Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Vinkonuvæðing á húsbandi?

Guð hvað það væri notalegt ef ég gæti platað húsband til að horfa á Beðmál í Borginni, sko þættina sem einhver dætra minna á komplett.  Ef ég gæti hangið með honum í sófanum og við hlegið og ruglað yfir stelpunum og kommenterað á fötin og svona.

En.. það mun ekki gerast.  Ég horfi bara ein á svona stelpuþætti.  Hann horfir einn á fótbolta og er reyndar að því í þessum töluðu orðum.

Þess vegna öfunda ég svolítið Elton og kærastann, að hanga saman yfir Beðmálunum.  Krúttlegt, ef þið vitið hvað ég meina.  Sé þá alveg fyrir mér í heví umræðum um föt og uppáferðasögur stelpnanna.

Ég öfunda þá reyndar ekki af bökuðu baununum og ristaða brauðinu sem þeir graðka í sig á meðan þeir horfa - en þetta er samt svo svakalega huggulegt eitthvað.

En þegar ég hef hugsað þetta til enda þá er ég eiginlega nokkuð fegin að við húsband erum ekki með sama áhuga á sjónvarpsefni.

Hann horfir á sitt - ég á mitt. 

 Ég giftist honum eiginlega ekki til að vinkonuvæða hann.  Ég á nefnilega glás af vinkonum.

Við sláumst heldur ekki um spegilinn.  Þar hef ég forgang.

Enda erum við ekki hommar.

En maður getur látið sig dreyma.


mbl.is Vill helst horfa á Beðmálin með kærastanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgmædd og syfjuð

Ég er löglega afsökuð með hita og fyrirkomulag.

Ég svaf af mér atburði dagsins.

Ég er ógeðslega góð í að blanda saman tilfinningum.  Ég tek dæmi.

Ég get verið glöð og pirruð, samtímis, það er ekki skemmtileg blanda. 

Og svo hef ég verið sorgmædd og syfjuð.  Alveg að sofna úr harmi sko.

Alls konar tilfinningasalat í gangi og ég hef ekki látið deigan síga.

Ég get ekki gert það upp við mig núna hvaða tilfinningar ég er að upplifa.

En ég held að þær séu eitthvað á þennan veginn:

Mikið rosalega er ég fegin að þessi móðursýki er gengin yfir.

Það hefði verið hægt að gera hér blóðuga byltingu, ræna nokkra banka, berja og aðhafast biggtæm.

Það hefði ekki kjaftur tekið eftir því.

Ekki einu sinni hermaðurinn Björn Bjarnason.

Ég hef aldrei séð viðlíka hóptaugaáfall hjá heilli þjóð út af minna, gott ef það þarf ekki danska "áfallahjálpara" á okkur hérna mannfólkið.

Farin undir teppi.

Annars kúl.

 


mbl.is Daprir en um leið sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjá hverjum vinnur maðurinn?

Ég horfði eins og venjulega á hádegisfréttir.  Og svo horfði ég á fréttirnar um markaðsmál.

Stundum held ég að ég sé stödd á hallærislegri leiksýningu þar sem enginn hefur lært sínar replikkur.  Bara mótleikarans.

Ég var að velta því fyrir mér hvort Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra sé búinn að gleyma því hver réði hann í vinnu.  Hvort hann telji sig ekki þurfa að svara spurningum fréttamanna sem leitast við að gefa þjóðinni þau svör sem hana þyrstir eftir að fá upplýsingar um.

Kannski er ég að misskilja eitthvað og kannski er dónaskapur fólginn í því að spyrja stjórnmálamenn erfiðra spurninga.

Ef svo vill til þá á Sindri markaðsfréttamaður að skammast sín.  Jeræt.

Sumir þurfa að skerpa hjá sér kurteisi og leikni í mannlegum samskiptum og sá heitir ekki Sindri.

Súmí.


Helvítis fótboltinn

c_documents_and_settings_hp_owner_my_documents_my_pictures_22_189417 

Borarinn er farinn að lúlla.  Eða hvíla á sér borputtana.  Allavega þá er allt með kyrrum kjörum hér á átakasvæðinu.

En það er vandlifað þessa dagana.  Fótboltinn er að gera mér erfitt fyrir og fokka upp mínu eðal lífsmynstri sem ég hef með elju og samviskusemi unnið að því að koma mér upp eftir að stelpurnar mínar fluttu að heiman.  Það hefur tekið tímann sinn.

Ég vil fá að hafa hlutina eftir mínu höfði, einkum og sér í lagi í ákveðnum grundvallaratriðum.

Ég vil t.d. að fréttir séu á réttum tíma.  Hvernig stendur á að boltaleikur hefur forgang yfir fréttir?

Jájá, ég veit að ca. helmingur þjóðarinnar og gott betur hangir yfir þessu og fílar í tætlur.

En kommon, hverslags dekur er þetta við þessa íþróttagrein?

Í mörg ár hef ég reynt að venjast og jafnvel láta mér líka við fótbolta.  Þar sem nokkrir af mínum fjölmörgu eignmönnum hafa haft sameiginlegan áhuga á þessu fyrirbæri.

En ekkert gengur.  Ég veit fá leiðinlegri bakgrunnshljóð en kliðinn frá fótboltaleik.   Skilur einhver maður hvað þetta lið er að söngla á bekkjunum?  Ég hef aldrei náð því en mikið rosalega urlast ég upp.

Þannig að þessa dagana er ég í sorg.  Ekkert Kastljós, Engar sjöfréttir. 

Lífi mínu eins og ég þekki það hefur verið fokkað upp.

Ef hávaðinn frá borhelvítinu suðar ekki í eyrum mér þá gerir kliðurinn frá fótboltanum það og ef ég myndi slökkva á fótboltanum þá yrði annars konar kliður sem myndi skella á hlustum mínum og hann kæmi frá húsbandi.

Ég legg ekki meira á ykkur.


mbl.is Van Basten er með báða fætur á jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Condi segir "ekki satt"

Hvað er Mannréttindavaktin, "Human Rights Watch" að ibba sig vegna mögulegra andlegra veikinda fanganna í Guantanamó flóa?

Af hverju tala þeir ekki við Condi Rice og láta hana segja sér það sama og hún sagði Sollu og okkur í leiðinni þegar hún kíkti í kaffi hérna um daginn?

Ég meina konunni var stórlega misboðið yfir fordæmingu Alþingis Íslendinga á aðbúnaði fanganna á Kúbu.

Þar eru engar pyntingar af neinu tagi, sagði Condi og var þung á brún og brá.  Bush myndi aldrei líða illa meðferð á fólki, sagði hún og sló hnefa í ræðupúltið.  Eða nærri því.

"Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindavaktinni búa um 185 föngum af 270 við hámarks öryggisgæslu þar sem þeim er haldið í klefum sínum 22 tíma á sólarhring. Þeir fá að fara úr klefum sínum til þess að fara í sturtu og undir bert loft í tvo tíma."

En þessi stórkostlega vinaþjóð okkar og bandamenn í Íraksstríðinu, og jafnframt sú vænisjúkasta og bardagaglaðasta, telur sig ekki þurfa að fara eftir alþjóðasamningum um mannréttindi fanga. 

Þeir eru í heilögu stríði, hefur einhver eitthvað við það að athuga?

Æ dónt þink só.

Eigum við ekki að segja þetta gott bara?

Farin að lyfta.

Private Jenný


mbl.is Óttast um andlegt heilbrigði fanga við Guantanamó flóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefið á meðan ég æli

Ég held að Andrea Jónsdóttir, útvarpskona, sé á meðal þeirra sem vita hvað mest um tónlist.  Konan er eins og gangandi alfræðirit um greinina.

Að því sögðu, fyrir utan hvað hún hefur þægilega rödd og er flott til orðs og æðis, þá ætla ég að vera ósammála henni í einu máli.

Andreu finnst að of margir íslenskir tónlistarmenn syngi á ensku.

Þetta viðhorf getur alveg gert mig arfapirraða og þá sérstaklega þegar það kemur frá Brúðgumanum (Bubba sko).  Ef minnið er ekki að svíkja mig þá reyndi hann fyrir sér í útlöndum einhvern tímann og söng á ensku.  Það gekk ekkert sérstaklega vel, án þess að það skipti máli.

Brúðguminn hefur í gegnum árin tönglast á þessu með að syngja á íslensku.  Í bandinu hans Bubba voru krakkagreyin að snúa rokktextum yfir á íslensku til að geta sungið lögin í keppninni, því íslenskir textar voru skilyrði.  Fyrirgefið á meðan ég æli.

"Stairway to heaven" á ekki að heita himnastigi, það er ekkert annað en fokkings klám.

Músík er músík, það er í raun aukaatriði á hvaða tungumáli hún er sungin ef tilfinning tónlistarinnar kemst til skila.

Björk sló í gegn á íslensku og hún viðheldur vinsældum sínum um veröldina án tillits til á hvaða tungumáli hún syngur.  Björk er Björk.  Töfrarnir eru þarna þegar hún hefur upp raust sína.

Ekki misskilja mig, ég hef svo sannarlega ekki ömun af íslenskum textum, síður en svo, en mér finnst það bara algjört aukaatriði.

Og Andra rokkar og rúlar og ég set ekki fyrir mig þetta lítilræði sem okkur ber í milli.

Ég rokka og rúla líka, þrátt fyrir að ég eigi fyrir löngu að vera farin að sofa í hausinn á mér.

En ég festist við að horfa á fyrirlestur með Þórarni Tyrfingssyni, sem ég keypti mér á disk um daginn.  Mikið asskoti er hann fróðlegur fyrirlesturinn og Tótinn skemmtilegur.

Fyrirlesturinn var á íslensku.  Nema hvað!

Úje.

 


mbl.is Of margir syngja á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á banalegunni

 thecolormoney0jx

Ég álít að blogg sé talmál, eins og ég hef áður sagt. Mér finnst ekki tiltökumál að afbaka, sletta og láta eins og fífl á blogginu og fæ ekki móral yfir því heldur.

En ég vil að dagblöðin sem ég les séu skrifuð á réttu máli.

Í visi.si stendur að Paul Newman "sé á banalegunni". Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að maður liggi banaleguna.  Það er kannski bara ég en þetta að "vera á banalegunni" fær mig til að halda að það sé einhver sérstakur gangur sem heiti banalegan.  Sjá hér.

En hvað um það, PN liggur fyrir dauðanum.  83 ára.  Þessi fábæri leikari og húmanisti er með lungnakrabbamein.

Það vill svo til að í gærkvöldi var ég að horfa á mynd með honum á RÚV, "Blaze, Blaze" frá 1988.  Hún var krúttleg, en þar lék hann eldri mann, fylkisstjóra, sem var óður á greddunni og náði sér í strippara.  Skiljið þið hvert ég er að fara?  Hann var frábær þó þessi mynd hafi nú ekki sest að í hjartanu á mér.

En munið þið eftir "The colour of money"?.  Þvílík snilld.

Og svo kaupið þið auðvitað Newman´s own vörurnar því þær renna allar til góðgerðamála.

Farin í heimsókn á BANALEGUNA.

Sjáumst


Stelpukvöld - Einhvers afturendi - Arg

11

Þar sem ég hef farið lyklaborðshamförum hér í allan dag, í trylltum pirringsbloggum, sé ég mig knúna til að gefa aðeins í og enda kvöldið með bravör - og pirrast meira.Devil

Ég er svo sein að kveikja, ég horfi ekki það mikið á sjónvarp að ég hafi mikla yfirsýn yfir dagskrána svona almennt, en halló, eruð þið að djóka í mér?

Stelpukvöld á Stöð 2! 

Greys Anatomy, Miðillinn, Rómantískar bíómyndir.  Allt af því að við erum konur.  Allar með sama smekkinn.  Ég er græn í framan.

Hvenær eru strákakvöldin, vilja þeir ekki líka fá útdeilingu á sérvöldu efni fyrir manneskjur með typpi?

Er það box?  Pólitískar umræður? Fótbolti? Friggings íshokkí? Fjallaklifur?  Halló aftur!

Konur eru eins, karlar eins.  Einfalt og gott ef hugmyndafræði Stöðvar 2 væri ekki glórulaust kjaftæði. 

Nú myndi ég segja upp áskriftinni ef ég hreinlega nennti að standa í því.

Reyndar ættum við að mynda þrýstihóp um málefnið við stelpurnar, heimta venjulega dagskrá sem er ekki kynhlutverkaklisjusteríótípumiðuð.

Er enginn að fá kast yfir þessu nema ég?

ARG

Annars góð. Hehe!

Gamanaðessu.

Á morgun mun ég pirringsjafna og verða eins ljúf og konurnar í dömubindaauglýsingunum.  Lofa.


Að kjósa ekki rétt

Ég fékk hroll niður eftir bakinu þegar ég las um hleranirnar í Mogganum í morgun.

Ég var ekki búin að jafna mig á hrollinum þegar ég las þessa viðtengdu frétt þar sem Björn Bjarnason segir enga ástæðu til að biðja þolendur njósna íslenskra stjórnvalda afsökunar.

Björn segir njósnirnar vera þátt úr sögu kalda stríðsins.

Það má réttlæta allan fjandann með huglægum skýringum um "stríð" sem aldrei var neitt nema paranoja og hugarástand Rússa og Bandaríkjamanna.

Var fólk á hlerunarlistanum ógnun við öryggi íslenska ríkisins? 

Myndi það mögulega fremja hryðjuverk?

Eða meiða saklausa borgara?

Það er eitthvað meira en lítið að hrjá þá sem í krafti valds síns láta njósna um samborgara sína vegna gruns um að það hugsi á óæskilegan máta, kjósi ekki rétt, makki ekki rétt.

Það er sorglegt að Björn Bjarnason sjái ekki hversu ólíðandi þessir gjörningar voru.

En honum rennur kannski fyrst og fremst blóðið til skyldunnar.

Hverja ætli sé verið að hlera núna?  Hvaða óvinum ríkisins þarf mögulega að fylgjast með og njósna um í dag? 

Ég myndi svo gjarnan vilja vita það.


mbl.is Dómur sögunnar á einn veg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tuðrur og glerull

Ég ætla að blogga um fótbolta.  Landsbankadeildina. Það er dálítið mikið úr karakter þegar moi á í hlut.  En einu sinni verður allt fyrst.

En róleg gott fólk, ég skrifa ekki um tuðruna sem mennirnir sparka á undan sér um allan völl, ekki frekar en ég skrifa um glerull sem einangrun í sænskum sumarhúsum. 

En það er þessi karlamórall, svona "ég gef þér á kjaftinn helvítið þitt" sem oft ríkir í karlaíþróttum, sem er sem er mér ofarlega í huga, eftir að hafa séð Guðjón Þórðarson rífa kjaft eftir leikinn við Keflavík, sem ÍA tapaði. 

Það var ekki mikið af hinum sanna íþróttaanda í þeim orðum.

Ég hélt að íþróttir og íþróttahreyfingin ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og vera æskunni hvatning til þátttöku í íþróttum og fyrirmynd um góða hegðun.

Ef brotið var á einhverjum fer það ekki sína réttu boðleið?  Þarf maðurinn að bresta í reiðilestur í fréttatíma sjónvarps?

Mér leiðist þessi karlaheimur.  Þar er talað í stríðsfrösum, þar er æsingur og reiði, engar málamiðlanir.

Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér þetta ekki mjög sjarmerandi hegðun og mig langar ekkert til að láta hana myndbirtast í þeim börnum sem tilheyra mér.

Mér finnst lágmarks krafa að þjálfarar t.d. í fótbolta, sýni af sér almennilega siði.  Líka þó fjúki í þá.

Annars góð.

Later.

 


mbl.is Ummæli Guðjóns til umfjöllunar hjá aganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband