Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Ég er á leiðinni...

til:

Olvers í London, sem þarna fær sér graut um jólin með afa Tóta...

og..

borðar pylsubrauð sem er uppáhaldið og amma-Brynja færði honum þegar hún var í heimsókn fyrir nokkrum dögum...

og..

fékk líka "spider" frá ömmu af því ég var búinn að lasast smá

og..

svo tók ég mynd af mömunni minni alveg sjálfur!

og..

Þessa fjölskyldu ætlar amma-Jenný og Helga hrænka að knúsa í kremju á morgun og gera fullt af skemmtilegum hlutum í leiðinni.

Leiðinlegt?

Ædónþeinksó, bara að hemja öfundina börnin góð.

Verslanir í London á lengd og breidd, here I come.

Úje.


Allir á kafi í brjóstum

 

Ég fór í Bláa lónið í fyrrasumar með minni sænsku vinkonu, sem tók ekki annað í mál, en að endurnýja kynni sín við þennan bláa kísilpoll sem stuttu seinna varð svo grænn.  Í mínum huga er þetta fyrst og fremst húðflögusamansafn frá flestum löndum heims og úr hverjum krók og kima hundrað þúsunda líkama og þess vegna var þetta biggtæm fórn sem ég færði henni Ingu-Lill.

En varðandi brjóst og bann á berum brjóstum í lóninu þá datt mér nú í hug, þrátt fyrir að mér gæti ekki staðið meira á sama hvort konur valsi um lónið berar að ofan eður ei, var ég sko alls ekki að pæla í slíkum líffærum í lónarferðinni í sumar. Það sem vakti hins vegar mestu athygli mína var stór hópur Japana af báðum kynjum.

Þetta var hið glaðlegasta fólk.  Þau virtust eftir gleðilátunum að dæma, telja sig hafa lent í paradís á jörðu og þau voru afskaplega krúttleg, öll útmökuð í alþjóðlegum húðfrumum, blönduðum kísli.

Ég lá og flaut þarna eins og hveitisekkur og fylgdist með þessu glaða og bjarta fólki og það fóru að renna á mig tvær grímur.  Allar konurnar í hópnum, frá gelgjum og upp í nírætt (já þær voru arfagamlar sumar) voru í einhverskonar kafarabúningum mínus blöðkur og andlitsútbúnaðar (hvað þetta heitir allt saman).  Búningarnir voru síðerma, þær djörfustu voru með hálfsíðar ermar, þær voru líka með einhverskonar pils áfast búningnum sem náði niður á hné.  Gætu kallast sundkjólar.  A.m.k. átti fatnaðurinn ekkert skylt við sundboli.

Eldri dömurnar voru í síðerma kafarabúningum og gott ef það var ekki rúllukragi á sumum (smá myndrænar ýkjur), þær voru sem sé fullklæddar þarna í lóninu.  Nokkrar voru djarfar, sundbuxurnar náðu að  kallast kvartarar.  Þar sem þetta var svona fullklæðnaður á kvenþjóðinni, án undantekninga, get ég ekki skrifað þetta á tilviljun, þó ég fegin vildi.

705494_204

Hinir japönsku menn, voru líka á öllum aldri, gerðum og stærðum en það var það eina sem skyldi þá að.  Ekki kjaftur í boxertýpu-sundskýlu- ónei- spídó á línuna.  Það hallærislegasta sem fundið hefur verið upp í karlmanns sundfatatísku.  Þeir voru líka mjög glaðir og útmakaðir og... hálfnaktir.

Það stendur í viðtengdri frétt að 70% lónsgesta séu útlendingar (ekki skrýtið miðað við aðgangseyrinn),  og það er spurning um hvort það sé ekki öruggara að hafa hjartalækni á staðnum fyrir svona kappklæðninga í lóninu ef við íslensku förum að dúlla okkur mikið þar á brjóllunum í sumar?  Kannski eru svona brjóllaglennur of mikið fyrir fólk úr alls konar fjarlægum heimshlutum?

Þarf ég að taka fram að mér leið eins og glyðru í mínum svarta, venjulega sundbol þarna í kísilgúrinum?  Samkvæmt ofansögðu ætti ég ekki að þurfa þess en geri það samt, því fyrir suma þarf hreinlega að klippa allt út í pappa.

Æmkommingsúnmæblúlagún!

Úhúje


mbl.is Ber brjóst bönnuð í lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir dagar eru bara ....arg

Ég hef ekki bloggað mikið í dag.  Ærin ástæða, enda vart getað lyft haus frá kodda vegna lungnakvefs, hita og sollis.

Ef það væri nú allt, ónei,

Mitt elskaða band lenti í hörðum árekstri, á atvinnutækinu, Benzinn ónýtur öðrum megin og lenti út af veginum við höggið og munaði engu að hann ylti til niður stóra brekku fulla af grjóti og slíkum ófögnuði.  Það var ungur maður á hraðferð sem fór inn í hliðina á járnflykkinu, og það er Benzinum að þakka að húsband er í heilu lagi.

Skemmtilegir svona dagar, eitthvað við þá. 

Ekki segja, þú getur verið glöð að húsband sakaði ekki, því ég veit það og er búin að dansa gleðidansinn því til dýrðar.

En svo er bara að vona að vinurinn komist á götuna sem fyrst.  Hann heldur öllu batteríinu gangandi hér þessa elska, sko Benzinn plús húsband.

Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hef lýst svona með fjarveru minni og mínir elskuðu bloggvinir, ég hef ekki komist til að lesa ykkar yndislegu pistla.

Bæti úr á morgun, er nefnilega með þá tilfinningu að mér sé eitthvað að batna, enda eins gott, ég á leið til Londres á föstudaginn.

Leiðinlegast þótti mér að geta ekki fengið Jenný Unu til mín til dvalar, en við bætum úr því á morgun.

 


Bubbi bílar

Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii, viðið þið hvað??? Það hefur sést til Bubba keyrandi um á Kia Sportage bíl, en Bubbi er á Range Rover, enda samningsbundinn við B&L. 

Pálmi hjá Stöð 2. þar sem verið er að taka upp þáttinn um bandið hans Bubba, segir þetta vera bílaleigubíla og Bubba finnist örugglega bara gaman að fikta í tökkunum. á Kia.

B&L segja:  En Bubbi er og verður okkar maður. Og þó svo hann setjist kannski upp í aðra bíltegund þá gerum við nú ekki veður út af því. Við verðum ekkert afbrýðisamir þó svo hann fikti í tökkum annarra bíla en okkar," sagði Andrés, sem hafði augljóslega einnig horft á Skaupið.

Bubbi sjálfur kannast ekki við að hafa sest upp í einn einasta bíl annan en Range Rover-jeppa.

Guð minn góður, hvað er í gangi hérna?  Hver er að segja satt og hver ekki?  Þetta er gjörsamlega ólíðandi ástand, af hafa þetta á huldu.  Mogginn verður að gera út blaðamann til að komast að hinu sanna. 

Heimsfriðurinn er nánast í veði hérna.  Allt er undir.  Á hvaða andskotans bílum er Bubbi að fikta í tökkunum á?

Kenýa hvað?

 


mbl.is Bubbi reiðir sig enn á Range Rover
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstir Íslendinga til að spila í Budokan

 50rcwvz

Já, já, Björk ætlar að spila í hinni frægu Budokan höll í Tókíó.

Sú höll varð fræg af því Bítlarnir spiluðu þar.

Á meðal annarra þekktra sveita sem troðið hafa upp í Budokan eru ABBA, Kiss, Guns 'N Roses, Ozzy Osbourne og fleiri.

En það eru ekki margir sem vita að þap er ansi langt síðan Íslendingar stigu þarna fyrst á svið. Árið var 1972 og Íslendingarnir voru Einar Vilberg og Jónas R. Jónsson og þeir tóku þátt í keppni sem hét Yamaha Song Contest og voru valdir úr fleiri þúsund umsækjenda.  Abba var með í þeirri keppni, þá ekki búin að slá í gegn.

Keppnin var send út í beinni um Japan og Ástralíu.

Hér í spilaranum mínum (neðsta lagið, hlustið endilega), er lagið þeirra "When I look at all those things", en í kjölfar keppninnar í Budokan var gerður við þá félaga plötusamningur í Japan.  Á bakhlið skífunnar syngur Jónas R. hugljúft lag á japönsku, já japönsku, segi ég.  Einhverntíma skelli ég þeirri upplifun í spilarann.

Sinfóníuhljómsveit Tókíóborgar spilar með þeim félögum þetta litla lag. 

Vó ég er gift frægum manni, Budokanfrægum sko.  Verð að elda eitthvað gott handa honum í kvöldmatinn, en það verður ekkert andskotans Saki með matnum.

Svona fennir nú yfir sporin með tímanum.

Budokan er flott höll, jájá.

Björk á það heldur betur skilið að koma fram þar.

Lalalal

Smá sögutími í boði hússins.

Það má svo geta þess í leiðinni að þessi plata hefur aldrei verið fáanleg á Íslandi og það var ekki fyrr en í fyrra að maðurinn minn komst yfir eintak af þessari japönsku plötu á Ebay, þar sem hún gekk kaupum og sölum fyrir frekar mikla peninga.


mbl.is Björk spilar í hinni frægu Budokan-höll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja þjóðernissinnarnir núna?

Hehemm, ég þorði ekki að kalla þjóðernissinnana rasista eða útlendingahatara, sem þeir auðvitað eru, þannig að ég notaði þjóðernissinnar í staðinn.  Þið vitið hvað ég meina.

Pólverjar eru þeir löghlýðnustu af öllum þjóðarbrotum á landinu.  Þetta eru hlutfallslegar tölur.

"Erlendir ríkisborgarar sem ákærðir eru fyrir glæpi eru sumir ferðamenn og því má ætla að hlutfall ákærðra með erlendan ríkisborgararétt sem búsettir eru hérlendis sé enn lægra."

Mér finnst þetta bráðnauðsynleg vitneskja með tilliti til þeirra fordóma sem beinst hafa gegn ákveðnum þjóðarbrotum, í tengslum við glæpi í þjóðfélaginu.

Kannski slá þessar staðreyndir á útlendingaótta hjá þeim sem eru haldnir honum og þá má jafnvel búast við því að það verði ekki einblínt á þjóðerni þess sem glæpinn fremur, heldur verknaðinn sjálfan.

Glæpir, einkum og sér í lagi ofbeldisglæpir eru skelfilegir og þá verður að stöðva með öllum ráðum.  Að einblína á nýja Íslendinga fremur en samfélagið sem glæpirnir spretta úr, er að drepa málum á dreif.  Skilar engu nema ótta og hatri.

En ég gladdist við að fá grun minn staðfestan.  Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé, hér á Íslandi, sem og annars staðar, en þjóðerni glæpamannsins skiptir engu máli, að mínu mati.

Og svo er að henda fordómunum út með ruslinu.

Kikkmíandsúmí.

Úje


mbl.is Pólverjar þeir löghlýðnustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotans kúnnafíflin

Í gegnum árin og þá einkum og sér í lagi, einokunarárin, hefur mér fundist töluvert skorta á virðingu við farþegana hjá Flugleiðum.

Ég er þá ekki að tala um áhafnirnar sjálfar, þar sem ég hef aldrei mætt neinu nema velvild, þannig að það mál er út af borðinu hér með.

Ég á við viðhorf félagsins, gagnvart kúnnanum, sem lengi vel hafði litla sem enga valmöguleika um flugsamgöngur.  Enda verðlagið eftir því í gegnum árin.

Núna tekur steininn úr.

Lögreglu var sigað á óánægða farþega sem vegna seinkana, sem urðu vegna skorts á úthvíldum áhöfnum hjá Flugleiðum og veðurs.

Haft er eftir Bergþóri Bjarnasyni að framkoma starfsmanna þjónustuborðs hafi verið til skammar, þeir hafi verið dónalegir og lögreglan verið kölluð til vegna farþega sem var heldur æstur en engin þörf hafi verið á því.

„Ísland er nú ekki svo mikið lögregluríki að fólk megi ekki segja skoðun sína," segir hann. Hann er ósáttur við kvörtunarþjónustu fyrirtækisins, hann hafi áður sent athugasemdir þangað en engin svör fengið.

Það virðist ekki vera mikil áhersla lögð á kurteisi í "þjónustuborði" félagsins, ef marka má þetta og reyndar fleiri sögur sem ég hef heyrt af óánægju fólks með hið svo kallaða þjónustuborð.

En hér kemur svo rúsínan í pylsuendanum:

"Guðjón Arngrímsson,upplýsingastjóri Icelandair, hefur  útskýringar á töfunum á reiðum höndum auðvitað og svör hans má lesa í greininni.  En eftirfarandi segir hann í lokinn:

Þar af leiðandi koma reglulega kvartanir, sumar réttmætar en oft er fólk að reyna að verða sér úti um eitthvað sem það á ekki rétt á."

Ég trúi varla mínum eigin augum?  Er þetta viðhorf Flugleiða til viðskiptavinanna?  Eflaust er alltaf eitthvað um að fólk reyni að nýta sér aðstæður en það getur ekki verið meirihluti farþega félagsins, ég trúi því ekki.  Eða er maðurinn að segja að Íslendingar séu upp til hópa gírugir andskotar sem skirrist ekki við að reyna hafa út úr Flugleiðum eitthvað sem það á ekki rétt á?

Það mætti benda upplýsingafulltrúanum á að það eru til hugtök sem heita þjónustulund og virðing gagnvart kúnnanum.  En kannski er það óþarfi, þeir sitja nánast einir að markaðnum og geta ullað á okkur asnana sem ferðumst með þeim.

Reyna að hafa eitthvað af Flugleiðum sem það (við farþegarnir) á ekki rétt á!!!  Skemmtileg umsögn.

ARG


mbl.is Löggan send á reiða farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki brúnuð kartafla í sjónmáli!

Mér finnst Tarantino flottur leikstjóri, mergjaður reyndar, en mér gæti ekki staðið meira á sama hvar hann kýs að hanga á jarðarkúlunni í frítíma sínum.  Mér finnst nánast plebbalegt að lesa fréttir af því hvert hann fer til að borða, hvaða flugelda hann sendir upp í himinhvolfið og svoleiðis.

Nóg um það.

Ég á bágt, mér er illt í "slasaða" fætinum og ég er þreytt.

Þreytt eftir jólasukkið.

Alveg er mér sama þó ég sjái ekki brúnaða kartöflu nema á mynd næsta árið.  Myndi meira að segja fagna því.

Hvað þá heldur steikur upp á slatta af kílóum.

Jólatréð mætti fara í frumeindir sínar hérna á stofugólfinu, ég myndi sópa því upp án þess að æmta og skræmta og segja bæbæ jólatré.

Ég gleðs yfir því að bráðum tekur hvunndagurinn völdin.

Ég held að þetta sé eðlilegt ástand, þ.e. að vera búin að fá nóg af bílífi hátíðanna.

Það eru bara skiptin yfir í hinn gráa veruleika sem geta verið svolítið erfið, þar sem maður er auðvitað búin að snúa við sólarhring og borða alls kyns óhollustu í töluverðu magni.

Svo er ég ásamt öllum hinum æst og tilbúin að ári, í að hefja leika aftur, af fullum þunga.

Þannig að ég er ekki fúl, bara smá þreytt og er að hugsa um að leggja mig aðeins og nota þessi "forréttindi" sem það eru að vera heimahangandi.

Samkvæmt ásetningi dagsins, er ég með þveggja klukkustunda skrif í bók á stundatöflu.  Við það verður staðið.

Ég held nú það og knús inn í daginn.

Úje.


mbl.is Tarantino og Roth í rosa flugeldastuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil stúlka á afmæli í dag!

Jenný Una Eriksdóttir er þriggja ára í dag.  Hvorki meira né minna.  Eftir þessum degi hefur verið beðið lengi, eiginlega alveg síðan hún varð tveggja ára.

Hann hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig, þessi blessaði dagur, en þegar að pabbi hennar var á leið að ná í afmælisbarnið ásam dúkkuvagni og öðrum fylgihlutum, vildi ekki betur til en svo að hann festist í risastórum vatnsflaumi hérna í brekkunni.

Einar fór af stað og reyndi að aðstoða, ekkert gekk og nú voru góð ráð dýr.  Afmælisveisla á að hefjast klukkan þrjú og heiðursgesturinn sjálfur fastur hjá ömmunni uppi í Seljahverfi.

Hverjir björguðu málinu?  Björgunarsveitarmenn, en ekki hvað.  Er það nema von að kona hafi kvatt til að  fólk keypti flugelda af þeim og engum öðrum.

Ég mun elska þá eins lengi og ég lifi, vegna þess að fyrir þeirra tilstuðlan bjargaðist dagurinn hennar Jennýjar Unu.

Nú er amman á fullu, að taka sig til og mæta í partíið.

Myndin er nýleg af Jenný og pabba hennar að gera sig klár fyrir jólin.

Þið sjáið að Jennslan er búin að greiða pabbanum og hann mjög fínn.

Fréttir úr veislu síðar.

Leitergæs.

Úje


Áramótaheit? - No way José

Það er varla kjaftur sem ég þekki og tala reglulega við, sem strengir ekki einhverskonar áramótaheit.

Áramótaheit eru plágur.

Þau eru oftar en ekki kæfð í fæðingu, því lundarfarið okkar er þannig að við erum meyr og lítil í okkur eftir jólin og áramótin, þegar allt hátíðahald er á enda og myrkrið eitt ríkir og fólk missir móðinn, þegar kemur að því að breyta einhverju stórvægilegu á þessum tímamótum.  Í raun ætti að strengja áramótaheit á Jónsmessunni, þegar allt er bjart og hlutirnir verða svo syngjandi léttir.

Aldrei stigið á stokk.

Ég er forstokkuð að þessu leyti.  Ég hef aldrei strengt áramótaheit.  Ég þekki nefnilega sjálfa mig og veit að ég fer í algjöran mótþróa, þegar ég ákveð að gera eitthvað til betrunar og forsendurnar eru bara þær að það er að koma nýtt ár.  Það er bara ekki nægjanleg hvatning finnst mér og þess vegna veit ég að það verður brotið nánast samstundis og uppskeran verður samviskubit og tilfinningin af að ég sé veiklunduð og skortur á sjálfsaga sé algjör.

Öðruvísi áramótaheit.

Samt má segja að ég strengi einhverskonar áramótaheit.  Ég ákveð nefnilega um hver einustu áramót, svona inni í sjálfri mér (og segi engum frá, þið þegið yfir þessu við heimspressunaDevil)að ég ætli að hafa ennþá meira gaman á nýju ári en því síðasta.  Stundum skvetti ég með þessu loforði til sjálfrar mín, fyrirætlun um að verða betri manneskja með hverjum deginum, svo fremi sem mér er það mögulegt.

Einn dagur í einu.

Það má segja að á hverju kvöldi strengi ég heit, í huganum, ein með sjálfri mér, áður en ég sofna.  Ég ákveð að ég ætli að vera edrú þegar ég vakna að morgni og þar til ég leggst til svefns að kvöldi.  Það er vinnuaðferð í edrúmennskunni og  einn dagur í vöku er cabát það sem ég treysti mér til að höndla í loforðum gagnvart sjálfri mér.  Og það hefur gagnast mér ágætlega í bráðum fimmtán mánuði.

Ég mun ekki "áramótaheita" eftirfarandi:

Að hætta að reykja.

Að fara í líkamsrækt.

Að borða hollt (geri það nú þegar svona oftar en ekki)

Að ganga meira.

Að vera hagsýnni en ég er.

Að fara í sólarlandaferð eða til Kúbu, þangað sem mig langar mest af öllu til að koma.

En...

..ég hef allt ofangreint í huga og meira til.  Á hraða snigilsins stefni ég hátt.  Hátt á minn mælikvarða sko.

Eftir að hafa verið í myrkrinu lengi og náð inn í dagsljósið er allt annað hjóm eitt.  Nái ég að vera í ljósinu, allsgáð innan um þá sem ég elska, vantar mig asskotann ekkert frekar.  Það sem veitist mér umfram það lít ég á sem verðlaun eða bónus.  Ekkert flóknara en það.

Lestirnir eru svo dægradvöl, sem ég losa mig við ef ég er í stuði og löngunin kemur yfir mig.

Þannig...

að nú er bara að haffa kaman og lifffa því lífi sem mér hefur verið afhent.

Falalalala og úje.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband