Færsluflokkur: Sjónvarp
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Fyrirgefið á meðan ég æli
Það er ekki hægt að láta það eiga sig að bregðast við hringavitleysunni í borginni.
Að horfa á þessi pókerfés pólitíkusanna og þá er ég að tala um Kjartan Magnússon og Óskar Bergsson sem sjá má í viðtengdri frétt.
Og Kjartan er spurður; er ekki kominn tími til að eyða óvissunni?
Kjartan: Það er engin óvissa.
Það er nefnilega það!
Þetta staðfestir það sem ég reyndar vissi að hagsmunir almennings í borginni er ekki inn í þessari jöfnu og klækjaleik íhaldsins.
Hagsmunir okkar eru ekki með á teikniborðinu. Þetta lið er þarna til að bjarga eigin rassi og það er það eina sem skiptir máli.
Ég að minnsta kosti lýsi því yfir að mér er slétt sama hvernig þeir líma þessi brotabrot sín saman til að viðhalda meirihluta, því Sjálfstæðisflokkur ásamt Perlufestus eru algjörlega búnir að setja niður sína síðustu kartöflu í garði hins almenna borgara og það nánast án tillits til pólitískra skoðana okkar.
Það er sorglegt að horfa upp á þetta dag eftir dag, mánuð eftir mánuð.
Fyrirgefið meðan ég bregð mér frá og gubba.
Og aulahrollur ársins fram til dags dato er auðvitað þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru út úr ráðhúsinu með því að nota brunastigann.
How pathetic can it get?
![]() |
Óvissa um meirihlutann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Hver er við óstjórn í dag?
Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að vera borgarbúi á þessum undarlegu tímum.
Ég rauk upp með andfælum fyrir allar aldir af því að mér fannst ég knúin til að athuga hver væri við óstjórn í borginni eftir nóttina.
Og þar sem ég hef tilhneigingu til að trúa málgagninu þegar mál íhaldsins eru annars vegar þá fékk ég hálfgert hjartastopp við að lesa þessa frétt um að meirihlutinn sé á "endastað". Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir.
Ég sé enga endurfæðingu í augsýn þó Perlufestus fari út og með honum stuðmaðurinn og þeir sem eru með þeim í liði. Ég sé heldur enga lausn fólgna í því að fá inn Óskar í staðinn.
Rót vandans Sjálfstæðisflokkurinn í borginni situr eftir sem áður áfram en þeir hafa kannski ekki áttað sig á að þeir eru hinn helmingurinn af borgarkrísunni.
Íhaldið er búið að spila þennan valdablús með tilbrigðum og hefur sýnt mér að þeir valda ekki djobbinu sem felst í að stjórna borginni.
Ég legg til að þeir gefist fallega upp.
Trú mín á stjórnmálamönnum var nokkuð stabíl fyrir ekki svo löngu síðan. Nú er ég með þessa sömu trú í gjörgæslu. Ég trúi engu og ég er farin að reikna með að það sé verið að ljúga að mér.
Meira að segja forsætisráðherrann okkar "allra" segir ósatt í hádegisfréttunum í gær og segist ekki vita um hluti sem hver sótraftur í þessari borg var með á hreinu, þ.e. að samstarfið í borginni væri við það að springa.
Og svo er að bíða, bíða og bíða eftir nýjasta leik íhaldsins.
Það má enginn vera að því að stjórna í þessari borg.
Við fólkið erum leikmunir í uppsetningu áhugaleikhópsins "ónýt borg" enda höfum við aldrei skipt máli í alvörunni og það er eins gott að halda þeirri staðreynd til haga.
Og hef þið viljið myndræna útgáfu á þessum farsa og kannski brosa og gráta svolítið í leiðinni þá skuluð þið kíkja á þessa brilljant myndgerðu samantekt Láru Hönnu.
Farin að reyna að ná smá svefni á meðan ró ríkir.
Fruss.
![]() |
Samstarfið á endastað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Botnlaus bömmer í borginni
Löðrið í borginni freyðir sem aldrei fyrr. Allir miðlar eru fullir af samsæriskenningum og í hádegisfréttunum var Geir Haarde spurður um þreifingar íhalds á Framsókn og hann var eins og sprúttsali í framan þegar sagðist ekki kannast við neitt slíkt. Ekki mikið pókerandlit á Geir.
Og Gísli græni hjólar úr borgarráði. Ég skil hann vel, reyndar er hann með geðþekkari Sjálfstæðismönnum í borginni. Maðurinn er bara í röngum flokki eins og svo margir.
En svona "grænn" eins og Gísli er þá er það verulega "bláeygt" af honum að ætla að fljúga á fundi tvisvar sinnum í mánuði. Kommon Gísli veistu um mengunina sem svona flugmaskínur búa til?
Hafi ég einhvern tímann reynt að telja mér trú um að pólitík væri fyrst og fremst framin af hugsjónamönnum sem vildu vinna fyrir almúgann (já ég veit ég er bæði græn OG bláeygð) þá hefur sú útópía fokið út um gluggann við undirspil Ólafíumeirihlutans.
Refskákin sem er spiluð þessa dagana í borginni hefur sannfært mig um að það þurfi sterk bein til að vera í pólitík og tölverða klækjakunnáttu líka.
Fer Ólafur út og Óskar inn? Verða bæði Ólafur og Óskar inni með íhaldinu?
Löður hvað?
Ég geri mér ekki miklar vonir um að Óskar láti eiga sig að hlaupa til og hjálpa Sjálfstæðismönnum ef Óli verður rekinn.
En auðvitað væri það hið eina rétta. Láta meirihlutann sjálfan um að þrífa í kringum sig.
Vei þeim flokki sem fer með íhaldinu í nýjan meirihluta og hjálpar þeim að sitja við völd á eftir það sem undan er gengið.
Sá flokkur verður líkalega minnið eitt eftir næstu kosningar.
Nema að ég sé svona græn og bláeygð og hafi ekki hundsvit á því hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni.
Ég vona sannarlega að ég sé ekki svo mikill klækjarefur að kunna að lesa í þetta sjónarspil í Borg óttans. Ég kýs frekar að botna ekki neitt í neinu, vita ekkert og vera bara með andlitið í núllgír.
Eins og Geir Hilmar Haarde í sjónkanum í hádeginu.
Oghananú.
![]() |
Gísli Marteinn hættir í borgarráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Eðlileg sýn á konur?
Í tilefni þessarar færslu og umræðnanna í kjölfar hennar hef ég verið að hugsa um muninn á karllægri hugsun og kvenlægri.
Allsstaðar í þjóðfélaginu sjáum við merki um karllæga stjórnun og áherslur.
Eins og t.d. auglýsingar.
Dæmi:
Hérna tek ég örfá dæmi um auglýsingar, bæði nýjar og gamlar.
Hugsunin um hvað selur og hvernig konur eru hlutgerðar hefur ekki mikið breyst.
Konur eru kynverur, það er vísað í fjöldanauðgun, að þær séu húsdýr og áfram má telja.
Hvað finnst fólki og hvernig slá þessar myndir þann sem sér?
Til að sjá textann á sumum myndum verður að klikka á þær til að stækka.
Uppfærsla fyrir þá sem vilja sjá að auglýsingar af þessu tagi séu til á íslensku. Fékk þær inni hjá Sóley.
Og ein lólítuauglýsing sem höfðar til barnagirndarinnar og eru sívinsælt sölutrikk.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (96)
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Takið Óskar, takið okkur
Að fylgjast með borgarmálunum í borginni minni er eins og að hafa innbyrgt hugbreytandi efni og horfa á Fellinibíómynd afturábak í einu. Sækadellik motherfucker takk fyrir kærlega.
Það verður ekki ruglaðra.
Meirihlutinn er auðvitað minnihluti og borgarstjórinn hefur engan stuðning á bak við sig.
Það er staðreynd.
Fólk heldur niðri í sér andanum.
Svo er sagt að Óli Eff ætli ekki að láta neinum eftir borgarstjórastólinn enda sér hver maður að karlinn er á valdaflippi og nýtur þess í botn. Hann er einn af örfáum sálum sem eru glaðir með borgarstjórann.
Og nú biðlar Guðni til íhaldsins, takið Óskar, takið okkur. En Óskar þó ágætur sé hefur 2,1% á bak við sig þannig að ekki er það björgulegur "meirihlutakostur" heldur.
Þorsteinn Pálsson kallar eftir Framsókn og Óskari.
Kommon, þegar staðan er ónýt þá er hún ónýt og plástrar og sárabindi bjarga litlu sem engu.
Þessi sjúklingur verður að fara í aðgerð og meðferðin við meininu verður ekki löguð með heimsókn á slysadeild.
Ég legg til að meirihlutinn sem er í raun minnihluti sitji uppi með skömmina og ástandið þar sem ekki er hægt að kjósa aftur.
Auðvitað er til möguleiki í stöðunni þó ég sjái hann ekki gerast.
Íhaldið gæti viðkurkennt að þetta valdarán með fulltingi Ólafs var mistök og bömmer.
Og beðið 100-daga meirihlutann visamlegast um að taka aftur við stjórntaumunum.
Jeræt, það mun ekki gerast.
Eða hvað?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Að geraða upp í fjalli - búið bless
Ég er í nokkrum vanda stödd varðandi áhorf mitt á kvikmyndir.
Í fyrsta lagi þá nenni ég sjaldan í bíó og bíð svo von úr viti eftir að þær myndir sem ég tel að ég verði að sjá komi á leiguna. Þar sem ég er í och för sig ekki að flýta mér þá er þetta ekki vandamálið. Það er hinsvegar reglulegt rifrildisefni hér við hirðina á hvaða mynd eigi að horfa þegar þannig stendur á.
Ég er með ákveðna reglu þegar ég vel mér myndir. Ég vil ekki kúrekamyndir, sæens fiksjón, söngvamyndir, bardagamyndir (með örfáum undantekningum) og ég vil ekki sjá ástarvellur. Titanikk sem ég slysaðist á í bíó hérna um árið drap mig nánast tilfinningalega. Ég get ekki beygt mig fram til að ná mér í epli án þess að fá leiftur í hausinn og sjá fyrir mér helvítis stafnatriðið (eða var það bakborðinn?) úr þeirri ógeðslegu bíómynd.
Þegar þessar bíómyndakategóríur eru mínusaðar frá úrvali eru ekki margar eftir. Og aftur og aftur kemur húsbandið heim með myndir sem hann vill horfa á og ég ekki. Hann reynir alltaf að semja mig niður að sjónvarpinu og fá mig til að þagna og gefa myndunum séns. Sem ég auðvitað geri af því ég er svo friggings líberal.
Og í kvöld tókst honum það. Brokeback mounten var mynd kvöldsins. Hún er kúreka- OG ástarmynd. Hvað get ég sagt?
Húsband sagði mér að hún hafi fengið þrjá Óskara og ég spurði hvort það ættu að vera meðmæli?
En ég horfði. Voða kjút þriggja vasaklútamynd með hommum í tilvistarkreppu ríðandi upp í fjalli, með kúrekahatta og hesta.
Mínir hommavinir eru ekki svona rosalega dán eins og þessir. Myndin er ljúf en hún er hundleiðinleg. Hver bömmerinn rekur annan. Ekki ljós punktur nema rétt á meðan þeir geraða. Svo er farið heim í sitthvort héraðið og bömmerinn heldur áfram.
Má ég þá heldur biðja um Guðföðurinn, Kill Bill. Bird Cage og American Gangster. Þær eru meðal minna uppáhalds.
Já og ég ætla ekki að sjá Batman. Hún er ekki í mínum flokki.
Plís komið með góðar hugmyndir. Mig vantar eitthvað að horfa á.
![]() |
Enginn bilbugur á Batman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Vínber og lambaspörð
Ég hef séð nokkur blogg í dag þar sem "fréttamaðurinn" Sverrir Stormsker og svo Helgi Seljan hjá Kastljósi eru spyrtir saman vegna atburða gærdagsins.
Helgi Seljan vegna viðtalsins heimsfræga við Óla Eff
Sverrir Stormsker vegna bjánagangs við Guðna Ágústsson.
Mér finnst þessi samanburður út úr kú.
Þeir eiga tvennt sameiginlegt þessir ágætu menn.
Þeir eru íslenskir og báðir karlmenn eftir því sem ég kemst næst.
Fleira kem ég ekki auga á.
Helgi Seljan er góður fréttamaður, fylginn sér og mér finnst hann góður í viðtölum.
Sverrir Stormsker er kjaftfor tónlistarmaður sem er bara allt í lagi, ef fólk hefur smekk fyrir svoleiðis. Núna fíflast hann í útvarpi, en það er langur vegur frá því að hann sé fréttamaður.
Hvað er fólk að fara til hans í viðtöl ef því líkar ekki að láta Sverrir subbukjaftast yfir sig?
Halló, ekki bera saman vínber og lambaspörð.
For crying out loud.
Úje.
![]() |
Guðni gekk út í beinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Jenný Önnu er hætt að standa á sama
Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins og viðtal Helga Seljan við Ólaf Eff þá féllust Jenný Önnu eiginlega hendur. Hvað er að manninum, fyrirgefið borgarstjóranum?
Hvað eru Sjálfstæðismenn að hugsa með því að láta manninn fara svona fram? Þeir eru líka í ábyrgð fyrir meirihlutanum í Reykjavík þó það verði svo sannarlega ekki séð af viðbrögðum þeirra við útspili borgarstjórans þessa dagana.
Jenný Anna skreið undir borð í huganum, setti hauspoka á sjálfan mig, og langaði að hverfa úr landi. Þetta er orðið svo pínlegt.
Nú eiga Reykvíkingar að fara að krefjast þess að spilin verði lögð á borðið. Er meirihlutinn að spila út í borginni?
Þetta er ekki í lagi og svo langt frá því.
En takk Helgi Seljan fyrir að gera þitt besta til að reyna að ná í svör fyrir okkur sem sitjum gapandi hissa á þessu sjónarspili öllu.
Og svo setur að Jenný Önnu skelfingarhroll þegar fólk talar síendurtekið um sig í þriðju persónu.
Jenný Önnu finnst það svo geðveikislegt eitthvað.
Úff, Jenný Anna er bara orðin paranojuð hérna.
Í alvöru þetta er alls ekki ekki fyndið.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Villingurinn - snillingurinn
Stundum fer hann Össur iðnaðar svo í taugarnar á mér að ég þarf nærri því að leita mér hjálpar.
Verstu köstin fæ ég þegar segir montsögur af sjálfum sér svo ég tali nú ekki um þegar hann fer á flug í útrásarmöguleikum íslenskrar orku og fer að nefna tölur í því sambandi. Þá flýgur hann hvað hæst í neikvæðri merkingu þess hugtaks.
En svo fyrirgef ég honum svo gjörsamlega stundum af því hann getur verið villingur snillingur mannfjandinn. Hann beinlínis snertir mann með lyklaborðinu beint í mark. Ómæ, ég myndi allt að því kjósa Samfylkinguna - ók, gleymið þessum, algjör óþarfi Jenný Anna að rjúka fram úr sjálfri þér. Dona, dona kona, róa sig.
Lesið þetta. Betri greiningu á ástandinu í borginni hef ég ekki lesið. Aljört must read.
Og ég legg niður vopn í bili.
Farin í sólbað og úje.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Agnes rífur kjaft og Árni fer í ljósabað
Svei mér þá ef það er ekki pirringur í loftinu. A.m.k. er ég urluð í lengd og bráð.
Ég er svo leið á prímadonnuduttlungum fólks sem stöðu sinnar vegna getur fengið athygli út á alla skapaða hluti.
Eins og hann Árni, sem stöðugt virðist næra athyglisþörf sína.
Agnes rífur kjaft það er rétt og hún er ekki að spara sendingarnar þegar hún á annað borð hefur skoðanir.
Mér finnst alveg að Agnes mætti fara á námskeið í naumhyggju tungunnar, en það er annað mál.
Aðfarir hennar að forsetanum t.d. eru út í hött. Ólafur lætur sig samt hafa það. Kannski er forsetanum bannað að fara í mál, hvað veit ég.
En Árni lætur tækifærið ekki úr greipum sér ganga. Agnes gaf honum færi á að ljósabaða sig.
Fyrir utan ljótt orðfæri þá sagði Agnes í raun aðeins það sem allir vita og gengur að lesa í hæstaréttardómi yfir þingmanninum.
En Árna er misboðið og hann ætlar að vera móðgaður í gegnum fjölmiðla og dómstóla.
Árni fer í ljós - sviðsljós
Get a fucking live!
![]() |
Árni stefnir Agnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr