Færsluflokkur: Ferðalög
Laugardagur, 22. mars 2008
Hipp og kúl um allan heim
Utanríkisráðherrann er nú á leið til Barbados. Til hvers veit ég ekki, væntanlega til að kynna framboð Íslands til öryggisráðsins.
Ég segi til fjandans með það hégómaframboð.
Það má skýla sér á bak við þetta framboð alveg endalaust.
Íslend virðist ekki geta fordæmt hegðun Kínverja gagnvart Tíbetum út af því.
Mig grunar nú reyndar að þar sé verið að vernda hagsmuni fjármálageirans. Það er svo hipp og kúl að fjárfeta í Alþýðulýðveldinu.
Frrrrrrusssssssssssssss
Nú leita Kínverjar dauðaleit að þrjátíu mönnum sem þeir segja að hafi verið forsprakkar mótmælaaðgerðanna í Lhasa.
Það þarf ekki kjarneðlisfræðing til að reikna út örlög þessara manna ef/þegar þeir nást.
Mér er óglatt.
Ég held að við ættum að taka til hérna heima, þar sem allt virðist á niðurleið og eyða minni peningum í snobbheimsóknir út um víðan völl með tugi manna í sendinefndum.
Það er þetta með arfann í garði nágrannans.
Og svo vil ég ekki sjá að íslenskar konur, hvorki ráðherra né alþingismenn, skelli á sig höfuðklútum til þóknunar löndum eins og Afganistan, þar sem meðalaldur kvenna er 44 ár, vegna heimilisofbeldis. Það hlýtur að vera önnur og betri leið til að sýna samkennd og skilning. Eða hvað?
Halló vakna!
En ISG er samt ein af mínum uppáhalds.
"The more the pity"
Og hananú.
![]() |
Hótað hörðum refsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 3. mars 2008
Hver sagði það fyrst?
Fólk er deyjandi í stórum stíl út um allan heim. Jeff Healey, þessi frábæri tónlistarmaður var að deyja og fullt að öðru fólki sem ég þekki ekki neitt, en maður verður smá sorgmæddur, ef maður fer að pæla í að fólk er alltaf að gefa upp öndina út um allar trissur.
Hm....
En að öðru...
Stundum heyrir maður einhver "gullkorn" sem eiga að láta renna upp fyrir manni ljós og jafnvel opna manni nýjan skilning á lífinu. Klisjurnar eru klisjur (eða vængjuð orð, ég veit það ekki), vegna mikillar notkunar.
Var að pæla í línunni um að harmar fólks styrki það, breyti sýn þess á lífið og geri það að meiri og betri manneskjum.
Það eru nú nokkrir "harmar" í mínu lífi, sem ég hefði gjarnan vilja vera laus við og ég hef ekki merkt neinn sérstakan þroska á sjálfri mér í kjölfar þeirra, en það er nú annað mál.
En..
Hver sagði þetta fyrstur? Þetta með að fólk vaxi af áföllum?
Ekki einhver steinaldarmanneskja, því þær höfðu sennilega ekki heilagetu til að hugsa það upp, sko að harmar væru bömmer.
Sennilega hefur þetta verið Kani. Einhver af fyrri aldar sjálfshjálparfrömuðum sem sá dollara í gullkornum.
Æi það skiptir ekki máli. Þetta er bara pæling fyrir svefninn.
Vex maður við hverja raun??
Ég get svarað fyrir mig. Maður lifir af harmana og heldur áfram, af því það er ekki annað í boði.
Það kallast tjónajöfnun og er stundað af mannkyninu.
En ég er samt þakklát fyrir flesta mína harma. Ekki misskilja mig.
En alls ekki allla og hana nú.
Ójá, ég gleymdi. Einhver klámkóngur í London var líka að deyja. Ég persónulega hef ekki áhuga á að lesa um það, en þeir sem vilja, klikkið endilega á viðtengda frétt, í boði mínu.
Segið svo að ég sé ekki að koma til?
Hitinn fer hríðlækkandi.
Ogjá.
![]() |
Konungur Soho" látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Og þarna er Maysan mín líka
Á tískuvikunni í Köben hlaut ungur íslenskur fatahönnuður verðlaun fyrir sína hönnun. Til hamingju með það Laufey.
En aðalmálið er auðvitað að þarna er hún Maysa mín í nýju stöðunni sinni hjá Arrogant Cat.
Nú verur mín á ferð og flugi bara og kannski fær maður nánari upplýsingar um lýsingu á nýja djobbinu með vorinu. Só bissí þessar stelpur.
Annars get ég upplýst í leiðinni að ég gargaði af græðgi þegar ég skoðaði eina af búðina þeirra. AC sum sé. Þvílík föt, þvílík hönnun og þvílíkir prísar. Fékk þó einn kjól í ammó frá Maysu.
Ég er greinilega alveg hryllilegt fatasnobb og yfirborðskennd með afbrigðum. En ég skammast mín ekki neitt, ég á litasjónvarp, ekki tréklossa, enga lopapeysu, finnst Nallinn hundleiðinlegur, nenni ekki að flokka rusl, nota ekki endurunninn klósettpappír eða kaffipoka. Þannig að ég er kannski ekki hin týpíski græni vinstrimaður,sem tel mig þó vera.
Ég er á því að maður verði að eiga lesti.
Ég hef t.d. engan áhuga á húseignum, vill bara eitthvað sætt með veggjum og þaki.
Húsgögn eru úr sitt hvorri áttinni.
Ég kann ekki að falda, eða sauma og laga nokkuð sem þarfnast nál og tvinna.
Ég á ekki sög eða mæliband.
Ég hendi miskunnarlaust úr ísskápnum, til að rýma fyrir nýju.
Mig langar bara að vera sæl innan í mér með mínu fólki og vinum og það er ég oftast.
EN
Ég er snaróður femínisti og vinstri græn þar að auki.
Haldið þið að ég sé eitthvað að misskilja?
Úje
![]() |
Verðlaun fyrir fatahönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Kjánaprik í bílaleik?
Fjórir menn í sjálfheldu í Esjunni. Björgunarsveit á leið upp til að bjarga þeim. Ef mennirnir hafa verið þarna í eðlilegum tilgangi, við vinnu eða eitthvað, þá biðst ég afsökunar, en mér finnst ólíklegt að svo sé.
Ég er satt að segja orðin þreytt á fullorðnum smástrákum sem leika sér að hættunni með bílaleikjum uppi um fjöll og firnindi og svo fara dauðþreyttir björgunarsveitarmenn að bjarga þem úr vitleysunni. Svo tala þessir óábyrgu við fjölmiðla þegar þeir eru komnir til byggða heilir á húfi og tala eins og þeir séu einhverjar sérstakar hetjur.
Ég er ekki að tala sérstaklega um þessa menn sem í fréttinni eru nefndir. Veit ekki hverra erinda þeir voru uppi í Esjuhlíð í gær. Bara alla þessa kalla sem sífellt eru að þvælast þvert ofan í aðvaranir frá lögreglu og björgunarsveitum.
Ég er á því að í þannig tilfellum borgi þeir reikninginn.
ARG sumir eiga ekki að vera með bílpróf á veturna.
![]() |
Í sjálfheldu í Esjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Samkvæmt beiðni og almennri viðkvæðmni..
bloggvina minna, þá skrifa ég nýja færslu hérna svo þessi blóðuga hér fyrir neðan, taki fólk ekki á taugum þegar það kemur blásaklaust inn á síðuna mína, til að lesa um blómarækt, matargerð, leirpottagerð, skotapilsasaum og kryddjurtaræktun.
Ég bið afsökunar á ljótu færslunni en ég varð að skrifa hana. Morð er morð, Ég vildi sýna fram á það með þessu ullabjakki.
Annars er ég í þokkalegu formi bara, miðað við veður og almennt ástand vega á landinu.
Amma-Brynja keypti fyrir mig Stellu MaCartney ilmvatnið, þannig að ég kem til með að anga eins og pabbi hennar á næstunni.
Við Brynja fengum smá sjokk í kvöld. María Greta sem gegnir flottri stöðu hjá Arrogant Cat fyrirtækinu og þegar Brynja hringdi í kvöld og ætlaði að tala við hana, þá var hún búin að skipta um stöðu innan fyrirtækisins og var stödd í Köben á fundi. Halló, láta vita hérna. En gangi þér vel krúsa mín og skamm smá.
Nú þetta var gleðifærslan fyrir nóttina. Á morgun verður haldið áfram með horðbjóðinn.
Djók.
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Smá krúttsería
Jenný er mjög flottur trúður
Á leið í gistingu yfir nótt til ömmu og Einars, mamman og pabbinn hafa hana grunaða um að vera að flytja að heiman svona smátt og smátt.
Mamma og pabbi eru heppin að eiga okkur Hrafn Óli, þvílíkt sko!
Hrafn Óli byrjaður að æfa sig á trommunum með pabba, ekki er ráð og allt það
Og hér erum við að horfa á fallegasta prinsinn í London, hann Oliver, kóngafólk, snæðið hjarta
Það er allt löðrandi í ömmum og öfum hjá Oliver. Hér á gamló með Afa-Tóta og ömm-Brynju.
Já svona er nú það. Jökul vamtar frummi senda nýjar.
Úje
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Á kaffihúsi með attitjúd og smá Cassidy
Jenný Una sem er orðin 3. ára og það sem meira er, hún er kaffihúsabarn. Hún var ekki gömul þegar hún fór að dvelja á kaffihúsum bæjarins með mömmu sinni og vinkonum hennar og öllum hinum smábörnunum.
Hvað um það, í gær skelltu þær sér á kaffihús mæðgurnar og kona kom að borðinu eins og vera ber til að taka pöntun. Konan var fín með stóra eyrnalokka og hálsfesti.
Jenný Una: Amma mín segir það er bannað að vera með svona stórir eyddnalokkar og hásfesti. Það ekki fallegt.
Sara (að deyja af skömm): Jenný mín amma segir það ekkert og konan er mjög fín.
Jenný Una: Nei amma mín segir það er harðbannað, má alls ekki og það er ljótt.
Reyndar hafði barnið nokkuð til síns máls því ég var að reyna að kenna henni að litlir og einfaldir hlutir eins og skartgripir gætu verið allt eins fallegir, ef ekki bara fallegri og sumt skraut væri allt of gorddaralegt. Guð hvað ég er fegin að frk. límheili.is náði ekki því orði, því hún hefði skellt því framan í vesalings þjónustustúlkuna, sem var bara öll hin smekklegasta.
Hvað um það.
Eva Cassidy er talin vera með betri söngvurum í heimi, því miður sló hún ekki í gegn fyrr en eftir dauða sinn, en hún dó úr krabbameini 1996.
Bróðir Evu Dan Cassidy, tónlistarmaður, bjó hér lengi og gerir jafnvel enn.
Eva hélt helgartónleika á Blúsbarnum einu sinni og maðurinn minn fékk þann heiður að spila undir hjá henni.
Þetta verið þið að heyra
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Varúð - ekki fyrir viðkvæma!
Ekki er blekið þornað á úlpuógeðisfærslunni minni en staðfesting á máli mínu birtist á Vísi. Eins og fram kemur í téðri færslu minni eru úlpur ógeðisfatnaður og greinilega ofbeldishvetjandi líka, en það vissi ég reyndar ekki.
Veslalings Tarantínó var að koma út af Starbucks þegar einhver nörður fór að taka af honum mynd á vídeóvélina sína. Tarantínó var ekki skemmt og rauk að manninum í úlpufjandanum, meira að segja með hettuna á hausnum og reyndi að sparka undan myndatökumanninum löppunum þarna á malbikinu. Við erum að tala um mögulegt massa fótbrot á manni með vél hér. Bæði sinus og dexter, takk fyir.
Úlpan er í aðalhlutverki, þannig að eitthvað hlýtur hún að koma við sögu. Það stendur í fyrirsögninni að Tarantínó hafi ráðist að manni, íklæddur úlpunni sinni frá 66°. Blaðamenn á virtum miðlum setja ekki svona í forgrunn nema að úlpuskömmin hafi verið samsek Íslandsvininum góða.
Ég er svona að hugsa um ofbeldisfyrirsagnir í sama stíl.
Kona stakk mann í bakið íklædd nýjustu Donnu Karan draktinni úr vorlínunnni sem var að koma á markað í París.
Maður í klæddur Armani jakkafötum, teinóttum, svörtum og gráumm og með Valentínó skó á bífunum, sló lögreglumann í andlitið. Armani jakkafötin eru ú vertrarlínu ársins í fyrra og þessi vitleysingur því algjört low live og skyldi því engan undra.
Aldrei séð svona fyrirsagnir um glæpsamlegan fatnað. Nema súlustaða þið vitið.
Nebb, það er úlpan. Ekki nema von að ég hafi illan bifur á þeim klæðnaði. Eins og sjá má hér.
Hér er myndbandið af Tarantínó í árásargjörnu úlpunni á visi.is
Varúð - ekki fyrir börn og viðkvæma.
Súmíæketeikitt.
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Stundum er best að steinhalda júnó
Ég er varla búin að senda út í cypertómið færslu til dýrðar sjálfri mér, almættinu og edrúmennskunni minni en að flugmaðurinn hjá Air Canada fær taugaáfall og var færður í böndum, í hrókasamræðum við Guð, inn á spítala, eftir að vélinni hafði verið lent á Írlandi af akútástæðum.
Ég er ekki að gera grín að manninum, né neinu tengdu þessu máli. Kapíss? Ókei, þá held ég áfram mínum uppúrveltingi.
Í öll árin sem ég þjáðist af flughræðslu, var ég alltaf að berjast við þá löngun að fara og tékka á hvort flugmennirnir væru edrú, ekki þunnir og vel útsofnir. Ég reyndi það ekki, enda hefði mér þá verið vísað samstundis frá borði. OMG.
Í staðinn engdist ég í minni alkahólvímu og velti mér upp úr þessu, upp úr andlegu ástandi flugumferðarmanna, hvort þeir myndu ekki örgla halda öllum vélum í hæfilegri fjarlægð frá hvorri annarri og svoleiðis.
En nú gerist þetta. Það fór smá um mig, en núna þegar ég er búin að skrifa um þetta, þá held ég að ég haldi bara áfram að vera kúl og edrú í flugvélum sem og annarsstaðar og vona að aumingja maðurinn nái skjótum bata. Litli dúllurassinn.
Úje
Flæmítúðemún.
![]() |
Flugmaður fékk taugaáfall í flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Gleðifrétt dagsins/vikunnar og mánaðarins
Ég er ein af þeim sem get endalaust dáðst af stelpunum fyrir vestan, sem fengu hugmyndina af fegurðarsamkeppninni Óbeislaðri fegurð, sem er sú flottasta mótaðgerð sem búin hefur verið til gegn hinni stöðluðu fegurðarímynd kvenna (og reyndar karla).
Þessi gjörningur náði athygli heimspressunnar á sínum tíma og svo var heimildarmyndin um Óbeisluðu alveg frábær.
Ein af þeim sem hafði veg og vanda af uppátækinu er hún Matta bloggvinkona mín og nú hefur henni verið boðið að halda erindi á 52. þingi kvennanefndar Sameinuðu Þjóðanna sem haldið verður í New York. Haldiði að það sé sigur stelpur!!!
Í viðtengdri frétt stendur:
"Matthildur mun fjalla um um keppnina og heimildarmyndina sem gerð var um keppnina. Matthildur verður ekki hluti af sendinefnd Íslands, heldur verður erindi hennar einn af hliðaviðburðum sem haldnir eru samhliða þinginu. Þess vegna mun félagsmálaráðuneytið ekki greiða kostnað við ferð Matthildar.
Hún fór þess á leit við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að bærinn styrki og varð ráðið við því og veitti henni styrk að andvirði 100 þúsund krónur."
Til hamingju Ísafjarðarbær að leggja málinu lið.
En afhverju er ég ekki hissa á að ráðuneytið skuli skýla sér á bak við það að þetta sé hliðarviðburður sem haldinn sé samhliða þinginu og greiðir því ekki kostnað Matthildar.
Það er svo sem ekkert nýtt að það sé ekki púkkað mikið upp á það sem konur eru að bardúsa í kvennabaráttunni.
En Matta þú og allar hinar, til hamingju, þetta var verðskuldað.
Knús á ykkur krúttin ykkar.
Úje.
![]() |
Óbeisluð fegurð til SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr