Færsluflokkur: Matur og drykkur
Mánudagur, 28. janúar 2008
Smá Londresbrot
Ég hef frá svo mörgu að segja eftir mína frægu för til London, að þið fáið sögurnar í smáskömmtum. EIns og þið munið þá fórum við á magnaða leiksýningu, ég og Frumburður, en um hana ætla ég að blogga seinna.
Sýningin var eftirmiðdagssýning og eftir að henni lauk, vorum við að deyja úr sígarettulöngun, aðallega ég, og svo langaði okkur í kaffi, á Starbucks auðvitað. Við spottuðum flottan slíkan, með stólum og borðum fyrir utan og ég hentist á borð sem ég tók eignarhaldi, meðan Frumi fór inn að versla.
Borðin voru ca. 10 en samt sá maður nokkur, sem kom aðvífandi ekkert girnilegt sæti nema á borðinu við hliðina á mínu. Hann settist svo nálægt að ég varð að byrja á að losa hann af bringunni á mér. Maðurinn var einbeittur, hann þurfti að tala.
Hann spurði, um kennitölu, skóstærð, fæðingarár, foreldra, systkini, erindi mitt í heimsborginni og ég svaraði honum með jessi og nói út um samanbitnar varir. Frumburður kom út með kaffi og servéttur og fleira, og henni fannst þetta skemmtilegt.
Svo hfl maður að segja mér sorglega ævisögu sína, veru í her, kona farin, börn horfin, vinnan ómöguleg og áfram og áfram. Ég sver það krakkar ég nikkaði jáaði og neiaði en hann hélt áfram. Ég sá fram á að verða af rettunni og sú tilhugsun fær mig til að grípa til róttækra aðgerða.
Ég tók servéttu og byrjaði að sarga á mér púlsinn með henni, hélt að hann myndi skilja hintið. Ég hamaðist á púlsi og ekkert gekk og maður varð þreyttur á glötuðum tilraunum mínum til að losna við hann. Hann rétti mér plastteskeið og sagði; ég hef heyrt að þessar séu góðar til að nudda í sundur stóru æðina á hálsinum.
Meðan ég var að ná andanum, stóð hann upp og sagði.
"I have to tell you luv you are not a good listener, far to much in love with your selv."
Með það fór helvítið og við drukkum kaffið okkar eins og ekkert hefði í skorist, sem er rétt í orðsins örgustu, því bévítans sérvéttan beit ekki neitt.
Þessi saga er ekkert mjög langt frá sannleikanum.
Úje.
Föstudagur, 25. janúar 2008
Ég er á kafi í hvítu stöffi..
..sem enginn vill taka ábyrgð á og taka í burtu svo ég komist leiðar minnar.
Á að vera mætt í myndatöku núna eftir nokkrar mínútur bara. Sko til læknis ekki fyrir Mannlíf eða eitthvað sollis, bara svo það sé á hreinu.
Bensinn er hulinn þessum hvíta mjúka salla og ég er dauðhrædd um að ef bandið fer út að moka, að hann moki/skafi rangan bíl. Sniðugt ef hann hamaðist við að moka og moka, og gera bílinn keyrsluhæfan, þá kæmi nágranninn út, sem á eins farartæki og keyrði í burtu á kvikindinu.
Alveg er ég viss um að við erum að upplifa versta eða einn af verstu janúarmánuðum ever! (Sigurður!).
Hvað um það ég er svo hress hérna að það er í raun ekkert nema ósvífni.
Nú hefst tími viðurstyggilegrar matarinntöku landans.
Hvað er að, þetta var matur sem var búin til í torfkofunum og geymdur á þann eina hátt sem mögulegur var í denn. Ef ekki súrsað, þá kæst eða hangið.
Ég get ennþá ælt þegar ég minnist hvítu titrandi súrhvalsbitanna (er það ekki bara spik?)
Eða blóðmör, ég meina hvers lags villimennska er þetta, taka blóð og fylla það af fituklumpum,sauma saman í einhverja kúkapoka og sjóða. Hver borðar svona ótilneyddur,nú til dags?
Eigum við að fara út í hrútspungana? Ædóntþeinksó.
Nú er ég bara að pirra ykkur elskurnar, ykkur sem borðið þorramat. Það truflar mig ekkert,er bara að gera smá grín hérna. Enda kemur þessi viðbjóður ekki inn fyrir dyr hjá mér.
Ég borða svið (brosandi kjammar eru æði), rófustöppu og harðfisk. Er sum sé ekkert skárri.
En ég held, að fyrir þá sem hella í sig áfengi með þessum mis rotna mat, geti átt á ættu að setja af stað FERLI í boddíinu á sér, sem ekki sér fyrir endann á.
Annars er náttúrlega bara best að gera eins og ég, að sleppa áfengi algjörlega. Þið trúið því ekki hvað íslenskt blávatn er dásamlegt með mat.
Edrú í morgunsárið og alltaf einn dag í einu.
Það er ég elskurnar mínar.
Súmíkikkmíbætmí.
Úje.
![]() |
Þorrinn er genginn í garð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Himnaríki reykingamannsins..
..er ekki í Londresborg, bara svo þið séuð með það á hreinu. Vó, hvað ég hefði verið í slæmum málum, ef Nicorette nefúðinn minn hefði ekki verið með í för.
Ég sem alltaf ýki eins og mófó, er ekki að því núna og ég er að segja ykkur. að frá því að ég reykti eina vefju í viðurstyggilega og loftlausa pyntingarherberginu, fyrir okkur reykingarlufsurnar í Leifsstöð, þá reykti ég ekki innandyra, fyrr en í bílnum hennar Helgu minnar á heimleið frá sömu stöð, fjórum dögum seinna.
Svalirnar hjá Maysu minni voru það sem næst komst ciliviseraðri reykaðstöðu í ferðinni. En þar stóð ég úti í hurð.
Ég ætlaði að fá mér eina um leið og ég kom úr öndergrándinu á Picadilly Cirkus og var forðað frá handtöku og háum fjársektum, af Frumburði sem sleit sígósuna úr skolti móður sinnar og hvæsti: Ekki inni á lestarstöðinni kona, er í lagi með þig? Ég hefði getað svarið fyrir að ég væri utandyra, en tæknilega séð, þá var ég það ekki.
Annars var þetta heitasti janúarmánuður í manna minnum þarna í Londres, og veitinga- og kaffihúsaeigendur, sýna gestum sínum þá virðingu að vera með borð og stóla úti og tjöld á milli höfuðs viðskiptavinar og himinhvolfsins. Þannig að þetta reddaðist nú alveg.
Vitið þið hvað maður getur hóstað viðbjóðslega þegar maður smókar úti undir beru?
Ég er í rauninni búin að komast að því að reykingar eru óhlýðni. Borgaraleg óhlýðni (samt mannréttindabrot big tæm þið þarna sem ætlið eitthvað að fara að tjá ykkur um skaðsemi reykinga). Svei mér þá, mig hefur ekki langað svona stöðugt í sígarettu í annan tíma, og þetta segi ég við ykkur grínlaust hérna, og það var klárlega vegna þess að ég mátti það ekki.
Og ég er eiginlega komin að niðurstöðu. Ég verð að fara að taka mið af þeim ofsóknum sem ég sæti hvert á land sem ég fer, og hætta þessu. Bráðum sko.
Stelpunum mínum fannst ógissla fyndið, þar sem þær sátu í hlýjunni inni á huggulegum veitingastöðum, að sjá móður sína híma undir húsvegg í Londonskri rigningu, skjálfandi inn að beini, puffandi og púandi. Maysan er nefnilega löngu hætt að reykja og Frumburður reykir þegar hún man eftir því, sem er ákaflega sjaldan.
Og eitt að lokum. Reykingar eru hryllilega félagsleg athöfn. Ég var komin í hrókasamræður við náinn ættingja Kviðristu Kobba, eftir útliti hans að dæma, bara vegna þess að við eigum þennan dásamlega löst sameiginlegan, en það er að vera ánetjuð löglegu dópi, sem gargar á þörf eftir einhverjum til að ástunda neysluna meðl.
Cry me a river.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Úff ég gæti sagt ykkur krassandi sögur...
..af megrunartilburðum mínum og minna systra og vinkvenna. En af því að ég blogga ekki um annarra manna leyndarmál þá get ég svo sem sett ykkur inn í nokkrar góðar aðferðir sem ég hef prufað um dagana, sem virkuðu, alveg þangað til að þær hættu að virka.
Sko þetta með megrun og fitu er ógeðslega afstætt og persónulegt. Þegar ég skoða myndir af mér afturábak í tíma, og af systrum mínum líka, sem voru með mér í megrunarrússíbananum, þá verð ég alltaf rosa hissa. Við erum örmjóar á myndunum og ég hugsa alltaf: Af hverju hélt ég að ég væri ógeðslega feit þarna? Af hverju hélt ég að ég yrði lögð í einelti á Óðali, Glaumbæ eða hvar sem væri, ef ég léti sjá mig svona spikfeita, opinberlega? Svona getur maður spurt en það verður fátt um svör.
Málið er einfalt. Ég var andlegur offitusjúklingur og það hafði ekkert með líkamsþyngd mína að gera. Ég gæti skrifað heilu ritgerðirnar um hvernig umhverfið mataði okkur stelpurnar á mjónunni, gegnum tísku, bíómyndir, leikkonur og fleira, en ég nenni því ekki. Hér er mín reynsla til umfjöllunar.
Þegar ég vann í Eymundsson 21 árs gömul, fannst mér ég vera fituhlussa. Ég fór í megrun. Á einum mánuði náði ég nánast að afmá sjálfa mig af yfirborði íslenskubókadeildar Eymundssonar. Ég var með matseðil. Í hádeginu, ein ristuð brauðsneið með engu smjöri og skrælnaðri ostsneið ásamt vatnsglasi. Kvöldmatur var pakkasúpa. Á sunnudögum borðaði ég eina venjulega máltíð.
Fólk fór að tala um að ég væri að hverfa. Það hljómaði eins og englasöngur í mínum eyrum. Fólk sagði mér að ég liti út eins og Biafrabarn, ég hentist upp um hálsinn á því af einskærri hamingju og þakklæti. Um leið og einhver sagði að ég liti vel út, dimmdi yfir lífi mínu og ég herti sultarólina enn frekar.
Ég fór á hvítvínskúrinn, hikk, hann virkaði en ég var ekki orðinn alki þarna og fékk ógeð á hvítvíni og greip. Ég fór á Prins Póló og kók kúrinn þangað til ég ældi lifur og lungum. Scarsdale kúrinn var krúttlegur en tók alltof mikinn tíma.
Ég landaði hinni fullkomnu megrunaraðferð með því að næla mér í magasár og bólgur og átti því erfitt mað að borða. Ég var grindhoruð. Þvílík sæla, alveg þangað til ég endaði nær dauða en lífi inni á Lansa.
Samt hef ég ekki verið feit svona yfirleitt ef undan eru skilin meðan ég drakk og át pillur og einhverjir mánuðir til eða frá eftir barnsburð.
Þetta er nefnilega ekki spurning um raunverulega vikt, heldur hugsanavillu.
Það sem ég er að pæla héra. Af hverju er svona auðvelt að fokka í ímynd okkar kvenna? Ég er að verða fimmtíuogeitthvað innan fárra daga og enn er ég heltekin af kílóum. Ætlar þessum andskota aldrei að linna?
Þriðji hver Breti er í stöðugri megrun. Einhvernvegin er ég viss um að stór hluti þeirra eru konur.
Itsjúrlíbítsmí.
Úje
![]() |
Þriðjungur stöðugt í megrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Matseðill helgarinnar á hamfraheimilinu ásamt öðru óráðshjali
Það er eins gott að flýta sér. Eins og ástandið er á mér með lungnabólguna og berkjubólguna og hitt stöffið, reiknast mér til að ég hafi svona korter áður en ég lyppast niður og skríð til beðju.
Samt er farið að krimta í mér, mér til mikillar ánægju en ég bilaðist úr hlátri þegar ég las færsluna hennar Dúu vinkonu minnar sem neitar að gerast Baadermaður.
Hér hefur verið borðað eftirfarandi (já þið megið nota uppskriftirnar)
Föstudagskvöld: Nóatúnsgrillaður kjúklingur, með kartöflusalati úr dós ásamt einni naanbrauðslufsu.
Laugardagur: Ekkert fyrr en kl. 21,00 í gærkveldi að pöntuð var pitsa með grænmeti og unidrrituð neyddi í sig einni sneið. Fyrir svefn, 1 sveittur og marinn banani.
Sunnudagur: Ekkert fyrr en núna rétt áðan, að undirrituð neyddi í sig nakinn hamborgar úr einhverri grillsjoppu, ásamt banana (maður verður að borða svona sykursjúkur eins og maður er).
Ég mæli ekki með þessu nema fyrir þá sem eru með alltof háan líkamshita og ógleði á háu stigi.
Varðandi þetta með að bíllinn, atvinnutækið skyldi keyrður í rúst af einhverjum hraðaakstursmanni vil ég deila með ykkur pælingum mínum.
Á föstudaginn fékk ég keðjubréf. Innan 6 mínútna átti ég að senda það á x marga vini og uppskera mikla lukku. EF ég hins vegar gerði það ekki myndi ég verða fyrir stórkostlegu óhappi innan sólarhrings.
Hm... ég þoli ekki hótanir og eyddi bréffjandanum samstundis. Kannski er það óráðið sem er að tala hérna, en haldið þið að þetta geti verið hefndarráðstafanir vegna þess að ég sendi bréfið ekki áfram???? (Fruuuuuuuuuuuss). Ég er orðin smá nojuð hérna.
Og þið sem þekkið mig, ekki senda mér svona bréf, ég eyði þeim og hef hreinlega ekki efni á fleiri skakkaföllum í bili.
Það má svo koma fram í lokin, að ég hef gert mitt ýtrasta til að reykja í dag, en með slælegum árangri. Dem, dem, dem.
Og mikið rosalega sem mín gamla vinkona, Álfheiður Ingadóttir, var flott í Silfrinu. Go girl.
Er ég biluð?
Bítsmítúðebón.
Lofjúgæs
Úje og hóst,hóst.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Ef Bjarni segir það, þá trúi ég því!
Miðað við vestrænar þjóðir er heildarneysla áfengis á Íslandi með minnsta móti, jafnvel þótt veruleg aukning hafi orðið á áfengisneyslu hérlendis á síðustu árum. Þetta kemur fram í grein eftir Bjarna Þjóðleifsson lækni í nýjasta hefti Læknablaðsins.
Ennfremur segir Bjarni í greininni að með tilkomu bjórs hafi drykkjusiðir Íslendinga orðið meinlausari.
Það er ábyggilega satt og rétt. Ætli manni rámi ekki í ölóða landa sína á helgarfylleríunum (maður sjálfur með talinn), drekkandi brennivín og slíkt eitur, dettandi hver um annan þveran, talandi útlensku, eða það hélt maður oft, því fólk var orðið ómælandi á móðurtunguna á þriðja glasi. Jesús minn, þvílíkir tímar.
Það sem mér þykir þó markverðast í þessari grein, er að Bjarni telur að frumvarp sem kveður á um afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, og heilbrigðismálaráðherra hefur lýst stuðningi við, stofni þessum árangri í hættu.
Heyrið þið það Sigurður Kári og Gulli Heilbrigðis. Pæliðíðí, maður ætti ekki að þurfa að sannfæra heilbrigðisráðherrann um slíkan hlut. Svo skýrt sem hann liggur í augum uppi,
Við erum að minnsta kosti orðin meinlausari en við vorum.
Þökk fyrir það.
![]() |
Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. janúar 2008
Fruuuuuuuuusss, nú verður þessu að linna!
Ég er í raun atvinnurekandi. Staffið telur 63 aðila, konur og menn, misgóða starfsmenn eins og gengur.
Vandinn er að ráðningasamningur þessa hóps er til 4 ára í senn og ekki uppsegjanlegur á tímabilinu, nema starfsfólkið vilji það sjálft. Við þessi hundraðogeitthvað þúsund sem rekum fyrirtækið, upplifum okkur algjörlega valdalaus gagnvart þessum starfsmönnum okkar, sem hafa hlutina dálítið mikið eftir eigin höfði.
En fyrir hönd nokkurra eiganda vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Það er bannað að reykja á opinberum stöðum. Þar með talinn ykkar eðli vinnustaður. Reykaðstöðu skal samstundis lokað og þið sem enn reykið, þrátt fyrir að hafa marglýsti því yfir að það sé stórhættulegt, getið farið yfir í Dómkirkjuna eða að styttunni af Jóni Sigurðssyni, til að smóka. Það er bannað að reykja á lóð vinnustaðarins. Eins og á Lansanum, þið skiljið það er það ekki? Ég meina, þið áttuð þátt í að friðlýsa Landspítalann af eiturgufum, munið þið?
Þá er það frá.
Frá og með morgundeginum þá er ykkur stranglega bannað að taka við gjöfum sem færðar eru ykkur vegna starfs ykkar. Sem dæmi: Bækur, konfekt, vín, ostar og sollis smotterí. Þetta verðið þið að greiða úr eigin vasa, eins og við hin. Allar svona gjafir skulu endursendast með hraði, beint til föðurhúsanna eða þær gefnar til góðgerðarsamtaka, sem berjast í bökkum.
Það stendur í vísi.is að það sé verið að vinna í gjafamálinu. Ladídadída. Hvað er vandamálið? Nei, þýðir nei takk kærlega. Tekur innan við sekúndu að segja orðið.
Og engar nefndir skulu stofnaðar um reykingamálið og gjafamálin.
Það er bannað með lögum að reykja á vinnustað, þið vitið það krúttin ykkar, bönnuðuð það sjálf, og það er siðlaust fyrir æðstu valdamenn þjóðarinnar að taka við gjöfum frá fyrirtækjum. Varla eru bankarnir að senda ykkur brennivín, vegna þess að þeir halda að þið séuð illa haldnir í veskinu?
Ég hef skipt við marga banka í gegnum tíðina og hámark jólapakkans til mín hefur verið almanak. Guð hvað ég hata bankaalmanök.
Nú er lag, árið er nýtt.
Bless ósiðir.
Svo kíkjum við yfirmennirnir til ykkar fljótlega og tökum út efndirnar.
Allt í góðu?
Jájá.
Úje.
Mánudagur, 7. janúar 2008
Áhyggjur vel haldna hálfvitans
Í dag ætla ég að vera stóryrt á blogginu (ekki í síma eða sollis, þori ekki), nota lýsingarorð sem fá hárin á mér til að rísa. Þetta getur orðið skemmtilegt tómstundagaman.
Ég á við ógeðslegt vandamál að etja. Er í helvítis vandræðum með mat og matarinnkaup. Fjandinn fjarri mér að ég viti hvern andskotann ég á að hafa í bölvaðan kvöldmatinn. Viðbjóðslega erfitt að geta ekki tekið auvirðilega ákvörðun um hvað skuli slafra í sig hér um sjöleytið.
Andskotinn hvað mér finnst allur matur viðbjóðslegur eftir jólin.
Ég fór inn á þessa fargings "hvaderimatinn" síðu og þar var ekkert nema eitthvað sullumbull í uppástungu dagsins.
Grænmetis lasagna. Fruuuuussss
Steikt skata með sveppum og ógeði (halló, hver sýður saman þennan hroðbjóð?)
Ok, hætt að vera ljót í tali.
Þetta er vandamál, mig langar ekki í neitt, en öll verðum við að borða.
Ég finn alveg fjandskap til matar þegar ég hugsa um fyrirbærið.
Kjúklingur, nei - minnir á kalkúnsófétið sem ég eldaði á jóladag.
Svínakjöt, gengur ekki, var með svínalæri þarna í jólaorgíunni.
Fiskur, er svo klígjugjörn orðið gagnvart fiski, mér finnst eins og hann sé maríneraður í slori.
Grænmetissúpa, gæti gengið, ef ég tæki hana í gegnum æð. Tilhugsunin við að láta mat inn fyrir varir mínar er túmötsj.
Ég er eiginlega komin í þrot hérna. Ég gæti búið til ávaxtasalat, en það er kannski ekki alveg heill kvöldmatur.
Nú er ég sykursjúk svo það er ekkert Elsku mamma, með það. Borða verð ég.
Nú, nú, málið leystist svona glimrandi vel.
Ég gúffaði í mig 3 tekexum og drakk te með. OMG hvað ég er södd.
En hvern andskotann á ég að hafa í matinn á morgun?
Einhver?
Later
Úje
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 6. janúar 2008
Sunnudagsvæmnisblogg - eða pirringsjöfnun
Í gær var ég pirruð. Já, já, vill brenna við á bestu heimilum. Líka mínu menningarheimili, þar sem bækur prýða alla veggi, hver fjölskyldumeðlimur spilar á eðalgígjur og meðan við borðum miðdegisverðinn, hlustum við á Heimskringlu eða aðrar fornbókmenntaperlur lesnar af hljómskífum.
Ekkert slömm hér, ónei.
Og nú pirringsjafna ég.
Mér líður vel, ég er í banastuði og ég er nærri því að drekka kaffi og blogga. Kaffið ekki alveg til staðar svona, fremur en forn hljóðfæri, en drykki ég það, væri það örugglega innan seilingar, þar sem ég sit við mína kjöltutölvu og framleiði dásamlegan texta.
Þegar ég verð pirruð er það öðrum að kenna. Auðvitað, ég sjálf er saklaus eins og nýfallin mjöll. Ég er alltaf geðgóð, alltaf ljúf, alltaf leiðitöm og alltaf straujandi og sparslandi.
Það er svo mikið af fíflum sem trufla tilveru mína.
Og svo er eftir að sjá hvort húmorsleysiseintökin eru að trufla hana líka.
Í eldhúsvaski bíða mín ein fjögur glös og slatti af undirskálum.
Engir pottar eða pönnur. Reglusemin í hávegum höfð.
Já, já, það er satt þetta með vaskinn, allt hitt er uppdiktað kjaftæði, af því ég var í kjaftæðisstuði.
Það er líka satt að ég er að hlusta á BB King. OMG hvað heimurinn hefur alið af sér marga snillinga.
Í dag sé ég Jennslubarnið og lillemann hann Hrafn Óla, ég er heppin kona.
Núna fer ég og tek til höndunum, skelli mér svo bloggvinahring og geri aðra hluti sem mér finnast skemmtilegir.
Hva! Er ekki lífið dásamlegt?
Það finnst mér.
Og nú þegar ég hef pirringsjafnað, haldið þið að það sé ekki í lagi bara, einhvertímann eftir hádegið að taka Lúkasinn á bölvaða kaþólsku kirkjuna sem er að biðja presta sína að biðja fyrir börnunum sem þeir sjálfir hafa misnotað kynferðislega?
Kemur í ljós.
En hef ég sagt ykkur að þið eruð stundum lífgjafar mínir, elsku bloggvinir og aðrir gestir. Þið eruð upp til hópa svo skemmtileg og klár og fullt af öðru jákvæðu, sem ég má ekki vera að, að telja upp, vaskurinn bíður.
Later alegater!
Úje
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Ekki brúnuð kartafla í sjónmáli!
Mér finnst Tarantino flottur leikstjóri, mergjaður reyndar, en mér gæti ekki staðið meira á sama hvar hann kýs að hanga á jarðarkúlunni í frítíma sínum. Mér finnst nánast plebbalegt að lesa fréttir af því hvert hann fer til að borða, hvaða flugelda hann sendir upp í himinhvolfið og svoleiðis.
Nóg um það.
Ég á bágt, mér er illt í "slasaða" fætinum og ég er þreytt.
Þreytt eftir jólasukkið.
Alveg er mér sama þó ég sjái ekki brúnaða kartöflu nema á mynd næsta árið. Myndi meira að segja fagna því.
Hvað þá heldur steikur upp á slatta af kílóum.
Jólatréð mætti fara í frumeindir sínar hérna á stofugólfinu, ég myndi sópa því upp án þess að æmta og skræmta og segja bæbæ jólatré.
Ég gleðs yfir því að bráðum tekur hvunndagurinn völdin.
Ég held að þetta sé eðlilegt ástand, þ.e. að vera búin að fá nóg af bílífi hátíðanna.
Það eru bara skiptin yfir í hinn gráa veruleika sem geta verið svolítið erfið, þar sem maður er auðvitað búin að snúa við sólarhring og borða alls kyns óhollustu í töluverðu magni.
Svo er ég ásamt öllum hinum æst og tilbúin að ári, í að hefja leika aftur, af fullum þunga.
Þannig að ég er ekki fúl, bara smá þreytt og er að hugsa um að leggja mig aðeins og nota þessi "forréttindi" sem það eru að vera heimahangandi.
Samkvæmt ásetningi dagsins, er ég með þveggja klukkustunda skrif í bók á stundatöflu. Við það verður staðið.
Ég held nú það og knús inn í daginn.
Úje.
![]() |
Tarantino og Roth í rosa flugeldastuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987753
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr