Leita í fréttum mbl.is

Reynir Trausta flottur og hvað með Ramses?

Þegar ég skipti um skoðun, sem gerist reglulega þá hika ég ekki við að snúa mér í hring.

Í fyrra var ég að röfla yfir því að fólk færi og lægi í skattaskránum að drepast úr forvitni um náungann.

En..

Ég hugsaði það mál ekki til enda.  Auðvitað eiga þessir pappírar að liggja frammi.  Það er ekkert einkamál hvers og eins hvað þeir borga í skatta.   

Svo rakst ég á þennan pistil hjá honum Reyni Trausta og hann er frábær og segir allt sem segja þarf.

Ríkið það er ég.  Lesið.

Og talandi um að skipta um skoðanir reglulega.

Hm..

Ég er algjörlega að kúvenda í ESB-málinu.  Þvert á stefnu þess flokks sem ég kaus.  Það er bara kommon sens held ég að vilja út úr þessari krísu sem krónan setur okkur í.  Ég held að ég sé að verða heitur Evrópusinni, Ésús minn.

Og hvað meira, látum okkur nú sjá, hugs, hugs, hugs, flett, flett, flett,

æi það eru fleiri mál, ég man þau bara ekki í augnablikinu en ég man eitt.

HVAÐ LÍÐUR MÁLINU HANS PAUL RAMSES OG ER KONAN OG BARNIÐ EKKI ENN Á LANDINU?

Koma svo og vinna vinnuna BB og hætta að pirra sig á ÓRG.  Það er ekki frumlegt.

Aðrir geta verið í því. Jájá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það besta við skoðanir er að þær tilheyra þér og þú mátt breyta þeim eins og þú vilt. Verst að flestir pólitíkusar eru ekki á sama máli og virðast ekki geta skipt um skoðun, sérstaklega þegar þeir hafa ekki mótað hana sjálfir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er sammála Reyni Trausta hvað þetta varðar. Og ég vona að samfélagið hætti að líta upp til þeirra sem hafa himinháar fjármagnstekjur en borga ekkert útsvar til sveitarfélagsins sem það þiggur alla þjónustuna hjá. Nágrannar þessa fólks og aðrir skattgreiðendur sveitarfélagsins borga hjá þeim sorphirðu, skóla barnanna og fleira sem er á könnu sveitarfélaganna.

Viðhorfið ætti að vera þannig að fólk skammist sín fyrir slíkt og telji að minnsta kosti fram einhverjar útsvarsskyldar tekjur. Eða að sama hlutfall af fjármagnstekjuskattinum renni til sveitarfélagsins.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.8.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit ekki hvað ég var að pæla í fyrra.  Fannst eitthvað svo lágkúrulegt að liggja með nefið ofan í annarra koppum en var ekki að pæla í því að það er nauðsynlegt að hægt sé að fylgjast með hvað fólk er að leggja til samneyslunnar.  Döh hvað maður getur verið vitlaus.

Já Svanur það ætti að vera skylda að taka málefnalega afstöðu til mála þegar forsendur breytast hehe, en þannig er það nú ekki í pólitíkinni.  Þess vegna er best að vera óbundinn og lausbeislaður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 18:01

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Um miðjan ágúst sagðist BB klára Ramsesinn.

Þröstur Unnar, 6.8.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: kop

Það er hollt að skipta um skoðun, sýnir bara að maður hefur lært eitthvað.

Í sambandi við tekjur og skatta. Það hefur margoft komið fram, að ýmsir vel stæðir einstaklingar eru á lúsarlaunum. Hefur einhverntíma verið gert eitthvað í því? Ég held ekki.

kop, 6.8.2008 kl. 19:02

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessir pólutíkusar skipta nú ekki um skoðin nema það komi þeim alveg sérlega vel. Gott dæmi er Guðni Á. sem kemur í hvert viðtalið á fætur öðrum með lausnina í hendi sér við fjárhagsvandanum, hvar var hann að hugsa þegar hann var í ríkisstjórn? of mikið að gera í fundastandi og opinberum athöfnum? nei ég bara spyr svona. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 19:02

7 identicon

Ég er ferlega forvitin um það hvað aðrir hafa í laun og bónusa.Og vill að við borgum skatt í samræmi við það.En ekki að það sé aðallega láglaunafólkið sem greiðir skattinn.Um Reynir tjái ég mig ekki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:00

8 identicon

Já hvað um Ramses og fjölskyldu?Hvar eru þau?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:01

9 identicon

Sæl

Það er ekki krónan sem setur okkur í krísu heldur það athafnafrelsi auðmanna að stunda misheppnaða spákaupmennsku og koma heilu samfélögunum í vandræði og senda svo reikninginn til saklausrar alþyðunnar.  

Það er líka verðbólga og óáran í efnahagsmálum landa sem ekki hafa krónu sem gjaldmiðil heldur evru (eða júgru)  

Samkjósandi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:25

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er ekki 1. apríl núna, er það nokkuð?

En Jenný mín, þú ert enn bara litla óþekka stelpan sem hangir í pilsfaldi heimsins og vilt að tekið sé bæði eftir og mark á þér! Nú, ef það gengur ekki, þá er bara að sjá sig um hönd og prófa eitthvað nýtt.

Held bara að STeingrímur færi að kjökra ef hann læsi þetta!

En Svanur Gísli mælir spaklega sem honum er svo tamt. (svona oftast allavega)

En þetta með skattayfirlitin hefur nú mest verið í deiglunni gegnum árin vegna leiðindastælanna í D ungliðum að vekja á sér athygli með að leggjast yfir þau á skatstofunum svo aðrir næðu ekki að forvitnast. Eitthvað finnst mér nú hins vegar hafa farið minna fyrir því í ár en áður. 'iki svo á greinina hans Reynis frænda.

Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 20:42

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

MG: Ef mér væri ekki svona vel við þig þá myndi ég öskra.  Híhí.  Ertu að segja að ég sé tækifærissinni?  Sumum er beinlínis illa við að maður endurskoði sig.  Krútt.

Samkjósandi: Point taken.

Takk öll fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 21:59

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ramses ...hver er það?

Marta B Helgadóttir, 6.8.2008 kl. 22:51

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Reynir Trausta er góður, ég er með svona slétta vog varðandi Evrópusambandið .. + - ..

Góða nótt ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.8.2008 kl. 22:58

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, ert bara sama marki brennd og við hin krakkaófétin, við segjum og gerum svo margt, sem okkur finnst gott ´dag en kannski slæmt á morgun. Ferð líklega bara að predika NATO og elska bush á morgun haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 23:08

15 Smámynd: Signý

Reynir er góður... ESB er algjört crap... en það er eitt jákvætt í þessum pistli þínum, meira að segja fyrir þig persónulega... og það er að núna ertu ekki lengur sammála ungliðavitleysingunum í sjálfstæðisflokknum... það hlítur að vera góðs viti

Signý, 7.8.2008 kl. 00:32

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er ég sammála þér og honum Reyni, eins og reyndar oft áður. - Ríkið erum við -  Eins er eg fullkomlega sammála þér gagnvart krónunni. -  Og vil benda Samkjósanda þínum sem skrifar hér fyrir ofan á það.  

 Að ef ekki væri vegna krónunnar, - og vegna þess að við erum ekki í Evrópubandalaginu, -  þessvegna og eingöngu þessvegna hefur óskert athafnafrelsi auðmanna og annarra misvitra spákaupmanna,  komið samfélagi okkar Íslandi svo gott sem á hausinn.

Það hefðu þeir aldrei getað gert,  ef þeir hefðu ekki haft krónuna til að leika sér með. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2985875

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband