Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 5. júlí 2008
"Face up to wake up"
Vöggudauði er óútskýrt fyrirbrigði.
Dóttir mín missti dreng sem sofnaði og vaknaði ekki aftur þegnr hann var rétt þriggja mánaða gamall.
Þannig að mér er málið skylt og auðvitað þráir maður að vísindin komist að því hvað í ósköpunum veldur því að fullkomlega heilbrigð börn deyja og það er enga skýringu að finna.
Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Aron Örn dó hef ég lesið hverja fréttina á fætur annarri um mögulegar skýringar á vöggudauða.
Móðir reykir á meðgöngu.
Móðir drekkur á meðgöngu.
Barn sefur á maganum.
Börn "gleyma" að anda.
Þegar mamma Arons fór til Bretlands í vinnuferð ári eftir þennan hörmulega missi var herferð í gangi gegn vöggudauða þar með slagorðinu "Face up to wake up". Þá var gengið út frá því sem stóra sannleika að vöggudauði ætti sér stað af því að börn svæfu á maganum. Dóttur minni leið hörmulega. Hennar barn svaf stundum á maganum.
Og nú kemur ný rannsókn, ný sönnunargögn sem sögð er styðja þá kenningu að efnaójafnvægi í heila sé meginorsök vöggudauða. Að það sé of lítið af serótóníni sem orsaki vöggudauða.
Gott og vel, kannski er það hin rétta skýring. En á meðan verið að þreifa sig áfram með orsakir væri sniðugt að slá þeim ekki fram nánast eins og um staðreyndir sé að ræða.
Það er nógu slæmt að missa barnið sitt og hafa ekki skýringu á því heldur þurfa að geta sér til hvað mögulega hafi valdið eða hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.
ARG
![]() |
Of lítið af serótóníni orsök vöggudauða? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Ekki sama Jónína og séra Jónína?
Fyrir einhverjum árum var gerð tilraun til að poppa upp Útlendingaeftirlitið og kalla það Útlendingastofnun.
Þar innan dyra hefur viðhorf gagnvart fólki sem ekki er svo "heppið" að vera íslenskt ekki mikið breyst.
Ég legg til að við leggjum þessa stofnananefnu niður og rekum Hauk Guðmundsson sem segir að óbreyttu verði konu Paul Ramses vísað úr landinu ásamt barni þeirra af því hún sé ólögleg í landinu. Og af því hún er það þá gátu þeir ekki tekið tillit til fjölskylduaðstæðna Pauls.
Mér sýnist af lestri fréttarinnar að það krimti í Hauki.
Alveg: Nananabúbú. Hí á ykkur fíflin.
Ég vil ekki að stjórnvöld í landinu mínu hagi sér svona.
Ég legg einnig til að allsherjarnefndin verði kölluð saman og hún afgreiði ríkisborgararétt eða það sem til þarf fyrir þessi hjón á á sama hraða og ríkisborgaraumsókn tengdadóttur Jónínu Bjartmarz fyrrverandi ráðherra. Þá er vandinn leystur. Hér er að minnsta kosti líf í húfi.
Það er varla verið að gera mannamun hérna er það?
Mótmæli út af þessari ljótu meðferð Útlendingastofnunar, sem n.b. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er fullkomlega sáttur við, á máli Paus Ramses, verða við Dómsmálaráðuneytið á morgun milli kl.12,00 - 13,00.
Mætum almenningur og sýnum þessu liði að okkur er nóg boðið.
![]() |
Eiginkona Ramses ólöglega í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Bannað að tjalda í Hálfvitalundi
Ég er nokkrum sinnum búin að fara hamförum á þessari síðu vegna mannréttindabrota á tjaldstæðum víða um land.
Ef þú ert ekki orðin 30 ára eða búin að eignast börn geturðu til fjandans farið.
Sumstaðar er aldurstakmarkið eitthvað lægra, mér er nokk sama. Fullorðið fólk á að eiga sama rétt og aðgang að tjaldstæðum, án tillits til aldurs eða barneigna. Fólk verður lögráða 18 ára. Verða sér út um lágmarks upplýsingar um réttindi fólks.
Og nú var 28 ára gamalli konu bannað að tjalda um síðustu helgi.
Kona mátti tjalda ef hún væri með börn í farangri en ekki ef hún ætlaði sér að búa til börn á viðkomandi tjaldstæði, sagði húmoristinn tjaldvörður.
En...
það sem er að pirra mig núna er fyrirsögnin á þessu martraðarkennda ævintýri konunnar.
Lyfjafræðingi bannað að tjalda!
Hvaða andskotans máli skiptir hvort hún er lyfjafræðingur, ræstitæknir eða afgreiðslumaður á plani?
Verður það næsta regluverk á tjaldstæðunum? Þ.e. Enginn sem ekki er búinn að ljúka stúdentsprófi, er ljóshærður og yfir kjörþyngd getur fengið að tjalda í Hálfvitalundi.
Vinsamlegast hafið samband við vitavörð.
Er alþjóðlegur hálfvitadagur í dag án þess að ég hafi tekið eftir því?
Súmítoðefokkingbón
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Þolinmæði er engin andskotans dyggð
Creditinfo Ísland hefur í fyrsta sinn gert úttekt á kynjahlutfalli viðmælenda í fjölmiðlum. Niðurstöður sýna að konur koma aðeins fram í 21 prósenti þeirra frétta þar sem viðmælendur koma fram en karlmenn í 79 prósentum tilvika.
Jájá, ég get ekki logið því að ég sé hissa á þessu. Konur eru sjaldgæfar svo ekki sé meira sagt sem viðmælendur í fjölmiðlum.
Það gremjulega er þó að það er hellingur af fólki sem gengur um og trúir því að jafnrétti séð náð.
Svo er annar slatti sem trúir því að róttækur femínismi skili engu, það sé best að taka jafnréttisbaráttuna í rólegheitum og í góðum fíling, ekki stíga á tær, ekki vera óþægilegur og alls ekki tengja sig við femínisma.
Mér sýnist það vera skila sér svona líka glimrandi vel eða hitt þó heldur.
Í fjölmiðlunum speglast valdahlutföllin í þjóðfélaginu ágætlega.
Ég veit ekki með ykkur en ég held að það dugi ekki ladídadída og gerriðiða strákar leyfið okkur að vera með kjaftæði.
Nei tökum á með báðum stelpur.
Ég er ekki þolinmóð kona, sem betur fer. Þolinmæði er engin andskotans dyggð þegar jafnréttismál eru annars vegar.
Hér má sjá fréttina í heild á visi.is
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Einstein hvað?
Mér finnst svo mikið öryggið falið í því að stór hluti heimsins sé undir þessum manni komið.
Einstein snæddu hjarta!
Lögst á bæn!
Lífstíll | Breytt 2.7.2008 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 30. júní 2008
Svefnsiðir
Nei, nei, nei, perrarnir ykkar, ekki svefnherbergissiðir, svefnsiðir! Leikfimisæfingar í hjónaherberginu koma síðar. Þarf að tala betur við spólgr... vinkonu mína um þau mál (þú veist hver þú ert skömmin þín).
En aftur í alvöruna.
Það virðast flestir vera með rosaleg ritúöl í sambandi við svefn. Fyrir nú utan hversu margir tala sífellt um svefn og svefnleysi. Ég ætla ekki að fara út í draumana sem fólk er að neyða upp á mann, ég urlast upp. Æi þið vitið ég var á Manhattan en samt á Laugavegi og ég var með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Obama í draumnum. Þið kannist við hryllinginn.
Ég t.d. verð að hafa opna glugga og skrúfað fyrir ofninn. Annars get ég ekki sofið. Líka í mestu vetrarhörkunum vil ég hafa þetta svona, það er svo notalegt að bora sér undir sængina. Hvað með það að maður verði smá rauður á nefinu, hefur fólk aldrei heyrt talað um nefhlífar? En auðvitað vill minn heittelskaði hafa pínulitla súrefnisrifu á glugga og ofna í botni, nema rétt yfir hásumarið. Eini óheiðarleikinn í mínu hjónabandi eru lygarnar og hysknin sem ég beit þessa elsku og hann mig, þegar við skrúfum fyrir og frá, opnum og lokum út í eitt.
Ég átti gamla frænku sem er dáin. Merkilegt nokk þá dó hún úr svefnleysi en hún svaf alltaf með nátthúfu og trefil. Blessuð sé minning hennar.
Þulan sem við húsband förum með yfir hvort öðru fyrir svefn er afskaplega þráhyggjukennd en ég ætla ekki að fara með hana fyrir ykkur. Þið mynduð halda að ég væri geggjaðri en ég í rauninni er.
En Jóna systir mín á krúttlegasta ritúalið sem ég hef heyrt um (held þó að hún sé búin að droppa því núna). Þegar hún var bara ponsa þá urðu síðustu orð dagsins að vera "góða nótt mamma". Þetta fékk á sig skemmtilegar myndir.
Jóna: Góða nótt mamma.
Mamma: Góða nótt og ertu búin að fara með bænirnar?
Jóna: Já, góða nótt mamma. En heyrðu villtu vekja mig kl. 07? Góða nótt mamma.
Mamma: Já elskan.
Jóna: Ekki gleyma. Góða nótt mamma.
Greta: Hættu þessu.
Jóna: Þegiðu. Góða nótt mamma.
Og svona gekk þetta þangað til móðirin á heimilinu var komin í keng.
Æi annars þekki ég svo mikið af sérvitringum með undarlegar svefnvenjur að þegar ég byrjaði að skrifa bloggfærsluna virkaði það töff hugmynd að skrá það hér svo aðrir gætu notið þess með mér, en af því að mér þykir vænt um fólkið mitt þá fer ég ekkert út í þá sálma. I could tell you stories.
En hvað er maður án fjölskyldu og vina?
Farin að skrúfa fyrir ofninn.
Það er púki í mér í dag.
Lílíló.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 30. júní 2008
Unaðslegur skilnaður
Það er varla að ég þori að blogga um þetta frábæra framtak Dana í skilnaðarmálum.
En það er vegna þess að sumir sem lesa bloggið mitt hafa ekki húmor fyrir viðhorfum mínum til allra minna fyrri hjónabanda og skilja ekki að ég er að grínast með málefnið. Skil ekki afhverju sumir vaða stöðugt inn á síður sem fara í taugarnar á þeim.
En auðvitað þori ég, bara smá fokk hérna í morgunsárið fyrir alla þessa húmorslausu sem vaða í gegnum lífið eins og hertir handavinnupokar og skilja eftir sporin sín í athugasemdakerfum heimsins.
Mér finnst þetta svo krúttlegt framtak hjá þeim í Danmörku, þ.e. að nú er hægt að fá kirkjulega afvígslu eða skilnaðarathöfn.
Ég sé alveg fyrir mér hjónin ganga eftir kirkjugólfin með erfingjana í einni sorgarbunu á eftir sér, ganga upp að altarinu, skiptast á hringum, eða réttara sagt skila þeim, kýla eða sparka hvor í annað, en auðvitað bara laust, svona sýmbólskt, og vaða svo frjáls út úr kirkjunni með börnin.
Svo má taka þetta aðeins lengra. Það má efna til veislu þar sem uppboð verður haldið á brúðargjöfunum, borðað og drukkið, farið á trúnó, grátið smá og svo fara allir til síns heima voða glaðir.
Það gæti jafnvel endað með sögulegum sættum hjá pari dagsins, hver veit.
Um að gera að poppa svolítið upp skilnaði. Nú mér hefur alltaf fundist jarðarfarir í daufari kantinum, Danirnir ríða kannski á vaðið og djassa þær örlítið til líka.
Eftir mína skilnaði þá hef ég nú yfirleitt farið á kaffihús, sko með vinkonum, nú eða næsta tilvonandi eiginmanni
Dem, það væri hægt að slá skilnaðar- og giftingarathöfn saman í eitt.
Og nú set ég upp hauspoka.
Farin með veggjum og úje.
Mánudagur, 30. júní 2008
Rigningu takk
Ég gæti aldrei búið í LA eða á öðrum stöðum þar sem sólin skín allan ársins hring.
Ekki að það verði einhver þjóðarsorg vegna þess, nebb, ég er bara að velta mér upp úr veðri hérna.
Forsenda þess að mér geti liðið vel eru árstíðirnar. Mér finnst eins og rythminn í mér stemmi við vetur - sumar - vor - og haust.
Og núna er ég í brýnni þörf fyrir rigningu, þó ekki væri nema í einn dag. Sólin hefur skinið í tvær vikur sleitulaust ef minnið er ekki að svíkja mig.
Og þá verð ég eirðarlaus. Ég fer að gá til veðurs. Ég stökkbreytist í Tóbías í Kardimommubænum. Ég fer að fylgjast náið með veðurfréttum. Er engin friggings lægð á leiðinni? Og núna er ég eiginlega farin að örvænta.
Plís veðurmaður það þarf aðeins að stokka þetta upp.
Einn dagur af mígandi rigningu myndi fínstilla kerfið upp á nýtt og svo væri ég farin aftur í sólbað.
Trén og blómin eru á því að þetta sé sanngjörn krafa. Við þurfum vökvun hérna.
Annars góð.
Later.
![]() |
Áfram bjart vestantil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Helvítis hámark hamingjunnar
Nú ríða þeir yfir hver af öðrum íslensku fyllerísdagarnir víða um landið.
Hamingjudagar, Bíladagar, Humardagar (hátíð), Þjóðhátíðardagar, og hvað þetta heitir allt saman.
Fyrir utan Fiskidaginn mikla á Dalvík, þar sem fólk borðar aðallega sér til skemmtunar þá eru þetta martraðardagar og sviðsetningar fyrir fyllerí.
Það hlýtur að vera séríslenskt fyrirbrigði, án þess að ég viti það, að fullorðnir og börn safnist saman til að höndla hamingjuna sem oftast er keypt í ríkinu og kemur í fljótandi formi.
Ég efast ekki um að stór hluti fólks, vonandi fjölskyldufólk, fer með því hugarfari að eiga góðar stundir úti í náttúrunni og ladídadída.
En hvernig væri að fullorðnast? Maður fer ekki í afneituninni með börnin sín í tjald á svona samkomur. Það er ekki raunhæft að búast við eðlilegum samverustundum fólks við þær aðstæður. Það hefur reyndar aldrei verið þannig nema að það sé hátíð á vegum bindindismanna eða SÁÁ.
Þegar ég ferðist um landið með stelpurnar mínar litlar, og ég gerði töluvert af því, þá forðaðist ég svona uppákomur eins og heitan eldinn. Mig langaði ekki baun að kynna þær fyrir íslenskri fylleríis tjaldmenningu og ræna þær í leiðinni gleðinni sem felst í því að ferðast um landið.
Það er lágmarks sjarmerandi að horfa á fólk á öllum aldri vaðandi um í sumarnóttunni, röflandi, dettandi, ælandi og berjandi. En fyrir marga er þetta fjandans hámark hamingjunnar.
Ég held að fjölskyldufólk ætti að forðast alla "dagana" sem eru framundan á þessu sumri. Þ.e. ef það vill ekki taka þátt í ruglinu og bjóða börnunum sínum upp á þá andlegu vanlíðan sem fest í því að horfa á fullorðið fólk á öllum aldri í annarlegu ástandi gera sig að fíflum.
![]() |
„Óhamingja“ á Hólmavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Laugardagur, 28. júní 2008
Magra Ísland
Ég vona að allir sem vettlingi geta valdið drífi sig á tónleikana á eftir.
Nú eða horfi á þá á Mbl.is.
Alveg er ég viss um að þetta verður frábær uppákoma. Flottir listamenn, veðrið ok og staðurinn fallegur.
Málefnið, náttúran, hefur aldrei verið mikilvægara nú þegar "sumir" ráðherrar Samfylkingarinnar hafa bæst í hóp náttúrusóðanna.
Lesið Láru Hönnu (og skoðið frábært myndband sem hún hefur sett saman)
Need I say more?
Held ekki.
Nú sem aldrei fyrr þarf fólkið í þessu landi að nota samtakamáttinn til verndunar íslenskri náttúru. Það er ekki eins og þetta sé okkar einkamál.
Góða skemmtun.
![]() |
Björk síðust á svið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr