Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Rölt niður Minningagötu

Í hitanum og beinverkjunum í dag vissi ég ekkert hvað ég átti að gera af mér.

Og svo datt ég inn á vef Ljósmyndasafns Íslands og þar gott fólk, komst ég í feitt.

Æska mín lagði sig fyrir framan mig í svarthvítu.  Rifjaði upp það sem ég var búin að gleyma úr umhverfinu og ég fór í heiftarlega nostalgíu.

Einhverra hluta vegna er ofboðslega mikið til að myndum úr Vesturbænum, af mínum slóðum.

En þetta var ekki bara gleðileg upprifjun.

Ég sá myndirnar af öllum kömpunum, kofunum og hreysunum sem margir bjuggu í á þessum árum.

Kamp Knox

untitledd

var braggahverfi steinsnar frá mér.  Þar bjó t.d. Ásta Sigurðardóttir rithöfundur og fleira merkt fólk, en á þessum tíma voru fordómarnir miklir og mér var harðbannað að stytta mér leið í gegnum kampinn.

Pólarnir

pólar

Þeir stóðu við Flugvallarveg á leiðinni út í Nauthólsvík.  Það voru skelfileg hreysi og allt fullt af barnmörgum fjölskyldum.  Sagan segir að þegar Danakóngur hafi þurft að keyra þarna framhjá hafi framhlið Pólanna verið máluð og hænur settar í gluggana.  Hænsnahús þótti eina réttlætingin fyrir húsinu því.

Höfðaborgin

hofdaborg

Þessi hús stóðu þar sem Sparisjóður Vélstjóra stendur núna, eða gegnt Höfða.  Einu sinni þvældist ég heim með stelpu sem átti heima hérna og ég hef aldrei séð eins lítil húsakynni fyrir 8 manna fjölskyldu.

Melabragginn

melabraggi

Þessi stóri hryllilegi braggi var við hliðina á ísbúðinni á Hjarðarhaga og við vorum skíthrædd krakkarnir af Hringbrautinni að koma nálægt honum vegna mögulegra hrekkjusvína.

Merkilegt hvað fordómarnir voru sterkir, hræðslan við fátæktina skelfileg.  Líftóran var hrædd úr mér varðandi braggahverfin.  Þangað átti maður ekkert erindi.

En auðvitað ólu braggahverfin af sér mæta Íslendinga og prýðisfólk.

En ein og amma mín sagði: Það ætti ekkert barn að alast upp í saggafullum bragga og kvíða morgundeginum.

Svona er nostalgían.

Mér finnst fínt að minna mig á hversu stutt er síðan eymdin var svona mikil í Reykjavík.

Þessu langaði mig að deila með ykkur dúllurnar mínar.


Má ekki brosa? Ha?

Ég hef rosalega gaman af Mike Mayers.  Hann er frábær gamanleikari.

Og þá er það frá.

Hindúar í Bandaríkjunum hafa efnt til mótmæla  vegna nýjustu myndarinnar hans "Love Guru" sem þeir segja að muni særa trúartilfinningar milljóna hindúa um allan heim.

Ég er eiginlega komin með upp í kok af húmorsleysi trúaðra manna (kvenna).

Kristnir, múslímar, hindúar og allur pakkinn verður að fara að geta hlegið svolítið að sjálfum sér og guði.

Þeir eru allir orðnir eins og hertir handavinnupokar..

Það má ekki æmta né skræmta, grínast eða hlægja nálægt biblíum og bænahúsum heimsins áður en væluskjóðurnar fara á kreik.  Ég er særður, ég er reiður, mér er misboðið, ég drep þig, lem þig og dæmi þig til eilífarar helvítisvistar. Kommon.

Ef guð hefur skapað manninn í sinni mynd, þá á það væntanlega líka við um geðslagið í okkur.  Allan tilfinningaskalann.

Ég hef ekki nokkra trú á að Gussi sé að fara á límingunum yfir smá fíflagangi.

Ég held að honum finnist það meira að segja hipp og kúl.

Akkúrat núna er ég m.a. að hugsa um ákveðinn Moggabloggara, strangtrúaðan, sem var fastur í óbyggðum þegar guð útdeildi húmornum.

Djöfuls leiðindi.

Farin aftur að lúlla, er með sléttan 38, 780730 í hita.

Úje.


mbl.is Hindúar mótmæla Hollywoodmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttfréttir?

fat_guy_big_hamburger_funfry_resize

Í kjölfar stóráfalla koma oft það sem ég kalla krúttfréttir.  Gússígússí.

Það er sagt frá fólki sem hjálpast að, fólki sem leggur sig fram við að sýna náunganum hjálpsemi og samkennd á erfiðum stundum.  Ég held að við elskum öll að lesa þannig frásagnir.  Það gefur manni aukna trú á mannheimum.

En svo koma "krúttfréttir" í boði fyrirtækja.  Þær eru ekki eins jólalegar.

Vilberg Kökuhús á Selfossi hefur undanfarnar vikur boðið öllum leikskólum bæjarins í heimsókn þar sem þau fá snúð og kókómjólk.  Þetta hafa þeir gert áður við mikinn fögnuð. Og ég held að þetta standi ekki í neinu sambandi við nýliðinn skjálfta, þannig að ég fari nú rétt með.

Ég get sagt ykkur að það myndu ekki brjótast út fagnaðarlæti hjá mínum elskulegu dætrum ef börnin þeirra fengu svona trakteringar og það oftar en einu sinni.

Amk. myndu þær vilja gefa upplýst samþykki á sykurfylleríinu sem óneitanlega myndi halda börnunum þeirra í fullu fjöri fram að miðnætti.

Reyndar er Jökulinn minn kominn á gelgjuna en það eru ekki til myndir af því barni frá frumbernsku, svona nánast, öðru vísi en að það glitti í gulrót innan seilingar.  Dúllan!!

En án gríns þá finnst mér það skjóta skökku við í allri umræðunni um óhollar matarvenjur íslenskra barna, offitu og aðra heilsufarslega óáran, að fyrirtæki skuli bjóða þeim upp á svona tegund brauðs.

Er ekki til hollustubrauð í bakaríinu?

Frussssssss

Þessi færsla er í boði Vilbergs kökuhúss.  Víst og áður en Vilberg á Selfossi súar mér fyrir að ljúga upp á þá kostun á færslunni þá bendi ég á að maðurinn minn heitir að seinna nafni Vilberg og samkvæmt honum er kærleiksheimilið besta kökuhúsið í bænum og því lýg ég engu um það.

Ullabjakk.

Ég segi það satt.

Annars góð.


mbl.is Leikskólabörn gæða sér á snúðum og kókómjólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættu að hjakka í sama farinu Jórunn!

Það er ekki leyndarmál að ég tel að ég eigi SÁÁ líf mitt að launa.  Og ég er ekki ein um þá upplifun.  Ég þekki fjöldann allan að fólki sem farið hefur í gegnum meðferð hjá samtökunum og lifir núna innihaldsríku og hamingjusömu lífi.

Það eru engar kraftaverkalækningar stundaðar á Vogi.  Þar er einfaldlega samankomin læknisfræðileg þekking á alkahólisma ásamt allri þeirri reynslu sem orðið hefur til á þeim árum sem SÁÁ hefur verið til.

Að því sögðu þá á ég ekki orð yfir að borgin skuli hafa gengið fram hjá SÁÁ um rekstur meðferðarheimilis fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, en tilboð SÁÁ var mun lægra en tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar/Alhjúkrunar, sem mér vitanlega hefur enga sérhæfða þekkingu á meðferðarmálum.

Jórunn Frímannsdóttir segir:

"Mér finnst ótrúlegt þetta endalausa hjakk sem á ekki við nein rök að styðjast, búið er að fara yfir málið og niðustaða innri endurskoðunar er skýr,”

Mikið skelfing er ég komin með upp í kok af hrokafullum stjórnmálamönnum.  Það heitir hjakk að krefjast svara á undarlegri ákvörðun velferðarsviðsins.  Þá vitum við það.

Sumír hjakka hins vegar stöðugt í sama farinu hamingjusamir í vanþekkingunni.

Ég hef engan rökstuðning séð sem útskýrir hvers vegna tilboði SÁÁ var ekki tekið.

Ég hvet lesendur þessarar síðu að lesa þessa grein Ara Matthíassonar ásamt grein Jóhanns Haukssonar , "lítið og sætt kunningjaþjóðfélag".

 Hvernig stendur á þessari tregðu fólks til að nýta sér reynsluna og þekkinguna þegar áfengislækningar eru annars vegar?

Ég bókstaflega næ þessu ekki. 

En kannski get ég glaðst yfir því að trúarsamtök voru ekki þeir sem hrepptu hnossið, það er nefnilega ennþá inn í myndinni sú skoðun fólks að þar sé aumingja alkahólistunum ágætlega fyrirkomið. 

Haleandskotanslúja.


Elskugaferilskráin

 index_05

Hvað er grúppía?

Er það kona sem safnar nóttum með tónlistarmönnum eins og prinsessan sem safnar gimsteinum á perlubandið sitt?

Þ.e. kona með ákveðinn metnað og markmið að leiðarljósi.  Alveg: Í kvöld ætla ég að vera í bassaleikurunum, flett, flett og á laugardaginn tek ég alla söngvara sem á vegi mínum verða?

Eða er það kona sem verður svo heppin (ó) að verða ástfangin að tónlistarmanni og svo aftur öðrum og öðrum?

Stundum er fólk nefnilega með vinarkreðsa í ákveðnum starfsgreinum.  Eins og læknar t.d.  Það er ekki lygi sem sagt er, að hjúkkur giftist oft læknum og öfugt.  Eru þá hjúkkurnar læknagrúppíur og læknarnir hjúkkugrúppíur?  Kannski í annað og þriðja hjónaband, alltaf sama starfssviðið? Við erum að tala um heví endurtekningar hérna.

Ég veit lítið um hana Bebe Bluell annað en það sem ég hef lesið í ævisögum rokktónlistarmanna.  En ég les þær kröftuglega af og til, af því ég er auðvitað grúppía. Maður heldur sér við í greininni.

Ég er viss um að orðsporið "slæma" sem af henni fer í rokksögubransanum er bæði ósanngjarnt og stórlega ýkt. 

En ég hef ekki lesið margar svona rokkævisögur ákveðinnar kynslóðar án þess að nafnið hennar hafi borið þar á góma, sem kærasta þessa eða hins.

Og þessi kona kom upp flottri dóttur og hélt geðheilsunni alveg þokkalega get ég sagt ykkur.

Og að hafa gert það með þetta lovera CV er afrek út af fyrir sig.

Cry me a river!


mbl.is Ekki grúppíubarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarúðinn - varnarúðinn!

Ég ætla ekki að hafa skoðun á þessum piparúða sem er greinilega kominn í gagnið og til að vera hjá löggunni í Reykjavík.

Ég ætla að halda skoðunum mínum á honum fyrir mig og grjóthalda kjafti. 

Ég vil bara láta ykkur vita að Meisið eða piparúðinn hefur fengið nýtt nafn og heitir nú því göfuga nafni - VARNARÚÐINN!

Hann var notaður af löggunni í nótt þegar upp komu nágrannaerjur.

Ég vildi bara halda þessu til haga fyrir sjálfa mig og aðra áhugasama.

Það má segja að þetta sé VARNARÚÐAbókhald Jennýjar Önnu.

Annars góð.

Farin í sígó.


mbl.is Slagsmál brutust út eftir nágrannaerjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra lyktvillumálið í Finnlandi loksins komið á hreint

 flirting

Kona í Finnlandi hefur verið tekin og dæmd fyrir að ráðast að fólki og sleikja það undir höndunum.

Það gerðu 20 plús í fangelsi.

Konan var ekki alkahólisti en þjáðist af lyktvillu og stöðugu hreinlætisæði sem var að gera hana vitskerta.

Ó, ég las vitlaust.  Dem, dem, dem, svo þreytt eftir að hafa verið út á róló í fleiri tíma, týnt blóm (Sóleyjar og Fífla) enda dagur villiblómsins í dag.

Ég held að ég hafi óverdósað á súrefni.

Við reynum aftur....

En loksins hefur fengist niðurstaða í "Stóra handarkrikamálið".  Það er búið að dæma manninn í Singapúr í 14 ára fangelsi fyrir að vera stöðugt þefandi af handarkrikum kvenna.

Miðað við að þetta með Singapúr-manninn er heilagur sannleikur, því getið þið ekki trúað þessu með finnsku konuna?

Ég sé ekki muninn og heimurinn er að flippa út.

Lalalalala


mbl.is Stóra handarkrikamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanelsnúður eða kleina - meikar ekki diff

20080429111835_0 

Ég er í kasti, algjöru krúttkasti.

Jenný Una var að gera fimleikaæfingar.

Amma, taktu mig í kanilbulla.

Amman: Ha?  Ég fer ekki að baka snúða núna Jenný mín.

Jú gerðu svona kanilbulla amma.

Amman hringdi í mömmuna eftir túlkun, en hún þurfti að hugsa sig lengi um og svo fékk hún móðursýkislegt hláturskast.  Mamma, þetta barn gengur frá mér.  Hún vill að þú takir sig í KLEINU.

Það var allavega eitthvað úr bakaríinu.

Og: Í rúminu þar sem barn liggur þreytt og pirruð, enda komið langt fram yfir hefðbundin háttatíma.  Amman er að segja söguna af Rauðhettu sem Jenný elskar þessa dagana.  Nokkurs konar kannibalismi fyrir börn sagan af henni Rauðhettu.  Og allt í einu:

Amma hættu að segja söguna.  Ér pirruð.  Á morgun fer ég bara heim og kem ekki attur.

Amman: W00t Verður amma þá ekki bara að fá aðra stelpu til sín?

Jenný Una: Jú þú getur alleg fengið eina þriggja ára stelpu (jafnaldri sko mína), sem kann ekkert að ganga og tala og er bara í kerru.

Amman (að drepast úr hlátri inni í sér) Já ég vil alveg fá svoleiðis stelpu til að knúsa.

Barn: Nei þú máttaekki!  Þú ert bara amma mín.

Amman í krúttkasti.  Góða nótt Jenný mín.

Jenný Una(ákveðin): Þú ert amma mín og Lillemann og Olivers og Jökuls, en ekki stelpu!

Amman: Auðvita er ég amma ykkar allra og verð það alltaf.

Lítil rödd: Góða nótt.

Og núna sefur litli skæruliðinn svo fallega á koddanum sínum, svo saklaus að það er ekki laginu líkt.

Ég elska börn.  Þau eru svo skemmtilegt fólk.

P.s. Á morgun set ég inn glóðheitar myndir frá Spáni af Maysunni og Oliver.


Ég sukka á laugardögum

Þó brennivín og pillur hafi verið bannfærðar af mér til æviloka, einn dag í einu, held ég samt sukkhefðinni um helgar.

Þ.e. ég stelst í suðusúkkulaði.  Jabb, þrátt fyrir diabetes og alles.

Það er liður í þeirri viðleitni minni að verða fullkomin.

Sko, málið er einfalt, maður deyr örugglega þegar verkefni lífsins eru frágengin og kláruð.

Þar sem ég er búin að öllu held ég í þennan súkkulaðilöst eins og hundur hangir á roði.

Annars verð ég verkefnalaus.  Hehemm.

Ekki láta mig ljúga ykkur full, ég er svo auðug í ófullkomnu deildinni að ég á eftir að lifa allra kvenna lengst.

Það væri samt ógeðslega kaldhæðnislegt ef ég hrykki uppaf í dag eða á morgun.

Og ég er búin að hamast maður lifandi.  Búin að þvo, skipta á rúmum, þrífa allt hátt og lágt, hreinsa  undan Bördí Jennýarsyni, sem þessa daga dvelst á Kommúnistaávarpinu uppi á bókaskáp.  Bördí er glaður með ávarpið alveg eins og hann naut sín í botn þegar hann bjó á Bítlaávarpi Einars Más.  En nú er Einar kominn aftur í heilagra manna tölu með nýjustu bókinni sinni, Rimlum hugans, og því fær fuglskrúttið ekki að subba út þetta ágæta ritverk.

Og svo kemur hún Jenný Una til gistingar um kvöldmatarleytið.  Amman grét hana út úr foreldrunum.

Það er liff í lífinu.  Ekki spurning.

Adjö mina vänner.


Ég er bláeygð í stuttbuxum

Nú hefur runnið upp undarleg stund.  Eitthvað sem ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa.

Ég er komin í sömu stuttbuxur og fullt af ungum bláeygðum yngissveinum með ljósar krullur og trú á frjálshyggju.  Sko innan þessarar lýsingar rúmast allir ungir Sjálfstæðismenn og konur, allir litlu sætu Hannesar Hólmsteinarnir, þakka ykkur kærlega fyrir.

Ég er sum sé sammála SUS og ég segi djöfullinn danskur allt í lagi að prufa allt einu sinni, eða því sem næst.

SUS hafa sent bréf til þriggja sveitarfélaga sem hafa uppi hugmyndir um að leyfa ekki ungu lögráða fólki að gista á tjaldstæðum bæjarins ákveðna daga, nema að uppfylltum skilyrðum um fjölskyldumynstur.

Ég tek hjartanlega undir mótmæli fólksins í SUS. 

Það er ekkert minna en mannréttindabrot og algjör mismunun á fólki að koma með geðþóttabönn sí svona.

Þetta er nákvæmlega sami hlutur og ef öðru kyninu yrði bannaður aðgangur  að sömu tjaldstæðum svona af því að uppi væru grunsemdir um að tiltekinn hópur af kyni yrði með djöfulgang eftir ellefu að kvöldi til.

Reyndar er þetta grein af sama meiði og reykingarbannið sem brýtur á réttindum löglegra nikótíndópista, sem hafa keypt sitt stöff af ríkinu, en er bannað að nota það á öllum stöðum á landinu sem hafa þak og teljast ekki vera einkaheimili.

Ef SUS tæki það mál upp á arma sína, af því þeir elska frelsi einstaklingsins til að athafna sig, megi það vera að kaupa klám, vændi og guð má vita hvað fleira, þá myndi ég ganga í helvítis félagið ef ég væri ekki of gömul.

En í þessu máli greiði ég þeim atkvæði héðan af átakasvæðinu.

Og komasho.

Síjú. 


mbl.is SUS mótmælir aldurstakmarki á útihátíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2988498

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband