Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Er hann alki?
Eftir að ég fór í meðferð og ákvað að fara ekki með það eins og mannsmorð, lenti ég nokkrum sinnum í að missa mig í þá regin vitleysu að reyna að svara fólki sem bar það undir mig hvort þessi eða hinn, sem drykki svona eða hinseginn, gæti verið alki.
Það er nefnilega þannig að margir halda að óvirkir alkar séu sérfræðingar í alkóhólisma.
Eins og það sé alkóhólismi 201 áfangi á Vogi og í eftirmeðferðinni.
Ég sem sé steig inn á þetta sprengjusvæði fyrstu misserin eftir að ég varð edrú og reyndi að svara eftir bestu getu.
Það leið ekki langur tími þangað til að ég áttaði mig á að þetta var pottþétt leið til að losna við vini og kunningja, þ.e. að segja þeim hvað mér fannst um drykkjumynstur þessa og hins af því ég var þráspurð og svo var ég pínulítill og hrokafullur meðferðarfulltrúi í hjartanu. Var svolítið í því að trúa að ég væri fullnuma í þessu lífsverkefni (vá hvað ég var úti á túni).
Og ég hætti að svara. Sem betur fer segi ég því ég veit ekkert um alkaóhólisma annars fólks og rétt svo að ég nái utan um minn eiginn. Ég næ því sem ég þarf að ná, ég get ekki drukkið, ekki tekið lyf eða önnur efni sem virka á miðtaugakerfið og ég veit að ég þarf að gera ákveðna hluti til að vera í bata og þarf að vinna að batanum á hverjum degi.
Lengra nær mín kunnátta ekki, enda dugir hún mér einn dag í einu. Fólk á brauðfótum á að læra að ganga áður en það fer að hlaupa víðavangshlaup.
Til að gera langa sögu stutta þá er ég ekki til viðtals um hvort þessi eða hinn sé alki. Bara alls ekki.
En sumir eru ekki á því að gefast upp.
Dæmi: Ring-ring.
Hæ, gússígússi þetta er Lúlla Lalla (eða þannig) heldurðu að kallinn minn sé alki? Hann drekkur sóandsó, svona oft og er sóandsó eftir fyllerí.
Ég: Ég bara veit það ekki. Það sem skiptir máli er hvort honum finnist það sjálfum. Ekki hvað mér eða þér finnst.
Lúlla Lalla (æst): Og á ég að bíða eftir því að hann ákveði að hann sé alki, það verður aldrei hvað er að þér kona, ertu ekki alki sjálf, ætlarðu ekki að leiðbeina mér??????
Ég: Nei ég veit ekkert meira en þú. Maðurinn þinn er sá eini sem þarf að svara þessari spurningu fyrir sjálfan sig held ég. (Segi síðan konunni frá göngudeild SÁÁ og leynisamtökum fyrir aðstandendur).
Lúlla Lalla (farin á límingum og raddböndum): Jájá, er ÉG vandmálið? Á ÉG að leita mér hjálpar?Svona eruð þið þessir alkar, alveg eins og helvítið hann Lalli og nú þú. Þið eruð að drepast úr eigingirni, hugsið bara um ra..... á sjálfum ykkur. Djöfull sem alkahólistar eru leiðinlegt og sjálfsupptekið fólk.
Skellir á. Búmm Pang.
Einhvernveginn svona getur þetta gert sig- en slétt sama boðskapur færslunnar er sá að maður á ekki að vasast í annarra manna alkóhólisma.
Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Æðruleysi, æðruleysi.
Lalalalalalala er meirihlutinn sprunginn rétt á meðan ég bloggaði þennan vísdóm?
Nefndin.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Íslandi allt - úje
Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast í sólarferðir voru fjöldafylleríin svakaleg. Flugvélarnar dúuðu og ölóðar kerlingar og karlar hræddu líftóruna úr starfsfólkinu um borð.
Svo var djammað og djúsað í þessar vikur sem dvalið var á Spáni og það vita allir sem kæra sig um að íslenska þjóðin var sér til skammar á Spánarströndum fyrir að kunna ekki að haga sér í ferðalögum.
Svo má ekki gleyma matnum sem fólk tók með sér, það átti ekki að fara að éta baneitraðan hroðbjóð spánskra villimanna - ónei, hangikjötið, fiskbúðingurinn og saltfiskur var tekinn með.
Sumir voru að selja saltfisk í fríinu. Jabb, þetta var skrautlegur tími.
En það var þá.
Í Danmörku hér á árum áður var talað um að þekkja mætti Íslendinga og Svía á Strikinu án þess að heyra hvaða mál þeir töluðu.
Svíarnir þekktust af því þeir þvældust á göngugötunni dauðadrukknir.
Íslendingarnir þekktust af því sama plús að þeir voru með milljón innkaupapoka í eftirdragi.
Það eru alltaf einhver alkahólíseruð þjóðarbrot að þvælast út um heimsbyggðina í leit að fjöri. Svei mér þá ef þetta skiptist ekki reglulega á milli þjóða.
Svíar vilja meina að Finnar séu nánast óalandi og óferjandi með víni. Þeir fari í flokkum og hafi hátt. Vilji slást. Satana perkille.
Og nú er enska þjóðarsálin að gera sig fræga á Spáni vegna fylleríishegðunnar sem oft endar með sjúkrahúsvist.
En hvaða þjóðarbrot göslast hér um á Íslandi eins og bilaðir valtarar?
Finnar?
Danir?
Fólk frá Balkan?
Englendingar?
Svei mér þá ef nokkur þjóð toppar okkur Íslendingana í fönninu.
Við erum best í öllu. Ávallt og allsstaðar.
Sjáið handboltaliðið í Peking.
Íslandi allt - úje
![]() |
Breskir ferðamenn hegða sér illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Eðlileg sýn á konur?
Í tilefni þessarar færslu og umræðnanna í kjölfar hennar hef ég verið að hugsa um muninn á karllægri hugsun og kvenlægri.
Allsstaðar í þjóðfélaginu sjáum við merki um karllæga stjórnun og áherslur.
Eins og t.d. auglýsingar.
Dæmi:
Hérna tek ég örfá dæmi um auglýsingar, bæði nýjar og gamlar.
Hugsunin um hvað selur og hvernig konur eru hlutgerðar hefur ekki mikið breyst.
Konur eru kynverur, það er vísað í fjöldanauðgun, að þær séu húsdýr og áfram má telja.
Hvað finnst fólki og hvernig slá þessar myndir þann sem sér?
Til að sjá textann á sumum myndum verður að klikka á þær til að stækka.
Uppfærsla fyrir þá sem vilja sjá að auglýsingar af þessu tagi séu til á íslensku. Fékk þær inni hjá Sóley.
Og ein lólítuauglýsing sem höfðar til barnagirndarinnar og eru sívinsælt sölutrikk.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (96)
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Takið Óskar, takið okkur
Að fylgjast með borgarmálunum í borginni minni er eins og að hafa innbyrgt hugbreytandi efni og horfa á Fellinibíómynd afturábak í einu. Sækadellik motherfucker takk fyrir kærlega.
Það verður ekki ruglaðra.
Meirihlutinn er auðvitað minnihluti og borgarstjórinn hefur engan stuðning á bak við sig.
Það er staðreynd.
Fólk heldur niðri í sér andanum.
Svo er sagt að Óli Eff ætli ekki að láta neinum eftir borgarstjórastólinn enda sér hver maður að karlinn er á valdaflippi og nýtur þess í botn. Hann er einn af örfáum sálum sem eru glaðir með borgarstjórann.
Og nú biðlar Guðni til íhaldsins, takið Óskar, takið okkur. En Óskar þó ágætur sé hefur 2,1% á bak við sig þannig að ekki er það björgulegur "meirihlutakostur" heldur.
Þorsteinn Pálsson kallar eftir Framsókn og Óskari.
Kommon, þegar staðan er ónýt þá er hún ónýt og plástrar og sárabindi bjarga litlu sem engu.
Þessi sjúklingur verður að fara í aðgerð og meðferðin við meininu verður ekki löguð með heimsókn á slysadeild.
Ég legg til að meirihlutinn sem er í raun minnihluti sitji uppi með skömmina og ástandið þar sem ekki er hægt að kjósa aftur.
Auðvitað er til möguleiki í stöðunni þó ég sjái hann ekki gerast.
Íhaldið gæti viðkurkennt að þetta valdarán með fulltingi Ólafs var mistök og bömmer.
Og beðið 100-daga meirihlutann visamlegast um að taka aftur við stjórntaumunum.
Jeræt, það mun ekki gerast.
Eða hvað?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Nálgunarbann án dóms - já takk
Ef kona verður fyrir heimilisofbeldi og hringir í lögreglu þá getur lögreglan boðið upp á einn möguleika.
Hún getur boðið konunni að fara með hana (og börnin þar sem þau eru inni í myndinni) í kvennaathvarf eða til ættingja/vina.
Svo getur konan auðvitað verið áfram heima með ofbeldismanninn inni á heimilinu því það er ekki til siðs í flestum tilfellum að fjarlægja þá enda eru þeir margfrægir fyrir rólegt og yfirvegað fas rétt á meðan að laganna verðir eru á staðnum.
Því miður er það oft þannig að kona treystir sér ekki út af heimilinu vegna barnanna eða að hún er ekki tilbúin að leggja harma sína á borðið fyrir einn né neinn.
Ég get bara reynt að ímynda mér þá erfiðu stöðu að þurfa að rífa börnin sín upp að kvöldlagi (oftast) og rjúka með þau út í nóttina til viðbótar við þá skelfingu sem ofbeldið er.
En í Austurríki byrja þeir á réttum enda. Þeir fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu og svo er honum boðið upp á aðstoð við að gera eitthvað í sínum málum.
Auðvitað á ofbeldismaðurinn að víkja. Ekki spurning.
Nálgunarbann á að setja á manninn þar til dómur gengur og bara eins lengi og þörf er á.
Þessu er Kolbrún Halldórsdóttir þingkona VG búin að vera að reyna að breyta í nokkur ár en hún hefur hingað til talað fyrir daufum eyrum. Það hefur verið hlegið að henni. Hahahaha, svo klikkuð hún Kolbrún að láta sér detta í hug að svona aðgerðir þurfi hér í landi hamingjunnar.
Og nú er hindrunin sjálfur dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason. Hann er á móti austurísku leiðinni. Er ég hissa? Ónei.
BB er myndbirting hins karllæga valds sem mikið var rætt um hér í gær.
Vér konur munum fylgjast grant með örlögum frumvarpsins um austurísku leiðina.
Vanda sig, framkvæma og það án tafar.
Áfram Kolla!
Hér er færsla um málið.
Hér.
Svo ég tali nú ekki um þetta.
![]() |
Vill nálgunarbann án dóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Þvag í lítratali og sælgæti fortíðar
Dem, dem, dem, hvað það er ömurlegt að vera vitur eftirá.
Ég er búin að tapa þremur fylgjum í brennsluofn ákveðinna heilsustofnana um æfina og hafði ekki hugmynd um að það væri góð hugmynd að gefa þær til Skógræktarinnar í þessu gróðurvana landi sem fósturjörðin er.
Svo koma svona Einsteinar alltof seint í fjölmiðla og deila með sér af notkunargildi fylgjunnar sem mun koma með hverjum einstaklingi í heiminn.
Og allar þessar konur sem eru búnar að skutla fylgjunum í ruslið í gengum aldirnar.
Munið þið eftir frasanum; eina ískalda kók og kaupa glerið? Fór maður ekki síðan með glerið og fékk peninginn til baka? Mig minnir það.
Sama hugmyndafræði gæti gilt um fylgjur framtíðarinnar, taka barnið og fylgjuna með heim og gefa hana síðan til aldingarða heimsins. Nú eða selja, ekki leiðinlegt.
Fífl og fávitar. Ég bíð eftir að þetta sjálfupptekna lið í Hollywood fari að selja úr sér þvagið í lítratali.
En..
Þegar ég fór að skrifa um ískalda kók þá fór ég að hugsa um Krummalakkrísrör, Lindubuff, krembrauð og Bingó.
Og haltukjaftikaramellur og brjóstsykur.
Bazookatyggjó og fimmaurakúlur.
Svo ég gleymi nú ekki Krumma lakkrískonfekti.
Alladín poppkorni og Sínalkó.
Skemmtilegt fyrir mig að detta í namminostalgíu, sérstaklega af því að undirrituð er með sykursýki.
Well þá er ég beisíklí ekki í neinni hættu.
Búið að loka sjoppunni og nammi er löngu hætt að vera spennandi.
Dæs og þungt andwarp.
Úje.
![]() |
Fylgjan verður gróðursett í aldingarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
..svo píkulegt og tilfinningahlaðið
Einu sinni sagði karlbjáni við mig að konur væru ekki hæfar í samræður um dómsmál og pólitík m.a. vegna þess að þær hugsuðu með leggöngunum og þvældu alla hluti með því að prjóna inn í alla "málefnalega umræðu" bölvuðu tilfinningakjaftæði.
Það er ekkert afskaplega langt síðan að þetta var sagt en í gegnum lífið hef ég fengið þessa "málefnalegu" beiðni frá "sterka" kyninu um að halda kjafti og reyna að dingla augnhárunum þegar alvarleg mál ber á góma. Munurinn er að það er ekki sagt alveg svona beint út eins og ofannefnt fífl gerði.
Til þess að vera teknar gildar í samræðum um alvörumál verða konur að varast að dassa umræðuna með tilfinningum. Það er bannað í karlaheiminum. Það er svo móðursýkislegt og ómálefnalegt. Svo alvegaðbyrjaátúrlegt eitthvað.
Nauðganir, ofbeldi, mismunun á fólki eftir stöðu, húðlit, trúarbrögðum, menntun og öðru sem notað er sem mælistika á ágæti fólks á að ræða ískalt og án tilfinningalegrar innblöndunar.
Ég er satt að segja ekki með neina trú á að tilfinningalaus umræða skili nokkru.
Karlalægur hugsunarháttur hefur ekki sýnt sig breyta miklu af ríkjandi óréttlæti svo ég taki eitt dæmi sem eru dómar í ofbeldismálum.
Það er karlægur hugsunarháttur að verðleggja störf kvenna í umönnunarstéttum á tombóluprís en laun manna í stjórnum fyrirtækja og í forstjórastólum á uppsprengdu verði. Að vinna með peninga er æðsta starf sem karlaheimurinn getur hugsað sér. Fyrir það þarf að greiða ólýsanlega háar fjárhæðir.
Það er karlægur hugsunarháttur sem birtist okkur í íslensku dómskerfi þegar dæmt er fyrir ofbeldi og þá einkum og sér í lagi á konum og börnum.
Við erum vanþróað ríki þegar kemur að skilningi á ofbeldi á konum og börnum.
Feðraveldið neitar að hlusta, skilja og læra.
Ekki bara í dómskerfinu, heldur í menntakerfinu og annarsstaðar þar sem það skiptir máli að kunnátta og hæfni til að taka á alvarlegum afbrotum gagnvart konum og þá sérstaklega börnum sé til staðar.
Hið karlæga kerfi vill engar breytingar á þessum málaflokkum. Þeir rembast við að halda í löngu úreltan hugsunarhátt, þeir neita að opna augun fyrir staðreyndum.
Enda engar tilfinningar með í myndinni.
Það er svo píkulegt eitthvað.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (92)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása
Orðið ljósmóðir er eitt það fallegasta í íslenskri tungu og að mínu mati er starf ljósmóður eitthvað það merkilegasta sem hægt er að hafa með höndum. Í mínum huga eru þessar konur mikið meira en bara heilbrigðisstarfsmenn, þær eiga alveg sérstakan stað í hjarta mínu og ég er full þakklætis í þeirra garð.
Hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk spítalanna nýtur líka sérstakrar virðingar í mínum huga, það er eitthvað svo stórt og merkilegt við fólk sem vinnur við að bjarga lífi annarra og annast um okkur þegar við erum veik og aum.
Ég gæti líka talið upp endalaust af fólki sem sinnir öðrum og hefur það að lífsstarfi. Leikskólakennarar, fólkið sem sinnir öldruðum og á endanum allur sá aragrúi kvenna sem þrífur skít í öllum þeim stofnunum sem sjá um manneskjur. Þið vitið hvað ég meina.
Og ég er þreytt á að sjá lítilsvirðinguna sem "hið opinbera" sýnir þessu fólki þegar kemur að því að greiða því fyrir vinnuna sína.
Hver króna er talin eftir, það er reynt að blóðmjólka starfskraftana og nú er yfirvofandi brotthvarf ljósmæðra úr starfi vegna launa sem ég persónulega skammast mín fyrir að séu greidd þeim sem taka á móti börnunum okkar og hjálpa foreldrunum með fyrstu skrefin í foreldrahlutverkinu.
Ég er svona við það að springa.
Það er svo ekki á það bætandi þegar einn einn stjórinn og það stjórinn á Lsp. fær 25% launahækkun, fer upp í 1.618.56 á mánuði.
Hann stjórnar batteríinu og fyrirgefðu maður/kona sem ert í djobbinu, finnst þér ekkert siðlaust við þetta fyrirkomulag á meðan fólkið á "plani" fær ekki það lítilræði, sem það á svo sannarlega rétt á, fyrir að halda þessari stærstu heilbrigðisstofnun okkar Íslendinga gangandi?
Ég er svona uþb. að fá endanlega nóg af þessari jakkafatahugmyndafræði sem tröllríður þjóðfélaginu.
Mat á mikilvægi í þessu þjóðfélagi er svo karllægt að það er að verða óþolandi að horfa upp á forgangsröðunina í launamálum og öðrum málum líka reyndar.
Fífl. Aljgörir jeppar til höfuðsins þetta lið.
![]() |
Laun forstjóra Landspítala hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Af villingi og handbolta
Ég hef smá gaman af handbolta en ekki nógu mikið til þess að ég vaki yfir honum um miðjar nætur vegna tímamismunar hér og í Kína. Reyndar hef ég varla skap í mér til að horfa á þessa leika sem nú eru í gangi vegna þess að þeir eru haldnir í skugga mannréttindabrota.
En í morgun þá horfði ég smá á fimleika með Jenný Unu. Mér er málið skylt, stelpurnar mínar eyddu fleiri árum í fimleikasölum og ég með þeim oft á tíðum.
Jenný Una var heilluð yfir skrúfum, heljarstökkum, flikkflakki og hvað þetta heitir allt saman.
Hún gerði fyrir mig þróaðar fimleikaæfingar og sagði mér að hún væri mjög dugleg. Ég var alveg sammála henni.
Svo missti hún dót á gólfið.
Amman: Jenný mín taktu þetta upp.
Barn: Nei, ég ætla ekki að geraða, það er ekki mitt mál!!
Amman: Ha, hvað segirðu barn??
Barn: (ákveðin og forstokkuð) Það er ekki mitt mál amma.
Og amman beygði sig niður eftir viðkomandi hlut vegna þess að hún brosti og vildi ekki að villingurinn sæi það.
Barn: Takk amma ég er stolt af þér!
(Villingurinn)
Og ég nærri því dó.
En hvað varðar handboltann þá vona ég að við missum ekki dampinn eins og svo oft virðist vera raunin. Að allur vindur fari úr íslenska liðinu.
En ég treysti Óla Stef til að halda áfram á þessari braut.
Verst að ég mun sofa þetta af mér. (Sannleikurinn er sá að ég fæ mig ekki til að hanga yfir þessu því þá finnst mér að ég sé að svíkja málstaðinn).
En ég er STOLT af mínum mönnum.
Muha.
P.s. Á morgun eða á þriðjudag verða Oliver og Jenný Una í gistingu á kærleiksheimili ömmu sinnar og Einars.
Hlakka ég til?
Já, get ekki beðið.
(Oliver með mömmu sinni fyrr í sumar).
![]() |
Ísland lagði Rússland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Klígjufærsla - varúð, ekki fyrir viðkvæma
Gvöð og Ésús það eru allar lífverur í hættu vegna kynsjúkdóma. Ostrurnar í Frans eru með herpes. Deyja í milljarðatali. Stundum langar mig ekki til að fá fréttir af vissum hlutum, ég er svo klígjugjörn. Það kallar á dúndrandi þankastorm yfir það sem gerir mig græna að innan og utan.
Og eitt leiðir af öðru. Nú verð ég að blogga um klígjugirnina sem ég þjáist af og hef fengið í arf frá föður mínum. Þessi löstur er að ná sjúklegum hæðum þessa dagana. Ég er í alvöru að hugsa um að leita mér hjálpar.
Ég hef reyndar bloggað um klígjugirni áður.
Innmatur fær mig til að flytja mig milli bæjarfélaga ef ég frétti af sláturtöku á Reykjavíkursvæðinu.
Soðin ýsa gerir mig græna í framan, hún hristist öll eitthvað svo djellólega. Og lyktin ómæómæ.
Klósett í öðrum húsum nema hjá fólki sem ég treysti - ég fer ekkert út í það hér.
Lýsi, þið sem lesið síðuna mína vitið að ef húsband skellir flöskunni í ísskápinn þá - skipti ég um fjandans ísskáp eða allt að því.
Kokteilsósa, veinveinvein, hafið þið séð þegar maður setur disk í vaskinn og það kemur á hana vatn? Ekki það nei? Sleppið því.
Borðtuskur liggjandi notaðar á glámbekk - don´t get me started.
Svo eru aðrir hlutir sem eru svo geðveikislegir að ég get ekki sett það á blogg. Hélt einhver að ég færi að opinbera mínar verstu klígjur? Nei, látið ykkur ekki detta það í hug.
En undanfarnar vikur hefur verið fiskátak í gangi hér og það hefur innborið bakaðan og soðinn lax. Namminamm og ég komst framhjá klígjunni.
Steikt rauðsprettuflök jájá, nokkuð góð þar.
Steikt ýsa upp á gamla mátann ekki spurning, rann ofan í hirðina alveg vandræðalaust.
En nú eftir lestur þessarar fréttar um ostrufararaldurinn er gamla fiskiklígjan kominn í hálsinn.
Ferlegur viðbjóður er þetta.
Saltfiskurinn er næstur. Baccalo með lekanda og Steinbítur með sárasótt.
Ég er að segja ykkur að þetta er að myndbirtast fyrir augunum á mér.
Annars bara góð.
Later í regnbogans litum.
![]() |
Franskar ostrur deyja úr herpes |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2988494
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr