Færsluflokkur: Spil og leikir
Laugardagur, 5. maí 2007
HLUSSA Í HEIMSÓKN
Í dag var ég búin að hóta bloggvinum mínum að blogga af elju, einkum og sér í lagi vegna þess að stjörnuspáin sagði mér að rækta samskipti. Ég lét mér auðvitað ekki detta í hug að fara að rækta samskipti í mannheimum (hehe). En margt fer öðruvísi en ætlað er. Skemmtilegasta, frábærasta og fallegasta smátelpa í heiminum kom til ömmu og Einarrrrrs. Þá fer maður nottla ekki að blogga. Við bökuðum kanelsnúða og gerðum aðra skemmtilega hluti. Nú svo sátum við úti á svölum í vorsólinni ég og hún nafna mín þegar svona hlussa (já ég er að segja að hún hafi verið feit) flaug letilega í áttina til mín. Ég er brjálæðislega hrædd við skordýr, eins og allir vita sem þekkja mig, og ég flattist út á vegginn (hljóðlega til að hræða ekki barnið). Hún sagði "fína fluvan" og reyndi að ná henni með smáu höndunum sínum. Ég greip í Jenny og böðlaðist með hana inn við hávær mótmæli flugunnar, ég meina Jennyar. Ég skellti í lás svalarhurðinni við nefið á flugunni og hún horfði reiðilega á mig í gegnum glerið. Ég heyrði kvekindið segja lágri hvæsandi röddu "Ég á stóra fjölskyldu og mér segir svo hugur að við munum dvelja löngum stundum á þessum svölum hérna í sumar". Síðan snéri fitufjólan rassinum í mig og flaug á braut. Mér "segir svo hugur" að ég muni ekki vera mikið á svölunum á komandi mánuðum!!
Síjúinalittlevæl!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 5. maí 2007
ÞAÐ ER BLOGGIÐ, ÞAÐ ER BLOGGIÐ!


Miðvikudagur, 2. maí 2007
HÉR HEFST SKRÁNING Á....
..reiðhjólasögu Jenny Unu Errriksdóttur. En í dag ætla amma og Einarrrr að fara í Markið og versla hjólið sem þið sjáið hér fyrir neðan. Jenny veit að við ætlum að ná í hana og mömmu eftir skóla og kaupa fyrsta alvöru farartækið hennar. Hjólið fær hún ma vegna þess að hún er "umsyggjusöm", "skiptist alltaf á", "er alltaf glöð","elskar jákarla, gívaffa og kókófíla" og svo þarf barnið að geta farið með sjálfa sig á milli staða. Hreyfisaga Jenny á fótknúnum farartækjum er skráð hér á blogginu í fyrsta sinn. Áður en amma hennar hefur snúið sér við mun Jennslubarnið halda á ökuskírteini. OMG!
Amma-Brynja fer til London í afmælið hans Olivers 12. maí og með sér mun hún hafa pening frá Ömmunni og Einarrri til að kaupa hjól handa 2. ára strák sem fer alltaf hratt yfir, líka á tveimur jafnfljótum.
Lovjú
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 30. apríl 2007
MEIRA UM STÖRNUMERKI
Ég er að mörgu leyti jarðbundin kona verandi steingeit (hm) en ég hef í mér svona vingulselement sem gerir það að verkum að ég pæli líka í andlegum málefnum án þess að ég sé að flíka því eitthvað sérstaklega. Stjörnuspeki hefur mér hins vegar alltaf fundist frekar leim. Litgreiningar og augnalestur líka. Vinur minn sem var blaðamaður á gamla DV sagði mér að þeir blaðamenn sem hefðu haft fá verkefni þann daginn hefðu fengið stjörnuspá blaðsins sem verkefni. Það er að skálda hana frá degi til dags. Ég veit ekki hvort þetta er satt en miðað við stjörnuspár í blöðum þá kæmi mér ekki á óvart að mjög hugmyndasnauðir menn væru í því að búa hana til svo þeir ættu fyrir salti í grautinn.
Ég man aldrei hvað ég er með rísandi ( sko merki). Ég veit þó að það er allt löðrandi í sporðdreka í merkinu mínu. Minnst af steingeit.
En hvað um það. Einu sinni lét ég draga mig á stelpukvöld hjá þekktum snyrti hér í borg (veit ekki afhverju ég lét til leiðast. Er algjörlega á móti svona fyrirsjáanlegum skemmtiatriðum). Það var mikið hlegið. Mér var sagt að ég væri með Davíðs Oddssonar element (hann og ISG bæði steingeitur). Hvað varð þá um Sollu-elementið? Ég hefði amk. flaggað því. Snyrtirinn klikkti út með að segja yfir allan hópinn að honum fyndist steingeitur erfiðar (hann vildi ekki endurgreiða mér kvöldið), þær væru svo óþægilegar í tilsvörum, sjáfsuppteknar (moi?) og vissar í sinni sök. Hm.. það hefði ég nú getað sagt mér alveg sjálf. Svon nefndi hann dæmi um náinn ættingja sinn sem dæmi um leiðindi steingeitarinnar og útlistaði með orðum og æði fyrirkomulag þessarar manneskju. Ef Gulli Stjarna hefði ekki gert kort fyrir mig einhverju seinna er ég hrædd um að lítil trú mín á stjörnuappíratinu hefði endanlega dáið drottni sínum.
Þetta skrifar steingeit, með sporðdreka í tungli og bogamann rísandi.
p.s. Er bloggóð í dag vegna þess að ég nenni ekki að þrífa. Enda lítið drasl hér á bæ. Ætli það séu stjörnurnar að stríða mér?
OMG
Mánudagur, 30. apríl 2007
MOGGINN SAGÐI ..
..við mig, beint upp í opið fésið á mér, að ég ætti að smæla framan í heiminn. Ætli þeim finnist ég of alvörugefin? Rosalega finnst mér það leiðinlegt. Ég varð smá fúl svona fyrst en svo hugsaði ég að þetta væri sennilega vel meint.
Þetta er sko mín persónulega stjörnuspá á Mogganum, steingeitin. Ég veit að hún er skrifuð sérstaklega fyrir mig.
Æi ég gleymdi að þeir sögðu líka að mér hætti til að taka hlutum of persónulega. Hvernig ætli þeir fái það út?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 30. apríl 2007
KYNLÍF - KYNLÍF, ENN OG AFTUR KYNLÍF
Kynlíf selur og telur á blogginu sem og annars staðar. Ellý Ármanns er að sprengja teljarann á vinsældarlistanum með sínum kvenlegu Bósasögum. Í Mogganum í dag er grein um að steinaldarmenn hafi lifað fjörugu kynlífi. Hm.. þurfti að rannsaka það? Bölvaðir frummennirnir héldu kynlífsþræla og það segir mér að heimurinn hefur lítið breyst. Það er einnig talað um að það hafi verið af praktískri þörf að einkvæni komst á.
Annars hélt ég að skrif um kynlíf væru ekki svona rosalega biggdíl á þessum upplýstu tímum. Það er einhver Tígulgosastemming í gangi. Allir voða spenntir ef einhver laumar smá sexi í færslunar. Þess blautari sem textinn er þess meiri áhugi.
Ætla ekki að gerast kynlífstextahöfundur. Ég læt aðra um það.
Súmí!
Sunnudagur, 29. apríl 2007
LISTI I - EITUR Í MÍNUM BEINUM
Ég er alltaf að sjá lista út um allt yfir alls konar hluti sem fólk elskar og hatar og hatar að elska. Þetta er kannski ekki svo vitlaust að búa til lista yfir gott og vont. Ég ætla að reyna og byrja á því sem er eitur í mínum beinum.
1. Köngulær í öllum stærðum, gerðum og útliti megi þær vera eitraðar eður ei. Ég missi mig einfaldlega þegar ég sé þær, verð eins og fíbbl og haga mér eins og örviti.
2. Borðtuskur sem hafa verið notaðar lengi, lengi án þvottar. Ég hef hvergi rekist á þessar illjaþefjandi bakteríunýlendur í tugi ára en ég átti tvær vinkonur þegar ég var stelpa og heima hjá þeim voru tuskurnar notaðar í tilfallandi verkefni frá gólfi til lofts í öllum vistarverum. Ég berst við að muna ekki eftir lyktinni en hún er í sýsteminu og komin til að vera. Vitið þið hvernig mjólk í bómull lyktar eftir að hafa legið í sólbaði á eldhúsborðinu skamma hríð?
3. Fólk sem situr og talar við tvær manneskjur samtímis, horfir bara á aðra þeirra en hin situr vandræðaleg, reynir að vera áhugasöm og hluti af samræðufyrirkomulaginu en sá sem talar sér bara þann sem hann byrjaði að negla augun í. Dæmi um þetta: Ómar Ragnarsson í viðtali við formenn flokkana og hann startaði á föstudagskvöldið. Sigmar og Brynja töluðu við hann en Ómar hafði neglt sig á Simma og þar tókst honum að ríghalda augnkontakt nánast frá byrjun til enda.
4. Karlkyns fæðingarlæknar sem beygja sig niður að konu í barnsnauð þegar hún veinar af sársauka og segir óþolinmóður: "Svona kona, þetta er ekki svona sárt". Hann nottla búinn að fæða sjálfur heila örbirgð svona prívat og persónulega og talar af reynslu. Fæðingar hans hafa farið fram í gegnum lestur bóka í læknanáminu.
5. Fólk sem grípur inn í ef maður er að bisa við eitthvað og segir "ég skal gera þetta" og týnir eða skemmir það sem maður var að reyna að laga/breyta/skrúfa/negla/bora/hræra/skrifa osfrv.
6. Vörur í Stórmarkaðnum sem eru í efstu og næstefstu hillu og enginn stigi á staðnum. Er ætlast til að maður kaupi þær eða eru þær til skrauts?
7. Jólalög sem voru einu sinni sumarlög í útlöndum (Bjöggi með ítölsku lögin t.d.). Andstyggilegasta dæmið er "litla jólabarn" eða "lille sommerfugl".
8. Fólk sem er rosa pirrað en heldur því í sér og spyr mann bjánaspurningar. Maður finnur geðveikina sem ólgar í viðkomandi fer í dálitla vörn, röddin hækkar smá og maður flýtir sér rosalega að svara og þá segir sá pirraði með ýkt trylltri röddu "af hverju ertu svona ROSALEGA pirruð?". ARG
9. Þegar maður missir eitthvað úti í roki, það fýkur og maður hleypur og er að ná því og alltaf á því stigi, alltaf sko, þá fýkur dótið lengra. Getur tekið tímana tíu.
10. Þegar fólk horfir á mann skera af sér puttann við salatgerðina, blóðið fossar og skvettist upp um alla veggi og beinir orðum sínum til manns þar sem maður liggur nær dauða en lífi úr sársauka "meiddirðu þig?".
Klóraði smá í yfirborðið. Soldið gaman svona sérstaklega að kvöldi til þegar maður á að fara að sofa að rifja upp svona skemmtilegheit. Blóðþrýstingur og sykur upp úr öllu valdi. Hjartað í yfirvinnu og slagæðin á hálsinum hamast eins og stórfljót og hún sést utanfrá sem btw er eitt af því sem er eitur í mínum beinum.
Gúddnæt!
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
SVAR Á MIÐNÆTTI - HVER ER MAÐURINN??
Sko! Vegna leiðinlegs dags ætla ég nú að bregða á leik og herma eftir vinkonu minni henni Dúu www.duasembloggarekki.blog.is en hún var með skemmtilega getraun í gangi þar sem við áttum að þekkja bloggvinkonu okkar á vægast sagt hroðalegri mynd. Nú spyr ég hver er maðurinn á myndinni? Myndin er frekar slæm en flestir munu sjálfsagt átta sig ef þeir ná að hugleiða á manninn (strákar ekki glápa á konuna hún heitir Vera og er ritari mannsins). Þessi maður er nokkuð nokkuð þekktur af störfum sínum. Meira fáið þið ekki að vita ljósin mín. Ég upplýsi hver maðurinn er á miðnætti. Muhahahahaha
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
HIN KATÓLSKA KVENNAKÚGUN
Þeir toppa sig sífellt í Vatíkaninu á sjálfum heimavelli katólskunnar. Innan þeirrar kirkju hefur viðgengist aldagömul kvennakúgun og barnamisnotkun eins og nýleg dæmi frá Bandaríkjunum sanna. Konum hefur verið haldið niðri með ofbeldi, að fá ekki að skilja, mega ekki nota getnaðarvarnir né hafa umráðarétt yfir líkama sínum. Heimilisofbeldi á meðal katólskra á Írlandi er gífurlegt vandamál svo einhver dæmi séu tekin.
Næst æðsti embættismaður kenningakerfisins í Vatikaninu fór í dag hörðum orðum um hjónabönd samkynhneigðra og segir þau vera af hinu illa. Fóstureyðingar eru persónugert hryðjuverk segir þessi frómi kirkjunnar maður einnig.
Þessar kenningar og álit Vatíkansins eru slæm fyrir alla. Konur og karla. Það er erfitt að trúa því að þetta viðhorf sé ráðandi hjá svo valdamikilli stofnun sem Katólska kirkjan er árið 2007. Mér verður hálf illt við að lesa þetta.
![]() |
Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
ELDHEITT ÁSTARSAMBAND D OG B
Eftir að hafa horft á Kastljósið í kvöld er ekki lengur neinn vafi í huga mínum um að stjórnarflokkarnir þrá ekkert heitar en að halda áfram í ríkisstjórn. Þvílík ást og gagnkvæm aðdáun. Nú hélt ég að stjórnarflokkarnir gengu óbundnir til kosninga. Það er amk. yfirlýst stefna þeirra. Það var svo sannarlega ekki hægt að sjá það í kvöld. Ég hefði getað trúað að þarna sætu fulltrúar eins flokks svo kært var með Magnúsi og Guðlaugi og í seinni hlutanum Þorgerði og Jóni. Framsóknarflokkurinn er ekki að heyja sína eigin kosningabaráttu. Hann rígheldur í hendina á stóra bróður og taumlaus aðdáun Jóns á gjörðum Þorgerðar Katrínar var með ólíkindum. Svo má reyndar spyrja sig hvers vegna þessi uppröðun hefur verið viðhöfð á þessum kosningafundum Kastljóssins til þessa. Stjórnarliðar öðrum megin og stjórnarandstæðan í hnapp hinum megin. Það er hreint frámunalega hallærislegt en gæti komið sér vel fyrir D og B þar sem þeir vilja greinilega ekkert frekar en að fá að halda áfram saman í valdabandalaginu.
Ég held að þeir sem gæla við möguleikann á breyttu stjórnarmynstri eftir 12. maí ættu að hafa þessa miklu kærleika stjórnarflokkana í huga. Það breytist ekkert í íslenskum sjjórnmálum ef stjórnin nær lágmarksmeirihluta. Þetta er heitasta ástarsamband þessarar aldar það sem af er.
Spil og leikir | Breytt 25.4.2007 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr