Færsluflokkur: Matur og drykkur
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Nú er andskotans nóg komið.
Ég held að Dr. Gunni hafi komið af stað sparnaðarvitund í okkur Íslendingum með Okursíðunni sinni. Allt í einu eru allir að tala um verðlag. Svei mér þá ef allur vinkonuhópurinn minn er ekki kominn með verð mjólkurlítrans á hreint (nema undirrituð). Það var af sem áður var.
Ég stend sjálfa mig að því að hugsa um verð. Oftar en rétt á meðan ég er að borga. Svei mér þá.
Allt í einu eru allir komnir með upp í kok af verðkúgun. Þetta er pjúra verðofbeldi, því verð á mat og öðrum nauðsynjum er svo langt út úr öllu korti. Og við verðum að borða. Reyndar er til hópur í Austurríki sem lifir á ljósinu, en ég er ekki alveg búin að ná þangað enn.
Þangað til ætla ég að berjast með kjafti og klóm fyrir að fá að borga sanngjarnt verð fyrir lífsnauðsynjar.
Það er liðin tíð að ég láti henda strimlinum í búðinni eins og ég hef alltaf gert, enda ekkert verið að pæla í því að fara yfir miðann. Hvað þá að tékka á því hvort samræmi er á milli hillu- og kassaverðs.
Ég er ekki ein um að hafa verið sofandi á verðinum, hvað t.d. matvöru áhrærir. Við erum rosalega mörg sem erum slugsar. Nú er partíinu lokið kæru verslunareigendur. Aðhaldið er á leiðinni.
Ekki nema von að það sé hægt að verða trilljónsinnum ríkur á rekstri verslana með lífsnauðsynjar. Við Íslendingar höfum verið algjörlega laus við að taka ábyrgð á eftirliti með hækkunum.
Ég held að nýir tímar séu að renna upp.
Ég hreinlega nenni ekki að láta taka peningabudduna mína í görnina lengur.
Hírækommandæmínbissness.
P.s.Var heldur fljót á mér þegar ég skellti inn færslunni, eins og mér var bent á í kommentakerfinu. Sko ég ætlaði að benda lesendum síðunnar á að nætursund eins og átti sér stað í Þvagleggnum í nótt, er auðvitað sparnaðarleið. Ef öll fjölskyldan skellir sér í sund eftir miðnætti þá sparast þúsundir króna
![]() |
Skelltu sér í nætursund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Njet, njet, njet!
Ég vil galopnum á innfluttar kjötvörur. Ég er alls ekki sammála mínum elskaða flokki VG í þessu máli. Það væri nú þokkalegt ef ástandið á manni væri orðið svo leim að maður tæki undir allt sem kemur frá höfuðstöðvunum. Njet, njet, njet ekki ég.
Ég veit ekkert um landbúnað, annað en það sem hann er að gera seðlaveskinu mínu. Mín reynsla þar er ekki íslenskum landbúnaði í hag. Ég vil almennilegt grænmeti og almennilegt kjöt á heiðarlegu verði. Ég er óforbetranleg kjötæta og kjötátið vill ég fá að iðka án innblöndunar eilífra bændahagsmuna sem eru bara alls ekki mínir hagsmunir, eins og berlega kemur í ljós þegar þú kaupir t.d. lambakjöt.
Nú, ég hef áður sagt að ég er hrædd við kindur og kálfa og allt hvað heitir, nema ketti og hunda og þá borða ég ekki. Ég kæri mig ekkert um að vita hvað gerist í málum litla sæta lambsins, frá því að það valhoppar með mömmu sín á fjallinu og þangað til það liggur steikt og ilmandi á mínum matardiski. Það sem gerist á milli haga og maga, eða réttara sagt milli haga og neytendapakkninga, er einkamál lambsins. Eigum við að ræða það eitthvað frekar?
Ég er frábær kokkur, get sannað það með því að bjóða ykkur í mat, en ætla ekki að gera það af því ég nenni því ekki. Ég hef aldrei getað átt samskipti við íslenskt nautakjöt í mínu eldhúsi, án þess að útkoman verði líffræðilegt strokleður. (Ibba, já ég veit þú færð gott kjöt, en ekki ég). Þess vegna vil ég geta keypt nautakjöt sem bragð er að. Ég vil geta valið hvað ég borða og unnar kjötvörur er ekki valkostur. Ég vil borða hollan mat án þess að lenda á vergangi. Íslenskir bændur eru lítið í því að hjálpa mér í þeim efnum.
Hafið þið smakkað Bambann frá Skotlandi? Hann er seldur hér en kostar auðvitað hvítuna úr augum manns vegna einhverra andskotans verndartolla. Við erum að tala um þvílíka eðalsteik að maður er varla samur eftir að hafa reynt.
Hér er þetta spurning um afkomu og heilbrigði gott fólk. Að borða almennilegan mat. Það eru mannréttindi. Í þeirri baráttu koma bændur alls ekki sterkir inn. Og VG minn elskulegi er bara á villigötum með því að vilja viðhalda þessu löngu úr sér gegna einokunarkerfi.
Ég er örugglega algjör föðurlandssvikari, en þá verður að hafa það.
Ég þekki heldur engar bændur, ekki kjaft og hef ekkert á móti þeim pc. En þeir eru hindrun fyrir almennilegum matseðli á þessu heimili fjárinn hafi það.
Farin út að skjóta mér í matinn.
Síjú.
![]() |
Vilja ekki innflutning á fersku kjöti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. apríl 2008
..eins og nýskeindur kórdrengur
Ég óð út í göngutúr. Ég var reyndar ekki mjög göngulega klædd, hins vegar, en mig langar ekki að láta glápa á mig úr bílgluggum og vekja hlátur fólks yfir útgangnum á mér. Ef ég á að vera algjörlega heiðarleg, þá er ég sérviskupúki. Ég var í svörtum bómullarkjól, stuttri svartri peysu, svörtum sokkabuxum, svörtum stígvélum og svörtum rykfrakka. Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Jú af því þið eruð að drepast úr forvitni aularnir ykkar. Já litagleðin er að drepa mig.
Og ég arkaði af stað. Niður í dalinn á bak við hús, sem er dásamlegt útivistarsvæði fyrir íbúa þessa herjaða hverfis (djók). Ég óð áfram, með vindinn í fangið og ég lét sólina skína á andlitið á mér. Svo það sjáist að ég er frábær sportmanneskja.
Ég var að hugsa um það á leiðinni af hverju ég væri alltaf svona vond við sjálfa mig. Ég elska t.d. að vera úti í góðu veðri og lengi neitaði ég mér um það.
Mér finnst gott að vera edrú og með allt á hreinu og það leyfði ég sjálfri mér ekki heldur, lengi vel.
Nú og svo reyki ég ennþá, mun reyndar hætta í maí, og ég hef barist með kjafti og klóm fyrir mínum reykingarréttindum, forstokkuð og ósveigjanleg, þrátt fyrir að ég viti að boddíið mítt þolir ekki meir.
Það eru nefnilega kostir og ókostir við að vera sjálfu sér ráðandi. Jú það eru klárlegir ókostir þar, t.d. ef maður er sjálfspyntingarfrömuður og enginn grípur inn í illa meðferð manns á eigin líkama og sál.
En ég er ekki sadisti. Ekki lengur amk. og ég ætla að bjóða hylkinu mínu upp á heilbrigt líferni, með stöku útúrdúrum nottla. Þar kemur Lindubuffið sterkt inn, svona tvisvar á ári. Úje!
Þar fyrir utan mun ég verða eins og nýskeindur kórdrengur.
En ekki hvað?
Jesssssssssss
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Sukkfaraldur og "gourme heaven"
Í gær lét ég ábyrga hegðun í mataræði lönd og leið. Ég ákvað að gleyma sykursýkinni, ekki meðvitað auðvitað, nei,nei, og hellti mér út í ólifnað af verstu sort.
Ég borðaði ristað brauð með osti og sultu. Sultan er algjört nónó fyrir mig. Mikið djöfulli var það gott.
Ég borðaði hlussuna sem ég nota sem myndskreytingu, og þessi græna sykurbomba hefur orðið mér að falli af og til.
Ég gúffaði í mig lambahrygg með soðnum kartöflum, rósakáli og sósu. Sósan er nónó, með rjóma og alles, en hún fór með mig til gourme heaven og ég sé ekki eftir því.
Svo toppaði ég mitt óábyrga líferni með súkkulaðiköku og rjóma.
End of story.
Af og til, afskaplega sjaldan reyndar, missi ég mig svona og það geri ég af því ég er mannleg. Venjulega er ég töluvert ábyrg í mínu mataræði, enda eins gott ef ég ætla að lifa áfram. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér leið ekki vel líkamlega í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa. Svo var ekki laust við að ég væri með smá samviskubit gagnvar mínum eðalskrokki, sem er algjörlega seldur undir dynti mína.
Ég neita því algjörlega þó, að ég sé að koma á stað faraldri.
Samkvæmt þessu þá geisar offitufaraldur á Íslandi. Rosaleg dramatík er þetta. Auðvitað má fólk alveg taka í gegn hjá sér mataræði, en ég held að þetta hangi saman við vinnutíma og almenna þrælkun launafólks í landinu. Fólk hefur ekki tíma til að elda almennilegan mat og grípur þess vegna næsta skyndibita.
Ég er dramadrottning og ég veit það, og ég er alltaf með fitumóral. Samt er ég ekki feit. Ég hrópa reglulega, þegar ég geng fram hjá spegli; djö.. er ég ógeðslega feit, við litlar vinsældir fjölskyldu minnar. Ég er svo rækilega heilaþvegin af tískuheiminum. Mér finnst hins vegar þetta faraldurstal algjörlega út úr kú og í hæsta máta óviðeigandi.
Við getum þá að sama skapi talað um áfengisfaraldur, varðandi drykkjumynstur Íslendingsins.
Fruuuuussss
Í mínum bókum eru faraldrar þeir sjúkdómar og hungur sem hrjá fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og á vart lífsvon. Eins og í Afríku t.d.
Við hér á landi, getum einfaldlega tekið ákvörðun um að borða hollan mat, því valið er okkar.
Offitufaraldur hvurn andskotann!
ARG
![]() |
Offitufaraldur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Líf mitt er æsilegt og viðburðaríkt
Vá, hvað ég er búin að vinna mér inn fyrir fæði og uppihaldi hjá sjálfri mér í dag.
Ég byrjaði á að klúðra símanum aftur, í gær, hann virkaði ekki og Hive kannaðist ekki við bilun. Húsband óð með nýlegan síma í búðina, eftir að ég hafði fullvissað hann um að hann væri í sambandi í þetta skiptið og bara stórgallaður. Síminn var í lagi. Eftir að hafa hundskammað Hive, á kurteislegan hátt, varð ég uppvís af að hafa kippt einhverju úr sambandi. Sko á símanum. Svo ég gerði það aftur. Sko fíflgerði sjálfan mig, varðandi þetta nauðsynlega heimilistæki.
Só???
What the fuck, mig langar að blóta svona alvöru í tilefni dagsins og nú er ég búin að því. Þess vegna líður mér dásamlega.
Ég fó í Bónus, jájá og þar fuku 15 þúsund nýkrónur. Fór létt með það.
Svo fór ég í Hagkaup til að kaupa kjöt, krydd og fleiri fína hluti, þar fuku 11 þúsund af gulli.
Það er ekki fyndið, hversu dýrt það er að safna forða inn á heimilið.
Og smá neytendakvörtun hérna. Mig vantaði estragon. Ekki til ferskt, ég keypti pottagaldra, engin efni innblönduð þar, sem maður þarf að skammast sín fyrir. En hvað haldið þið? Jú, galdrarnir eru horfnir úr pottunum hjá þeim því nú setja þeir kryddið í plaststauka. Krydd í plasti, ég vil ekki sjá það. Afturför. Arg.
Og rósakálið maður minn. Vitið þið að konan í Hagkaup sem djöflaðist við að stafla upp ananas í grænmetinu,. horfði á mig eins og hálfvita þegar ég spurði um ferskt rósakál? Hún sagði ískaldri röddu, um leið og hún ruddi vesalings hunangsmelónunum út í kant, til að koma yfirstéttaananasinum fyrir á fyrsta farrými; rósakál er aðeins til ferskt fyrir jólin fíbblið yðar. Síðustu tvö orðin sagði hún reyndar í huganum. Líf mitt toppar allt sem er spennandi og geggjað.
Og ég kom heim eftir þessar hörmungar og ég leit í spegil. Þar blasti við þessi fullkomna persóna sem ég er, að utan sem innan og ég hugsaði: Guð hlýtur að vera til, enginn mannleg vera hefði getað skapað þessa dásemd sem ég er. Ég var yfirkomin af þakklæti fyrir þessa úthlutun almættisins mér til handa.
Farin að elda í allri minni fegurð og yndisleika.
Úje.
Ég er svo hoppandi glöð.
Föstudagur, 28. mars 2008
Að gefnu tilefni
Nýju "Season All" kryddstaukarnir eru með loki sem á að opna efst, vitið þið. Sko það á ekki að skrúfa tappann af eins og á gömlu týpunni. Þeir sem það gera, gætu átt á hættu að missa úr stauknum eins og hann leggur sig, t.d. yfir alla steikina sem er uþb að fara í ofninn. Það var sko kona sem ég þekkti sem lenti í því. Hún var utan af landi.
Svo vil ég koma því á framfæri við Fluvuna, að læknirinn var andlitslaus, þ.e. hann var ekki með exem á enninu. Get ekki farið nánar út í lúkkið á honum, því hann les bloggið mitt, karlinn sá.
Ójá.
Farið varlega í nóttinni.
Síjúgæs!
Cry me a river.
Kryddfrömuðurinn Jenný Anna
Matur og drykkur | Breytt 29.3.2008 kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Samdráttaruppskriftir
Íslenska ríkisstjórnin hefur sett niður sína síðustu kartöflu í mínum garði. Þeir ætla ekki að grípa til neinna aðgerða í efnahagsmálum og við meðaljónarnir fáum auknar byrðar að bera.
En af því að það er minnst á kartöflur.
Kartöflur voru fátækramanns matur í Svíþjóð í denn. Þær voru soðnar, steiktar, bakaðar og eimaðar, og í beinu framhaldi bæði étnar og drukknar.
Nú þegar stórmarkaðirnir hækka innflutta matvöru um 15% eða meira þarf að nota útsjónarsemina.
Við förum í kartöflurnar.
Ég kann að búa til kartöflubollur, kartöfluklatta, kartöfluköku plús allt hitt sem allir kunna. Maður var ekki búandi í Svíþjóð fyrir ekki neitt.
Ég er að hugsa um að opna neytendasíðu. Þar sem samdráttaruppskriftir verður að finna. Aldrei að vita nema það komi sér vel. Bónus jr. er búinn að segja okkur að herða sultarólina.
Öryrkjar, eldriborgarar og fólk á strípuðum töxtum; herðið, herðið, herðið. Það er verið að tala við ykkur börnin góð.
Ég er farin að stinga upp kartöflufjandann hans Geirs H. Haarde. Þessa síðustu sem hann setti niður í mínum garði.
Heyrurðu það kartöfluhöfuð?
Ælofitt.
Úje.
![]() |
Kartöflunni kippt inn í 21. öldina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 27.3.2008 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 23. mars 2008
Helvítið hann Erill!
Aumingja Erill vinur minn. Hann þolir ekki hátíðar og venjulegar helgar leika hann grátt líka. Vinir hans og nafnar eiga það sammerkt með honum að þola ekki áfengi og fíkniefni.
En gefst hann upp? Ónei. Erill hefur gefið dauðan og djöfulinn í að sjá lögregluembættum landsins fyrir vinnu og hann reynir að sjá til þess að þeir komist ekki einu sinni í sígópásu, vegna Erils.
En hver er Erill, hvernig manngerð er þessi vandamálafrömuður?
Hm.. látum okkur sjá.
Erill karlinn er giftur, konan hans er oftast heima þegar hann fer út að "skemmta" sjálfum sér og íslensku þjóðinni. Hann hefur það að markmiði að komast í blöðin í hvert skipti sem hann dettur í það. Honum tekst alltaf að komast á spjöld sögunnar. Sem er afrek út af fyrir sig.
Erill á nokkur stykki af börnum, flest um tvítugt og hann á þau með mörgum konum. Flest þessara barna hafa erft sukkhegðunina frá pabbasín og hjálpa honum við að fokka upp lögum og reglu í hvert skipti sem verið er að gera sér dagamun. Það eru afkomendur Erils sem míga á háheilagar byggingar, slá húfuna af löggunni og lemja mann og annan. Erill sjálfur fer oft fyrir flokknum.
Eril má oft sjá á förnum vegi í miðri viku. Þreytulegan, klórandi sér í rassinum, borandi í nefið á sér og snýtandi sér út í loftið. Hann er léleg útgáfa af frummanninum.
Nú eru skemmtilegir tímar að renna upp hjá Erli Narðarsyni. Grilltíminn fer í hönd. Það elskar Erill. Hann er manna fyrstur að fíra upp í grillinu, henda á það dýraleifum og fullur af góðum ásetningi, ætlar maðurinn að vera heima, snæða brunarústirnar og fá sér smá í glas. En það endar á einn veg, hann rýkur í bæinn og gerir líf allra sem þar eru á ferli að hreinu motherfucking helvíti.
Tökum Eril af götunni. Læsum hann inni og best væri að tala hann inn á að fara í meðferð og afkomendurna líka.
Við gætum t.d. gert honum tilboð sem hann gæti ekki hafnað.
Farin í frekari rannsóknir á fyrirbærinu.
Gleðilega júnóvott.
Ójá.
![]() |
Fangageymslur fullar í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 22. mars 2008
Gjallarhornsfíbblið
Jæja, hér er mynd af mér sem húsband tók af mér núna áðan. Það sést kannski ekki, en ég var að versla fyrir páskana. Djók.
Ég er alveg svakalega bloggin í dag, enda hefur dagurinn (með smá undartekningum) liðið við lítið. Ég verð svo undarleg á páskum, veit ekkert hvað ég á að mér að gera.
Ég hitti konu áðan, í verslunarferðinni, hún er hávær og miður skemmtileg, enda þekki ég hana nánast ekkert.
Hún: Ég las það á blogginu þínu að þú hefðir farið í meðferð!! Ertu edrú?
Ég (lágt): Jabb. (Hugsaði: en þú gjallarhornsfíbblið þitt?).
Hún: Þú féllst um daginn sá ég, hvað ertu að pæla?
Ég: Hm.. það var stutt fall og ég fór strax inn á Vog (ég hvíslaði).
Hún: Frusssssssss aumingjaskapur.
Ég: Já finnst þér það.
Hún: Jább, klárlega.
Ég: Gleðilega páska.
Hún: (brosir sínu blíðlega og kallar til Ísafjarðar) Ég elska að lesa bloggið þitt. Það er alltaf eitthvað vesen á þér. Við liggjum yfir því vinkonurnar.
Ég:#%))$)$W)%(#=($%ö
Jájá, gaman að hitta fólk.
Ég hreinlega elska fólk (með örrrrrrfáum undantekningum)
Ekki segja að ég deili ekki með ykkur mínu stórskemmtilega lífi hérna.
Alltsvo yfir og út!
Súmíbítmíbætmí.
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Rakin ósannindi
Ég er mjög ábyrg í minni sykursýki og sprauta mig upp á punkt og prik með insúlíni tvisvar á dag.
Ég hef fullt kontról á mínu mataræði og ekki halda því fram að ég missi mig einstaka sinnum þegar freistingarnar bera mig ofurliði. Það er helber lygi.
Það er heldur ekki sannleikskorn til í því að ég hafi ráðist á ákveðna tegund sælgætis áðan og "gleymt" því að það er á nónó listanum.
Þetta segi ég ykkur því ég kann ekki við að fólk efist um heilindi mín gagnvart mínum sjúkdómi.
Úff,
hvað hefðu mínir nánustu sagt núna ef það hefði verið rauðvínsflaska í stað myndarinnar af þessu græna gumsi (sem ég veit ekki hvað er), í byrjun færslu?
Ég er ansi hrædd um að björgunarsveitin hefði verið send í Breiðholtið og það með látum.
En ég er ábyrgur alkahólisti, enda búin að læra að þar dugir hvorki hálfkák eða svindl.
Þetta langaði mig til að segja ykkur börnin góð.
Í almáttugs bænum farið varlega í myrkrinu.
Óbigmama, hvað útsýnið er fallegt af snúrunni!
Úje
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr