Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

MYNDASYRPA FRÁ LONDON..

..eins og ég var búin að lofa.  Þessar eru frá því í gær en sjálft afmælispartíið verður í dag.  Ég vinka Oliver, Maysunni, Robba og ömmu-Brynju sem lét sig hafa það seint í gærkvöldi að setja inn myndir fyrir Granny-J á Íslandi.

464845

 Ég vaknaði 2 ára gamall!   Ég og mamma pósum fyrir Granny-J  Amma-Brynja náði í mig í skólann.

472223

 Á leið í afmælislunch         Fjölskyldan Oliver!!                       Flottur afmælisís Vááááá....

50

Ég rotaðist eftir daginn, á morgun verður partý!

OLIVER ER BARA SÆTASTUR OG KNÚS FRÁ GRANNY-JWizard


MYNDAALBÚM GERIÐSVOVEL!

22

Kæru bloggvinir og aðrir gestir.  Ég er búin að koma upp myndaalbúminu.  Loksins.  Kíkið endilega.  Bæti inn nýjum myndum eftir helgi þegar amma-Brynja kemur frá London.

Ég er að drepast úr bloggisma.  Er með svo rosalega tjáningarþörf.  Er farin að horfa á sjónvarpið.

SíjúgæsHeart


Í DAG VERÐ ÉG ALEIN..

22

..ef mark er takandi á þeim sem spáir í stjörnurnar fyrir Moggann.  Dem, dem, dem.  Viðkomandi "spekingur" er nú kominn með attitjúd og er að dæma mig til einangrunar í dag eins og sjá má:

SteingeitSteingeit: Þú skipuleggur líf þitt á bæði sniðugan og hagnýtan máta. Þegar velmeinandi ástvinir reyna að hjálpa, eyðileggja þeir bara fyrir þér. Haltu þeim í burtu einsog er.
Hvaða spádómur er annars falinn í eftirfarandi: "þú skipuleggur líf þitt á bæði sniðugan og hagnýtan máta"?  Þetta er fullyrðing sem hægt er að slá fram sisvona og hefur ekkert með spádóma að gera.  Fyrir nú utan það að það er harla ólíklegt að ég fari að taka upp á því að vera hagnýt og sniðug svona upp úr þurru og þvert úr karakter.
Ég ætlaði að fá húsbandið í smá innanhús tiltektir með mér en ég get samkvæmt þessu sleppt því.  Ásvinir eyðileggja fyrir mér í dag.  Ég á að halda þeim í burtu.  Og hvað með grillfyrirkomulagið sem við ætluðum að hafa í kvöld?  Með Helgu og Jökla, Söru, Erik og Jenny Unu Errrriksdóttur?  Á ég að halda þeim í burtu eða læsa þau inni í eldhúsi á meðan ég bý til matinn út á svölum svo fíneríið skemmist ekki?  Ég sekk alltaf dýpra og dýpra í vandræðapyttinn við lestur þessarar spár. 
Ég er hættessu.  Það er eins gott að ég er ekki í framboði.  Ég yrði svakalega einmanna frambjóðandi í dag ef ég ætti að láta stjörnuspána ráða.  Iss ég ætla að skipta um merki.  Hvernig hljómar krabbi fyrir daginn?  Ég er í stemmara fyrir krabbanum.
Svei mér þá!

Á HARÐASPRETTI ÚT Í VORIÐ

22

Hún Jenny Una Errriksdóttir á það til að vera svolítill villingur.  Í fyrradag slapp hún út í garð á meðan pabbi hennar var að ná í hrein föt handa henni.  Hún stökk um allt eins og lítill kálfur og það upphófst mikill eltingaleikur á meðan mamma hennar mundaði myndavélina.  Jenny finnst svo gott að láta sólina leika um kroppinn og finna lífið þjóta um æðarnar.

Nú eru amma og Einarrrr að farrrra á opið hús á leikskólanum (afsakið skólanum því þetta er háakademískt nám í sjálfu lífinu) og sjá allt sem hún Jenny er búin að búa til og skapa í vetur af miklu listfengi.

Bless á meðan.


15 FUKU Í DAG

22

Ca svona margir bloggvinir fuku í dag.  Ég er alltaf að fokka í bloggvinunum.  Þegar ég byrjaði að blogga var ég stofnandi til bloggvinasambanda út um víðan völl.  Svo hætti ég því en samþykkti alla sem vildu vera vinir mínir.  Svo hefur þetta hlaðið upp á sig.  Margir þessara vina minna hafa aldrei skilið eftir sig spor og það eina sem þeir leggja til míns blogglífs er að taka upp pláss.  Mér fallast stundum hendur þegar ég fer hringinn minn tvisvar á dag af því þeir eru svo margir.  Ég sleppi þeim sem aldrei hafa komið til mín, mér vitanlega og er löngu hætt að lesa hjá þeim.  Ég henti út 10 um daginn, einn kom aftur og nú fuku 15.

Þetta er að verða allt annað líf.  Ég elska nefnilega mína alvöru bloggvini.  Að gefnu tilefni, það þarf ekki að kvitta fyrir sig bara til að kvitta.  Í GUÐANNA BÆNUM!  Ég þekki mitt fólk og knúsa það héðan.

LofjúgæsHeart


MIG LANGAÐI AÐ SPYRJA..

22
..svo margra spurninga í dag en stjörnuspáin bannar mér það eins og sjá má:
Steingeit:Steingeit: Hvers vegna að spyrja spurninga þegar allt er í þessu fína? Eða á hvolfi? Engar spurningar í dag. Einbeittu þér að því að standa við gefin loforð.
Allir sem mig þekkja vita að ég bókstaflega lifi eftir stjörnuspá Moggans.  Nú verð ég að hemja mig í allan dag.
Mig langaði að spyrja um:
..Þetta undarlega talningafyrirkomulag sem er núna á blogginu.  Af hverju datt ég úr 13. sæti niður í hið alræmda 16. og stökk svo þaðan upp í það 12?  Ég botna ekki neitt í neinu.
..Af hverju það skíðlogaði í maríneraða grillkjötinu sem ég var með í gærkvöldi?
..Af hverju stjörnuspáin er að biðja mig um að standa við gefin loforð?  Af hverju er verið að ráðleggja manni að brjóta upp vanann?
..Af hverju ég læsti mig úti á svölum í morgun þegar ég fór og fékk mér sígó?
..Af hverju ég er viss um að Eiríkur skíttapar í kvöld þrátt fyrir að vera flottastur?
Neh. ég má ekki spyrja?  Ég verð að hemja mig í dag.  Stjörnuspáin er mín biblía og ég fer ekki að lifa lífinu á skjön við hana.  Geisp.. ég er of syfjuð til að geta pirrað mig á þessu.   Ég ætla að sofa í klukkutíma og fara svo að undirbúa heimilið fyrir Júró. 
Smútsj.

PÓLITÍK - STJÖRNUSPÁ

 22
SteingeitSteingeit: Þú ert að ganga inn í mánaðar langt tímabil þar sem orð þín eru lög. Það er til fólk sem vill - nei, lifir fyrir að - gera þér til geðs. Finndu það.
Noh þarna hljóp á snærið hjá mér.  Ég er eins og áður hefur komið fram, ekki sérstaklega upptekin af stjörnumerkjum en geri mér það til gamans að lesa Moggastjörnuspána.  Áðan datt ég heldur betur í lukkupottinn.  Ég óska hér með sjálfri mér til hamingju með að næsta mánuðinn munu orð mín vera lög.  Ekki er verra að fólk muni lifa fyrir að gera mér til geðs.  Ég er hógvær kona þannig að ég bið aðeins um eitt (allavega til að byrja með hehe): Allir sem koma inn á síðuna mína, vinir mínir ættingjar og kjósendur annarra flokka, ég fer hér með fram á að þið kjósið VG á laugardaginn og munið að þið LIFIÐ fyrir að gera mér til geðs.
P.s.  Stjörnuspáalestur er hreinn unaður þessa dagana þegar grafalvarlegir frambjóðendabloggarar eru að drepa mann úr leiðindum með möntrukenndum bloggum sínum um ágæti sjálfs síns og flokksins.  Þetta er með örfáum undantekningum nottla,  Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur.  Jeminneini hvar er húmorinn og útgeislunin hjá þessu fólki?  Þetta getur drepið hvern meðalmann fyrir hádegi ef hann missir sig í pistlana. OMGSick  Gott fólk ef ykkur leiðist, lesið stjörnuspána!
SíjúinalitlevælDevil

ÓBEISLAÐ GJAFMILIDI

22

Úje..Keppendur og skipuleggjendur Óbeislaðar fegurðar, sem er hinn frábæra fegurðarsamkeppni sem var haldin í Hnífsdal á dögunum, afhentu í gær fulltrúum Sólstafa ágóðann af keppninni 497 þús. kr.

Mér fannst þetta tiltæki með óbeisluðu alveg stórkostlega skemmtileg og vel til fundin gagnrýni á hinar hefðbundnu ímynd fegurðarsamkeppna.  Þessi uppákoma þeirra fyrir vestan vakti gífurlega athygli út um víðan völl og nú er verið að gera heimildarmynd um atburðinn.  Sú hugmynd að gefa afraksturinn til líknarmála er flott og ég er viss um að peningarnir koma sér vel.

Myndin hér að ofan er af bloggvinkonu minni henni Ásthildi Cesil (www.asthildurcesil.blog.is)  en hún var ein af keppendunum og var kjörin Ungfrú Ára.  Flott kjéddlan.

Enn og aftur til hamingju krakkar.


mbl.is Óbeisluð fegurð safnaði 497 þúsund til góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÆRSLA DULKÓÐUÐ EITTHVAÐ!

28

Fjórar færslur hjá mér á þremur dögum hafa horfið út í cyperhítið.  Þegar ég ætla að vista kemur eldrauður texti sem segir eitthvað um að færsla sé dulkóðuð og ekki sé hægt að afkóða hana og að ég eigi að hafa saband við Moggann.  Stundum tekst mér að þræla mér framhjá þessu en fjórum sinnum sem sagt,  hef ég misst bókmenntalega gullmola út í tómið.  ARG!  Færslur sem eru óbætanlegar (hehe) og ég ekki einu sinni tryggð!  Það verður enginn Pulitzer í ár er ég hrædd umPinch.  En hvað um það ég hef verið að lesa á blogginu um að fullt af fólki hafi lent í þessu.  Nú ætla ég að skrifa bloggmönnunum á Mogganum og inna þá eftir því hvað valdi.  Það er EKKI gott að vakna og ætla sér að tjilla yfir eins og einni færslu og tapa henni síðan óforvandis út í himingeiminn.

ARG!


TUNICK FLOTTUR!

22

Talið er að um 20 þúsund manns hafi farið úr öllum fötunum fyrir Spencer Tunick á Zocalotorgi í miðborg Mexíkóborgar í dag.  Tunick hefur öðlast frægð fyrir að ljósmynda nakið fólk í borgarlandslagi.  Ég er alveg heilluð af myndunum hans.  Myndin sem fylgir færslunni er ein af hans eldri.  Þegar viðtengd frétt er opnuð má sjá mannfjöldan frá því í dag.´

Njótið og verið stillt börnin góð!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 2988334

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband