Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 23. júní 2008
Eltisvín og sumarstarfsmenn með sólsting
Hvað er að gerast í kollektívum þankagangi á Mogganum í dag?
Ég vona að það sé fremur sólstingur en inntaka kemískra efna.
Sumarstarfsmennirnir eru ekki með heilli há á þessum mánudegi. Logi sem logar í Rússlandi til minningar um fallna hermenn heitir í dag "eldsvoði". Og nú er vegið að saklausri konu í USA.
Konan Anniston fer til Englands að hitta kæróann og Mogginn segir að hún sé að ELTA manninn.
Ef húsband fer á undan mér út í bíl þegar við ætlum eitthvað saman og ég kem í kjölfarið þá mun ég samkvæmt þessu vera að ELTA hann.
Ég get ekki lifað með því. Ég elti ekki karlmenn og allra síst þá fjölmörgu sem ég hef gengið upp að altarinu með. Þeir gætu farið að halda að ég væri heit fyrir þeim. Má bara ekki gerast. Friggings dísaster, hreint út sagt.
En hún Greta systir mín elti mig svo sannarlega hérna í denn. Hún var svo kallað eltisvín krakkinn. Hún er tveimur árum yngri en ég og hún hafði gefið dauðann og djöfulinn í að hleypa mér ekki spönn frá rassi nema að koma með. Og ef ég var á leiðinni eitthvað með vinkonunum þá kom hún eins og þruma úr heiðskíru og sagði einbeitt á svip (og tóninn gaf fyrirheit um að það þýddi ekki einu sinni að reyna að múta henni): "Ég ætla að elta".
Það fór ekkert á milli mála hvað það þýddi.
Reyndar átti þessi sama Greta eftir að læsa sígaretturnar mínar inni í bíl uppi í Heiðmörk þegar ég var úlli. Hún læsti líka lyklana inni í bílnum í leiðinni. þannig að systir hans pabba varð að fara á puttanum í bæinn til að ná í aukasett.
Sú saga átti eftir að verða blóðug og dramatísk og gera það að verkum að ég hef verið í stöðugum meðferðum hjá sálfræðingum síðan. En sú históría kemur seinna, með æviminningunum sko.
Það sem systur manns gera ekki til að halda manni réttu megin við hegðunarstrikið.
Ó ég elska þig mín kæra sys.
Úje
![]() |
Aniston eltir kærastann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 22. júní 2008
Hjónaband í stórkostlegri hættu
Áhugi minn á fótbolta er lítt þekktur. Enda ekki nema von, hann er lágmarks.
En einhvern veginn tókst mér að ná mér í eitthvað boltahugarfar gagnvart leiknum í gær, Holland - Rússland.
Það kom til að því að ég lét bloggheim hafa áhrif á mig í þessa veru og svo auðvitað Húsbandið.
Og ég var orðin talsvert stressuð yfir því að Holland myndi nú jafnvel tapa af því að ég héldi með þeim.
Og svo töpuðu þeir.
Ég: Andskotinn, þeir töpuðu fyrir helvítis Rússunum (veit ljótt að blóta). Skyrpti líka á gólfið þarna til að vera alvöru bulla.
Húsband: Já en Rússarnir voru betri. Betra liðið vann, þannig á það að vera.
Ég: En þú sagðir að Hollendingar ættu skilið að vinna, þú taldir mér trú um að þeir væru skemmtilegra lið og ég veit ekki hvað og hvað.
HB: Æi svona er fótboltinn bara!
Ég: Ætla ekki að hafa eftir sjálfri mér hérna. Trúið mér, það er ekki prenthæft.
En sem betur fer gekk ég ekki svo langt að horfa á leikinn. Ég er ekki tilbúin til að teygja mig svo langt til að ná boltahugarfarinu.
En ég er að hugsa um að súa RÚV, þetta fótboltaofbeldi er gjörsamlega komið út fyrir allt velsæmi.
Er ég eina manneskjan á þessu landi sem gæti ekki staðið meira á sama um fótbolta?
Og hvenær í andskotanum er þessi fótboltahátíð á enda?
Hjónabandið siglir hraðbyri inn í alvarlega krísu. Allt boltanum að kenna.
Ég mun ekki láta blekkjast í annað sinn.
Holland hvað?
![]() |
Síðasti landsleikurinn hjá van der Sar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 22. júní 2008
Nokkur góð kjörtímabil án jakkafatanna?
Skemmtilegt að lesa um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að gossa svona krúttlega niðurávið.
Ef fylgisleysið skilar sér í kjörklefana sem er auðvitað alls ekki víst sökum þrælsótta íslenskra kjósenda, kæmi kannski kjörtímabil eða tvö án íhalds í stjórn. Það væri gaman að lifa það.
Ég er alltaf að furða mig á öllum því vandarkeeríi sem við kjósendur ástundum á kjördegi og svo förum við heim og röflum, tautum og tuðum. Algjörlega ómeðvituð um, að því er virðist, að við kjósum sama ballettinn yfir okkur aftur og aftur.
En..
Samfylkingin húrrast upp um 5%. What? Er lögmálið ekki að sá sem fer í rúmið með íhaldinu hverfi nánast af yfirborði jarðar? Þeir hljóta að vera að gera eitthvað rétt.
Vg minn eðalflokkur minnkar smá í fylgi. Ekki gott mál. Einhver misskilningur á ferðinni. Hehemm.
Annars er svo langt til kosninga.
Það getur heill hópur af ísbjörnum stigið á land, fleirhundurð einkaflugvélar teknar á leigu og eitt eða tvö álver gætu átt eftir að rísa. Fjandinn fjarri mér.
Spyrjum að leikslokum.
Mynduð þið kjósa sama flokk nú og þið gerðuð síðast?
Hugs.
Annars góð.
Úje.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 21. júní 2008
Dansandi fram á rauða morgun
Mogginn er að velta því fyrir sér hvort gamla fólkið borði sushi, fari í vax og hlusti á Sálina eftir nokkra áratugi.
Hm...
Eftir nokkra áratugi ætla ég að vonast eftir því að það verði engin elliheimili og engin örvasa gamalmenni til.
Ég ætla að vona að lífsgæðin aukist svo mikið á þessum tíma að fólk lifi með reisn á eigin heimili, á eigin vegum og sé sjálft sér ráðandi. A.m.k. að miklum meirihluta.
Ég veit ekkert ömurlegra en það viðhorf sem nú ríkir til eldri fólks.
Það er komið fram við það eins og börn.
Það er gengið út frá því að allir sem komnir eru á löglegan eldriborgaraaldur hafi sama matarsmekk, tónlistarsmekk og skemmtanasmekk. Engin frávik. Sjómaður dáðadrengur á línuna.
Svo sér maður reglulega hvernig gamla fólkið er látið taka þátt í uppákomum eins og kvennahalupinu um daginn, í hjólastól. Voða gaman.
Ég held að ég gangi í sjóinn frekar en að verða agúuð og gússígússíuð af fólki á launum og að það verði gert ráð fyrir að ég sé sammála síðasta ræðumanni um alla hluti að ég sé hluti af hópsál sem búin hefur verið til í öldrunarlækningum 101.
Hornkerling skal ég aldrei verða.
Ég ætla að verða geðveikur töffari í leðurátfitti, rífandi kjaft og dansandi fram á rauða morgun.
Sushi hvað?
![]() |
Húðflúr, sushi og bikinivax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 21. júní 2008
Vælukjóarnir í 101
Í hvert skipti sem íbúar í miðbænum fara að gráta yfir hávaða þá get ég ekki stillt mig um að blogga um það og láta hvína í mér aðeins.
Af því ég má það, ég er fyrrverandi Laugavegsbúi.
Og ég skil hvað fólk er að tala um þegar það veinar yfir hávaða. "Been there, seen that, done it".
En..
Við hverju býst fólk sem býr í hringiðunni þegar það búsetur sig á djamminu?
Býst það við órofnum nætursvefni, fuglasöng og dirrindí um helgar? Hljóðlátum náttúruskoðurum á besta djammtíma?
Ef svo er þá er kominn tími á að horfast í augu við raunveruleikann og það á stundinni. Vakna!!
Ég er orðin svo þreytt á vælinu, undirskriftasöfnunum og mótmælunum að ég verð græn í framan.
Það er ákveðinn lífsstíll að búa í miðbænum. Það hefur bæði gott og slæmt í för með sér.
Ég ætti að vita það og þegar mér fór að leiðast blönduðu kórarnir undir glugganum mínum á næturnar, nú þá hringdi ég ekki búhúandi í lögguna, ónei, ég flutti. Fór upp fyrir snjólínu og líður alveg ágætlega með það takk fyrir.
Við viljum líf í miðbæinn, það er að vísu aðeins of mikið oft á tíðum bæði fyrir minn og annarra smekk en þetta er þó sá staður á landinu sem þú getur verið nokkuð viss um að fólk sé á stjái eftir tíu á kvöldin og fram á morgun.
Og að því sögðu þá liggur málið ljóst fyrir.
Flytjið eða hættið að kvarta og kveina. Rífa höfuð úr nafla. Komasho.
Get a friggings live.
![]() |
Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Laugardagur, 21. júní 2008
Stórhættuleg Martha og innrás kjúklinganna
Kerlingin eldandi, saumandi, hnýtandi, föndrandi og stelandiundanskattandi hún Martha Stewart fær ekki að fara til Englands vegna þess að hún er með dóm á bakinu. Hún er þess vegna flokkuð með hættulegum glæpamönnum. Ég veit ekkert um hversu hættuleg kerlingin er, áþreifanlega, en ég hef hana grunaða um að hafa stráfellt fullt af fólki, úr leiðindum.
Og af því að það á ákaflega vel við að tala um mat og Mörthu í sömu andránni þá langar mig að ræða um kjúklinga. Eða réttara sagt auglýsingum sem ætlaðar eru til að selja okkur kvikindin.
Stundum þegar ég sé auglýsingar þá virðist sem sá sem býr þær til, lifi ekki í raunverulegum eldhúsum með venjulegu fólki.
Hafið þið séð kjúklingaauglýsinguna þar sem allir koma með rétt í matarboð? Það koma svona 60 manns í teiti og allir með rétti með sér. Kjúklingarétti!! Grillaðir, soðnir, steiktir, urlaðir og kurlaðir. Halló - þegar auglýsingin hefur rúllað í gegn hefur hún náð að hafa sterk áhrif á mig, eins og væntanlega er ætlast til. Mér verður óglatt og mig langar í lambakjöt, svínakjöt eða eitthvað allt annað en kjúkling, sem ég held að hafi ekki verið meiningin með friggings auglýsingunni. Pælið þið í að lenda í matarboði þar sem borð svigna undan krásunum, sömu krásunum með tilbrigðum.
Og svo er það þessi nýja auglýsing frá einum kjúllaframleiðanda. Vísitölufjölskyldan við matarborðið, mamma, pabbi börn og bíll og í matinn eru kjúklingar. Hvað má bjóða fólkinu; Jú magn fyrir ca. 40 manns af grilluðum lundum á teini, kjúklingabringur og heill kjúklingur fyrir fjórar hræður. Græðgi!
Og þegar ég horfði á hana þessa að þá rann upp fyrir mér að sá sem gerir auglýsinguna kann ekki til eldhúss- og eldunarverka, frekar en versti byrjandi í faginu.
A. Hann kann ekki að áætla magn m.t.t. fjölda.
B. Hann veit ekki að minna er meira.
C. Hann hefur ekki áttað sig á því að það þarf stórar frystigeymslur til að geyma í afganga ef hann heldur áfram á þessari braut.
D. Hann þekkir ekki mig og mína líka, sem finnst algjört törnoff að láta sviðsetja máltíð sem er eins langt frá raunveruleikanum og hægt er að komast.
Ég er komin í laaaaaangt kjúklingabindindi.
Og gleðilega sólardag aularnir ykkar.
![]() |
Martha Stewart hættulegur glæpamaður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 20. júní 2008
Nostalgía II
Og enn hef ég legið á Ljósmyndasafnsvefnum. Og nostalgíast út í eitt.
Ég hef stundum bloggað um klígjuna sem ég hef á lýsi. Tveimur árum áður en ég byrjaði í Meló hættu þeir að hella lýsi upp í nemendurna.
Ég er ansi hrædd um að skólaganga mín hefði orðið snubbótt hefði ég lent í skylduhellingunni. En það var ekki séns að fá undanþágu frá inntökunni. Reynið að lifa ykkur inn í mómentið. Mjólk í flösku og hlandvolgt lýsi.
En Melaskólinn maður minn. Þvílíkur yndælis skóli. Minnir mig. Það verður allt svo fallegt í minniningunni.
Þessi salur var eins og salur í konungshöll fannst mér. Svo kom ég þarna þegar stelpurnar mínar gengu í skólann og þá var þetta eins og meðal kústaskápur. Segi svona.
Og heraginn sem ríkti í Melaskóla var töluverður. Allir í röð, hneigja sig fyrir kennaranum um leið og maður gekk inn í stofuna, standa upp ef skólastórinn kom í salinn og syngja skólasöng á morgnanna. Ég man varla eftir að hafa gengið á eigin vegum í öll þessi 6 ár sem ég var í skólanum.
Ég minnist þessara stunda hjá lækninum þar sem maður stóð á nærbuxunum og þeir kipptu alltaf í teygjuna og kíktu á hið allra helgasta. Ég hef aldrei fengið svar við hvers vegna? Bölvaður pervertismi. Hehe.
Það er ekki gott að sökkva sér of mikið í fortíðina, en það var gaman að vera til. Í Meló og Hagaskóla, fyrir milljón árum síðan.
Farin að lúlla.
P.s. Myndirnar stækka ef klikkað er á þær.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Gleymdust á sjó
Ég var ákveðin í að svífa um á bleiku hamingjuskýi í tilefni 19. júní, í allan dag.
Ég var búin að setja mig í skoðanabann. Ég hef nefnilega alltof margar slíkar, þrátt fyrir að ég stefni stöðugt að fækkun þeirra.
En svona er lífið.
Ég hef verið ansi passasöm (sumir segja taugaveikluð miðað við íslenska standarda) í gegnum tíðina þegar kemur að því að treysta öðrum fyrir börnunum mínum. Þar kastaði ég aldrei til höndunum, enda stelpurnar mínar það dýrmætasta sem mér hefur verið trúað fyrir. Ég hef tekið þá ábyrgð alvarlega og það sama gildir um barnabörnin mín.
Og nú les ég að tvær stelpur á siglingarnámskeiði á vegum Reykjavíkurborgar, hafi gleymst úti á sjó og hafði þær rekið eitthvað út í buskann.
Það var ekki talið upp úr bátunum þegar að landi var komið og hvarfið uppgötvaðist ekki fyrr en pabbi annarar stúlkunnar kom að ná í hana og hún fannst hvergi.
"Mistök" segir starfsmaður siglingarklúbbsins sem heldur námskeiðið fyrir borgina.
Þeir ætla að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
Hvað mig varðar gerðist þetta einu sinni of oft.
Stúlkurnar mættu daginn eftir. Þær munu líta á þetta sem ævintýri.
Gott mál, en ég veit hvað ég hefði gert ef þetta hefði hent börnin mín.
Ég hefði gripið til aðgerða.
Og þær aðgerðir hefðu ekki farið hljóðlega fram.
Fyrir nú utan að siglinganámskeiðinu hefði lokið all snarlega.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Einum rúnkklúbbi minna - Úje
Í tilefni dagsins hefur ritstjórn þessa fjölmiðils (einróma) samþykkt að veita Borgarráði hvatningarverðlaunin "Bleika Kökukeflið".
"Á borgarráðsfundi nú í morgun var einróma samþykkt að hafna beiðni Strawberries um undanþágu til að reka nektardansstað. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum að minnihluti borgarráðs hafi látið bóka eftirfarandi við afgreiðsluna:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks fagna því að borgarráð skuli leggjast einróma gegn veitingu nektardansleyfis í dag þegar 93 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Synjunin er til marks um mikinn árangur í jafnréttismálum, enda er baráttan gegn klámvæðingunni eitt helsta verkefni nútímans. Reykjavíkurborg hefur á umliðnum árum verið í fararbroddi í þeirri vinnu og afar brýnt að svo verði áfram."
Meirihlutinn verður sem sagt ekki skammaður hér í dag.
Rúnklúbbunum fækkar, þeir eru að verða minnið eitt. Mikið skelfing er það skemmtileg þróun.
Það er orðið fátt um fína "drætti" í rúnkbransanum.
Kona er á bleiku skýi.
Til hamingju stelpur (og strákar).
Újejejejejeje
![]() |
Strawberries fær ekki undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Þjóð í móðursýkiskasti
Ég vona að fólk fari ekki að velta sér upp úr kostnaði við þetta tiltekna leiguflug umhverfisráðherra.
Þjóðin var í móðursýkiskasti.
Það var hrópað: Hvar er umhverfisráðherra? Hvað ætlar hún að gera? Ætlar Þórunn að endurtaka sömu mistök og síðast?
Og konan fór á staðinn þegar hún kom heim úr sumarfríi og tók á málinu.
Fólk fékk það sem það vildi.
Og þó ég geti vissulega gagnrýnt umhverfisráðherra fyrir eitt og annað, þá held ég að hún sé ein af fáum stjórnmálamönnum sem mylur ekki undir sjálfa sig.
Og hana nú.
Og svo finnst mér arfalélegt að sjá bloggfærslu sem þessa og það á sjálfan 19. júní, og það er kona sem heldur á lyklaborðinu.
Jabb, lífið er skrýtið.
![]() |
Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2988498
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr