Færsluflokkur: Ferðalög
Laugardagur, 30. júní 2007
ENN EITT HRYÐJUVERKIÐ..
..ef marka má lögregluna í Glasgow sem lítur svo á að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar þeir menn óku logandi jeppa á flugstöðina við borgina í dag. Flugvöllurinn er lokaður og einnig völlurinn í Blackpool.
Það endar með að ég fer og sæki mitt fólk til Englands.
Arg..bölvað pakk.
![]() |
Hryðjuverk" á flugvellinum í Glasgow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. júní 2007
HUMARDANSINN
..er hafinn á Höfn. Það hlýtur að vera spennandi, humarinn er út um allt, bara að fá sér, mikið dansað, gaman og gleði.
Ég er hætt að geta fylgst með öllum þessum "dögum" út um allt land. Hamingjudagar á Hólmavík, humarhátíð á Höfn, sæludagar einhversstaðar, ástarvika á Bolungavík, síldarævintýri á Siglufirði og er ég að gleyma einhverju? Jább Jenny þú ert að því það eru mærudagar á Húsavík.
Maður má hafa sig allan við.
![]() |
Humarhátíð á Höfn í Hornafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 29. júní 2007
ALLIR Á LEIÐ ÚR BORGINNI
Tvisvar sinnum á ári á ég Reykjavík nánast ein. Það er um þessa helgi og svo um verslunarmannahelgina. Ok, það eru auðvitað nokkrir á ferli, en þeir eru svo viðráðanlega margir eitthvað. Það besta við þessar helgar er að geta farið ofaní bæ og lagt undir sig eins og eitt stykki kaffihús, auðvitað er í lagi fyrir aðra að vera með, bara að þeir haldi sig í hæfilegri fjarlægð (segi sonna).
Nú stefnir umferðin út úr höfuðboginni, allir á leið í sveitina. Á morgun förum við Sara og Jenny í víðáttugleði niður í miðbæ sömu borgar.
Síjúgæs!
![]() |
Mikil umferð frá höfuðborginni, en gengur vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 29. júní 2007
ÉG FRÍKA ÚT
Nú hefur sprengja númer tvö fundist í London. Ég er að fara yfirum. Ég ítreka dagskipunina frá því morgun. María Greta komdu heim með fjölskylduna.
Jeræt eins og það þýði eitthvað.
Tala við þig um helgina ljósið mitt og farðu varlega.
Móðir á barmi taugaáfalls.
![]() |
Önnur sprengja fannst í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 29. júní 2007
ÚPPS..
Ég er líka skíthrædd við hamingjuna. Sendi stuðningskveðjur til þjáningarsystkina minna á Hólmavík. Verð hjá ykkur í huganum. (Eina leiðin, hef aldrei orðið svo fræg að koma á Hólmavík).
![]() |
Óttaleg hamingja á Hólmavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 29. júní 2007
STOKKHÓLMUR OG KÖBEN Í HÁR SAMAN
Nú eru Svíar og Danir komnir í hár saman vegna þess að Stokkhólmur hefur undanfarin 2 ár verið kynntur sem höfuðborg Skandinavíu. Danirnir eru auðvitað ekki ánægðir með það, enda mikill heimsborgarabragar á Kaupinhavn og það get ég sem fyrrverandi íbúi í tvígang og sem dvalargestur borgarinnar, margoft, vitnað um.
Ég bjó í Svíþjóð og ól þar upp stelpurnar mínar og lít á landið sem mitt annað heimili. En halló mina älskade svenskar, farið í raunveruleikatékk. Stokkhólum-Köben, ekki samanburðarhæft. Híhí.
Strangt til tekið erum við ekki í Skandinavíu en eigum að hafa eitthvað um þetta að segja.
Hvað um Þórshöfn í Færeyjum, geta ekki allir lifað með því?
![]() |
Skandínavískur pirringur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. júní 2007
MARIA GRETA EINARSDÓTTIR...
..nú hlustar þú á mömmu þína, ferð samstundis að pakka niður og svo takið þið Robbi fyrstu flugvél heim með barnabarnið mitt! Hlýða mömmusín. Arg.
Ég verð brjáluð á þessum stöðugu og yfirvofandi hryðjuverkaárásum. Þetta er að gerast í London, bara hinu megin við hæðina, í túnfætinum hjá okkur. Ég verð svo hrædd um Maysuna og fjölskyldu.
Allavega eru þeir duglegir í London að koma í veg fyrir viðbjóðinn.
Ég er að springa.
![]() |
Komið í veg fyrir hryðjuverkaárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 29. júní 2007
BLOGGVINATILTEKT..
...fór fram að venju en nú vildi svo undarlega til að ég tímdi ekki að henda út einum einasta manni (fyrir utan tvo sem eru löngu hættir að blogga). Allt í einu er ég bara komin með fullkomna bloggvini. Alltaf er að bætast í hópinn enda ég vinsæl kona. Reynum aftur, það eru alltaf að bætast við í bloggheima, flottir bloggarar og ég fer ekki varhluta af því.
Ég náði að ræsa þessa á myndinni og tók af þeim mynd í morgunsárið og má sjá sólina glenna sig þarna fyrir aftan. Þessir félagar mínir voru arfa hressir úti í Gróttu í morgun vegna bloggvináttunnar við mig og að það er að koma helgi.
Í næstu viku verður hins vegar hent. Því get ég lofað (híhí).
Föstudagur, 29. júní 2007
GULA FÍFLIÐ OG FJÖLSKYLDUFRÉTTIR
Ég vaknaði við það í morgun (lesist nótt) að gula fíflið hafði smeygt sér inn í herbergið mitt og það linnti ekki látum fyrr en ég vaknaði. Þrátt fyrir að vera vel varin frá sólinni með þar til gerðum gluggatjöldum er hún svo mögnuð þessa dagana að hún smýgur allsstaðar inn. Ekki ætla ég að fara að tala illa um sólina, en kona þarf svefn. Ég gafst upp, játaði mig sigraða og sit nú hér og get ekki annað.
Næsta vika verður skemmtileg hjá mér því þá fer Jenny Una Errriksdóttirrr í frí frá leikskólanum og þar sem pabbinn er að spila á trrrommurrrnarrrr langt í burtu og mamman er að vinna þá fæ ég heiðurinn og ánægjuna af félagskap þessarar litlu dömu. Í gær komst hún í sælgæti stúlkan sem átti að nota í kökuskreytingu og á örkotshraða náði hún að innbyrgða svo mikið af böngsum og fleiri ullabjökkum að klukkan var að ganga ellefu þegar hún sofnaði. Hún sagði mömmu sinni að hún hefði barrra verrrið að prrófa nammið og mamma ætti ekki að vera með læti af því hún og Jenny væru binkonur. Sú stutta sagði mér í símann í gær að Franklín hefði hent í hana sandi enn einn ganginn en hann væri samt góður. Franklin henti einu sinni sandi í Jenny en hún "typcastar" stundum strákana og hann Olav sem klóraði hana "alleg óvart" einu sinni og er hættur í skólanum er samt enn að, en hann er samt líka góður, þrátt fyrir að vera sekur um hverja einustu rispu sem Jenny fær í ötulum leik sínum á leikskólanum af og til.
Nú fæ ég helling af myndum frá London eftir helgi líka af honum Oliver, Maysunni og Robba því Andrea bestavinkona Maysunnar er að fara til þeirra og er búin að lofa undirritaðri að liggja á myndavélartakkanum. Þannig að allir eiga að geta skilið að þessi kona hér hefur ástæðu til að bíða spennt eftir að helgin líði.
Ekki sef ég af mér biðina, það er eitt sem víst er því sú gula ætlar að vera hér allsráðandi um helgina, þannig að ég blogga bara í staðinn á milli þess sem ég ætla að njóta góða veðursins.
Síjúgæs!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 28. júní 2007
EKKI VÍSBENDINGAR UM FÓLKSSMYGL..
..þar sem Norræna er notuð. Einhvernveginn fannst mér að þetta hlyti að vera stormur í vatnsglasi. Það er heldur ekki eins og við Íslendingar séum rosa líbó og fólk geti "laumast" hér inn í stórum stíl. Miðað við útlendingapólitík nágrannalandana þá verður seint um okkur sagt að við séum slök á stefnunni.
Nú getur fólk slakað á, við erum ekki svo rosalega vinsæl.
![]() |
Ekki vísbendingar um að Norræna sé notuð til að að smygla fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 2987762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr