Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Á ÉG AÐ ÞORA...

 

..að tengja við þessa frétt?  Ég fæ kannski á mig allt partíið bara eins og hér fyrir neðan.  En sem foreldri fyrrverandi unglinga finnst mér að svona uppákomur eins og þetta gsm-partý eigi að geta verið öðrum foreldrum víti til varnaðar en það segir móðir stúlkunnar líka, sem hélt veisluna þar sem heimilið fylltist af krökkum. 

Annars er bara gott og vel að ekkert alvarlegt gerðist eins og því miður vill brenna við þegar hlutirnir fara úr böndunum og enginn ræður neitt við neitt.

Man nú sjálf eftir svona veislum í denn, þær gátu verið hættulega skemmtilegar.  OMG


mbl.is Móðirin hringdi sjálf í lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GREKINN ÓGURLEGI

1

Þegar hún Jenny Una Errriksdóttirrrr vaknaði í morgun var hún svolítið hrædd og kúrði sig í fangið á ömmunni og trúði henni fyrir því að grekinn hafi verið vondur og hún hrædd.  Amman huggaði barnið og sagði henni að grekar væru bara í þykjustunni og þær væru eiginlega ekki vondir bara svolítið öðruvísi en sum dýrin.  Aha, sagði Jenny en sat samt aðeins lengur hjá ömmu til öryggis og jafnaði sig.  Svo fórum við fram og meðan amman var að taka til morgunmatinn tjáði barnið ömmunni að grekinn væri góður og skemmtilegur og skrýtinn og sætur og.. og.. enda sólin fyrir utan gluggann og allt orðið svo skemmtilegt aftur og vondi draumurinn á hröðu undanhaldi.

Svona byrja sumir dagar, smá óþægindi en samt allt í hinu fínasta.


VONT AÐ VERA BLANKUR...

..þegar sólgleraugun hans Lenna eru til sölu.  Verðið er komið í litlar 9 millur og á örugglega enn eftir að hækka.

Annars er ég að djóka, hef hingað til látið mér nægja eftirlíkingar.  Þær duga ekki of lengi og auðvelt að skipta þeim út.

Ekkert merkjasnobb í sólgleraugnadeildinni.  Ekki eins og Maysan mín sem keypti sér sólgleraugu um daginn og það er hægt að taka fyrsta veðrétt í þeim ef hún ætlar að kaupa sér einbýlishús.

Fatadeildinn er svo allt önnur Ella.

Ójá


mbl.is Ömmugleraugu Lennons á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BARA SMÁ PARTÝ EÐA ÞANNIG

 

Rosalega hefði ég ekki viljað vera í sporum fólksins sem hefur brugðið sér af bæ í gærkvöldi og á meðan var 150 manna unglingapartý í gangi heima hjá þeim.  150 manna.  Allt vitlaust auðvitað og löggan send á svæðið.  Þetta var í fjölbýlishúsi.  Að tala um að skemmta sér rækilega!

Mikið rosalega finn ég til með þessu fólki sem brá sér að heiman.

Jesús minn!


mbl.is 150 manna unglingapartý leyst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG UM MIG FRÁ ÞÉR TIL ÞÍN

1

Þið trúið því ekki hvað ég er æðisleg.  Ok ég byrja aftur.  Þið trúið því ekki hvað ég var ótrúlega dugleg og framkvæmdasöm í gær.  Enda var þessi lukkudagur, 13. júlí á föstudegi alveg yndislegur.  Ég verð að deila með ykkur afrekunum.

Fyrir hádegi var ég búin að þrífa íbúðina hátt og lágt, blogga, lesa blogg, hringja nokkur símtöl og skrifa meil.

Jenny Una Errriksdóttirrrr kom í pössun til okkar og við drifum okkur með hana í Rúmfatalagerinn (já ég veit að það er klisjukennd hegðun en hafið þið prófað dönsku borðtuskurnar sem fást þar?)  og síðan í Hagkaup í Kringlunni.  Jenny lék við hvern sinn fingur og söng hástöfum, kastaði kveðju á hvern mann og í Hagkaupum fékk hún að reiða fram Visakortið þegar við greiddum fyrir matinn.  Sú stutta sagði alvarleg um leið og hún rétti fram kortið "þetta errr korrrt ég ekki borrrrga peninga".  Ég ásamt húsbandi og öðrum nærstöddum horfðum á undrabarnið stórum augum og svo hélt hún áfram "Jenny gleymdi peninginn".  Stúlkan sú er komin inn í íslenska hagfræði rúmlega tveggja ára gömul og geri aðrir betur.

Jæja.  Í gærkvöldi toppaði ég svo sjálfa mig með því að baka bæði banana- og kryddbrauð sem Edda mín (www.eddaagn.blog.is) á heiðurinn af en konan er snillikokkur og kennir hússtjórnarfræði sem útleggst á íslensku matreiðsla.  Þeir sem þekkja mig vita að ég er þekkt fyrir margt annað en tertu-, brauð- og kökuframleiðslu.  Það splundraðist einhver uppsafnaður hormónaköggull þegar ég varð edrú og nú legg ég nótt við dag til að bæta fyrir áralanga vanrækslu í bökunardeildinni.

Nú er kominn nýr og fallegur dagur.  Ég og húsbandið vældum í foreldrum Jennyar Unu um að fá hana til gistingar og það gengur eftir.  Nú þarf ég að baka eitthvað í tilefni dagsins, bara ekki vandræði.

Skellti inn mynd af mér við baksturinn í gærkvöldi og þið sjáið að mér fellur aldrei verk úr hönd eða fót.  Á meðan ég bakaði kryddbrauðið gerði ég mínar hefðbundnu dansæfingar.

Súmí ef þið öfundið mig.

Hehe


SNÚRA

50

Nú, nú, kominn tími á snúrublogg.  Ég er bókstaflega alltaf í baráttunni um sjálfa mig, edrúmennskuna mína og andlega jafnvægið.  Þetta er púl, sko stundum, oftast nær þó bara skemmtilegt.  Ég er að fara í magaspeglun 24. nk. og þá fæ ég róandi.  Já, já það eru einhverjar hetjur sem fara í gegn um þetta ódeyfðar en ég er ekki ein af þeim.  Búin að reynaða og var vægast sagt óþjáll sjúklingur.  Nú er ég búin að hringja upp á Vog og ætla að tala við ráðgjafa þar í næstu viku.  Málið er einfalt, ef ég verð eitthvað megarugluð eftir þessa deyfingu þá ætla ég að fá að fara þótt ekki sé nema dagspart inn á Vog.  Til að ná mér í stemminguna.  Annars hefur mér verið sagt að þetta sé fyrst og fremst spurning um hugarfar, hvernig maður er innstilltur gagnvart edrúmennskunni og ég er alveg á því og er btw afskaplega glöð með mína edrúmennsku og hugarfarið gæti ekki verið betra.  Tack så mycket.

Þegar ég var gelgja og fékk að fara á ball einstaka sinnum þá sagði mamma yfirleitt eftirfarandi: Þú mátt ekki vanga, þú mátt ekki kyssa strák, þú mátt ekki fara í partý og áfram og áfram þig vitið.  Ég varð óheyrilega pirruð þegar hún byrjaði og sagði: Já, já, já ég veit (fór eins sjaldan eftir þessum ráðum og ég mögulega komst upp með) og þá sagði mamma: Ég veit þú veist, ég er bara að slá varnagla.

Það er það sem ég er að vilja með því að fara í viðtalið upp á Vog.  Ég er að slá varnagla.

Haldiði að útsýnið sé ekki flott héðan af snúrunni í þessu dásamlega veðri?

Égheldinúþað!


HÁMARK ÓSVÍFNINNAR

 Þessi er nú með þeim ósvífnari sem ég hef séð lengi.  Karlmaður var handtekinn á svæðisstöð lögreglunnar á Dalvegi í Kópavogi.  Um erindi hans þangað er ekki vitað, en hann notaði allavega tækifærið til að stinga á sig nokkrum hlutum og var handtekinn á staðnum.

Hæg heimatökin fyrir lögguna.

Kannski hefur maðurinn einfaldlega talið að það væri einfalt mál að stela undir nefinu á löggunni.  Það er dásamlega ósvífið.

Fólk tryllist í góða veðrinu.


mbl.is Staðinn að þjófnaði á lögreglustöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÖSTUDAGURINN ÞRETTÁNDI...MUHAHAHAHA

Látið ekki svona krakkar.  Alveg er ég viss um að föstudagurinn þrettándi verður nákvæmlega eins og við viljum hafa hann.  Hreint ómögulegur ef við reiknum með að talan þrettán sé ólukkutala, hreint frábær ja.. ef við reiknum einfaldlega með að það sé á okkar ábyrgð að hafa daginn fínan og gleðilegan.

Minn föstudagurinn þrettándi er búinn að vera flottur það sem af er.  Ég er búin að blogga, lesa ótölulegan fjölda af pistlum, skrifa meil, tala í símann og þrífa íbúðina.  Úje.

Núna bíð ég eftir Jenny Unu Errrriksdótturrrr sem ætlar að kenna mér á nýja púslið, sem pabbi hennar keypti í morgun sem verðlaun fyrir góða hegðun í hjólatúrnum.  Síðan ætlum við út í góða veðrið.

Segiði svo að lífið sé ekki flott á þessum föstudegi þann 13. júlí anno 2007.

Síjúpípúl!


MARGIR AÐ SPRINGA ÚR SUMARGLEÐI...

1

..virðist vera ef marka má þessa frétt.  Væntingarnar hjá sumum eru svo geggjaðar að þeir reisa sér hurðarrás um öxl, hamast við að grilla og detta í það til að tífalda sumarfílinguna og svo endar það sumstaðar með að löggan er send á svæðið til að stilla til friðar.  Það virðist sem áfengislöngun margra eflist um allan helming ef sólin skín.

Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því, búin að skila lyklinum að þeirri deild.

Megi sólin skína á ykkur öll þar sem þið hendist um í gleðilátum "high" á eigin safa.

Úje


mbl.is Talsverður erill hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR, ÞEIR, HVERJIR ERU ÞEIR?

1 
Ég hef eiginlega gefist upp á sumarstarfsmanninum sem skemmtir sér við að gera villur út um allt blað þessa dagana.  Er t.d. hætt að kippa mér upp við þótt hann rugli saman fréttum, gerist sekur um slagvillur og þýði texta eins og örvita maður.  Stjörnuspáin hefur verið mér tilefni til stöðugrar undrunar og gekk svo langt að það leið ekki dagur án þess ég skellti inn færslu um ótrúlega geðveikislega orðaðar (og þýddar spár fyrir steingeitina en ég hafði ekki taugkerfi í að athuga fleiri en mína eigin) spár.  Ég hef enga trú á svona stjörnuspám bara svo það sé á hreinu, les þær mér til gamans.
Núna reynir viðkomandi starfsmaður að draga mig með sér inn í heim paranojunnar.  Sjáið:
"SteingeitSteingeit: Stærsta áskorun lífs þíns er að sannfæra þig um að þú sért sá sem þeir halda að þú sért. Og ef þeir halda það, sagðir þú þeim það einhvern tímann sjálfur."
Ég er að missa það.  OMG hverjir eru þeir?
Muhahahahahahaha

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.