Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

BLOGGVINATILTEKT EI MEIR

1

Eins og bloggvinir mínir vita þá hef ég hent reglulega út bloggvinum og það síðan gert það að verkum að þeir sem eftir standa kunna enn betur að meta mig og skrifa um mig lofræður í kommnetakerfið.  Hehe (er að grínast, súmí).  Annað hvort er ég orðin svona meyr eða þá að gæðastuðullinn á bloggvinunum er orðinn blússandi hár. Ég held að seinni skýringin sé sú rétta, því ég hef fjárann ekkert mýkst, að ég held.  Nú er svo komið að ég tími ekki einum einasta.  Hver vinurinn öðrum skemmtilegri. 

Ég settist við áðan og ætlaði að grisja svo ég væri ekki með stöðugan kvíðahnút í maganum að komast ekki allan hringinn en það var ekki eitt kvikindi á listanum sem höfðaði til hreinsunaráráttu minnar og því hef ég gefist upp.  Ég er hætt að henda út fólki. 

Ég henti henni Kolgrímu út um daginn af því ég hélt að hún væri hætt að blogga og Klöru litlu líka, um leið og ég henti þeim út komu þær til baka og ég laut höfði í skömm. 

Já krakkar mínir, mér er heiður að vináttunni og hætti hér með að láta eins og fífl, í bloggvinadeildinni sko, áskil mér rétt til hálfvitaháttar á öðrum sviðum.

Súmí.


MUNIÐ ÞIÐ EFTIR...

1

..því um daginn, þegar fréttir komu í Mogganum um að rannsóknir hefðu sýnt að elsta barnið væri gáfaðra en þau yngri? Hélt það.

Vildi bara minna á að ég er elst.

Vá hvað ég er æðisleg.

Nananabúbú!

Flokkast undir sjálfsdýrkun.


SYNDANDI BENEDIKTAR ÞESSA HEIMS..

 

..er það eitthvað í nafninu sem kemur mönnum til að reyna að synda yfir Ermasundið?  Ég bara næ ekki þessari víkingaáráttu sem felst í að klífa tindi og synda á milli landa. 

Hvað er að lestum, flugvélum og öðrum farartækjum?

Nei ég er ekki svo vitlaus að halda að þetta sé spurning um smekk á ferðamáta en hví að leggja sig í hættu við svona barnaskap?

Greta systir mín er hins vegar amma  fallegasta Benedikts í heimi.  En það er önnur og skemmtilegri saga sem bíður þar til ég er búin að heimsækja hann og sjá hann læf.

Jabbogjei

Ég átti smá erfitt með að finna flokk fyrir þessa færslu.  Sjá flokkun, bara svo allt sé á hreinu.


mbl.is Bakslag á Ermarsundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA SÍMTAL...

1

..átti sér stað áðan á milli mín og konu sem rukkar inn fyrir ákveðið tímarit hér í landi.

Sælar, ég er að hringja frá tímaritinu soandso og greiðslan hefur ekki borist,

Ég: Hvað ertu að segja, ég millifærði þetta s.l. mánudag.  Er það ekki komið inn???

Nei annars væri ég ekki að hringja kona og hef reyndar betri hluti að vasast í en að elta uppi skuldseigar kerlingar eins og þig.

Ég (sko stórlega misboðið og aldrei þessu vant í fullum rétti) Heyrðu góða viltu ekki fara aðeins betur fyrir bókhaldið.  Ég er búin að greiða.

Terroristinn: Hehe gáði að þessu fyrir helgi og svona greiðslur eru ekki sendar GANGANDI úr bankanum (hún var að kafna úr hlátri á eigin fyndni), borgaðu bara og það í kvöld.  Þú hlýtur að vera með heimabanka eins og allur hinn vestræni heimur.

Ég (að tryllast úr reiði) ég er með kvittunina inn á gemsanum mínum af því ég greiddi í heimabankanum fröken Ókurteis, gef mér símann og ég sms-a hana.  Og svo segi ég upp þessu hundleiðinlega tímariti.

Terroristinn þegir þunnu hljóði og safnar kröftum (hélt ég sko). Ræskíræskí, hm fyrirgebbðu góða ég hélt ég væri að tala við aðra konu.

Ég: Muhahahahahaha (í hljóði) þú ættir að fara á lipurðarnámskeið, sko í mannlegum samskiptum og ég segi hér með upp þessum tímaritsfjára.

Terroristinn lágt er ákveðið: Þú þarft að gera það skriflega.

Ég Öskra upp á 10 á Ricther: Afskráðu mig.

Terroristinn: Okokok sorrý, ég geriða ég hélt samt að þú værir önnur en þú ert.

Guð hvað mig langar til að vita hver þessi Önnur er.  Sú hlýtur að lifa spennandi lífi.

Úje einhvernveginn svona fór þetta fram.

 


TITILL Í SÍMASKRÁ..

1

Húsbandinu fannst stundum að hann þyrfi að "snattast" mikið, enda var ég þekkt fyrir að nenna illa í sumar tegundir af útréttingum.  Hvað um það.  Fyrir nokkrum árum síðan vildi hann undirstrika stöðu sína á heimilinu og þegar Símaskráin kom út þá stóð þar Einar V. Hjartarson, sendill

Þessu mundi ég eftir þegar ég las komment við einni færslunni minni áðan.

 

 


VERÐUR AÐ KOMAST Á RÆMU

 

 1

Ég er sammála því að hin frægu kynni Hughs Grants af gleðikonunni í Hollywood  verði meiginuppistaðan í fyrirugaðri kvikmynd.  Það hlýtur að vera hægt að gera eina nítíu mínútna mynd um þetta atvik.

Ég á frænda sem hefur einu sinni reykt hass og svo þekki ég til manns sem hefur farið á súlustað.  Um að gera að hafa samband við þá líka.


mbl.is Mynd um framhjáhald Hughs Grants
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1,2 MILJARÐAR ER TERTUBITI...

1

...þegar Nasa setur upp hreinlætistæki í geimnum.  Allt gert til að fá geimfarana til að hætta að kúka á gólfið.

Ojákrakkarmínir.


IKEAHEIMSÓKN JENNYJAR UNU

1

Jenny Una Errriksdóttirrr fór í IKEA í gær með mömmu sinni.  Hún vildi gefa ömmu og Einarrri gjöf og valdi eftirfarandi:

Grænt flísteppien Jenny hugsaði sér gott til glóðarinnar og sá fyrir sér huggulegheit fyrir framan sjónvarpið í vetur.  (Við eigum eitt rautt sko, barn verður að hafa til skiptanna)

Þvottapokasem mamman vildi kaupa handa ömmunni og Einarrri, Jenny samþykkti því hankarnir voru í öllum regnbogans litum.

Gul, rauð, blá og græn glös en Jennyju fannst einmitt að það vantaði litadýrð í glasabúskapinn hjá ömmunni og Einarrrri.

Ilmkerti þarna kom mammann inn í málið og Jenny var sátt við valið.

Myndarammi því það eru bara 538 myndir af barni á kærleiksheimilinu.  Jenny sá ástæðu til að bæta úr skortinum.

Lítil telpa kom svo með pakkann sem var stærri en hún sjálf, til ömmunnar og Einarrrs og sagði; "sjáiði Jenny kaupa fínt". 

Og svo hjálpaði hún til við að taka upp alla fallegu hlutina sem hún og mamman höfðu keypt, fékk egg að borða og svo sat hún undir fína græna teppinu og horfði á Maditt og var algjörlega sæl og glöð.

Ég er enn í krúttukasti.

P.s.  Jenny vildi að sjálfsögðu fá dinner í versluninni og valdi sér kjötbollur (barn sænskt og trygg föðurlandinu).  Borðaði eina, leit á mömmu sína og sagði: "Jenny alveg svöng".  Ég er í krúttkremju. OMG

 


NÚ HÆTTI ÉG AÐ BLOGGA...

1

..ef þið grátbiðjið mig ekki að hætta við það.  Segi svona.  Ég er svona að fylgjast með stelpunum, þeim Ellý og Jónínu og reyna að taka mér þær til fyrirmyndar og ég er búin að ellýast í bili og nú var ég að hugsa um að jónínast smá.  Þess vegna er ég hætt að blogga næstu 20 mínúturnar og fer með skoðanir mínar annað á meðan.  Þar sem ég fæ borgað.  Ef þessi færsla verður horfin í fyrramálið þá er það líka út af jónínskunni.  Þetta er herbragð.  Vó hvað fólk á eftir að elska mig og hata mig.

Þetta er allt saman runnið undan rifjum Baugs enda blogga ég í boði þeirra.

Síjúgæs!


FRAMHALD AF FÓTBROTI

99

Oliver hleypur um allt með gipsið, sem nær nú bara upp á hné.  Hann var í dýragarðinum í dag með ömmu-Brynju og Gunni stórufrænku.  Brynja er svo góð við Granny-J að hún sendir mér myndir af ævintýrum dagsins á hverju kvöldi.  Foreldrarnir eru sum sé í góðu yfirlæti á Spáni og í Londres rignir það.  Nananabúbú Brynja mín.

101100

Og Oliver býður góða nótt.  Hann er flottur með gipsið Ha??

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband