Leita í fréttum mbl.is

AÐ HITTA FRÆGA MENN OG LIFA ÞAÐ AF!

1

Inga-Lill vinkona mín var að segja mér frá því þegar hún hitti Ingrid Bergman, leikkonu, fyrir tilviljun í Srokkhólmi og þegar hún hitti Olof Palme og Astrid Lindgren í Norræna húsinu um árið.  Það var reyndar þegar hún uppgötvaði að Ísland væri nafli alheimsins.  Aldrei dreymdi hana um að hún ætti eftir að hitta þessar hetjur sínar "live" hvað þá hér lengst úti í Ballarhafi.  Þetta samtal vatt svo upp á sig og við fórum að rifja upp allskonar svona uppákomur.

Einu sinni sem oftar var ég í London.  Ég og systir mín vorum á Speak Easy klúbbnum og sáum Bowie og frú álengdar.  Þar sem við vorum svo góðar með okkur og hefðum heldur gefið upp öndina heldur en fara að klessa okkur upp við ídólið, létum við sem ekkert væri.  Fljótlega dreif að maður sem fór að spjalla við okkur.  Hann var amerískur plebbi sem sagðist vera eitthvað í músík.  Ók, ok, já, já. Við geispuðum.  Hann spurði okkur hvort við vildum koma í partý í Haddon Hall, heim til Bowie hjónanna (sem hefði getað verið skemmtileg lífsreynsla).  Við hlógum eins og fífl fannst plebbinn ótrúlega forstokkaður að ætlast til þess að við myndum trúa að hann hefði umboð til að bjóða í partý hjá goðinu.  Þegar hann sagðist vinna fyrir "Almanbrothers" sem voru reyndar með tónleika í London daginn eftir, trylltumst við úr hlátri og svöruðum honum eins og hálfvitar.  Hann gekk á braut, rosa sár eitthvað og við snérum okkur að öðru.  Hálftíma seinna sáum við Bowiehjóninn, Greg Alman (minnir mig að hann hafi heitið) ásamt plebbanum á leiðinni út.  Þar fór tækifærið að sjá goðin í nærmynd.  Daginn eftir gengum við fram á Freddy Mercury í Oxford Street, hnigum báðar til jarðar í huganum en það var áður en við vissum að hann var hommi.  Það er ekki hægt að vera skotin í hommum, möguleikarnir eru "next to none".

Meira seinna og þetta er hótun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þegar ég ólst upp í skagfirskum afdal þótti mér dýrðarljómi stafa af frægu fólki.  Ef landskunnur stjórnmálamaður gerði sér ferð í sveitina bugtaði fólk sig og beygði fyrir honum af lotningu.  

  Á unglingsárum fluttist ég til Reykjavíkur.  Ég kynntist Pétri heitnum Kristjáns og fór að teikna auglýsingar fyrir hljómsveitirnar hans.  Mér þótti sport í því að þekkja svona fræga poppstjörnu. 

  Síðar fór ég að stússa í músíkbransanum og auglýsingabransanum.  Þurfti þá að umgangast helling af þekktum andlitum.  Mjög fljótt fjaraði dýrðarljóminn af fræga fólkinu í mínum huga.  Ég stend í þeirri trú að það hafi meira með aldur minn að gera en umgengni við frægt fólk.  Í dag er ég á sextugsaldri og finn ekki votta fyrir löngun að hitta þekkta manneskju,  ef ég þekki hana ekki fyrir.  Mér var m.a. boðið að spila golf með Alice Cooper og mér hefur verið boðið að hitta Yoko Ono.  Nei,  takk.  Ég vil frekar rækta samband við vini mína en hitta frægt fólk sem ég þekki ekki.     

Jens Guð, 27.5.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þið hafið aldeilis verið góðar með ykkur systurnar. hehe. Ég held að eini selebritíinn sem gætu fengið mig að kikna í hnjáliðunum ef ég hitti hann sé Goggi Klúní. Mikið svakalega finnst mér maðurinn guðdómlega sjarmerandi. Er samt ekki viss um að persónuleikinn sé eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Svo er það Johnny boy Travolta. Ég held reyndar að ég myndi bara hlaupa upp um hálsinn á honum og knúsa hann. Mér þykir svo vænt um hann eitthvað. Yrði sennilega hissa þegar hann myndi kalla á security því mér finnst ég hafa þekkt hann í mörg ár.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég var mjög skotin í Bowie þegar ég var um 11 ára gömul (opin játning, omg ) en gerðist aldrei svo fræg að hitta hann í London. Fór samt stundum á Speakeasy. Ég sá hinsvegar Boy George, Eddie Izzard og Jarvis Cocker (ekki alla í einu). Það er víst ekki það sama. Man að systir vinkonu minnar í London deitaði um tíma nokkuð þekktan stand-up grínista og þáttastjórnanda og það líf var ekki tekið út með sældinni. Alls staðar gargandi stelpur að fleygja sér að fótum hans. Betra að vera svona merkilegur með sig en að gera fólki lífið leitt! Ég sjálf er eins og þú og systir þín . Finnst annars konan hans Bowies svaka skutla. Skemmtu þér með heimsóknirnar!

Laufey Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 22:16

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef heilsað Haraldi Noregskonungi og farið á tónleika með ABBA (1975) dugar mér alveg út ævina. Húsbandið er mitt mesta celebrity

Ásdís Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 22:27

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð minn góður Jenný Bowie var mitt uppáhald þessi elska og er enn.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2007 kl. 22:29

6 identicon

Þó að þú toppir mig gjörsamlega þegar kemur að fræga fólkinu þá kallar þessi færsla þín fram minningar af kynnum mínum af óskarsverðlaunahafa - er að semja færsluna í þessum töluðu orðum - Just you wait

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh my god Jenný...Ég ELSKA Bowie..hann er búinn að vera uppáhaldið mitt siðan ég var 12. Ég væri enn að grenja væri ég þú!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.5.2007 kl. 23:28

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jens Guð kommon ég var 23 ára Bowie og Mercur sumarið mikla!

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 02:10

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Beta ég hef séð Noregskonung álengdar, hef aldrei orðið söm!

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 02:12

10 identicon

 Fyrir nokkrum árum vorum við systur að ganga upp Klapparstíg þegar við gengum nánast á Amerískan risa-lúxus-jeppa sem var lagt uppá gangstétt. Við vorum ekkert of hressar yfir þessari"lagningu"og sérstaklega þar sem hurðarnar hægramegin voru opnar og lokaði jeppa-limminn gangstéttinni . Við vorum ekki á því að fara útá götu til að komast leiðar okkar svo við skelltum hurðunum aftur og "ruddumst"í gegnum 4 manna hóp sem var þarna á einhverjum sentímetrum milli búðar og bíls. Ég stjakaði við einni frekjunni og dónanum(það voru nöfnin sem þau fengu hjá okkur fyrir "lagninguna") og við ruddumst upp Klapparstíginn. Þá heyrist í systir minni. Gvöð þetta er Pink. OMG.Þetta er PINK.Svo við systur höfum rutt úr vegi frægu fólki. Við vorum svo hissa að við gleymdum að biðja um eiginhandaáritun. Hefðum sjálfsagt ekki fengið það fyrir ruðninginn. Það er alveg spurning hver var dóninn og frekjan þarna.Hum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2985878

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband