Færsluflokkur: Matur og drykkur
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÞJÓÐARSÁLIN Í SLÆMUM MÁLUM
Stundum finnst mér eins og íslenska þjóðarsálin sé farin á fyllerí og þá meina ég blindafyllerí. Þetta er tilfinningin sem ég fæ núna þegar maður les um "veisluhöldin" á Akureyri. Getur heil þjóðarsál drukkið alkóhóliskt?
Spyr sú sem ekki veit!
![]() |
Kallaðir út úr fæðingar- og sumarorlofi til að sinna löggæslu á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. júní 2007
Á SORAVAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN
Og í ruslatunnuna fer Sigurður V. Steinþórsson, pizzasendill hjá Dominos, sem ætlar að framleiða íslenskt netklám og hefur auglýst eftir áhugasömum "leikurum" til að taka þátt. Maðurinn segir að fullt af fólki sýnt djobbinu áhuga og þrátt fyrir sendlastörfin þá ætlar Sigurður að borga vel, en 150 þúsund krónur vill hann borga og þá sennilega fyrir "aðalhlutverk" (fylgist maðurinn ekki með launaþróuninni?). Það er ekki að trufla strákinn þótt framleiðsla á klámi sé bönnuð með lögum. Hann ætlar að láta reyna á þetta enda vitað mál að fólk um allan heim græðir stórar fjárhæðir á mansali og klámi.
Mikið rosalega held ég að ruslatunnuvistin hjá mér henti þessum sendli. Það kemur hann að smellpassa inn í innréttinguna í bland við kjötafganga, pappírsrusl, sósuafganga og annan úrgang.
Langar einhverjum í pizzu... frá Dominos???
Annars er ég andvaka, það er svo erfitt að sofa þegar sólin skín og btw. Gleðilegan 17. júní
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 16. júní 2007
OJ BARASTA
Það eru kannski örfáir sérvitringar sem borða hvalkjöt. Þeir lofsyngja það út af einhverri nostalgiu er ég viss um. Lýsibragðið lætur ekki að sér hæða, sama hversu fólk vill afneita því. Nú er Hagkaup hætt að selja Hrefnukjöt. Áhuginn á því nánast enginn. Gætum við svo hætt að veiða hvali, þar sem enginn vill kaupa og hætt að láta eins og óþekkir krakkar. Plís!!!!!
![]() |
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 15. júní 2007
SNÚRA
Ég var að velta því fyrir mér svona einu og öðru í sambandi við að vera óvirkur alki, á meðan ég horfði með öðru auganu á íslenska mini-óskarinn í sjónkanum. Um að gera að nota tímann. Síðan ég kom úr meðferð í fyrra er ekki hægt að halda því fram að ég hafi farið með það eins og mannsmorð að ég sé óvirkur alki. Það er svona ákveðin trygging fólgin í því, fyrir mig, að hafa þennan sjúkdóm minn uppi á borðinu og eftir að ég ákvað að blogga reglulega um hann, vita þeir sem lesa bloggið mitt hvernig málin standa. Það hefur ekki farið hjá því að ég hafi fengið mis-gáfulegar og misfyndnar spurningar og athugasemdir frá fólki sem ég þekki og þekki ekki. Ég er alls ekki hneyksluð á því að allir séu ekki með meirapróf á áfengissýki, enda er góður hluti fólks algjörlega fært um að drekka áfengi og þarf ekki að kynna sér þetta neitt sérstaklega. En stundum hafa spurningarnar verið svakalegar krúttlegar (okokok og stundum ótrúlega heimskulegar) en ég hef frekar háan þolþröskuld gagnvart skilningsleysi fólks á þessu "vandamáli" mínu. Nokkur dæmi frá gömlum vinkonum og kunningjakonum:
Spurning: Ert þú alkahólisti? Þú drakkst nú aldrei hérna í denn!!!
Svar: Elskan við vorum vinkonur þegar við vorum 14, heilmikið vatn runnið til sjávar síðan (og ýmislegt fleira sem hefur bæði runnið og rúllað).
Sp: Geturðu grillað?
Svar: Ha grillað jú, jú, ertu svöng??
Sp: Nei en geturðu grillað? Það fá sér ALLIR BJÓR OG SOLLIS þegar fólk grillar (I rest my case)
Sp: Ég hef heyrt að YKKUR sé bannað að fara á böll og aðrar samkomur þar sem vín er í boði, þá mátt þú auðvitað ekki fara á böll er það?
Svar: Nei ég er með ökklaband sem er radartengt beint á lögguna. Sko ég hætti að mestu að fara á böll fyrir 15 árum eða svo og það áður en ég byrjaði að drekka svo þetta er ekki vandamál.
Sp. Er það rétt að þeir byrji á að brjóta fólk niður í meðferðinni til að geta byggt það upp aftur?
Svar: Vogur er sjúkrastofnun ekki "boot camp" og þar er hlúð að fólki og allir voða góðir (Guð gefi mér æðruleysi, æðruleysi, æðruleysi).
Fullyrðing: Jenny þú hefur alltaf verið smá athyglissjúk, ertu ekki bara að láta svona eins og asni til að fólk vorkenni þér?
Sv: Hem, hem finnst þér það? Það gæti verið, ég fékk allavega alveg svakalega athygli þarna síðustu mánuðina í búsinu, fólk beinlínis snéri sig úr HÁLSLIÐNUM þá sjaldan ég fór út úr húsi. Kannski rétt kenning hjá þér kérlingarlufsa.
Ég vil taka fram að lokum að ég átti nokkrar vinkonur á árum áður sem voru ekki brekkur, ein og ein náði ekki einu sinni þúfustaðlinum og ég var svo sem ekki mjög´djúpvitur heldur.
Ég fer allavega edrú að sofa í kvöld (enda harðbannað fyrir alkóhólista að vera úti eftir klukkan átta nema í fylgd með fullorðnum, þeir gætu hrunið í það).
Get ég ekki flokkað svona snúrufærlsu undir íþróttir? Ég drakk á við hvern meðal íþróttamann með sjálfsvirðingu.
Síjúgæs
Föstudagur, 15. júní 2007
FRÁ GÆRDEGI TIL MORGUNDAGSINS
Ég ætla að fréttablogga, um sjálfa mig. Mitt æsispennandi líf kemur að litlu leyti fram á blogginu. Ég get einfaldlega ekki verið að afla mér öfundarmanna út um alla bloggheima. Líf mitt er svo spennandi að það er ekki fyrir viðkvæmar eða einmana sálir að lesa það.
Farmoran og farfarinn hennar Jenny eru í heimsókn hjá henni. Farmoran hún Anna-Lisa varð sjötug í gær og ég bauð til matarboðs heima hjá Sörunni til að auðvelda mér hlutina (þau eru með uppþvottavél for craying out loud). Ég mætti þar eins og Jólasveinn hlaðin Hagkaupspokum og hóf eldamennsku en hún gekk svo brilljant að ég geri henni ekki skil hér. Jenny lék á alls oddi og fannst EKKI leiðinlegt að hafa Einarrr, ömmu, farmor og farfar með alla athygli á sér. Hún settist upp á borð og ég sagði henni að fara niður og mín horfði á mig með skelmissvip og sagði: "Nei amma, Jenny er VILLINGUR". Fyrst svo var gat ég auðvitað ekki verið að fetta fingur út í borðsetu barnsins þar sem allir vita að villingar sitja á borðum, alltaf. Ég geri mér það að leik að taka í tásluna hennar eða eyrað og spyrja hvort amma megi eiga og þetta stelpuskott sem er svo fullkomlega rökvís og yndisleg, svarar alltaf: "nei amma þú ert með". Sum sé hvaða græðgi er í mér að vera að falast eftir táslunum hennar þegar ég er með mínar eigin tíu?
Á morgun er pabbi hennar Jenny að spila á Jómfrúnni og þangað ætlum við húsbandið ásamt farmor og farfar, Sörunni og Jenny að hlusta á hann spila jazz. Það er svona annar í afmælinu hennar Önnu Lísu. Er hægt að verja laugardegi betur en að hlusta á flotta músík? Kannski koma bloggvinir mínir, þessi með almennilegan músíksmekk, og þá mun ég sitja þar eins og ókrýnd drottning bloggheima og taka á móti trúnaðarbréfum.
Í dag hinsvegar, mun ég fremja myrkraverk og það kemur ekki til með að birtast á þessum fjölmiðli en ég sendi emil þangað sem þess er óskað.
Var það eitthvað fleira?
Læfisbjútífúl!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
AUMINGJA KARLINN..
..hann Gunnar Birgisson en hann telur að hann geti ekki haldið áfram að fara á Goldfinger vegna kjaftasagna um sig í Mannlíf og Ísafold.
Er það nema von að manninum sé misboðið. Það eru einhverjir blaðamenn úti í bæ að eyðileggja fyrir honum saklausa skemmtun.
Skömm er að.
![]() |
Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 13. júní 2007
AUKAFLOKKAR
Ég er mikið fyrir aukaflokka á Moggablogginu. Nota þá óspart. Mér finnst sárlega vanta fleiri sollis. Hér eru hugmyndir fyrir ritstjórnina:
Harðangur og Klaustur
Brauð og kökur
Saurgerlarannsóknir
Skautahlaup og vatnaballett
Migreni á Grænhöfðaeyjum
Vatnsbúskapur kaktusa
Danskt fjallaklifur
E-vítamín
Skyrbjúgur
Sjúkdómar og viðhald þeirra
Tímarit og krossgátur
Ég gæti nefnt fleiri flokka en tek þessa sérstaklega þar sem mig hefur svo lent í alvarlegum vandræðum þegar ég hef skrifað um ofangreind efni. Plís gerið eitthvað strákar.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
ÉG ÞOLI SVO HJARTANLEGA..
..að horfa á miðnætursólina
..að lykta af blóðbergi
..að halda á börnum og finna lyktina af þeim
..að láta rigna á mig
..að fjúka
..að sofa
..að hlægja
..að lesa
.. að snúa upp á hárið á mér
..að mála á mér augnhárin
..að vera á sjó
og svo margt, margt fleira.
ÉG ÞOLI SVO HJARTANLEGA EKKI
..hentistefnu stjórnmálamenn
.. umræðustjórnmál
..nýrík snobbhænsni
..fólk með fórnarlambsblóðbununa aftan úr sér
..soðinn fisk
..sólregn
..tímann frá nýársdegi og fram í miðjan janúar
..magaspeglanir
..helgislepju og væmni
..lýsi "in any way, shape or form"
..rafmúsíkk
og nokkur atriði til viðbótar sem þola ekki birtingu.
ÉG SKIL SVO HJARTANLEGA EKKI
..Georg Bush
..Pétur Blöndal
..Ellý Ármanns
..Jón Val
..Biskupinn og aðra kirkjunnar þjóna sem praktisera mannréttindabrot á samkynhneigðum
..Jay Leno
..kvenhatara og karlrembusvín
..rasista
..nafnlaus skrif sem beinast gegn persónu fólk
Að öðru leyti er ég með allt á hreinu.
Vildi bara koma þessu að.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
HAFLIÐI Á TILBOÐI Í KÍNA
Dýr yrði Hafliði allur höfum við sagt hingað til. En 18.000 krónur aumar þarf MacDonald´s í Kína að greiða stúlku sem var að borða hammara í rólegheitunum þegar rotta nokkur stökk upp læri hennar og beit. Sem sagt bitið á mörgum vígstöðvum. Vel sloppið hjá þessu fyrirtæki sem þénar milljarða og milljarða ofan á stórhættulegum fitubollumat. Ætli upphæðin miðist við að þetta gerist í Kína? Hvað myndi svona rottubit kosta í USA? Ég kasta upp og ekki bara af tilhugsuninni um rottuna.
![]() |
McDonald's greiðir 18.000 krónur í bætur fyrir rottubit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. júní 2007
ÉG FÆ KIKK ÚT ÚR ÞVÍ..
..að borða lífrænt ræktaða tómata á speltbrauðið mitt sem ég fæ mér á daginn, vegna hollustu og sykursýkismataræðis. Finnst ég vera eitthvað svo heilbrigð í lífsháttum þannig.
Mikið ískyggilega langar mig í gamaldags Fransbrauð úr mjólkurbúðinni á Bræðró, með lífrænt "ræktaðri" jarðaberjasultu.
Ég er eitthvað svo klikk í dag. Muhahahahaha
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987757
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr