Leita í fréttum mbl.is

Af villingi og handbolta

Ég hef smá gaman af handbolta en ekki nógu mikið til þess að ég vaki yfir honum um miðjar nætur vegna tímamismunar hér og í Kína.  Reyndar hef ég varla skap í mér til að horfa á þessa leika sem nú eru í gangi vegna þess að þeir eru haldnir í skugga mannréttindabrota.

En í morgun þá horfði ég smá á fimleika með Jenný Unu.  Mér er málið skylt, stelpurnar mínar eyddu fleiri árum í fimleikasölum og ég með þeim oft á tíðum.

Jenný Una var heilluð yfir skrúfum, heljarstökkum, flikkflakki og hvað þetta heitir allt saman.

Hún gerði fyrir mig þróaðar fimleikaæfingar og sagði mér að hún væri mjög dugleg.  Ég var alveg sammála henni.

Svo missti hún dót á gólfið.

Amman: Jenný mín taktu þetta upp.

Barn: Nei, ég ætla ekki að geraða, það er ekki mitt mál!!W00t

Amman: Ha, hvað segirðu barn??

Barn: (ákveðin og forstokkuð) Það er ekki mitt mál amma.

Og amman beygði sig niður eftir viðkomandi hlut vegna þess að hún brosti og vildi ekki að villingurinn sæi það. 

Barn: Takk amma ég er stolt af þér!Pinch

20080708133107_10

(Villingurinn)

Og ég nærri því dó.

En hvað varðar handboltann þá vona ég að við missum ekki dampinn eins og svo oft virðist vera raunin.  Að allur vindur fari úr íslenska liðinu.

En ég treysti Óla Stef til að halda áfram á þessari braut.

Verst að ég mun sofa þetta af mér. (Sannleikurinn er sá að ég fæ mig ekki til að hanga yfir þessu því þá finnst mér að ég sé að svíkja málstaðinn).

En ég er STOLT af mínum mönnum.

Muha.

P.s. Á morgun eða á þriðjudag verða Oliver og Jenný Una í gistingu á kærleiksheimili ömmu sinnar og Einars.

Hlakka ég til?

Já, get ekki beðið.

20080518202811_5

(Oliver með mömmu sinni fyrr í sumar).


mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hún er æði pæði hún Jenný Una - það er eins gott að skikka ömmu sína til fyrir framtíðina!

Varst þú kannski í KR - eitthvað kom ég þar við undir handleiðslu Gulla Bergmans, ég man ekki með þig?

Edda Agnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe ég elska þessa forstokkuðu.

Það verður væntanlega fjör á kærleiksheimilinu í vikunni.

Áfram Ísland

Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eg er líka stolt af þér  geturður ekki komið því svo við að hægt verði að fylgjast með þér og börnunum þegar þau gista, væri til í að eyða kvöldinu í að sjá ykkur saman.  Ég vaki ekki heldur á nóttunni.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 16:48

4 identicon

snillingur þessi litla skotta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 17:11

5 Smámynd: M

OMG þessi krakki

Það held ég að þau elski það að koma til ömmu

M, 10.8.2008 kl. 17:53

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi hún nafna þín er alveg yndisleg

Hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2008 kl. 19:13

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heart Beat  Heart Beat Heart Beat .. krúttið þessi dama! ..  .. kann á ömmu sína.

Dóttursonur minn var hér í vikunni hjá ömmu og ,,afa" Tryggva. Hann fer í manngreinarálit og skammast sín ekkert fyrir það. Kveður sko ekki hvern sem er og hefur ekkert verið að sleikja upp þennan "afa" sem hann hefur átt svo stutt. Í gær settist hann niður fyrir framan dyrnar - eftir að amma var búin að knúsa hann og kyssa, og sat sem fastast og neitaði að fara en sagði hátt og snjallt: ,,Ég fer ekki fyrr en ég er búinn að núsa afa Tryggva." ...  Sumir voru mjög ánægðir!

p.s. við treystum Óla Stef .. en hann er einmitt alinn upp af ,,afa" Tryggva.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2008 kl. 21:50

8 Smámynd: Hugarfluga

Jenný litla er draumur! Ohhh hvað ég væri til í að eiga smá spjall við hana  

Hugarfluga, 10.8.2008 kl. 21:51

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

 Hún nafna þín er stórkostleg

Huld S. Ringsted, 10.8.2008 kl. 22:55

10 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Áfram Jenný Una  

Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.8.2008 kl. 22:57

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 10.8.2008 kl. 23:13

12 Smámynd: Linda litla

Ólafur Stefánsson er sko alveg að gera sig...

Linda litla, 11.8.2008 kl. 00:03

13 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góð sú stutta. Strákarnir voru góðir!

Einar Örn Einarsson, 11.8.2008 kl. 00:26

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, það er aldeilis munur þegar prinsipppissur eru stoltar af ömmum sínum, lengra er ekki hægt að komast í metorðastiganum, og jafnvel virðingarstiganum líka. Hún er alveg dásamleg hún nafna þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 01:39

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir fallegar kveðjur.  Mér finnst svo krúttlegt að blogga um hana Jenný m.t.t. þess að hún á eftir að lesa það þegar hún verður stór.

Vildi geta bloggað um Oliverinn svona líka en hvað getur maður gert þegar barn býr í öðru landi.

Annars erum við búin að vera í kasti yfir Ollie hann talar breska yfirstéttaensku þessi dúllla, OMG.

Jóga: Kannast við kauða, þe Tryggvann þinn.  Alveg viss um að það hengja sig öll börn á þann mann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 09:07

16 Smámynd: Tiger

Gullmolarnir sem falla frá þessum yndislegu börnum eru stórkostlegir - Jenný litla er sannarlega uppsafn af dásamlegum molum sem eiga heima í ævintýrabók. Satt hjá þér að það mun verða henni mikið gleðiefni að lesa eigin gullmola þegar hún verður eldri, en svona mola á einmitt að punkta niður svo blessuð börnin fái að njóta þegar þau eru nógu gömul til að fá þetta óritskoðað til baka. Þú ert sannarlega rík á þessu sviði Jenný og sannarlega öfundsverð af þessum tveim gullkornum þínum, þeim Jenný og Oliver - að öðrum algerlega ólöstuðum! Knús í daginn þinn mín kæra og ljúfa amma (samt ekki mín amma, enda alllllltof ung í slíkt) ...

Tiger, 11.8.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband