Færsluflokkur: Matur og drykkur
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Sukkjöfnun og perrafegurðarsamkeppni
Ég vaknaði í morgun með matarógeð.
Renndi mér í huganum yfir inntöku á mat og fylgihlutum yfir jóladagana og varð óglatt.
Ég er sko ekki eins og hann Þórbergur sem elskaði að gera það en fékk ógeð á kynlífi um leið og hann fékk það.
Sko, róleg, varðandi mat, er ekki að ræða mitt kynlíf hérna, hef gert það sinnum þrír eins og börnin mín sanna svo fallega.
Engar ríðingar án framleiðsluhugsunar hér, þið saurugu lesendur. (Þetta er heilagleikajöfnun, búin að vera svo væmin yfir jólin).
En án gamans þá er þetta beinlinis stórhættulegt að borða svona mikið af óhollum mat, fleiri daga í röð og ég er ekki sú versta, enda nokkuð fljót að verða södd.
En það er eins og ég sé ólétt af steini, algjörum grjóthnullungi.
Annars bara góð. Ég og bandið ætlum að borða fjallagrös fram á gamló.
Það er skemmst frá því að segja, að þrátt fyrir lélegar prógnósur frá umhverfinu eigum við bandi 10 ára brúðkaupsafmæli í dag. Takk og takk og allt það. Sleppum hamingjuóskum á prenti, því ég hef fengið svo margar fallegar undanfarið. Mig langar í umræður um mat, óheilbrigt líferni (með því auðvitað) og svo langar mig að koma upp heilafegurðarsamkeppni þar sem verðlaunað verður fyrir kvenfyrirlitningu og subbulegar hugsanir sem myndbirtast í bloggfærslum og athugasemdakerfum.
Ég er með tilnefningu. Alkóatalsmanninn rauðhærða sem hefur stofnað til fegurðarsamkeppni feminista inni á síðunni sinni og allar subburnar í kommnetakerfinu eru tilnefndir líka.
Komið endilega með tilnefningar. Af nógu er að taka. Ótrúlegustu menn hafa kynt undir sóðalegri umræðu um feminista og feminisma á árinu. Egill Helga lagði t.d. sitt af mörkum. Margir kvenhatarar sáu hann sem leiðtoga sinn í greininni, eins og sjá má í athugasemdum á blogginu hans. Reyndar var Agli alls ekki gefið um það, þannig að honum er fyrirgefið.
Úrslit verða tilkynnt á gamló. Verðlaunin eru ferð til Kolbeinseyjar, vetrarlangt.
Annars er þetta blogg um sukkjöfnun í mat.
Ég er ÖLL komin aftur, ég verð aftur góð og blíð þegar gamló gengur í garð. Þangað til ætla ég að rífa kjaft.
Ég elska ykkur öll, bloggvinir og aðrir gestir.
En nú er ekkert falalalala í dag, það verður tekið á morgun.
Súmítúðedogskikkmíandbítmíækenteikitt!
Úje.
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Við og græðgin
Á jólunum höfum við leyfi til að liggja á meltunni, éta á okkur óþrif, sofa úr okkur meðan lágmarksmelting og þarmabalett fer fram og svo byrjum við aftur.
Ég er frekar matgrönn undir venjulegum kringumstæðum. Get t.d. aldrei lokið af disknum mínum á veitingahúsum. Skammtarnir eru einfaldlega of stórir. Og ég er ekki að tala um ameríska skammta, enda á ég ekki sögu um að hafa snætt á veitingahúsum í Ameríku, gamli komminn, en á vellinum í denn, borðaði ég 1/4 af því sem fram var borið.
Nú en hvað um það.
Svo koma jólin og þá umturnast ég eins og aðrir landsmenn og nágrannar okkar í kringum okkur, eins og Danir og Svíar. Veit ekki með Finna og Norsarana, norskur matur hugnast mér ekki og ég get ekki ímyndað mér að þeir geti verið ýkja hrifnir af honum sjálfir.
Ég úða í mig forréttum, aðalréttum, desertum, tertum og ullabjökkum í samlede verker. Rétt kem upp til að anda, áður en ég gref fésið á mér ofan í næsta fat. Ég spyr alla sem ég tala við, náið út í hvað þeir eru með í matinn og eins og það sé ekki nóg þá spyr ég; en í gær og hvað ætlarðu að hafa á morgun, en á gamlaárs?
Maður er nottla bilaður úr græðgi. En ég sé samt ekkert athugavert við að stöffa sig til vansa á jólunum. Kommon, lífið er táradalur alla hina daga ársins. Segi sonna.
Minnir mig á myndina sem ég sá í Háskólabíó (örugglega Fellini) sem hét Átveislan. Einhver hópur af körlum söfnuðust saman í einhverjum kastala og úðuðu í sig mat, kúkuðu og ráku við og átu og átu og dóu svo í eigin saur. Fyrirgefið, þetta er ekki jólalegt en myndin var svona.
En ég get glaðst yfir því að hafa í dag aðeins borðað eitt egg og eina ristaða brauðsneið með andapaté (kæfu, arg patékjaftæði). Ég ætla að láta það nægja þangað til ég hendi mér á svínasteikina í kvöld.
Reykt kjöt er út fram að næstu jólum. Fólk er að deyja eða veikjast alvarlega af hangikjöti og hamborgarahryggjum, bæði hér (ok ekki deyja kannski) og í Köben.
Svo eru snapsarnir hjá Danskinum auðvitað efni í heila færslu, en ég nenni því ekki, mér finnst áfengi leiðinlegt umræðuefni nema þegar ég skrifa um fjarveru þess úr mínu frábæra edrúlífi.
Og komasho allir með andlitið ofan í kjötkaltlana.
Úje og falalalalalala
![]() |
Átu yfir sig um jólin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. desember 2007
Það er eins gott að horfast í augu við ástandið
..ég er fótlama og það stendur ekki til bóta, alveg á næstunni. Ég get ekki rétt úr löppinni, hún er bólgin um hnéð og áform mín um jólaklæðnað eru aflögð.
Jólapilsið sem frumburður keypti í Köben, af einum af okkar uppáhaldshönnuðum verður að líkindum ekki notað, því til hvers er að skarta fötum þar sem svartklæddir leggir í hælaháum skóm, leika aðalhlutverkið?
Ónei, margt fer öðru vísi en ætlað er. Ætli ég birtist ekki við jólatréð á aðfó, íklædd náttserk eða kufli, sem felur mínar fögru fætur. Svo mun ég staulast áfram, samanbitin af kvölum (okok smá ýkjur), stynja lágt, leggja hönd að enni og segja; Guð minn það sem þú leggur á mig.
En....
Hér kom skádóttir og dóttir og þrifu heimili þannig að jólin geta haldið innreið sína bara núna, ef þau vilja.
Annars hef ég þá tilfinningu að akkúrat núna sé jólaklæmaxið að stíga upp í hæstu hæðir. Þar sem það nær hámarki á Þorláksmessukvöld.
Ég sit hér og blogga við kertaljós og er í jólsveinabúningi, ein heima, en maður verður alltaf að vera rétt klæddur í stíl við tilefnið.
Í þessum skrifuðu orðum er Maysan mín að lenda í Keflavík.
Er farin að lesa eða ekkað.
Falalalalalala
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Ofmæli mánaðarins, vikunnar og dagsins
Ég er í kasti, stundum verða ótrúlegustu hlutir manni að gleði. Ég fer að halda að það þurfi ekki mikið til að kæta mig, enda afskaplega einföld sál, þegar grannt er skoðað (jeræt).
Í uppvextinum man ég ekki eftir þeirri sunnudagssteik sem ekki var borin fram með Orabaunum og/eða blönduðu grænmeti frá þeim. "Blandaða" grænmetið samanstóð af grænum og gulrótum. Fjandanum bragðlausara auðvitað.
Matreiðsluaðferðin er einföld. Annaðhvort hellirðu vatninu af baununum og skellir þeim í skál og svo á borð eða að þú hitar viðkomandi baunaráðstefnu í litlum potti og setur síðan á borð. Ekkert flóknara en það.
Ég elska Orabaunir vegna þess að þær hafa fylgt mér svo lengi, traddinn er tekinn fram yfir bragð. Það væri hægt að kaupa ferskar ertur sem eru nú öllu hollari og bragðbetri afurð ef ást á baunum væri að drífa mig áfram hérna.
En nei, Orabaunir eru mér jafn nauðsynlegar og jólahangikjöt, jólakveðjur í útvarpi og aðrir lífsnauðsynlegir jólastemmningsgjafar. Þess vegna eru ekki jól án Ora.
En.. og þetta er stór en!
Ora auglýsa grimmt fyrir þessi jól, um að þeir hafi fylgt íslenskum hátíðamat í 50 ár og ladídadída og svo toppa þeir sig algjörlega með þessari hógværu fullyrðingu:
ORA - ÁSTRÍÐA Í MATARGERÐ
Ég er í öflugu krúttkasti hérna.
Jamie Oliver snædd þú hjarta, ástríðan er öll í Ora.
Falalalalala
Þriðjudagur, 11. desember 2007
Skata í raspi með frönskum og sósu...
..eða djúpsteiktur blóðmör með chilisósu og kús-kús.
Það má halda áfram að láta sig dreyma..
Sviðakjammi með hrísgrjónum, eplum og bernaisesósu.
Bjúgnahamborgari með osti og fjallagrösum.
Gellur á spaghettibeðju.
Grjónagrautur með jarðaberjasultu og hákarlalýsi.
Ég held að ég myndi snæða allt ofantalið og meira til áður en ég fengi mér hangikjötssúpu sem inniheldur auk kjöts, rauðkál og grænar baunir í einni dásamlegri bendu.
Nú fer ég og æli.
Ég er ekki á leiðinni á Kaffi Óliver á aðventunni.
Falalalala
![]() |
Gussi fann upp hangikjötssúpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Eru karlmenn hálfvitar?
Ég hef Hagkaupsmenn sterklega grunaða um að ganga út frá því að karlmenn séu vanþroska eða í besta falli, ofvaxin börn. A.m.k. þeir sem versla í Hagkaupum.
Það er leikherbergi fyrir karlmenn í nýju Hagkaupsversluninni. Með sjónvarpi, enska boltanum og svo stendur til að setja upp Playstation tölvu líka fyrir þá, litlu gúkkulaðirassarófurnar á meðan konurnar versla.
Konurnar versla nefnilega og karlmennirnir dæsa. Karlmennirnir borga og brosa. Konan veður áfram og hendir ofaní innkaupavagninn, karlinn stendur kríthvítur í framan og reynir að leggja saman í huganum, þannig að brakar í heilabúinu.
Það er tragikomískt að sjá fyrirtæki gera út á mýtur um kynin, mýtur sem eiga sér litla eða enga stoð í raunveruleikanum.
Jú konum finnst mörgum gaman að versla og sumum mönnum finnst það leiðinlegt. Samt þekki ég enga karlmenn á eðlilegum aldri sem ekki taka fulla ábyrgð á heimilisinnkaupum, þó þeir séu ekki að praktísera einhverja ástríðu eða að fá raðfullnægingar yfir hilluúrvalinu þegar þeir rúlla sér í gegnum matvörubúðina. Stundum skiptir fólk líka með sér verkum, konan verslar, karlinn sér þá um að elda eða öfugt. Það heitir verkaskipting og hefur verið lengi við líði.
Jesús hvað þetta er mikil karlfyrirlitning.
Kikkmíæmöstbídríming.
P.s. Ég ætla að planta mér í leikherbergið um helgina og hía á sökkerana sem fatta ekki djókið með herbergið. Úje.
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (170)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Ég fíflið
Ég krullast upp þegar Íslendingar apa upp asnalega siði frá Bandaríkjunum og það versta er að sjálf er ég örugglega með slatta á mínu siðaprógrammi sem ég hef tileinkað mér og er því að kasta steinum úr glerhúsi hérna. En það má.
Valentínusardagurinn sem fær Kanana til að missa sig í fleiri vikur fram að degi hjartanna (ásamt fleiri löndum auðvitað) er sá dagur sem ég hef mest ofnæmi fyrir. Hann er svo tilgerðarlegur og óíslenskur sem frekast getur. Þeir sem hafa hagsmuni af að hypa upp þennan dag eru blóma, korta- og konfektsalar.
Amerísku brúðkaupin eru annað fyrirbrigði sem kemur út á mér tárunum og það ekki af hrifningu. Það er eins og fólk sé búið að missa allt hugmyndaflug þegar kemur að því að halda brúðkaup. Marengskjólarnir, slaufurnar á bílunum (sem eru reyndar hámark plebbismans), hrísgrjónaregnið, ég má ekki byrja, ég enda í áfalli.
En af því ég er gjörsamlega óútreiknanleg mannvera (ekki kona, takið eftir því) þá er ég sjálfri mér gjörsamlega ósamkvæm.
Ég græt í brúðkaupum. Ég missi mig yfir fegurð brúðarinnar þrátt fyrir að það sjáist ekki í hana fyrir hvítu híalíni og bleikum blómum og ég fer á límingunum yfir konfektkössum, þrátt fyrir að geta ekki borðað það. En ég er ennþá með glerharðan brotavilja gagnvart þeim sem koma með blóm á konudag, væmin kort með hjörtum á Valentínusardag og ég verð eitruð ef einhver ætlast til að ég gefi blóm eða færi kaffi á kantinn, bara af því að almanakið segir það. Svoleiðis geri ég þegar ég er stemmd í það, ekki af því að Hið íslenska þjóðvinafélag hefur sett inn aðferðarleiðbeiningar ástarlífsins í almanakið.
En..
Að sama skapi er ég á því að taka upp þakkargjörðardaginn eftir Bandaríkjamönnum. Það er örugglega svo yndislegt að halda fjölskylduhátíð í byrjun aðventunnar. Ég beinlínis öfunda Kanana af þessu gullna tækifæri til huggulegrar samveru, þar sem allir njóta þess að vera til og borða góðan mat.
Af þessu má sjá,
að ég er algjör tækifærissinni og ég skammast mín ekki baun, gott ef ég er ekki rakið fífl bara.
Hver sagði að maður þyrfti alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér?
Ekki ég og úje.
![]() |
Milljónir Bandaríkjamanna á faraldsfæti vegna þakkargjörðarhátíðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Pirrings- og búhúblogg
Hvað ætli eftirfarandi gjörningur kallist?
Ég set mat á disk, ég set hann í örbylgjuofn, tylli mér og bíð eftir að hann hitni.
Ég hugsa á meðan (hef ekki hugsað svo lengi að ekki varð undan komist, stefndi í óefni).
Ég bíð og bíð og er að verða búin að leysa lífsgátuna, þegar mig fer að lengja eftir plinginu í örbylgjunni (svona er það að njúka mat, það heyrist).
Átta mig á því að tíminn hefur flogið áfram, geng að örbylgju og þar er hvorki diskur né matur.
Ég, skelfingu lostin, held að ég hafi orðið fyrir andlegri reynslu, eða það sem verra er, að maturinn hafi örbylgjast út í tómið.
Ég geng að ískáp til að ná mér í hressingu, meðan heilinn vinnur á fullu við lausn gátunnar.
Í ískáp blasir við mér matardiskur ásamt fæðu og grjótheldur kjafti. Þar liggja líka lyklarnir mínir og nýji ógeðslega flotti GSM-síminn minn.
Er eitthvað líkt með örbylgju og ískáp?
Er ég í síðhvörfum? Er ég komin á aldur eða er ég hreinlega meira utan við mig en góðu hófi gegnir?
Kona spyr sig...
að einhverju en man ekki alveg hver spurningin var.
Farin á Reykjalund,
Úje.
P.s. Ég vil bara taka fram, enn einu sinni, að ég er alls, alls, ekki femínisti, ég er sko jafnréttissinni.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Eins og að vera á staðnum
Brúðkaup aldarinnar, þá er ég ekki að tala um brúðkaup Ellenar og Eyþórs, sem eru auðvitað megakrútt og hafa verið trúlofuð síðan 1984, heldur hitt, þetta stóra, er orðið að framhaldssögu á visir.is.
Í hvert skipti sem ég fer inn á visi.is eru komnar viðbótarupplýsingar um atburðinn, þannig að nú líður mér nánast eins og ég þátttakandi í dæminu (já nú þegar). Þetta er geysispennandi framhaldssaga.
Ég veit;
..að Jón Ásgeir var steggjaður á sveitasetri
..að það er komin tímabundin "viðbygging" við Listasafnið
..að brúðhjónin vilja ekki brúðargjafir heldur benda á að fólk styðji góðgerðarstarfsemi (flott hjá þeim)
..að Gus-Gus og Ný Dönsk muni spila fyrir gesti.
..að Páll Óskari hafi verið boðið að syngja en óvíst sé hvort hann muni geta það
..að Nubu, einhver rosa kokkur muni hafa yfirumsjón með veitingunum
..að Balti mágur muni verða veislustjóri
..að kjólinn hennar Ingibjargar er svartur (flott hjá henni) og hannaður af Karli Lagerfeldt.
Auðvitað er þetta rosalegur áhugi á þessum verðandi hjónum hjá visi.is, en allir vilja fá að fylgjast með.
Ég held reyndar að þessi tilteknu brúðhjón séu dálítið töff par, að þau séu ekki þyrlupallsfólk og Eltondjonnarar þegar kemur að veislum.
Ég get alveg glaðst fyrir þeirra hönd og geri það hér með,
en vísisfólk, rólegir á áhuganum. Þið vitið örugglega meira um þessa veislu en brúðhjónin sjálf.
Svo óskar ritstjórn þessa fjölmiðils þessu ágæta fólki til hamingju þrátt fyrir að engum úr ritstjórninni hafi verið boðið í partíið og hún sé þar með hætt að versla í Hagkaupum og farin yfir í Nóatún.
Tatatata
Brake a leg.
Úje
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 12. nóvember 2007
Engar brussur takk!
(John Tickell, sá frábæri næringarfrömuður.)
Það er eitthvað aðskilnaðar - og flokkunarelement í gangi í nútímanum.
Það er ráðist að útlendingum, húðlit, kynhneigð svo eitthvað sé nefnt.
Nú kemur enn einn snillingurinn fram með hugmynd.
Leiðandi næringarfræðingur í Ástralíu hefur hvatt flugfélög til þess að láta feita farþega borga hærri flugfargjöld.
Það getur vel verið að þessi maður sé næringarfræðingur en það er ábyggilegt að hann muni vera asnalegt eintak.
Hvernig ætli framtíðin verði, varðandi þessa hluti?
Jú, má ekki leiða getum að því, með þessu áframhaldi, að til þess að komast í helgarferðina til London eða Köben á lægsta verði, skuli fólk vera:
A) Í kjörþyngd
B) Ljóshært og bláeygt (og þá kemst þú ekki með krullubíninn þinn John nema að borga "feitt" fargjald)
C) Með lítil og nett eyru
D) Og alls ekki útskeift eða hjólbeinótt
1984 hvað?
Ég er eiginlega fegin að ég lifi ekki að eilífu, sko hér á jörðinni
Cray me a river!
Úje
![]() |
Flugfélög hvött til þess að láta feita einstaklinga greiða hærra verð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 13.11.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr