Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Mamma klípti mig!

1

Ég ætlaði að hitta skemmtilegar konur í kvöld, en það breyttist og ég fór hvergi.

Í staðinn fékk ég heimsóknir frá frumburði og Sörunni og auðvitað kom hún Jenný Una Eriksdóttir með mömmu sinni.

Við ætluðum að borða saman og gerðum reyndar, með aðeins öðruvísi formerkjum en upphaflega var áætlað.

Þegar Einar og Sara náðu í skottuna á leikskólann, kveinkaði hún sér þegar mamma hennar klæddi hana í úlpuna, og bar ekki fyrir sig höndina eftir að þau komu hingað heim. 

Einar og Sara drifu sig á slysó með barnið sem var nokkuð ánægð með að fara til læknis.  Henni finnst það mjög, gaman.

Þau biðu og biðu og  loksins fékk frökenin að hitta lækni, sem skoðaði höndina og spurði Jenný Unu hvar meiddið væri.  Jenný benti á stað fyrir neðan olnboga og sagði samvinnuþýð "Héddna".  Læknirinn spurði aftur og núna hvað hefði komið fyrir og sú tveggja ára leit ásakandi augum á móður sína og sagði ákveðið "Mamma mín klípti mig".  Söru var ekki skemmt, en Einar varð að snúa sér undan, því hann fékk kast yfir forstokkuðum svipi barnsins.

Nú Jenný fékk verðlaun og kom arfahress til baka, því eftir að læknirinn hafði skoðað handlegginn, gat hún skvett honum í allar áttir og kenndi sér einskis meins.

En eins og Einar sagði,

Það er aldrei of varlega farið.

Og hættu að fikta í mér amma, voru lokaorð þessarar tæplegu þriggja ára snúllu þegar ég knúsaði hana tryllingslega þegar hún var að fara heim.

En..

hún kemur í lúll á laufardaginn.

Ójá


Bloggtimburmenn

Í dag hringdi síminn, ring, ring, ring.  Ég svaraði.  Vinkona mín úr fortíðinni var í símanum.

Eftirfarandi samtal átti sér stað:

Hún: Þú varst að skálda þetta með hringinn er það ekki? (þessi færsla)

Moi: Nebb.

Hún: Jú, víst, þetta getur ekki hafa gerst því þú hentir hringnum á árshátíð Aðalverktaka á Hótel Sögu og ég var vitni að því.

Moi: Það var þá.  Þetta var annar hringur og annað tilfelli.

Hún: Þú ert biluð, ég sver það, stórbiluð.  Ætlarðu aldrei að fullorðnast?

Moi: Ég er löngu hætt að henda hringjum og yfirleitt öllu.  Ég hendi ekki nokkrum sköpuðum hlut lengur.

Hún: Þú hefur ekki hent hringnum, ég trúi því ekki.

----

Ég er enn að velta því fyrir mér af hverju henni finnst það svona ótrúlegt.

Ég var 24 ára (eða u.þ.b.)

Ég var ung og ör og á þessum tíma voru orðin ekki nóg, aðgerðir þurftu að fylgja.

---

En hvað um það.  Hringurinn flaug, en það má svosem geta þess að þessi eiginmaður fjárfesti í öðrum hring nokkru seinna. 

Ég hef alltaf átt svo góða menn.

Amen og úje

P.s. Ég vildi ekki svekkja vinkonuna, né þá sem lesa, að hér er reglulega tekið skáldaleyfi.  Ekki alltaf og aldrei að vita hvar. Ójá.


Bara fyrir börn..

 

..með peninga vænti ég þá, þessi nýja verslun með leikföng í Garðabænum.  NO?

Eða er tekið á móti foreldrum með kort? Hm...

Ég held að íslensk börn séu leikfangasvelt svo um munar.  Að það hafi ekki sést dúkkudrusla, né brunabílshræ í barnaherbergjum landsins frá því fyrir stríð.  Sko eitthvað stríð.

Við erum 300 þúsund hræður eða u.þ.b.

Leikfangaverslunarrýmið er fleiri þúsund fermetrar.

Það hljóta að vera margir munnar að metta í leikfangalegum skilningi.

Af hverju þurfum við alltaf að vera svona svakalega ýkt þegar kemur að því að kaupa?

Maður fer hjá sér og svo slæst fólkið bara um hvert sippuband þarna.

Eins og síðasti legókubburinn, síðasta dúkkan og síðasti leikfangabílinn hafi verið framleiddur.

Gerum eins og Magga Pála með Hjallastefnuna, höfum aðeins minna af hefðbundum leikföngum og látum börnin nýta frjóan hug sinn til leikja.

A.m.k. að einhverju leyti.

Gleðileg jól.

Úje

 

 


mbl.is Þrjár stórverslanir opnaðar í Garðabæ á tveimur dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GMG - Ég blogga um fótbolta!

..Nú myndi ég hlægja væri ég ekki dauð sagði kerlingin og þannig líður mér.  Að ég skuli, með ráði og rænu, með fullt forræði yfir sjálfri mér og mínum veraldlegu eigum, blogga um fótbolta er merki um að ég sé að missa það.

Hún Anna á ekki eftir að ná upp í þetta.

Jæja, hér kemur þessi djúpvitra fótboltafærsla.

Alex Ferguson (já jafnvel ég veit hver sá hrokagikkur er) sagði að jafnteflið við Arsenal, sé tilkomið vegna þess að dómari leiksins hafi verið hliðhollur Arsenal og það væri kannski engin furða því skrílslæti stuðningsmanna Arsenal hlytu að hafa áhrif á dómarana.

Hm..

Þetta þýðir þá á mannamáli,

Að Alex Ferguson hefur..

..tröllatrú á áhrifamætti stuðningsmanna

..og zero trú á dómgreind og karakter dómara.

Svo bíð ég alltaf eftir þeirri stundu, þegar vinningsliðið kvartar yfir dómgæslu og segist hafa unnið á hæpnum forsendum.

Ætli það komi einhvertímann að því?

Annars rúla Bítlarnir og bærinn þeirra í leiðinni.

Blak hvað?

Úje

E


mbl.is Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag..

 

..hef ég böðlast áfram eins og bilaður valtari í maníu.  Mér hefur tekist að gera eftirfarandi:

Færa mig frá tölvustól í sófa, frá sófa í eldhússtól, úr eldhússtól í annan eldhússtól osfrv.

Jenný Una er hér en hún hefur verið mikið á ferðinni um húsið, á tveimur jafnfljótum.

Eitthvað fannst henni amma sín vera í latari laginu og hún tók háfa kókflösku sem stóð á borðinu og hellti úr henni "alleg óart" á gólfið.  Svo sagði sú stutta: Amma það er bleyta á gólfinu, þú verrur að þvo hann (gólfann sko).

Þegar ég var búin að því benti hún mér á að vindurinn væri kominn í trén og við yrðum að fylgjast með honum.  Hann er stundum smá reiður en bara "pínupínulítð".

Nú syngur hún hástöfum um "Pippi Långstrump" á meðan hún hoppar ofan á Einari þar sem hann liggur á sófanum.

Ræktin hvað.

Er farin að elda, öruggast að halda sig við efnið hérna.

Úje. 

P.s. Skelli hérna inn einni trommumynd af barninu til skemmtunar.


Orðaflipp í boði Jennýjar Önnu

Já, ég er almennileg og góð kona, enda komin á þann aldur þar sem manni ber að vera til friðs.  Sumir eru lengur að ná því en aðrir og ég hef alltaf verið sein til þroskaWhistling.

Nú býð ég öllum flippurunum sem eiga leið hér um, að fá kast í boði hússins.

Haldið ykkur fast, hér kemur góssið!

Kirkja, prestur, hommi, múslimi, moska, nigger, feminismi (femýnyzmi), kvennabarátta, Bingi, REI, Ísland í dag (djók), bókabrenna, bannað, súlustaðir, vændi og FRELSI!

Ég geri mér grein fyrir eldfimi orða og það getur verið beinlínis hættulegt að lesa þau öll í einu, en þar sem ég gleymdi að setja viðvörun og þið því búin að lesa allan pakkann, þá vona ég að þið séuð enn heil heilsu, ef ekki þá þorríDevil

Þetta orðasaltat er í boði hússins.

Óska ykkur dægilegs nóvembermánaðar.

Æmsóexætid!

Úje


Af Jenný Unu, Bördí Jennýjarsyni, sem nú kallast dúskur dúllurass og götustelpum!

Vó, þetta er löng fyrirsögn.  Allt að því "Ellísk".  En ég þarf að koma eftirfarandi á framfæri  (þið getið litið á þetta sem skilaboðatöflu).

Jenný Una kom hér í dag eins og ég var búin að segja ykkur, og hún var mjög, mjög skemmtileg.

Við endurnýjuðum kynnin við "GÝLU" (var ekki búin að læra að segja GRÝLA fyrir síðustu jól).  Hún horfði lengi á myndina og sagði svo:

"Hún er reið og hættuleg. Nei, nei, hún er góð, hún er bara þreytt í bakinu." (Vott, er barn farið að vinna á sænska sjúkrasamlaginu?)

"Amma farðu úr herbergi mín og hættu trubbla mig meir, é er að versla matinn." (Fyrirgefðu fröken).

"Franklin Máni Addnason er kærastiminn, allir krakkarnir eru kærastir, öll í kór." (Ég er enn að reyna að ná þessum, held að allir eigi kærasta, hver einasti einn).

Hafi fjölskyldan hér á kærleiksheimilinu einhvertímann haldið að hún hefði stjórn á Bördí Jennýjarsyni, þá hefur sú hugsanavilla verið leiðrétt.  Bördí er núna í algjörri lausagöngu, fer í búr til að borða, hangir á spegli eins og skreyting og leggur sig uppi á bókahillunum.  Nú hefur hann búið sér til athvarf milli tveggja bóka (nei, segi ykkur ekki hvaða tímamótabókmenntir þetta eru, því höfundarnir eru enn og lífi og trúa því að þeir hafi eitthvað að færa heiminum með bókum sínum).  Bördí kallast nú dúskur dúllurass, af því hann hleypur upp í vöndul þegar hann sefur.  Er eins og fagurblár garnhylkíll með dassi af svargrænu. Dúskurinn heitr í höfuðið á Dúu nokkurri, ekkibloggara.

Jájá.

Þið sem hélduð að nú kæmi kafli um götustelpur, verðið nú fyrir vonbrigðum.  Hann verður birtur síðar.  Mun síðar.

Ójáhá.


Lífi mínu, eins og ég hef hingað til þekkt það er hér með lokið!

Hljómsveit hússins, var rétt í þessu, að fjárfesta í hinni Sýnarstöðinni (Sýn I og II).  Líf mitt verður aldrei samt aftur.

Nú verður horft á

Fótbolta

ÍskurlW00t

Box (sveiattan, ofbeldi)

Handbolta (það er í lagi, hann er skemmtilegur, það GERIST þó eitthvað)

Blak (híhí)

Hlaup

Ark

Gang

Lausagang

og hvað þetta heitir allt saman.

Lætin í húsinu eru skelfileg.  Fótbolti á dagskrá og áhorfendur og þulur að missa það.

Heitar tilfinningar í gangi.

Ójá.


Nei é gerriða ekki - bróðir mín gerriða!

Hún Jenný Una Eriksdóttir er alltaf að læra nýja hluti.

Í vikunni kom mamma hennar að henni þar sem hún var að mála á vegginn með litunum sínum, þrátt fyrir að vita ósköp vel að það er "stranlega" bannað.

Mamman: Jenný, þetta máttu alls ekki gera.  Það er ekki hægt að ná litnum af veggnum.

Jenný Una: (Hendir litnum frá sér á hraða ljóssins, og fórnar höndum til himins). É ekki með neitt mamma.  É litaði ekkert neitt.  Jenný Una Eriksdóttir gerrðiða þegar hún var pínupínu lítil.

Og hjá ömmunni var hún að henda kornflexinu sínu dálítið útum allt bara.

Amman: Jenný mín, hættu þessu, það á ekki að henda matnum á gólfið.

Jenný Una: (Forstokkuð og ósvífin í framan). É gerriða ekki - bróðir mín gerriða! (Halló!! eigum við ekki að leyfa bróðurnum að fæðast, áður en honum verður kennt um misgjörðir systur sinnar í bráð og lengd?)

Og áfram halda prinsessudagarnir.  Það eru bandaskór og puntkjólar teknir fram á morgnanna, því barn fer ekki í "vinnufötum" í skólann, kjóll skal það vera.  Og þar sem foreldrar hennar trúa því að hún megi hafa hönd í bagga með eigin klæðavali, þá enda samningaviðræðurnar oftar en ekki, með því að Jenný fer í joggingbuxur og prinsessukjól í leikskólann.

Allir ángæðir, sérstaklega Jenný Una Eriksdóttir...

sem er altlaf glöð, alltaf góð og alltaf að "skittast á".

Ekki "leiðilett" að vera samvistum við svona barn.

Svo má geta þess að barn lék sér ötullega við Einarrrr inni í svefnherbergi (herbergi mín) og amman kom glöð og kát og vildi vera með.

Jenný: Amma við leika, farru og hættu að trubbla.

Ójá.


Og pabbi minn er lögga og lemur asnann hann pabba þinn!!

Í framtíðinni má leiða líkum að því að þroskaðar umræður haldi áfram að þróast og sveigjast í eftirfarandi átt, á borgarstjórnarfundum.

Skammastín þú addna bjáninn þinn, hæstvirti borgarfulltrúi!

Þegiðu og hættu að ljúga fíflið þitt!

Auli, auli, auli og svínabest!

Þú lýgur meira en þú mígur, borgarfulltrúi!

Pabbi minn er lögga, pabbi og lemur asnan hann pabba þinn í spað ef þú verður ekki til friðs addna!

Og í heitum umræðum:

Farðu í rassgat, mig langar ekki neitt sko að vera með þér asnakjálki!

Þegiðu femínistabeljan þín!

Hm...

Ég hef grunur um að pallarnir í Ráðhúsinu verði vel sóttir í vetur.

Súmíbítmíbætmí!

Úje

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985885

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband