Leita í fréttum mbl.is

Fautar og fól

Ég segi það satt og lýg því ekki að það fer um mig ískaldur hrollur þegar ég horfi á viðtalið við þennan vesalings fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Hann heitir Eyjólfur Kristjánsson.  Eyfólfur vill nefnilega koma upp lokuðum flóttamannabúðum og setja flóttamenn í gæsluvarðhald meðan mál þeirra eru skoðuð.

Það er sem sagt glæpsamlegt athæfi samkvæmt lögreglunni suður með sjó að vilja koma til Íslands sem flóttamaður.  Gæsluvarðhaldssök - ekkert minna.

Hvern fjandann er þessi maður að boða hérna?

Eyjólfur talar um að það sé óþolandi fyrir fjölskyldurnar á svæðinu að hafa einhverja menn sem mögulega geta verið morðingjar á sveimi í þessu eðla landi.

Ég ætla að leyfa mér að skammast mín fyrir hönd þessa embættis.

Var kúrsinn útlendingatortryggni 101  í lögguskólanum og ef svo er var Eyjólfur efstur á prófi?

Mér liggur við að álykta svo þegar ég hlusta á fulltrúa löggustjórans (og stjórann sjálfan reyndar líka) tala eftir árásirnar á alla hælisleitendurnar um daginn.

Einhver sagði á blogginu eitthvað um að þessar aðgerðir væru löglegar á landinu okkar kæra og þess vegna ætti maður ekkert að vera að fetta fingur út í þær.

Halló, landið er fólkið sem býr í því og ef meginþorri Íslendinga hugsar svona gagnvart fólki í neyð þá er það mér ekki afturenda kært.

En ég veit að flestir Íslendingar eru vænar manneskjur og vilja koma fallega fram við fólk.

Líka flóttamenn og líka þá sem mögulega fá ekki dvalarleyfi.

Þetta er spurning um eðlilega framkomu ekki fautaskap.

Svo tel ég að við þurfum ekki á svona æsingamönnum að halda í löggunni.

Enda dettur mér ekki í hug eitt andartak að þessir tveir sem hér eru nefndir séu einhver summa af íslenskri lögreglu.

Og guði sé lof fyrir það. 


mbl.is Vilja flóttamenn í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég er sammála því að menn sem eru að koma sér til landsins á fölskum forsendum séu settir í varðhald á meðan mál þeirra eru skoðuð. Ég vil líka að það fái enginn útlendingur vinnu hér eða landvistarleyfi nema með hreint sakavottorð. Ekki kalla úlfur, úlfur...

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:30

2 identicon

Heldurðu ekki að þú ættir að gæta þín aðeins í gagnrýni þinni á lögregluna? ”vesalings fulltrúa” kallar þú nafngreindan lögreglumann! Heldurðu að þú þyldir að sjá talað svona niður til hælisleitanda? ...”setja flóttamenn í gæsluvarðhald” segir þú að sé vilji nafngreinda lögreglumannsins. Gefðu þér nú tíma til að hlusta á viðtalið við manninn. “Það er (...) glæpsamlegt athæfi samkvæmt lögreglunni (...) að vilja koma til Íslands sem flóttamaður.” Af  hverju ertu að gera sjálfri þér þann óleik að snúa svona út úr orðum lögreglumannsins? Læt þetta duga.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

það eru ekki nema fífl sem halda að það fólk sem kemur til landsins og kallar sig flóttamenn, séu einhverjir sakleysingjar.Í flestum tilfellum eru þetta glæpamenn eða pakk sem vill láta aðra sjá fyrir sér.

Sigurgeir Jónsson, 16.9.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bara segjast heita Bobby Fischer, þá eru manni allir vegir færir. Verður meira að segja sóttur á einkaþotu.

Víðir Benediktsson, 16.9.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þessi viðbrögð við færslunni þinni koma mér verulega á óvart. Þetta fólk hefur kannski ekki átt annarra kosta völ til að geta flúið land en að nota fölsuð skírteini. Er fólk ekki saklaust þar til sekt sannast?

Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:54

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Segi nú bara það sama og Helga, er ekki fólk saklaust þar til sekt sannast. Annars finnst mér fáránleg framgangan gagnvart þessu fólki sem sækir um hæli hér, get ekki ímyndað mér að framfærslan sem það fær meðan þeirra mál veltist í kerfinu svo mánuðum skiptir sé mikið til að hrópa húrra yfir, skil það vel að reyna að bjarga sér í aukapening.

Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 21:01

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eftir höfðinu dansa limirnir. Hvað heitir höfuðið? BB?

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2008 kl. 21:04

8 Smámynd: Himmalingur

Mig grunar að veggíhlaup þín séu farin að taka sinn toll elsku Jenný mín! Annars bara knús!

Himmalingur, 16.9.2008 kl. 21:05

9 identicon

Finnst þér sem sagt eðlilegt að menn sem neita að gera grein fyrir sér, eru með fölsuð vegabréf og ljúga að lögreglu fái stöðu flóttamanns á silfurfati. Þú virðist álíta að allir slíkir séu raunverulega pólitískir flóttamenn og þeir sem efast séu illgjarnir fantar.

Það er vel þekkt í nágrannalöndunum og annars staðar að mikill meirihluti hælisleitenda eru einfaldlega í leit að betra lífi í ríku landi og einnig eru margir þeirra á flótta undan lögreglu vegna glæpa.

Annars virðistu búinn að koma þér upp svo inngróinni skoðun á þessum málum að engin rök eða  staðreyndir muni hafa nokkur áhrif þar á.

Það eflir hins vegar alls ekki þekkingu eða víðsýni að stinga hausnum í sandinn með afturendann í loft upp. 

magnus (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:10

10 identicon

Sælir eru fávísir tví teir vita ekki hvað teir eru heimskir. Að til sé fullorðið fólk hérna sem trúir tví að allir sem hingað koma séu saklausir flótta menn sem séu í bráðri lífshættu! Nú skalltu Jenný lesa allt um tetta mál. Tað er sterkur grunur um mansal,fölsuð vegabréf,peningar sem ekki var gert grein fyrir ofl ofl. Viltu bara að Pétur og Páll labbi hér inn og út og geri tað sem teim sýnist? Og við vitum ekki hvaðan teir koma eða hverjir teir eru?? Ertu svona mikill kjáni?

óli (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:13

11 identicon

Ég á ekki til orð yfir því að fólk vilji bara hafa Ísland galopið. Eigum við ekki bara að vera föst fyrir og hleypa engum inn  í landið sem ekki getur sannað hver hann er ?? ég hugsa að það sé skoðun flestra Íslendinga. Það er engin ástæða fyrir okkur að halda uppi fólki í húsnæði, mat og vasapening svo vikum og mánuðum skipti ef það er bara komið til að flýja eigin skít. Var ekki verið að tala um heimilislausa um daginn í fréttum er okkur ekki nær að hjálpa okkar eigin löndum áður en við förum að moka undir glæpalýð sem hingað hópast ?? Ég þekki engan sem fær pening án þess að borga skatt af honum!!!! elli- og örorkulífeyririnn er skattlagður (reyndar eru sumir búnir að marg borga skatta af þessum peningum) svo koma hér inní landið fólk á fölskum forsendum og fær allt upp í hendurnar og heimtar meira!!!!!. Nei takk burt með þennan lýð úr landi  en bjóðum alvöru flóttafólki velkomið.

Jónina (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:51

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Velti fyrir mér hvað þið eruð að hugsa magnus og óli.

Þið eruð ekki að skrifa um innihald færslunar, eða hvað?

Mér sýnist færslan snúast um það hvar hælisleitendum sé búinn staður á meðan staða þeirra er skoðuð. Hvort það eigi að geyma þá í gæslufangelsi eða ekki.

 Leiðinlegt að lesa svona dónaskap, þó Jenný sé örugglega fullfær um að svara honum.

Þröstur Unnar, 16.9.2008 kl. 21:51

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Takk.

Jónína: Hvernig ætlarðu að pikka út alvöru flóttafólk?  Stendur það kannski tattúerað á enni fólks?

Óli: Í mínum bókum er það fávísi að geysast fram á völlinn með fullyrðingar sem fá ekki staðist.  Hvar hef ég sagt að allir flóttamenn séu "saklausir"?  Hvergi.  Ég er einfaldlega á móti þessari hugmynd lögreglumannsins Eyjólfs sem allar að setja fólk í gæsluvarðhald fyrir þær sakir einar að hafa komið til landsins í leit að hæli.

Magnús: Mín skoðun er ekkert svakalega inngróin að öðru leyti en því að ég trúi því inn í merg og bein að framgangsmáti þessara mála geti verið í mannúðlegri kantinum.  Ekki ætla mér eitthvað bara vegna þess að við erum ekki sammála.

Hilmar: Skil ekki hvað veggjaköstin hafa með skoðanir mínar á framgöngu lögreglunnar að gera.

Svanur: Rétt.

Huld og Helga: Akkúrat.

Víðir : Góður.

Sigurgeir: Já þú veist allt um fíflin, ertu kannski í þeirra hóp?  Ég endurtek og klippi það hér með út í pabba fyrir þá sem eiga erfitt með skilning að ég hef hvergi haldið því fram að allir hælisleitendur séu saklausir.  But.. ég held að flestir þeirra hafi nákvæmlega ekkert til saka unnið.

Nafnlaus: Ég ber enga virðingu fyrir nafnleysingjum og enga virðingu heldur fyrir fólki sem reynir að æsa upp í öðrum neikvæðni og tortryggni.  Lögreglan á að starfa í þágu almennings í þessu landi ekki magna upp fordóma og hræðslu.

Hulda Elma: Og hvernig á að skera úr um hvern á að setja í fangelsi á meðan málin eru skoðuð?  Kannski alla?  Konur, börn og allan pakkann?

Verið róleg á mannúðinni gott fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 22:06

14 identicon

Þú virðist nú skjóta sjálfa þig í fótinn þegar þú segist *ekki bera virðingu fyrir fólki sem reynir að æsa upp í öðrum neikvæðni*. Með því að vera orðljót í garð lögreglunnar og snúa út úr orðum lögreglufulltrúans sé ég ekki betur en að þú sért að æsa aðra upp í að vera neikvæðir í garð umrædds manns. Mig langar ekki í virðingu þína: Mér gekk það eitt til að fá þig til að endurskoða textann þinn og sjá hvort þú sért ekki að snúa út úr orðum lögreglumannsins. Að því sögðu mun ég ekki eyða frekari orðum hér.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:18

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nafnlaus: Það er nákvæmlega ekkert að því að gagnrýna lögregluna.  Ég hugsa að það hefðu ekki brotist út miklar reiðibylgjur hefði ég dásamað hana.

Og það væri sniðugt að skrifa undir nafni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 22:31

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nafnlaus, það ætti í raun og veru að hunsa skrif þín, en fyrst Jenný sýndi þér þá kurteisi að svara þér langar mig að skerpa á aðeins betur.

Eyjólfur Kristjánsson er opinber starfsmaður sem varpar fram sínum skoðunum á máli hælisleitenda á opinberum vettvangi og er því engan vegin yfir gagnrýni hafin og alls ekki hægt að túlka orð Jennýjar öðruvísi en að hún spyrði hann við Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum. Einnig er sýnt að þér er ekki um eitthvað sem viðkemur persónunni Eyjólfi einum við heldur allri þjóðinni.

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:52

17 identicon

Jenný við vorum að taka á móti alvöru flóttafólki í síðustu viku, fólk sem hafði búið við mjög slæmar aðstæður í flóttamannabúðum í nokkur ár. Tökum vel á móti þeim, vonandi ertu sammála mér í því. En við verðum að vera varkár og hleypa ekki hverjum sem er inn í okkar annars ágæta samfélag. Þú hlýtur að vita að við pikkum ekki út fólk með einum putta. Fólk verður að geta staðfest það með lögmæddum hætti hver það sé,ekki mikið vandamál fyrir þá sem eru með hreint mjöl í pokanum. "Stendur það kannski tattúerað á enni fólks"? spyrð þú,   ekki vera svona barnaleg   NEI að sjálfsögðu ekki. En sendum það fólk sem kemur ólöglega hingað til lands strax til þess lands sem það kemur frá. 

Jónína (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:13

18 identicon

Mér finnst þú ótrúlega óheiðarleg Jenný að snúa vísvitandi út úr orðum mannsins til að reyna að styrkja þinn málstað sem þú heldur hér á lofti.

Það fólk sem hann vill fá í gæsluvarðhald er það fólk sem kemur hingað á fölsuðum vegabréfum og neitar að gefa upp hvert það er. Er ekkert grunsamlegt við það? Af hverju ætti einhver heiðarlegur hælisleitandi að gera það?

Það eru ekki hagsmunir okkar Íslendinga að fólk sem við vitum ekkert um fái að valsa hér frjálst um á meðan bakgrunnur þeirra og saga er skoðuð?

Það á að geyma þetta blessaða fólk í lokuðum búðum meðan mál þeirra eru afgreidd og ég er stoltur af fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum. Tími til kominn að embættismenn okkar vinni fyrir kaupinu sínu.

Og auk þess held ég að hann viti aðeins meira um þessi mál en Jenný og hinir hér sem eru að missa sig yfir því að maðurinn sé raunsær og hafi hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi sem hann á jú að gera. Hefur hann einhverja hagsmuni af öðru? 

Á visi.is er ma haft eftir honum og er ég sammála hverju orði "„Við höfum viðrað þessar áhyggjur okkar við þau yfirvöld í landinu sem fara með þennan málaflokk," segir Eyjólfur. Hann segir lögreglu einnig hafa sagt að þörf kunni að vera á sambærilegum úrræðum og í nágrannalöndunum, þar sem hælisleitendur eru settir í gegnum greiningu og vistaðir í til þess gerðum búðum meðan unnið er úr upplýsingum um þá . „Það kann að vera það úrræði sem myndi henta hér," segir Eyjólfur. „Að mönnum sé haldið aðskildum frá samfélaginu meðan ekki liggur fyrir hverjir þeir eru, án þess að það sé verið að setja fólk í fangelsi."

Í steininn á hins vegar að henda þeim sem koma hingað á fölsuðum vegabréfum, neita að gefa upp hverjir þeir eru og skemma fyrir öllum hinum. Það er líka asskoti merkilegt að við Íslendingar berum okkur alltaf saman við nágrannaþjóðir okkar þegar að það hentar málstað viðkomandi en annars ekki! Hvað er málið með það?

Og Jenný, myndir þú vilja að barnabörnin þín myndu búa við hliðina á flóttamannaheimilinu í Reykjanesbæ? Hvað kemur í veg fyrir það að hingað komi dæmdir morðingjar, nauðgarar og barnaperrar? Eða er það kannski útlendingatortryggni og fordómar að ætla að hingað geti komið glæpamenn af ýmsum toga?

Ég er sannfærður um að mikill meirihluti þessa fólks er heiðarlegt og gott fólk en common er þetta áhættunar virði? NEI segi ég. 

Baldur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:02

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá! Hrikalega eruði embættisblind!!!  Fólk, alveg sama af hvaða þjóðerni það er eða við hvaða aðstæður það hefur búið, hefur ákveðin mannrétti....amk í hinu vestræna samfélagi. Þið hérna eruð samt meira en til í að sópa þeim til hliðar af því að kontról-óðu lögreglumaður stingur upp á að það sé góð hugmynd

Það er ekkert verið að tala um að setja bara þá hælisleitendur sem eru hér á fölskum forsendum í gæsluvarðhald. Það er verið að tala um að skutla ÖLLUM hælisleitendum beint í varðhald og hafa þá þar þangað til komið hefur í ljós hvort þeir eru hér í heiðarlegum tilgangi eða ekki

Þessum óvandaða manni......og já, ég kalla hann óvandaðan af því að svona dettur engum í hug nema óvönduðum manni...og mér finnst hann enn óvandaðri fyrir það að vera lögreglumaður sem á jú að framfylgja LÖGUM. Og smkv lögum skellir maður ekki fólki í fangelsi fyrir það eitt að koma til landsins...... honum finnst of mikið látið með fólkið að sjá þeim fyrir 2500 kalli á dag og frítt í sund!

Reynið nú að hugsa eins og einstaklingar um einstaklinga. Þið eruð eins og ambáttir þegar kemur að því að krefjast þess að lögreglan hagi sér þannig að það megi sjá á milli í hvoru liðinu þeir eru og þegar fólk vogar sér að ætlast til þess að þeir komi manneskjulega og löglegar fram við fólk!

Það er EKKI réttlætanlegt að það fólk sem kemur hingað í leit að hæli og hefur ekkert gert rangt að sér blæði fyrir hina með því að sitja á bak við lás og slá bara "ef ske kynni"

Þið ættuð að skammast ykkar

Heiða B. Heiðars, 17.9.2008 kl. 00:28

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úr fréttinni:
Fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum vill að komið verði upp lokuðum flóttamannabúðum eða flóttamenn verði settir í gæsluvarðhald á meðan mál þeirra séu skoðuð. 
Sem sagt...allir flóttamenn ;)

....Og meira;
"Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjórans, segir að vissulega geti það verið neyðarréttur og hluti þess að vera flóttamaður að ferðast um með fölsuð vegabréf. Svona mál séu alltaf erfið þar sem margir eigi afar bágt. Svo séu líka dæmi um annað."
Sem sagt... þeir sem eru í erfiðum málum og eiga bágt skulu í varðhald af því að "svo eru dæmi um annað"
Smart

Heiða B. Heiðars, 17.9.2008 kl. 00:35

21 identicon

Oft hafið þið farið offari Heiða og Jenny enda yfirleitt færslur ykkar eins og copy peist hjá hvor annarri.Þið eruð eins og spýttar úr nösinni á hvor annarri drullið yfir fólk og skoðanir þeirra.Sjálfhverfan og hrokinn að drepa ykkur. Ég ætla rétt að vona að þið eigið aldrei eftir að komast til þeirra áhrifa að það hafi með fólk að gera. Og hringið svo í hvor aðra núna til að hakka í ykkur fólk sem ekki er í jákórnum ykkar.Þið eruð vanar því.

Helgi Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 01:14

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kjarri: Takk.

Helgi: Þetta er í annað sinn sem ég loka á ip-tölu þar sem netfangið er skráð á Háskóla Íslands?  Eru margir svona strigakjaftar þar?  Sorrí þú getur ekki svarað, ég lokaði á þig vegna ókurteisi.  En þú getur auðvitað farið í aðra tölvu - jafnvel hjá Háskólanum.  Jájá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 01:21

23 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Helgi; "skoðanir" þeirra bandaríkjamanna sem voru sammála því að lögreglu-og hervald skyldi settar rúmar skorður vegna hræðsluáróðurs hafa haft af þeim...og hinum sem voru ekki svona viljugir að beygja sig undir embættismannavald....komu því til leiðar að friðhelgi heimilisins og einkalífsins er ekki pappírsins virði.

Ég kæri mig ekki um að lögregla fái það vald að fangelsa saklaust fólk...þó það séu útlendingar.
Kannski verða þeir sem eru fæddir í febrúar næstir ;)

Svona rumsu getur bara sjálfhverfur og hrokafullur maður/kona skrifað. Takes one to know one ;)

Heiða B. Heiðars, 17.9.2008 kl. 01:29

24 Smámynd: Jens Guð

  Það má taka inn í dæmið að íslensk stjórnvöld (les = formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks) studdu innrásir í Afganistan og Írak og styðja hryðjuverkaríkið Ísrael.  Vandamál þeirra sem eru að hrekjast sem flóttamenn frá þessum svæðum eru fórnarlömb utanríkisstefnu Íslands.    

  Þetta er flott færsla hjá þér,  Jenný,  og ég kvitta undir hana. Þessi Eyjólfur er einn af mörgum sem koma óorði á lögregluna.

Jens Guð, 17.9.2008 kl. 01:57

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mæómæ hvað pólístík og tuðarabrögð geta æst fólk upp á háhælana í háskólanum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.9.2008 kl. 01:57

26 identicon

Skil ekki alveg hvernig fólki dettur það í hug að það eigi jörðina sem það gengur á.

Ég hef á tilfinningunni að ég þurfi að kalla á Eyjólf þegar ég les svona fasistma.

Ísland über alles

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 02:31

27 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er að spá.....
Baldur skrifar; Ég er sannfærður um að mikill meirihluti þessa fólks er heiðarlegt og gott fólk en common er þetta áhættunar virði? NEI segi ég. "
Það er nú einu sinni þannig að við erum að taka áhættu á hverjum degi með því að leyfa fólki að vera frjálst ferða sinna. Þar á meðal er fullt af einstaklingum brjóta lög á hverjum degi. En við tökum áhættuna á því að mæta þeim í lífinu frekar en að hafa alla á bak við lás og slá til öryggis.

Þegar fólk flykkist næst á útihátíðir um verslunarmannahelgi væri þá ekki hægt að skutla öllum karlmönnum á aldrinum 18-50 í varðhald á meðan það væri kannað hvort þeir væru líklegir til að nauðga á útihátíðinni?
Það er jú nánast undantekningalaust kærðar nauðganir á og eftir svona samkomur og þó að það sé langt frá því að allir karlmenn séu afbrotamenn þá eru "dæmi um annað" svo ég noti orð Eyjólfs
Allir sáttir.... nema náttúrulega þeir karlmenn sem munu aldrei láta hvarfla að sér að nauðga. Vissulega "neyðarréttur" en .....

Heiða B. Heiðars, 17.9.2008 kl. 02:43

28 identicon

Heiða! Lestu þetta http://www.visir.is/article/20080915/FRETTIR01/320187942

Hvaða mannréttindi er verið að brjóta? Ef þú myndir hlusta á hvað maðurinn sagði í viðtalinu á mbl þá kæmirðu því kannski inn í þinn þykka haus að hann var að tala um einstaklinga sem koma hingað á fölsuðum/stolnum vegabréfum og neita að gefa upp hverjir þeir raunverulega eru svo að það sé hægt að kanna bakgrunn þeirra. Semsagt EINSTAKLINGAR SEM VIÐ VITUM EKKI HVERJIR ERU!

Það getur sjálfsagt verið neyðarréttur að koma hingað með falsað vegabréf en það eðlilega í stöðunni er þá að gefa upp rétt nafn og aðrar upplýsingar við komu. Svo segir þú "Og smkv lögum skellir maður ekki fólki í fangelsi fyrir það eitt að koma til landsins" Það er lögbrot að koma hingað með falsað/stolið vegabréf og varðar við fangelsi! Varst ekki sjálf að heimta að það væri farið að lögum?

Og það er ekki bara "kontrólóður" lögreglumaður sem er að tala um þetta heldur líka allsherjarnefnd alþingis og nágrannaþjóðir okkar hafa gert þetta. Gætum við ekki mögulega lært af þeim í þessum málum? En hvað vitum við svosem verandi "embættisblindar ambáttir" Passaðu þig að drukkna ekki í eigin hroka!

Og Kjarri! 2 spurningar. 1.Getur fólk sem ekki er sammála þér ekki mögulega hafa myndað sér sína skoðun af sjálfsdáðum  2.Er það óeðlilegt hugarfar að bera hagsmuni Íslendinga fyrir brjósti verandi á launum hjá íslenska ríkinu?

Það eru ekki hagsmunir Íslendinga að þetta fólk fái að ganga óáreitt um á meðan mál þeirra og bakgrunnur er skoðaður. Og er það svona útilokað að hingað komi dæmdir morðingjar og nauðgarar? Og á þá bara að leyfa þeim að ganga hér um göturnar og fara í sund og svona með verið er að afla þeirra upplýsinga?

Einu "rökin" sem þið hin komið með eru útúrsnúningar og rangtúlkanir á því sem sagt er. Öskrið lög og mannréttindabrot en getið ekki með neinu móti bent á það hvar og hvernig er verið að brjóta þau. Howcome? Ég bara spyr

Baldur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 03:52

29 identicon

Og í sambandi við það sem þú skrifaðir hér að ofan Heiða þá er það bara enn einn útúrsnúningurinn hjá þér, og það ekki mjög greindarlegur heldur. Við sem göngum hér um göturnar dagsdaglega erum með nafn og kennitölu sem við þurfum stundum að nota.

Ef þú værir td stoppuð á bíl sæmilega edrú með gilt bílpróf myndir þú þá einhverntímann sýna falsað/stolið ökuskírteini og neita svo að gefa upp hver þú værir? Ef þú myndir gera það yrðir þú líklega sett í steininn þangað til þú myndir gefa upp rétt nafn og kennitölu. Væri það kannski mannréttindabrot að fara fram á það að þú sannaðir hver þú værir?

Ef fólk á Íslandi hefur dóma á bakinu er það annaðhvort í steininum eða búið að taka út sína refsingu og þær upplýsingar eru aðgengilegar yfirvöldum. Og það væri by the way góð hugmynd að banna dæmdum nauðgurum að fara á þjóðhátíð.

Það að fólk sé með hreina sakaskrá og ekki eftirlýst fyrir einhverskonar glæpi gerir fólk ekki heilagt og heiðarlegt en vissulega er hægt að grisja töluvert frá með því. Ég veit heldur ekki til þess að fólki hafi verið neitað um landvistarleyfi vegna mögulegra glæpa sem það hefur eða á eftir að fremja. Heiðarlegt fólk með hreinan bakgrunn reynir allavega ekki að fela hvert það er.

Baldur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 04:49

30 identicon

Hvað er að gerast hér klakanum ? Á þetta að verða dagheimili fyrir Schengensvæðið, nóg af vandræðum hér samt, ekki víst að ykkur verði klappað og kysst annarstaðar við sömu aðstæður kjánarnir ykkar !

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 05:25

31 identicon

Það er makalaust með þig Jens Guð  og femínistann vinkonu þína er ekkert í kollinum á ykkur annað en kjánaháttur og blogg sem orkar tvímælið svona oftast nær !

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 05:39

32 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ragnar; Spurning hvort þú flytur ekki bara í hverfið hans Ella Georgs ;)
Hann er með íslenskt vegabréf og allt !

Heiða B. Heiðars, 17.9.2008 kl. 06:52

33 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ja hérna, hér er búið að vera fjör sé ég ! Ég kvitta undir þessa færslu þína Jenný og er sammála þér og ég held að orð þeirra sem eru alveg á háa c-inu hér í athugasemdakerfinu dæmi sig sjálf. Merkilegt hvað það er aldrei hægt að eiga málefnalega umræðu um innflytjendamál án þess að einhverjir komi og æli yfir aðra, með þessum umræðuhætti komumst við aldrei neitt áleiðis í umræðu um innflytjendur, það er alveg morgunljóst. Skoðun Jennýjar er ein af mörgum og vel þess virði að ræða hana án þess að persónuárásir fylgi í kjölfarið...það er alveg ótrúlegt að fylgjast með þessu !

Sunna Dóra Möller, 17.9.2008 kl. 08:08

34 identicon

Merkilegt hvað sumt fólk vill láta opna ísland fyrir alls konar fólki sem við viljum kannski ekkert fá inn (glæpamenn).

Ef þetta ferli/kerfi flóttamanna á Íslandi spyrðist út þá værum við drukknandi í flóttamönnum, það væri mjög auðvelt að koma fólki inn til landsins gegn því að það myndi segjast vera að leita hælis.  Og þegar hingað til lands er komið, þá er bara málið að gifta sig inní dvalarleyfi.

Já, djók ..  Þetta er þegar búið að spyrjast út,  það er þegar fólk að koma hingað til landsins, biðja um hæli og gifta sig svo inní dvalarleyfi smkvt öðrum fréttum og bloggum tengdu þessu máli og svipuðum. Það eru þegar nokkrir menn/konur/fólk grunað um mannsal og smygl á fólki inn til landsins, það eru þegar dæmi um fólk sem hefur gifst íslenskum ríkisborgurum og útaf vangefnu kerfi hafa fengið hér dvalarleyfi. Það eru þegar dæmi um konur sem hafa gifst erlendum köllum til að þeir fái ríkisborgararétt og svo hafa þær látið vita að þær hafi verið þvingaðar til þess en aldrei verið kært því þær hafa altaf dregið til baka staðhæfingar um að þær hafi verið þvingaðar (leyfi mér að hugsa að þær hafi verið þvingaðar til að draga staðhæfingarnar til baka)

Ísland er ekki þetta litla sæta land sem það var einu sinni og sumt fólk heldur að það sé,  Það sem við höfum verið að sjá t.d. í erlendum bíómyndum og þáttum um t.d. mannsal, harðan heim fíkniefna og smygl á fólki og heimilisofbeldi,  sama hvað fólk vill halda þá er þessi heimur hér á landinu,  það er mikið um fíkniefni á íslandi, það er mikið um ofbeldisfulla skuldheimtumenn, það er heimilisofbeldi.

 Það er bara þannig að sumt fólk er veruleikafirrt,  það neitar að trúa að þetta sé að gerast á Íslandi, lokar augunum og neitar að hlusta,  það neitar að trúa að litla ímynd þeirra af fullkomlega saklausa Íslandi sé brostin.

Það sama gildir um flóttamennina, það skiptir ekki máli hvernig fólkið kemst hingað,  það sem skiptir máli er það að um leið og fólkið segist vera að leita eftir hæli á Íslandi þá er það ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagslegrar stofnunar sem setur það í opnar "flóttamannabúðir" þar sem þetta fólk getur þvælst um meðal almennings einsog hver annar íslendingur,  það er það sem málið snýst um.  við höfum ekki hugmynd um hvað sumt af þessu fólki er.

Þetta gæti verið raðmorðingjar frá afríku eða nauðgarar frá evrópu eða bara venjulegt fólk,  en það skiptir ekki máli.  Meðan við vitum ekki hvaða fólk þetta er eða hvaða bakgrunn það hefur, og það staðfest, þá verður tortryggnin að ráða,  þetta fólk má ekki vera frjálst ferða sinna innanlands, og alls ekki aðgengilegt almenningi.

Lokaðar flóttamannabúðir, gæsluvarðhald, fangavist.  Aðferðin skiptir ekki máli,  það eru niðurstöðurnar sem gera það.

Þið getið kallað þetta rasisma, eða fasisma eða hvað sem er,  en ég kalla það almenna skynsemi.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 08:28

35 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vissi að svona færi þegar ég skrifaði færsluna.

Þannig að ég sit ekki hérna gapandi hissa og hugsa; vá hvað fólk er haldið mikilli útlendingafóbíu á Íslandi.

Furðulegt að fólk fari á tauginni við það eitt að vilja koma fram með mannúðlegri hætti en gert var í Njarðvík um daginn.

Tilgangurinn helgar ekkert meðal og hugmyndir Eyjólfs eru ekki annað en heimskuleg blaður valdsmanns sem vill koma böndum á fólk til að lágmarka mögulegan skaða.  Þetta heitir eitthvað í sögunni er það ekki?

Íslendingar hafa staðið sig þjóða verst af Norðurlöndunum t.d. í móttöku flóttamanna.  Samt talar fólk hér eins og það streymi inn í landið mergð manna til hælisleitar.

Ég held að fólk ætti að telja niður og líta sér nær.

Hvernig viljum við láta koma fram við okkur, við fólkið okkar ef það værum við sem ættum hvergi höfði okkar að að halla.

Til gamans vil ég svo geta þess að það er ekki skammaryrði í mín eyru þegar fólk kallar mig femínista eins og einhver gerir hér, því það er nákvæmlega það sem ég er.

Og ég þakka innilega öllum hér fyrir að taka þátt í umræðunni því hún er bara af hinu góða.

Amen á eftir efninu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 09:06

36 identicon

Langflesta hælisleitendur má flokka í 3 flokka, 1) tá sem flýja hardrædi og mistyrmingar heima fyrir (sem er hópurinn sem vid erum skuldbundin til ad hjálpa, en tetta er tví midur talsverdur minnihluti hælisleitenda), 2) tá sem flýja fátækt og vilja nýta betri lífsgædi á Vesturlöndum (stærsti hópurinn, en vid yrdum fljótt partur af fátæka heiminum ef vid hleyptum teim öllum inn á okkar velferd) og svo 3) glæpamenn sem búnir eru ad brenna brýrnar heima fyrir og vantar nýjan vígvöll.  

Allflestir teirra sem eru í seinni tveimur hópunum ljúga ad innflytjendaeftirliti, einmitt vegna tess ad tad tarf ad uppfylla ströng skilyrdi til ad fá hæli.   Frægust er sennilega Ayaan Hirsi, hin um tíma hollenski tingmadur, sem vard ad segja af sér tegar upp komst ad hún hafdi logid sig inn til Hollands.   Hún var eingöngu ad flýja fátækt ekki pyntingar og hefdi tví aldrei átt rétt á hæli ef hún hefdi sagt satt. 

Tó vid getum ekki hjálpad öllu fátæka fólkinu, tá skilur madur afskaplega vel ad fólk reyni ad smygla sér inn í lönd sem hafa betri lífsgædi. Ég myndi algerlega gera tad sjálf ef ég hefdi ekki fædst med tessa fínu silfurskeid í munninum ... tessa sömu og tid öll hafid ... og tarf tví ekki ad ljúga ad neinum.

Ég bý í Danmörku tar sem menn einmitt beita tessari adferd, semsagt hafa hælisleitendur í lokudum búdum, suma jafnvel árum saman.  Hér eru menn farnir ad skammast sín hressilega fyrir medferdina á flóttamönnum og háværar raddir um ad víkja skuli frá tessari einangrun á fólki ... sem hefur haft skelfilegar afleidingar fyrir marga.

Tad er nottla ekki neinn skortur á rasisma í Danmörku og mér leidist ad sjá ad íslendingar eru ad verda alveg eins.  Sorglegt bara.

Elfa (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:11

37 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Elfa fyrir þitt innlegg.  Glöggt er gests augað eða þannig.  Kveðjur til Danmerkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 11:15

38 identicon

Komust þau ekki inn í landið með því að brjóta lög?

Ekki eins og þau séu saklaus.

Stonie (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:08

39 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi Ragnar...mátti svo sem vita að þú værir jafn húmorslaus og þú ert leiðinlegur

Heiða B. Heiðars, 17.9.2008 kl. 13:28

40 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragnar er hillarious.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 14:05

41 Smámynd: kiza

Ragnar faer mig til ad flissa einsog smákrakki thegar hann (og hans líkir) reynir ad nota ordid "feministi" sem eitthvad skammaryrdi ;)

Held ad skilningur theirra á feminisma sé nú eitthvad takmarkadur, og líklega byggdur á stereotýpum og hraedslu.  Einsog jú flestir fordómar.

-Jóna.

kiza, 17.9.2008 kl. 15:10

42 identicon

"af því að það er svo mikið raunsæi í því að gera ráð fyrir því að útlendingar séu varhugaverðir þangað til þeir geta afsannað það?"

Þegar ég sótti um vinnu á ákveðnum stað þá var ég beðinn um að skila inn sakavottorði. Er þá verið að gera ráð fyrir því að allir sem sækja um vinnu þar séu glæpamenn?

Fölsuð vegabréf, flokkast það ekki undir skjalafals? Er skjalafals ekki alvarlegur glæpur? Eða þurfa útlendingar ekkert að fara eftir lögum landsins? Þið viljið víst að þeir fái að gera hvað sem þeir vilja, þið eruð jú svo svakalega umburðarlynd.

Stonie (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:58

43 identicon

Margt undarlegt við suðurnesin.  Bæði gott og slæmt.

rakst á þessa grein á vef víkurfrétta .  Mér finnst texti blaðamannsins smekklaus svo ekki sé meira sagt .

http://www.vf.is/Q-MEN/37479/default.aspx

jonas (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:47

44 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er feministi og naív á köflum. En sammála þér Jenný. Þó ég búi í Keflavík. Ekki hræddari við útlendinga en íslendinga.

verð nú að taka undir með þetta með smekkleysu blaðamanns Víkurfrétta. Enda í tómu fokki.

Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 14:37

45 identicon

Jenný, þú segir að Ísland hafi staðið sig verst af norðurlöndunum hvað varðar innflutning flóttamanna.  Það er ein leið til að líta á hlutina ef maður gefur sér það að þeir sem hleypa flestum inn standi sig best.  Ég tel miklu frekar að Íslendingar hafi staðið sig best norðurlandaþjóðanna í þessum efnum. 

Enn hefur mér vitanlega ekki komið upp neitt dæmi um heiðursmorð hér á landi.  Hvernig er það í samanburði við t.d. Danmörku og Svíþjóð?

Enn hefur ekki trylltur múslimaskríll brotið og bramlað og brennt oní svörð vegna móðgana í garð spámannsins.

Enn er hægt að ganga hér um götur án þess að sjá kúgaðar og niðurbrotnar konur íklæddar svörtum sekkjum ganga í humátt á eftir kallpungum með hrokablik í augum.  Gangi þér vel með það í Malmö t.d.

Venjulegir glæpamenn eru ekki einir óæskilegir innflytjendur.  Sum menning er einfaldlega ekki æskileg.

marco (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:51

46 Smámynd: Pétur Kristinsson

Eigum við ekki aðeins að skoða hvað óheftur aðgangur að landinu hefur kostað okkur? Hér valsa um lítháskir mafíósar ásamt pólskum glæpamönnum og fylla fangelsin okkar. Auðvitað er flest fólk frá þessum löndum gott fólk en dæmin sýna að mikið stærra brot af þessum þjóðarbrotum fylla fangelsin heldur en sambærilegt hlutfall íslendinga.

Þess vegna segi ég að það er ekkert óeðlilegt að kanna bakgrunn fólks sem hingað vill koma. Við viljum ekki fá barnaperra hingað eða morðingja. Þess vegna verðum við að setja reglur um komur útlendinga hérna t.d. vegabréf og sakavottorð frá heimalandinu. Eru þetta óeðlilegar kröfur? Það að fólk tali um rasisma í þessu samhengi er alveg ótrúlegur barnaskapur.

Ísland er að breytast úr nokkuð öruggu landi í nokkuð óöruggt land til þess að búa í. Hver hefði trúað því fyrir ca. 30 árum að Reykjavík væri talinn ein hættulegasta borg Evrópu? Að mínu mati verður að taka upp harðari refsingar hérna, harðari skilyrði fyrir búsetu hér, efla lögregluna til muna, senda erlenda síbrotamenn til síns heimalands, auka agann í skólum landsins. Annars tel ég að við munum halda áfram á þessari ógæfubraut.

Pétur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.