Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Eyvindur og Halla í tómu tjóni

 

Ég ætla að segja ykkur þetta einu sinni, bara einu sinni og nú skuluð þið hlusta, fjandakornið.

Maður brýst ekki inn í litlu kaffistofuna,með áherslu á LITLU.  Hverslags hugleysingjar eruð þið, ræflarnir ykkar?

Og með hníf og barefli!.  Þetta er nú það aumasta sem ég hef lesið lengi og ekki er það jólalegt.

Litla kaffistofan er heilög.  Hún er svo mikið krútt.

Ekki að ég sé að spæna upp malbikið fyrir framan hana, en þarna hefur hún staðið svo lengi sem ég man og við ætlumst til að hún sé látin í friði.  Kapíss?

Að gera sér ferð út á land, næstum hálfa leið til Hveragerðis til að ráðast á þessa vin í eyðimörkinni verður ekki fyrirgefið fyrr en þið hafið beðið eigandann afsökunar.

En auðvitað náði löggann ykkur, þið þarna nútíma Eyvindur og Halla.  Hallokar bæði tvö.

Skamm og hættið svo að brjóta lögin í jólanna nafni.

Súmí

Litla kaffistofa, ég elska þig dúllan þín.


mbl.is Rán á Litlu kaffistofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töfraskór og Rei, Rei

Þó þetta myndband fari eins og eldur í sinu um bloggheima, þá ætla ég samt að setja það hérna inn hjá mér líka, af því að ég er viss um að það bjargar deginum fyrir fleirum en mér.  Dásamlegt þegar fólk hefur húmor fyrir sjálfu sér og málefnunum. 

En hvar er Villi og hvar er Haukur?  Enginn húmor hjá strákunum.  Tja hver veit.

1

Annars er ég komin í verslunardraktina (hún er með gripörmum og sogblöðkum) því nú skal versla.  Hælaskórnir standa tilbúnir við útidyrnar, en þeir eru með bremsum, þannig að ekki er hægt að draga mig frá hillunum nema að ég vilji það sjálf.

Nú á að jólast í búðunum.

Gef skýrslu um inntektir á eftir.

Það er svo gaman að lifa í desembró.

FalalalalaSleeping

Úff datt út af í miðju lagi, er svo þreytt. 

Later my friends.

Úje


Hverjir eru þeir?

Þessi frétt fór fram hjá mér í gær.  Kannski eins gott, því eins og heilsufarinu var háttað hefði ég sennilega fengið andateppu.

Ég vil vita hverjir þessir hundingjar og mannleysur eru sem ráða erlenda starfsmenn á 317 kr. á tímann.

Hversu langt er hægt að teygja sig í græðginni?

Ég á svo erfitt að sjá fyrir mér einhvern atvinnurekanda sem tekur upplýsta ákvörðun um að fá sér þræla, hýrudraga þá til þess að auðga sjálfan sig.  En auðvitað er eins gott að horfast í augu við það, skíthælarnir eru víða og nú í hinni margdásömuðu uppsveiflu virðist vera nóg af þeim.

Við, almenningur, eigum rétt á að vita hverjir það eru sem svona koma fram.  Við eigum ekki að þurfa að skipta við þrælahaldara. 

Svo skil ég ekki af hverju þessir menn missa ekki rekstrarleyfið umsvifalaust þegar þeir verða uppvísir að mannréttindabrotum.

Það á að slá fast og ákveðið á puttana á þrælahöldurunum.

Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur þegar ég les um þetta, einn ganginn enn.

Mál að linni.


mbl.is Gert að vinna fyrir 317 kr. á tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er að steinþegja bara

Sendiráð Bandaríkjanna segir okkur að bandarísk yfirvöld tjái sig ekki um einstök mál en allir þeir sem telji sig ekki hafa hlotið réttláta meðferð við landamæraeftirlit í USA geta borið fram kvörtun á vefsíðu heimavarnarráðuneytisins.

Halló, hversu leim er hægt að vera?

Við hræðum úr fólki líftóruna, hlekkjum það, sveltum og brjótum önnur mannréttindi á því og svo getur það farið inn á netið þegar heim er komið (þ.e. ef það fer ekki Guantanamo bara) og lagt inn kvörtun.

Afsakið á meðan ég hendi mér í gólf.

Þetta er kannski alvanaleg meðferð á fólki í landi frelsis og réttlætis en ég ætla rétt að vona að íslensk stjórnvöld taki sig saman í andlitinu og komi því alvarlega til skila að svona verði ekki komið fram við okkar fólk.  Það ættu reyndar allar þjóðir að gera, sem eiga fólk sem lendir í martröð líkri þeirri sem hún Erla lenti í.

Ég get ekki einu sinni hugsað hugsunina til enda, hvers kyns skelfing það hlýtur að vera að lenda í þessum hremmingum.

Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld geri eitthvað í málinu til að bæta Erlu meðferðina og koma skýrum skilaboðum á framfæri við "vinaþjóðina" um að svona meðferð á fólki verði ekki liðin.

Sendiráðið er með skýr skilaboð, ekkert múður og farið á vefinn.

Á ekki að steinþegja bara og þakka fyrir að komast lifandi frá landi sælunnar?

ARG

Sjá nánar hér


mbl.is Tjáir sig ekki um einstök mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað fyrir Íslendinga?

Þetta er fíflafærsla.

Ég vissi ekki að Taílendingar væru þjóðsöngsnöttarar.  Ekki að ég hafi yfirhöfuð vitað nokkuð um afstöðu þeirra til þjóðsöngva yfirhöfuð, enda alls ekki nógu vel upplýst um þetta land sem ég myndi heimsækja ef ekki væri vegna þess að það eru æði mörg lönd á óskalistanum nú þegar, og ekki víst að mér endist aldur til að tæma hann. Svo er auðvitað ákveðin skordýrahræðsla að skemma fyrir mér ferðalöngun í augnablikinu.

"Taílenskir þingmenn eru ekki sérlega hrifnir af breytingum, sem  hershöfðingjar vilja gera á fánalögum landsins. Samkvæmt lagafrumvarpinu eiga ökumenn m.a. að stöðva bíla sína tvisvar á dag til að votta fánanum og þjóðsöngnum virðingu sína."

Ég fór nefnilega að hugsa um hvernig þetta yrði í umferðinni hérna hjá okkur, og hversu brjálæðislega fyndið það yrði að horfa á Íslendinga í stressinu. stöðva rennireiðirnar og hlusta andaktugir á meðan Guðsvorslandið hljómaði í eyrum okkar allra.

Annars á ég ekki að tjá mig um þjóðsöngva.  Ég er heiðin og forstokkuð í sambandi við flest sem lýtur að þjóðernishefðum.  Það þýðir ekkert að skamma mig fyrir það, ég er fædd svona. 

Mér fannst frábært þegar Spaugstofan tók þjóðsönginn í vor og breytti textanum.  Ég get alveg hugsað mér að láta rappann, bítlann og skrykkjann.  Nánast ekkert á að vera hafið yfir húmor. Ekki Óli, ekki kirkjan og þá alls ekki þjóðsöngurinn.

Jæja, verð að drífa mig, er að fara í messuDevil

Guð geymi.

Úje


mbl.is Stöðvað til að hlusta á þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæludýr minn afturendi

Gússígússí, litli snákur, þú ert svo mikil dúlla, komdu og vefðu þér utan um hálsinn á mér anginn minn. 

Hvað er að?  Hvernig stendur á að fólk vill gera meindýr að gæludýrum?  Ég er brjálæðislega hrædd við slöngur, köngulær og svoleiðis óværu.  Ég vil t.d. geta treyst því að einhver nágranni minn á Reykjavíkursvæðinu, fái ekki þá "flippuðu" hugmynd að smygla fuglakönguló til landsins.  Baneitruðu helvíti.

Ef ég væri í harmóníu með snákum og loðnum og lófastórum fjölfætlum, þá myndi ég væntanlega búa í Amazon skóginum eða á öðrum þeim landsvæðum þar sem ég gæti gengið fram á ofannefndar dýrategundir.

Hafið þið séð feitan og pattaralegan Vesturbæing (köngulærnar spikfeitu þið vitið)?  Hún fer óðum stækkandi og finnst aðallega í Þingholtunum þrátt fyrir viðurnefni.  Þær hlussur eru nóg að díla við þó ekki komi til innfluttur hroði.

Skamm þú þarna Kristófer, hvað ef slangan hefði bitið einhvern, eða kyrkt?  Þá værir þú í vondum málum og slangan líka.

Það er bent á það í fréttinni að það eru til nákvæmar eftirlíkingar að snákum, úr taui. 

Notastu við það karlinn.

Nú svo er hægt að fylgja hótuninni eftir og flytja til Danmerkur, en hvers eiga Danir að gjalda?

Úje.


mbl.is Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kafna úr frekju

Bandaríkjamenn eru að kafna úr frekju.  Þeir minna mig á ofdekrað barn sem tekur ekki tali, nema hvað börn hafa sjarma, þau eru krútt.

Ef eitthvað er ekki að skapi þessarra kjánaprika þá reyna þeir að snúa upp á hendur fólks og neyða það til hlýðni eins og í þessu tilfelli þar sem þeir þrýsta á flugvélaframleiðandann Boeing um að stunda ekki viðskipti við Iclenadair Group vegna Kúbuferða íslenska fyrirtækisins.

Með góðu eða illu skulu þeir hafa sitt fram.

Vonandi verður þeim ekki að ósk sinni.

Svo lýðræðiselskandi eitthvað Kanarnir.

Vá hvað þeir mega fara að skoða sinn gang.

Ójá.


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar brussur takk!

(John Tickell, sá frábæri næringarfrömuður.) 

Það er eitthvað aðskilnaðar - og flokkunarelement í gangi í nútímanum.

Það er ráðist að útlendingum, húðlit, kynhneigð svo eitthvað sé nefnt.

Nú kemur enn einn snillingurinn fram með hugmynd.

Leiðandi næringarfræðingur í Ástralíu hefur hvatt flugfélög til þess að láta feita farþega borga hærri flugfargjöld.

Það getur vel verið að þessi maður sé næringarfræðingur en það er ábyggilegt að hann muni vera asnalegt eintak.

Hvernig ætli framtíðin verði, varðandi þessa hluti?

Jú, má ekki leiða getum að því, með þessu áframhaldi, að til þess að komast í helgarferðina til London eða Köben á lægsta verði, skuli fólk vera:

A)  Í kjörþyngd

B)  Ljóshært og bláeygt (og þá kemst þú ekki með krullubíninn þinn John nema að borga "feitt" fargjald)

C)  Með lítil og nett eyru

D)  Og alls ekki útskeift eða hjólbeinótt

1984 hvað?

Ég er eiginlega fegin að ég lifi ekki að eilífu, sko hér á jörðinniDevil

Cray me a river!

Úje


mbl.is Flugfélög hvött til þess að láta feita einstaklinga greiða hærra verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferð og skapsmunir

Hvað er það sem kallar á verstu hliðar margra ökumanna, úti í umferðinni?

Nú keyri ég ekki sjálf (já, já, þið þakkið mér seinna bara) en ég er stöðugt að furða mig á hvernig umferðin getur kallað fram verstu hliðar fólks.

Ég á vinkonur, systur og dætur og "sumar" þeirra hafa orðið fyrir hamskiptum þar sem ég sit við hlið þeirra, í bíl.  Hinar ljúfustu konur, bæði til orðs og æðis, hafa breyst í hegðun og orðum, þannig að myndin "The Exorcist" er eins og barnamynd í samanburði við hinar mögnuðu karakterbreytingar sem verða á þessum vinkonum mínum.  Ég nefni engin nöfn.Whistling

Þegar á áfangastað er komið, hafa þessar konur orðið aftur að sömu ljúfu manneskjunum og þær láta eins og ekkert hafi í skorist.

Í fréttinni eru nefnd nokkur dæmi um umferðarhamskiptin ógurlegu, en allmörg mál hafa komið á borð lögreglu að undanförnu.

Það er ráð við þessu, börnin góð.

Hljóla eða taka strætó.

Þá verður allt í lukkunnar velstandi og engar alvarlegar persónuleikabreytingar á ökumönnum munu eiga sér stað.

Áfram veginn...

Úje


mbl.is Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef til er réttvísi..

..þá vona ég að hún mæti Paul Tibbets, flugstjóra á Enolu Gay, sprengjuflugvélinni sem notuð var til að varpa kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima, en hann er látinn 92 ára að aldri.

Tibbets hefur aldrei misst svefn yfir skelfilegum afleiðingum sprengjunnar sem hann varpaði og hefur aldrei séð eftir verknaðinum.  Hann segir m.a. í samtali við bandaríska rithöfundinn Studs Terkel, sem birtist í breska blaðinu Guardian árið 2002, þá  87 ára gamall, ekki myndu hika við að fara aðra slíka för ef hann þyrfti. „Ég myndi þurrka þá út. Maður drepur saklaust fólk en það hafa aldrei verið háð stríð án þess að saklaust fólk sé drepið. Ég vildi að blöðin hættu að birta þessa vitleysu: Þú drapst svo og svo marga óbreytta borgara. Þeir voru bara óheppnir að vera á staðnum."

Í viðtalinu lýsti hann sprengingunni þannig: „Þegar ég rétti vélina við fór nefið aðeins of hátt og þegar ég lít upp lýsist himinninn upp með þeim fallegustu bláu og bleiku litbrigðum sem ég hef nokkru sinni séð á ævi minni. Það var stórkostlegt."

Enn er fólkið frá Hirosima að berjast við afleiðingar þessarar hroðalegu sprengju. 70-100 þúsund manns munu hafa látist og aðrir hundrað þúsund hafa særst. 

Þegar ég segi að ég voni að réttvísin mæti honum hinum megin, þá á ég við það að honum verði ljóst það hlutverk sem hann spilaði í þessum hildarleik sem verður ævarandi skammarblettur á Bandaríkjunum.


mbl.is Flugstjórinn á Enolu Gay látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.