Leita í fréttum mbl.is

Nikótínafturbatapíka

Ég hef bloggað eins og líf mitt liggi við um reikingabönn heimsins.  Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar reykingarbannið á skemmtistöðum og kaffihúsum gekk í gegn í hitteðfyrra.  Samt er ég á því að það venjist ágætlega að þurfa ekki að sitja í reykmekki þegar ég fer út á meðal fólks.  En það er ekki alveg pointið er það?

Þegar bannið skall á þá heyrðist ekki píp úr frelsishorninu sem annars er fullskipað hægri mönnum sem hafa talað sig græna í framan fyrir súlustöðum og refsilausu vændi svo dæmi séu tekin.

Merkilegur andskoti, sumt er í lagi að banna.

Eftir að ég flutti fyrir rúmum hálfum mánuði hef ég minnkað reykingar um svona 80% og stelst ekki lengur til að reykja inni.  Það má því með sanni segja að ég stefni hraðbyri í verða afskaplega ábyrgur nikótínfíkill sem er dedd á því að hætta að reykja.

Ég er því ekki með persónulegar áhyggjur af reykingamöguleikum framtíðar það er bara eitthvað sjúklega rangt við að ríkið skuli selja tóbak með annarri og ofsækja svo kaupendurnar með hinni.

Nú vilja læknar að tóbak verði afgreitt gegn framvísun lyfseðils, eftir 10 ár og í mínum bókum eru 10 ár hérna hinum megin við götuna nánast.  Tíminn veður áfram.

Ríkið selur brennivín og hagnast á því.  Það er vitað að fjöldi fólks misnotar áfengi og heilu fjölskyldurnar eru í sárum vegna þess er þá ekki lag að hafa sama háttinn á þar?

Þú færð lyfseðil á bjórinn.

Munurinn er nákvæmlega enginn.  Bæði áfengi og tóbak eru stórir skaðvaldar í heilsufari manna í hinum vestræna heimi.

Ég er hætt í búsinu og ég stefni að því að verða nikótínafturbatapíka innan skamms.  Þannig að ég hef ekki stórkostlegar áhyggjur af því hvaða form verður haft á dreifingu hinna löglegu fíkniefna í framtíðinni.

En ég spyr svona í framhaldi af þessu; hvað segja frelsispostularnir við þessum hugmyndum?

Ekkert ?

Ha?


mbl.is Tóbak verði aðeins afgreitt gegn lyfseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hættu sem fyrst Jenný.

Móðir mín dó úr reykingum aðeins 64 ára gömul.

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Halla Rut, það er nákvæmlega það sem ég er að vinna í núna.

Samúðarkveðjur vegna mömmu þinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 08:43

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Pistillinn þinn eins og talaður út úr mínu hjarta. Í hvaða klíkuskap er áfengi eiginlega? Ekki hætta að reykja strax, Jenný. (smá mótmæli)

Guðríður Haraldsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:47

4 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Nú hoppaði ég hæð mína í loft upp (sem er töluverð sko) af gleði yfir þessu Jenný mín! Get ekki lesenda minna vegna - sem orðnir eru vanir reiðipistlum yfir barnaverndarmálum - bloggað um þessa frétt, því það þætti alger hneisa í mínum garði - að ég tali nú ekki um í garði berlendinga!!! En mikið er ég sammála þér með áfengið og lyfseðlana!!! Enda hef ég sagt síðan reykingabannið gekk í gildi á skerinu, að öll þau ár sem ég hef unnið í veitingahúsageiranum, hefur mér ALDREI stafað hætta af reykingafólkinu sem slíku - enda reyki ég sjálf - en mikið skelfilega hef ég þurft að bíða mikið tjóns vegna áfengisdrykkju viðskiptavinanna!!! Og það oft! Fyrir allan peninginn!!! Enda fannst mér alveg sjálfsagt þegar reykingabannið gekk í gegn, að slíkt hið sama yrði um áfengið! En NEI, alls ekki. Það er nefnilega ekki hægt að banna vitibornu fullorðnu fólki að eitra líkama sinn, sjálfum sér og öðrum til stórtjóns!!!!

Annars nokkuð góð í morgunsárið - með kaffibollann og rettuna sko!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 29.9.2008 kl. 08:55

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já það er best að láta svona óþvera vera Jenný mínmín elskulega Mamma lést aðeins nýorðin fimmtug að aldri

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:19

6 Smámynd: Sigurjón

Ég er væntanlega einn af þessum frelsispostulum sem þú talar um og mér finnst þessar hugmyndir stórhættulegar og skelfilegar.

Fullorðið fólk á að hafa val um hvað það setur ofan í sig og hvað ekki.  Punktur.  Ekki nóg með að mér finnst að það eigi að gefa verzlun með áfengi og tóbak frjálsa, heldur finnst mér að það eigi að lögleiða verzlun með kannabis og fleira í þeim dúr.  Skattleggja helvítið og selja opinskátt!

Sigurjón, 29.9.2008 kl. 09:29

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tóbak gegn framvísun lyfseðils?!! aðra eins dellu hef ég hvorki heyrt né lesið í marga daga. staðfesting á að læknum finnist eðlilegt að vísa fólki á dóp. þeir vilja núna bæta tóbakinu í kategoríuna 'læknadóp'.

hví ætti læknir að skrifa lyfseðil á sígarettur? vegna ilsigs, eða vöðvabólgu?

Brjánn Guðjónsson, 29.9.2008 kl. 09:29

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jenný minn kæri þverhaus

Ekki nóg með að við eigum sameiginlegt að vera alkar, heldur erum við þverhausar, kannski það sé partur af alkanum.

Þegar ég strompaði 3 pakka á dag, reykti ég aldrei meir en þegar einhver sagði mér að hætta að reykja.

En hins vegar ef ég fékk þá hvatningu að ég gæti þetta alveg, þá tók ég það inn.

Þess vegna segi ég við þig . þú getur þetta alveg. Manneskja sem er jafn fluggreind og þú ( þessi setning virkaði á egóið mitt) hlýtur að ráða í viðureign við pappírshólk fullan af eiturefnum. Svo að ég fór að tala við retturnar ( klikkað en það virkaði) og við þá síðustu sagði ég: "Jæja mín kæra þú ert búin að ráða og dominera í mínu lífi í xx ár. Núna ælta ég að taka við kyndlinum, þetta er búið hjá okkur, þú ert sú síðasta og farðu vel". Kveikti í henni, reytki upp í filter, drap í, og hef ekki snert í á 9. ár. Ekkert nikotíndót aðeins modivation.

Kannski geturðu notað þetta. Hver finnur sitt sem virkar.

Einar Örn Einarsson, 29.9.2008 kl. 09:34

9 Smámynd: Hulla Dan

Hvaða bull er þetta. Tóbak gegn lyfseðli????
Nenni varla að hafa skoðunn á þessu.

Vona samt að þú eigir dásamlegan dag

Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 09:42

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hulla: Segðu.

Einar Örn: Við alkarnir erum auðvitað þjóðflokkur meðal þjóðflokka.  Auðvitað hætti ég að reykja af því að ég er komin með hugarfar.  Takk fyrir að deila með mér.

Brjánn: Vegna fíknar ímynda ég mér og þá má spyrja; er það verjandi að ríkið selji dóp? 

Sigurjón: Takk fyrir þitt sjónarmið.

Berglind Nanna og Auður: Góðar.

Gurrí: Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:44

11 identicon

Áfengi útá lyfseðil er ekki svo galin hugmynd.Eða hvað?það er víst til fólk sem drekkur bara eitt glas af rauðvíni með steik ,og varla það.Tekur því ekki að súpa á fyrir eitt glas í mínum huga.Og tóbakið,ég neyddist til að hætta vegna eigins óþefs.Núna þjáist ég af óþef af öðrum.Ég breyttist í tóbaksrasista þegar ég hætti.Er að vinna í að breita viðhorfum mínum ,já já ég skammast mín.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband