Færsluflokkur: Ferðalög
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Misstum af gullnu tækifæri
Dem, dem, dem, af hverju sættum við ekki lagi, við sem viljum styðja Tíbeta í baráttu þeirra? Við hefðum getað náð í kyndilfjandann og hent honum þegar vélinn með hann millilennti í Keflavík.
Kínverjar segja að enginn mannlegur máttur geti stöðvað kyndilförina í Kína. Það er örugglega rétt hjá þeim. Þeir skirrast ekki við að beita valdi ef á þarf að halda.
Allt verður þeim ógn. Líka saklausir leikfimiiðkendur í Falun Gong. Þar nutu þeir aðstoðar frá íslenskum stjórnvöldum eins og allir muna.
Arg, hvað það hefði verið töff að taka kyndilinn traustataki og henda honum út í hafsjó.
Svo eiga þjóðir með snefil af sjálfsvirðingu ekki að sækja Ólympíuleikana að þessu sinni.
Að sjálfsögðu ekki.
Vonandi "stela" Kanarnir kyndlinum.
Újá
![]() |
Ólympíueldurinn í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Einu sinni byrjað, þú getur ekki hætt
Össur er að ræða um orkumál og að agitera fyrir öryggisráðið og er staddur í Jemen og fer þaðan sem leið liggur til Djibúti og síðar áfram til Eþíópíu.
Djöfull er ég þreytt á þessu útstáelsi ráðamanna um allan heim.
Svo er það liðið sem er í skilningsríka flokknum. Það er fólkið sem talar um tíma- og vinnusparnað þegar tekin er á leigu einkaflugvél. Það er fólkið sem leggur sig niður við að skilja hin eilfíu ferðalög meðlima ríkisstjórnarinnar á kostnað almennings. Það er fólkið sem kaus annan hvorn stjórnarflokkinn og er búið að gleyma hvað málefnaleg umræða snýst um.
Ég vil ekki sjá að við séum í þessu öryggisráðsframboði. Bara alls ekki. Þetta er hégómi.
Ég vil ekki sjá að Össur Skarphéðinsson andskotis út um allar koppagrundir í einhverjum blabla-tilgangi, þegar við almenningur fáum skýr skilaboð um að herða sultarólina, spara og að partíð sé búið. Ég er reyndar ekki í flatskjá- og jeppaklúbbnum og ég losaði aldrei almennilega viðkomandi sultaról. Ég reyni bara að vera skynsöm. Ég þarf ekki að vera með timburmenn yfir peningasukki. Það eru aðrir í því.
Og svoteljast það fréttir að Össur hafi haldið lífi. Ég er á lífi. Það eru allir sem ég þekki á lífi, síðast þegar ég vissi, fyrir utan þá sem eru formlega látnir og í kirkjugarðinum.
Í dag fljúga Geir og Björgvin í einkaflugvél til Svíþjóðar. Kostnaðarauki frá venjulegu flugi er tæplega milljón. Í mínum bókum er milljón milljón en burtséð frá því er þetta spurning um að haga sér eftir efnum og aðstæðum, ekki eins og maður sé billjóneri sem ferðast á eigin kostnað.
Þarna sannast hið forkveðna (í Pringles auglýsingunni):
EINU SINNI BYRJAÐ, ÞÚ GETUR EKKI HÆTT.
Andskotans rugl.
Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.
![]() |
Össur: Við héldum lífi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Bónus á raðfullnægingum
Ég var í töluverðum vandræðum þegar ég ákvað að blogga. Ég las um að vatn í miklu magni væri beinlínis hættulegt og ég las líka um að fiskur gerði börn greindari. Svo las ég þessa viðtengdu frétt um að heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf.
Ég hef skoðun á öllu ofangreindu og það sem meira er, mér finnast þessar skoðanir beinlínis eiga nauðsynlegt erindi við íslenska þjóð, jafnvel heiminn allan.. Ég minni ykkur enn og aftur, af gefnu tilefni, á hversu hógvær ég er.
Fyrst að vatninu. Ég var að koma úr göngutúr. Gekk um átakasvæði næturinnar og niður í Mjódd. Þetta er liður í nýjum lífsstíl mín og húsbands. Sólin skein, fuglar sungu, hundar hlupu um allt og við mættum ekki einu einasta fórnarlambi ofbeldis, sem hlýtur að teljast til tíðinda. Eftir þessa súrefnisgjöf, þar sem við fórum m.a. í Eymundsson í Mjóddinni, hvar ég verslaði "Minngabók" Sigurðar Pálssonar og "Sá sem blikkar er hræddur við dauðann", ákváðum við að misnota ekki dýrmætt súrefni alheimsins og tókum leigubíl heim. Ég var þyrst og ég drakk sódavatn, vegna þess að vatnsandinn kom yfir mig. Já, vatn í hófi er gott. Ég hef alltaf vitað að þessir þrír lítrar sem verið er að segja manni að drekka er ekki eðlilegt magn. Helvítis græðgi og ekkert annað. Hófsemd. Það er málið. Meira er ekki endilega betra.
En að fiskinum. Ég er afskaplega greind kona. Ég hef meira að segja pappír upp á það. Ég er samt léleg í reikningi og þar kemur fiskurinn (eða skortur á honum) sterkur inn. Ég er klígjugjörn með afbirgðum og það sem kemur úr hafinu er slepjulegt. Ég borða því sjaldan fisk, nema steiktan. Þess vegna óar mig einfaldlega við hverslags súperheila ég gæti verið með, hefði ég úðað í mig fiski í samlede verker. Vó, hvað ég er fegin að ég lét það eiga sig. Annars væri ég algjört eðjót. Hreinlega ofviti. Fyrirgefið en ekki segja að ég sé sjálfhælin. Ég hafði ekkert með það að grea hversu klár ég varð. Takið málið upp við foreldra mína. (Mér er orðið óglatt hérna). Lalalala.
Og að áhættu í fjármálum sem heilinn tengir við kynlíf. Ég gef mér að Hannes Smárason, Bjarni Ármannsson og Bónusfeðgar (og allir hinir millarnir) séu annaðhvort með gífurlega kynorku, eða þá hreinlega kynsveltir heima hjá sér. Vonandi súa þeir mér ekki fyrir að draga þessa ályktun eftir lestur fréttarinnar, en þeir eru í heaví sexi 24/7 þessir gæjar. Þetta hlýtur að vera líf upp á stöðugar raðfullnægingar.
Er farin að kaupa Lottómiða (úúúúúú).
See you in the lounge.
Úje
![]() |
Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Ef tími er peningar - "show me the money"
Það er talað um tímasparnað í sambandi við einkaþotudjammið á Sollu og Geir.
Tíminn þeirra er ógeðslega mikilvægur, mun mikilvægari en annars fólks. Þeir sem mæna á valdamenn með aðdáunarblik í augum, skilja svo rosalega vel að það sparast tími og tími er peningar.
Í dag fór ég í apótek. Já, ég gerði það. Ég gleymdi að framvísa afsláttarkortinu mínu og ég tók eftir því þegar ég kom heim að ég hafði þess vegna borgað nokkrum þúsundköllum of mikið. Þar sem við hér á kærleiksheimilinu getum ekki leyft okkur að styrkja apótekin með frjálsum framlögum, þá hringdi ég í lyfjabúðina.
Apótekarinn var hinn vingjarnlegasti, sagði mér að koma með kortið og svo greiddi hann mér það mismuninn. Þetta voru um 5000 kr. sem þarna "spöruðust".
Mig langar til Kúbu, í dag fór ég inn á netið og leitaði að hagstæðum ferðum til Havana. Það kostaði sirka 130 þús. krónur að komast þangað. "Give or take". Þar sem ég sat þarna og skoðaði möguleikana sem í boði voru í Kúbufyrirkomulaginu, fékk ég hugljómun. Nú þegar við eigum að herða sultarólina fer maður ekkert að rjúka til útlanda.
Þarna "sparaði" ég 135 þúsund krónur á einu bretti.
En það er flóknara hjá mér að spara tíma, amk. þannig að það endi í plúsdálknum í heimilisbókhaldinu. Það eru meira svona loftpeningar. Ég bið Geir Hilmar Haarde að kenna mér það þegar hann kemur heim af stríðsráðstefnunni.
Ég mun halda áfram að spara.
Þetta er neytendafærsla.
En ef einhver trúir þessari upphæð sem gefin er upp í fréttinni, en fæst samt ekki uppgefin vegna heiðursmannasamkomulags, þá rétti sá hinn sami upp hönd.
Farin að lúlla.
Ójámm
![]() |
Munaði 100-200 þúsund krónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég er nörður og norn
Ég er svo bloggin í dag. Hausinn á mér snýst í þúsund hringi og ekki mátti hann við miklu. Óþarfi að fokka í því sem aumt er. En nornir þurfa að vera bjútífúl líka. Ég er búin að ræsa "kóstinn" og er á leiðinni í búð.
Ég gerði snögga birgðakönnun á innihaldi snyrtibuddu.
Það fyrsta sem þarfnast endurnýjunar er snyrtibuddan. Hún er forljót, orðin sjúskuð og svo er hún með Burberry-mynstri. Téééékkk og ojbara.
Maskari; aldur óræður, líklegur til að vera búin að syngja sitt síðasta (Frumburður; hvernær varstu í Boston? Það er laaaaaangt síðan er það ekki?), held að hann sé að verða hálfsárs. Téééééékkkk
Augnblýantar; alls konar litbrigði, held ég, en ég á ekki yddara. Ekki nema von að maður sé svart-hvítur til andlitsins. Kaupa yddos. Téékkítékkí.
Varablýantar; tveir, ljótir, held ég líka, sama vandamál. Enginn er yddarinn og litirnir óræðir.
Baugafelari; nýkeyptur í Londres (Í Harrods for crying out loud). Ekkert að kaupa þar. Tékk.
Meik; Nýrr, flott og fyrir aldraðar konur, svo gott að það felur ekki aðeins baugana, það strikar út karaktereinkenni og stífar á mér fésið. Eða nærri því. Verð að þegja með það. Mörgum finnst það plús. Tékkk.
Varalitir; í öllum mögulegum litbrigðum. Með þessu áframhaldi verð ég að nota þrjá í einu. Kaupi samt einn í viðbót. Hafið heyrt um að það eru notaðar fituríkar lýs í varóinn? Nebb, grunaði það. Las það í merkilegri bók.
Svo ætla ég á smá rand með Jenný Unu og húsbandi. Við förum stundum í svona krúttferðir með hana og gerum skemmtilega hluti. Dagskrá opin. Hún talaði viðstöðulaust við foreldra sína í gær um að amma mín og Einar minn sækja mig í leikskóla minn á morgun.
Ég held nú það.
Man ekki eftir meiri sminki í augnabliknu sem mig vantar.
Kona þarf að líta vel út í kreppunni. Þegar ólin er hert, þá herpist saman á manni andlitið og verður eins og gamli handavinnupokinn.
Nörðurinn kveður. Yfir og út.
Úje
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég á ekki krónu
Mér líður 2,36% betur en í gær.
Vona að þið séuð ekki fljótandi í óvissuástandi börnin góð. Krónan er á uppleið. Eða á niðurleið. Hún fer allavega upp eða niður, það er nokkuð ljóst.
Líðan mín hefur satt best að segja ekkert með krónuna að gera, amk. ekki svona andlega.
En þannig hefur það ekki alltaf verið.
Í denn, þegar gjaldeyrishöftin voru allsráðandi og maður fékk skammtaðan gjaldeyri fyrir ákveðna upphæð gegn framvísun flugmiða (er ég að djóka? Því miður), reddaði maður sér með því að kaupa dollara af leigubílstjórum eða öðrum sem unnu á vellinum og svo tók maður 100 kr. seðla í kílóavís, með sér til útlanda. Það var eina íslenska myntin sem hægt var að skipta í gjaldeyri í útlöndum.
Og ég fór með nokkur kíló af hundraðkrónuseðlum til London 1972, eins og svo oft áður. Þegar farið var að minnka í pundunum og dollurunum, arkaði ég í banka niðri í Oxford Street og bað um að þær skiptu fyrir mig hluta af góssinu.
Ég man ekki hversu mikil upphæð þetta var, en hún átti að vera þó nokkur. Og gjaldkerinn taldi pundin fram á diskinn, og hann taldi og taldi og pundahrúgan stækkaði. Ég stóð opinmynnt hjá og velti því fyrir mér hvort viðkomandi teljari væri undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Skít sama, hún skellti hrúgunni í umslag og sagði blíðlega; "have a nice day".
Við Jóna systir gengum út úr bankanum og kíktum í umslagið. Upphæðin var ótrúlega há, þó ég muni hana ekki nákvæmlega. Uppeldið neyddi okkur til að fara aftur í bankann, eftir að vera búnar að standa og gæla við hugmyndina um að hirða fenginn, dágóða stund. En inn örkuðum við, foreldrum okkar örugglega til mikillar gleði, og við fórum til þeirrar "mögulega-undir-áhrifum-vímuefna". Við útskýrðum að þetta væri amk. fimm sinnum of há upphæð. Konan brást hin versta við og sagðist ekki gera mistök. Hún bandaði okkur systrum út úr bankanum.
Ég er enn eitt stórt spurningarmerki. En gleðilætin voru mikil í verslunum Londonborgar. Yfirvigtin var ótrúleg og hefði sett okkur á höfuðið hefðum við þurft að borga hana.
Þetta var í hið eina sinn á minni löngu ævi, þar sem krónan hefur virkilega dugað og staðið undir nafni. Hvorki fyrr né síðar hefur hún gagnast mér ótvírætt í hag.
Á kvittun gjaldkerans sá ég að hún taldi sig vera með sænskar eða danskar krónur. En af hverju hún vildi ekki leiðrétta þetta, er mér enn hulin ráðgáta.
Those were the days.
Úújeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
![]() |
Krónan styrkist um 2,36% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Þar fauk húmorinn - nánari fréttir
Nú jæja, nýjustu fréttir að ÓVERULEGA kostnaðinum sem bætist við hjá okkur skattgreiðendum, við leiguna á einkaflugvélanni hjá Sollu og Geir. Sjáið.
Litlum sex milljónum meira, kostar að leiga einkaflugvél í stað þess að taka almennt farþegaflug.
Ég veit ekki með ykkur en sex millur eru miklir peningar í mínum bókum, sérstaklega fyrir flugfar fyrir pótentáta og þeirra silkihúfur, yfir hafið.
Ég er ekki til í að skrifa upp á þennan reikning. Eruð þið það?
Arg.
Trefillinn hennar Önnu Ólafs hefur verið étinn áður - af henni í fyrra, þegar hún hafði spáð fyrir um að Hrafn Óli hennar Söru minnar væri stelpa.
Ég vona að ég þurfi ekki að éta trefilinn - og þó - ef ég spara með því 6 millur, gjarnan.
Nú varð ég bæði hissa og reið. Og ég týndi húmornum þegar ég las þessa frétt.
Utanríkis- og Forsætisráðherra leigðu sér eitt stykki einkaflugvél til Búkarest. Á einhvern Nató fund til að toppa fyrirkomulagið.
Gréta Ingþórsdóttir, segir að munur á verði við að leigja einkaflugvél og fara með almennu farþegaflugi, sé óverulegur. Og þegar spurt er hver óverulegi munurinn er, þá er það trúnaðarmál!
Flest sem er trúnaðarmál í stjórnsýslunni þolir ekki dagsins ljós.
Ég vil, sem skattborgari fá að vita allt um "óverulega" muninn á verði. Það getur nefnilega verið, að ef hann er pínuponsulítill bara, að þá leigi ég mér svona flugvél í haust, þegar ég og minn heittelskaði förum til Londres.
Svo koma réttlætingarnar á færibandi. Jájá. Ég kaupi það ekki að mismunurinn sé óverulegur.
Nú þegar allt er í kaldakolum og almenningi ráðlagt að herða sultarólina, og hækkanir eru yfirvofandi, taka ráðherrarnir einkaflugvél á leigu og bjóða "völdum" fjölmiðlum sæti í vélinni.
Mikið andskotans bruðl. Mig grunar að nú þykir enginn maður með mönnum í íslenskri valdastétt sem ekki hefur eins og eina einkaflugvél til umráða þegar farið er í heimsóknir.
Í skammarkrók með þetta fólk. Það getur ekki verið í tengslum við íslenskan raunveruleika.
Hvernig væri að ganga á undan með góðu fordæmi?
Svo er ég ógeðisþreytt á að verða alltaf rosa hissa. Ég ætti fyrir löngu að vera búin að ná því að þetta hefur ekkert með réttlæti eða sanngirni að gera.
Það erum við og þau.
Þetta er Lúkas. Ég sverða.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Þar fauk svo húmorinn
Nú varð ég bæði hissa og reið. Og ég týndi húmornum þegar ég las þessa frétt.
Utanríkis- og Forsætisráðherra leigðu sér eitt stykki einkaflugvél til Búkarest. Á einhvern Nató fund til að toppa fyrirkomulagið.
Gréta Ingþórsdóttir, segir að munur á verði við að leigja einkaflugvél og fara með almennu farþegaflugi, sé óverulegur. Og þegar spurt er hver óverulegi munurinn er, þá er það trúnaðarmál!
Flest sem er trúnaðarmál í stjórnsýslunni þolir ekki dagsins ljós.
Ég vil, sem skattborgari fá að vita allt um "óverulega" muninn á verði. Það getur nefnilega verið, að ef hann er pínuponsulítill bara, að þá leigi ég mér svona flugvél í haust, þegar ég og minn heittelskaði förum til Londres.
Svo koma réttlætingarnar á færibandi. Jájá. Ég kaupi það ekki að mismunurinn sé óverulegur.
Nú þegar allt er í kaldakolum og almenningi ráðlagt að herða sultarólina, og hækkanir eru yfirvofandi, taka ráðherrarnir einkaflugvél á leigu og bjóða "völdum" fjölmiðlum sæti í vélinni.
Mikið andskotans bruðl. Mig grunar að nú þykir enginn maður með mönnum í íslenskri valdastétt sem ekki hefur eins og eina einkaflugvél til umráða þegar farið er í heimsóknir.
Í skammarkrók með þetta fólk. Það getur ekki verið í tengslum við íslenskan raunveruleika.
Hvernig væri að ganga á undan með góðu fordæmi?
Svo er ég ógeðisþreytt á að verða alltaf rosa hissa. Ég ætti fyrir löngu að vera búin að ná því að þetta hefur ekkert með réttlæti eða sanngirni að gera.
Það erum við og þau.
Þetta er Lúkas. Ég sverða.
Laugardagur, 29. mars 2008
Ísland best í heimi - jeræt!
Við Íslendingar erum bestir í svo mörgu.
Við gerum allt út í hörgul, sama hvað er, bæði gott og slæmt. Við virðumst a.m.k. vera æðisleg, sko miðað við höfðatölu.
Arg.
Hér er dæmi um dásemdina.
"Um hundrað verkamenn bygginga- og verkfræðifyrirtækisins Stafnáss hafa ekki fengið greidd laun frá því í janúar. Langflestir þeirra eru Pólverjar, en þeirra á meðal eru einnig Litháar og örfáir Íslendingar."
Er engin sem getur stöðvað gróf brot á útlendingum sem eru að vinna fyrir íslensk fyrirtæki?
Svona mál eru alltaf að koma upp, einstaka sinnum koma þau í fjölmiðlum, við fussum og sveium og svo heyrum við ekki meir.
Ég er farin að hallast að því að það sé ekki nægur vilji til að laga þessi mál.
Ísland er best í heimi,
fyrir kverúlanta sem reka ýmiskonar fyrirtæki.
Þetta er hið eiginlega útlendingavandamál, þ.e. meðferðin á erlendum verkamönnum sem enginn virðist geta eða vilja stöðva.
Ég skammast mín f.h. þeirra sem hafa ekki vit á því.
![]() |
Sviknir um laun í tvo mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Í spennitreyju á víðavangi
Hér á átakasvæðinu Breiðholti er allt með kyrrum kjörum, kl. 08,26 að staðartíma. Hér hefur ekkert verið skemmt, allir gluggar eru óbrotnir og að þessu sinni liggja engin fórnarlömb átaka við útidyrnar mínar.
Þegar Breiðholtið var byggt, var það kallað Gólanhæðir, eftir einu af átakasvæðunum í Ísrael. Nú eru flestir búnir að gleyma því, en ekki ég, og þrátt fyrir búsetu mína hér í Seljahverfi, þá er ég með bullandi fordóma út í viðkomandi svæði. Enda er ég borinn og barnfæddur Vesturbæingur og áður en ég hafnaði hér, fór ég helst ekki yfir Rauðará. En enginn veit sína ævina og allur sá ballett.
Ég hef fengið það í andlitið, oftar en ég hef tölu á, að manni er vísast að vera spar á yfirlýsingarnar sem fela í sér fullyrðingar eins og alltaf og aldrei. Ég var lengi vel mikill yfirlýsingsérfræðingur og fullyrti gjarnan að:
Ég ætlaði aldrei að hætta að reykja.
Ég myndi aldrei búa í Breiðholtinu.
Ég ætlaði aldrei að blogga (hafði reyndar aldrei lesið blogg).
Ég ætlaði alltaf að búa í Vesturbænum.
Og ég ætlaði aldrei að verða alkóhólisti og því síður sykursjúk.
Ég ætlaði líka alltaf að kjósa Alþýðubandalagið (nokkrir tæknilegir örðuleikar á því gott fólk).
Og ég ætlaði alltaf að búa í Gautaborg
En svo "varðaði" það öðruvísi. Hlutirnir æxluðust þannig að ég bý í nokkuð örguggum hluta Gólanhæða, en mér er satt best að segja, hætt að standa á sama.
Ég myndi eyða ævinni íklædd spennutreyju ef ég yrði tekin með ofbeldi og látin inn í bíl og það yrði spænt með mig áleiðis til Keflavíkur (ég meina Keflavíkur!!) eða í Þvaglegginn.
Þá myndi standa í Mogganum: Kona íklædd spennitreyju fannst á víðavangi.
Ég ætla aldrei að láta það gerast.
Ég er farin að líta í kringum mig.
Minn elskaði vesturbær; hír æ kommmm!
Úje og amen á eftir efninu.
![]() |
Þrír rændu manni í Breiðholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr