur tekið 4 klukkutíma. Á meðan sat ég í fýlu í eldhúsinu ásamt Bördí, sem týndist bak við reikningahrúgu fyrir ofan ískápin.
Nú fara fram samningaumleitanir við fuglskratta, um veru í búri til morguns. Horfur á niðurstöðu ekki góðar.
Sé ykkur eftir að fugl hefur verið veiddur í slæðu og troðið í búr.
Fíddfíjú
Fimmtudagur, 4. október 2007
GMG, bara Baldursbörn
Skrýtið. Ég, Greta, Ingibjörg Jóna, Guðlaug Björk, Ingunn, Hilma Ösp, Guðmundur og Steinunn, erum öll Baldursbörn. Við eigum það sameiginlegt, en við erum sko systkini. Ætli þetta sé svona í mörgum fjölskyldum? Kannski helber tilviljun? Ævonder.
Ég á hinsvegar ekki sameiginlegt með Hilmu og Gumma, að eiga afmæli í dag.
Til hamingju bæði tvö og Hilma mín, það var EKKI leiðinlegt að druslast með þig í vagninum út um allt. Ungabörn með viskýrödd eru dásamleg krútt.
Lalalalala,
Ja må dem leva, ut i hundrade år.
Jajamensan.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 1. október 2007
Hálf milljón manna
Það er að bresta á með fimmhundruðþúsundasta gestinum á síðunni minni. Hm.. auðvitað margir sem koma aftur og aftur, mér er sama, þetta er skolli há tala. Ég hugsa aldrei út í að það eru hinir og þessir sem eru inni á síðunni minni sem ég hef ekki hugmynd um hverjir eru, enda er ég alveg sátt við það. Stundum skilur fólk eftir kvitt í gestabók, en annars er það meira og minna sama fólkið sem ég sé í kommentakerfinu, þ.e. mínir elskuðu bloggvinir.
Nú, það væri gaman að fá kvitt í tilefni dagsins, ef fók nennir, ekki að það skipti máli.
Ég byrjaði að blogga 26. febrúar og manísk eins og ég er, þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur, þá hef ég bloggað upp á dag síðan.
En þetta er hálfmilludagur Jennýjar Önnu og ég óska mér hjartanlega til hamingju með það.
Lalalala
Mánudagur, 1. október 2007
Pabbi hennar Jennýjar..
..hann Erik Quick, á afmæli í dag. Fyrir utan að vera brilljant tónlistarmaður og kennari, þá er hann með betri pöbbum á norðurhveli jarðar. Hef ég sagt það áður hversu heppin ég er með tengdasyni? Allir þrír alveg brilljant menn.
En í dag á Erik afmæli og ég veit að hann hefur fengið morgunmatinn í rúmið í morgun, og þar hefur farið fyrir flokki (tveggja kvenna) hún Jenný Una Eriksdóttir og ég veit að hún hefur sungið afmælissönginn, bæði á sænsku og íslensku, "hátt og njallt", eins og hennar er von og vísa.
Grattis på födelsedagen Erik.
Lalalalala!
Föstudagur, 28. september 2007
Í krúttkasti
Afi Jennýjar og Olivers, sendi mér þessa krúttmynd af þeim í gær. Ég flippaði út. Mikið rosalega eru þau miklar dúllur þarna, svona lítil. Karakterinn leynir sér ekki en Oliver er bara krúsu beibí og Jenný Una er komin með einbeittan framkvæmdavilja. Hehe.
Svona líta krúttin mín út núna uþb tveimur árum síðar.
Góður Oliver, alltaf í stuði. Og Jennslan........
Allaf góð, alltaf glöð og alltaf að sk... ok,ok, eins og Jenný segir, það er ekki meira í boði.
Later!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Halló Renée
Hæ gamla,
Þar sem ég efast ekki eitt andartak um að þú ert dyggur lesandi Moggabloggs, þá vil ég láta þig vita að ég er til, finnst þú ógisla góð leikkona og ferlega sæt. Ég vona líka að þú krækir í bítilinn Pál og bara allt gangi upp hjá þér sem þú tekur þér fyrir hendur.
Ég er haldinn sjúkdómi. Hann heitir Imöldumarkossyndromikus og gerir það að verkum að ég er brjáluð í skó. Vegna bágra efna hef ég þurft að hlaupa um nánast BERFÆTT í sumar og ef einhver reynir að segja þér að ég eigi fleiri TUGI skópara, þá er sá hinn sami að ljúga.
Ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir ekki komið með mér í skódeildina í Saks og gefið mér nokkur pör af háhælum fyrir veturinn. Ég get ekki verið þekkt fyrir að skarta hvítu tréklossunum, með netamynstrinu, sem ég keypti í Gautaborg anno 1984, þegar jólin ganga í garð.
Ég myndi alveg gera mig ánægða með tvenn til þrenn pör.
Hvað segirðu um það vúman?
Láttu þitt fólk tala við sóandsó sem mun þá tala við mína sóandsó.
Yours sincerely,
Imalda II
![]() |
Skóálfurinn Renée Zellweger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Íhaldið í ham!
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gefur út yfirlýsingar um breytingar á leikskólastarfsemi, gæsluvallapólitík og annað í þeim málaflokki fer um mig skelfingarhrollur.
Þegar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir talar um "nýja kynslóð gæsluvalla" grunar mig að þarna sé niðurskurður á þjónustu í farvatninu.
Það má vera að mínir fordómar gagnvart uppeldisstefnu Sjálfstæðisflokksins, tilkomnum vegna tilhneigingu þeirra til að húrra uppeldinu aftur heim í eldhús, í gegnum árin, séu að verki.
Ef eitthvað jávætt kemur út úr þessum breytingum, borða ég alla mína sjóvettlinga.
Ójá.
![]() |
Hlutverk gæsluleikvalla endurskoðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr