Leita í fréttum mbl.is

MEIRA UM STÖRNUMERKI

22

Ég er að mörgu leyti jarðbundin kona verandi steingeit (hm) en ég hef í mér svona vingulselement sem gerir það að verkum að ég pæli líka í andlegum málefnum án þess að ég sé að flíka því eitthvað sérstaklega.  Stjörnuspeki hefur mér hins vegar alltaf fundist frekar leim.  Litgreiningar og augnalestur líka.  Vinur minn sem var blaðamaður á gamla DV sagði mér að þeir blaðamenn sem hefðu haft fá verkefni þann daginn hefðu fengið stjörnuspá blaðsins sem verkefni.  Það er að skálda hana frá degi til dags.  Ég veit ekki hvort þetta er satt en miðað við stjörnuspár í blöðum þá kæmi mér ekki á óvart að mjög hugmyndasnauðir menn væru í því að búa hana til svo þeir ættu fyrir salti í grautinn.

Ég man aldrei hvað ég er með rísandi (Blush sko merki).  Ég veit þó að það er allt löðrandi í sporðdreka í merkinu mínu.  Minnst af steingeit. 

En hvað um það.  Einu sinni lét ég draga mig á stelpukvöld hjá þekktum snyrti hér í borg (veit ekki afhverju ég lét til leiðast.  Er algjörlega á móti svona fyrirsjáanlegum skemmtiatriðum).  Það var mikið hlegið.  Mér var sagt að ég væri með Davíðs Oddssonar element (hann og ISG bæði steingeitur).  Hvað varð þá um Sollu-elementið?  Ég hefði amk. flaggað því. Snyrtirinn klikkti út með að segja yfir allan hópinn að honum fyndist steingeitur erfiðar (hann vildi ekki endurgreiða mér kvöldið), þær væru svo óþægilegar í tilsvörum, sjáfsuppteknar (moi?) og vissar í sinni sök.  Hm.. það hefði ég nú getað sagt mér alveg sjálf.  Svon nefndi hann dæmi um náinn ættingja sinn sem dæmi um leiðindi steingeitarinnar og útlistaði með orðum og æði fyrirkomulag þessarar manneskju.  Ef Gulli Stjarna hefði ekki gert kort fyrir mig einhverju seinna er ég hrædd um að lítil trú mín á stjörnuappíratinu hefði endanlega dáið drottni sínum.

Þetta skrifar steingeit, með sporðdreka í tungli og bogamann rísandi.

p.s. Er bloggóð í dag vegna þess að ég nenni ekki að þrífa.  Enda lítið drasl hér á bæ.  Ætli það séu stjörnurnar að stríða mér?

OMGW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bara láta þig vita að ég elska steingeitur!!! Hef aldrei kynnst leiðinlegri steingeit! Finnst ljótt af manninum að leggja eina manneskju í einelti á SKEMMTIkvöldi! Við erum báðar rísandi bogmenn. Úje!

Guðríður Haraldsdóttir, 30.4.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég deili nú afmælisdag með Ladda, hvorki meira né minna mín kæra.  Ekki nema von að maður sé skemmtilegur ha!

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið hefur snyrtirinn verið abbó

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 17:45

4 identicon

Þú ert nú bara heppin með stjörnumerki, ef einhver lifir af styrjaldir þá eru það steingeitur, þær eru svo útsjónarsamar og forsjálar, segir Ljónið, sem vantar jarðtengingu í kortið sitt og er voða glöð með að eiga steingeit fyrir bloggvin

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á yndislega dóttur í ljónsmerkinu en hún er fædd 17. ág. 1978.  Hm..þú hlýtur að vera dúlla Anna mín!

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 18:42

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný, ein af mínum bestu vinkonum er Steingeit að ég minnist nú ekki á gelgjuna, hana dóttur mína. Bráðskemmtilegar báðar tvær. Aldrei gæti mig grunað hver þessi snyrtir var...

Jóna Á. Gísladóttir, 30.4.2007 kl. 19:02

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Maðurinn minn er steingeit og alveg yndislegur oftast en stundum drepleiðinlegur. Ég er vog og oftast yndisleg en stundum drepleiðinleg.

Steingerður Steinarsdóttir, 30.4.2007 kl. 19:12

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er hins vegar aldrei leiðinleg

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 19:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við erum öll svo frábær er það ekki krakkar?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 21:01

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rofl

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 21:24

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Amma mín er steingeit og yndisleg..ég er rísandi steingeit og ALGERLEGA YNDISLEG og dóttur dóttir mín er steingeit og bara frábærust..enn sem komið er!! Bara algert krútt..en lætur hafa fyrir að kæta sig. Alveg eins og ég og amma. Við hlægjum ekki nema eitthvað hroðalegt hafi komið fyrir viðkomandi..svona eins og þegar heit kjötsúpa sprautast framan í einhvern...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 23:24

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Systir mín er steingeit, Jenny mín litla er það líka. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 00:47

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú Dúa mig rámar í það (alltaf hálf full á þeim tíma) og ástæðan fyrir að við búum ekki saman var eimitt að okkur var ráðlagt að gera það ekki vegna stöðu stjarnanna.  Við hlýðum.  Af hverju gerir fólk sem hyggur á sambúð ekki störnukort (lætur gera) og FER SVO EFTIR ÞVÍ SEM ÞAR ER SAGT.  Hjónaskilnuðum myndi snarfækka

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 01:25

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú gat nú verið að sá plebbi "matchaði" við mig.  Bloggarinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 01:49

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Í hvaða merki er "snyrtirinn"? Það hlýtur að vera eitthvað stórkostlega fabulous (eða þannig) ...og hvað var HANN að gera á stelpulvöldi?

Laufey Ólafsdóttir, 1.5.2007 kl. 09:43

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe hann er LJÓN elsku Laufey mín, ljón!

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 11:18

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorry hann var á stelpukvöldi vegna þess að einhver snillingurinn í hópnum pantaði hann en þetta var vinnan hans.  ÚJE

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 11:19

18 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

eins og barnsfaðir númer 1. Gasalega skemmtilegir einstaklingar þegar þeir taka sig til með yfirlýsingarnar alveg útfrá eigin nafla . Annars á ég líka 2 systur og eina góða vinkonu í sama merki... Yndisleg, svona þegar þau vilja .

...en góð vinna fyrir ljón. Sérstaklega svona glamorous karlljón, alveg útrás fyrir athyglisþörfina. Persónulega samt ekki mín hugmynd um skemmtun ...nema í vafasömum tilgangi.

Laufey Ólafsdóttir, 1.5.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985742

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband