Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
1.999.865!
Halló, ég er að ná tveggja milljóna heimsóknartölunni og það er nærri farið framhjá mér.
Hver verður gestur nr. 2.000.000?
Verðlaun?
Ekki að ræða það bara ánægjan af að vera gestur á minni síðu.
Komasho segja Nennu sinni númer hvað þið eruð.
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Þolmörkin sprungin
Nú ætla Japanir að leyfa innflutning á íslensku hvalkjöti.
Takk kærlega eða þannig.
En af því íslensk stjórnvöld virðast hafa það efst á sínum gátlista að gera okkur að óvinsælustu þjóð í heimi þá förum endilega í að veiða hvalkjöt. Bara drífum í því. Mig langar til að sjá hversu langt niður á vinsældarlistanum hægt er að komast.
En frá hvaladrápi og að allt öðru.
Ég verð ég að taka ofan og hneigja mig djúpt fyrir Agli Helga og Silfrinu hans.
Allt þetta stórmerkilega fólk sem hann kemur með á færibandi. Fólk sem talar tæpitungulaust og veit um hvað það er að fjalla. Það er talað á mannamáli og ég er svei mér þá farin að skilja eitt og annað sem áður hefur verið mér hulið. Eins og vílingar og dílingar með hlutabréf.
Ég nota oft stór orð þegar mér misbýður eitthvað en núna er svo komið að mér dettur ekkert lýsingarorð í hug sem lýsir tilfinningum mínum eftir nýjasta Silfrið.
Spillingin sem er að koma upp á yfirborðið er svo ótrúleg og að mig skortir hreinlega orð.
Bankarnir, sjávarútvegurinn, lífeyrissjóðirnir, verkalýðsforystan, ríkisstjórnin, krosstengslin í pólitík versus fjármálageiranum, hvar sem borið er niður.
Og af því ég þjáist af orðaskorti þá fer ég á lagerinn minn og tek eitt gatslitið og margnotað.
AFSAKIÐ Á MEÐAN ÉG ÆLI LIFUR OG LUNGUM!
Gætum við fjandinn hafi það sagt nei takk við björgunarleiðangri ríkisstjórnarinnar og fengið að kjósa á næsta ári, mér er í raun sama hvenær?
Ég treysti ekki ríkisstjórninni, ég treysti afar fáum stjórnmálamönnum, ég treysti ekki neinum af þeim sem sátu í gróðærisboðinu og sitja enn við veisluborðið.
Þetta fólk verður að taka út sína timburmenn.
Þetta gengur ekki lengur.
Kapíss?
Hér er Silfrið, ætti að vera skylduáhorf.
![]() |
Grænt ljós á íslenskt hvalkjöt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Í alvörunni amma
Ég er kuldaskræfa. Segi og skrifa.
Meira að segja lét ég mig hafa það að sitja heima hérna á árum áður þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli. Ég sem er svo mikill sökker fyrir jólatrjám.
En manneskjunni er ekki eðlilegt að vera kalt. Það stríðir gegn öllum lögmálum, ég sver það.
Ég held hins vegar að Jenný Una fari með foreldrum sínum og bróður á þessa uppákomu í dag.
Annars er fyrsti í aðventu og ég á bara eftir að skreyta jólatréð - ég er að fíflast með ykkur.
Ég ákvað í morgun þegar ég var vakin af lítilli stúlku að ég skyldi ekki hugsa, skrifa eða tala um kreppu í dag.
Ég mun standa við það alveg þangað til að það hentar mér ekki lengur.
En aftur að djamminu.
Jenný Una sagði við mig áðan:
Amma: Grýla er ekki til nema í söngbókinni minni.
Ég: Það er alveg rétt hún er sögupersóna.
Jenný Una: Hún étur börn í þykustunni og líka jólakötturinn í útarpinu.
Amman: Já en það er bara í þykjustunni.
Jenný Una: Já ég veita. En kistur éta mýsir og mýstir éta firrildi í alvörunni amma.
Þar hafið þið það. Smá dýrafræði í boði Jennýjar Unu.
![]() |
Grýla prýðir Óslóartréð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Ég er gömul og á leiðinni í bótox
Hér er smá jólafærsla börnin mín södd og sæl.
Í dag hef ég haft hana nöfnu mína hjá mér og við vorum að jólast hérna heima.
Það kom að því að ég hafði þvegið eldhúsgluggann, straujað jólagardínur og sett ljós í glugga.
Svo fór þessi kona sem hér skrifar upp á stól til að hengja upp gardínurnar.
Jenný Una: Amma villtu passa þig mann getur dettið af stólum og þá getir þú deyjið.
Amman: Nei, nei, ég passa mig elskan og svo er ég ekkert að fara að deyja.
Jenný Una: Jú þú ert gömul þá deyrðu ef þú ferð upp á stól.
Amman: Ég er ekki gömul Jenný mín.
Jenný Una ákveðin: Jú ömmur eru gamlar. Passaðuðig.
Og síðar í rúminu þar sem amman sagði sögur og sú stutta vildi ekki fara að sofa.
Jenný Una: Amma, ekki fara fram, ér hrædd.
Amman: Við hvað ertu hrædd?
Jenný Una: Það er vondur maður í glugganum.
Amman: Hvaða vitleysa barn, ég sé engan mann.
Jenný Una (hneyksluð): Hann er ósýnilegur manneskja.
Svona er lífið hér á kærleiks.
Amman er farin í bótox.
Laugardagur, 29. nóvember 2008
"Þú gleymir engu Jenný Anna"
Ég hef löngum haldið því fram að ég sé ekki langrækin kona.
Það er auðvitað sjálfsupphafning sem á að ekki nema að litlum hluta rétt á sér. Ég er ekki öðruvísi en margir, ég á það til að sjá sjálfa mig í fullkomnunarljóma þegar þannig liggur á mér. Fjárinn sjálfur.
En.. ég get alveg fyrirgefið, kannski af því að ég get oftast séð minn hlut í því sem úrskeiðis fer.
Minn heittelskaði heldur því hins vegar fram að ég sé með minni fílsins í mörgum af okkar átökum í gegnum tíðina.
Hann segir: "Jenný Anna þú gleymir engu".
Kjaftæðið í manninum.
Hann talar meira að segja um lífshættuleg sprengjusvæði sem ekki megi fara inn á án þess að allt verði brjálað. Líka hvað varðar fleiri ára gamlar uppákomur.
Get ég gert að því þó ég muni stað, stund, fötin sem ég var í, kvöldmatinn, fréttirnar í sjónvarpinu, daginn áður og daginn eftir að mér finnst hann hafa gert á hluta minn?
Alveg: Síðast þegar við vorum með hreindýrakássu, þá bjuggum við á Laugaveginum og þú gleymdir að fara út með ruslið og ég nærri hálsbraut mig við að gera það sjálf, var á háhæluðu skónum sem ég keypti í Sóandsó og stutta svarta pilsinu og fjandans lærin á mér frusu. En hvað ætlaðir þú annars að spyrja um?
Þetta er engin andskotans langrækni, þetta er sagnfræðiáhugi undirritaðrar. Nema hvað?
Að minnsta kosti er mér ekki illa við nokkra mannveru á þessari jörð þó viðkomandi hafi gert eitthvað á hluta minn.
Það er sennilega vegna þess að í flestum vondum uppákomum hef ég alveg átt helminginn eða því sem næst. Þannig er það í lífinu.
En öðru máli gildir um þá sem halda um stjórntaumana. Þá skiptir engu hvað viðkomandi heitir, í hvaða flokki hann er eða hvort hann er gamall félagi, vinur eða hvort ég hef hitt persónuna.
Þar eru aðrar kröfur í gangi.
Sú staðreynd að við erum að horfa á íslenskt þjóðfélag liðast í sundur, okkur er að verða ljós spillingin, vinavæðingin, græðgin og valdaflippið kallar á að við munum hver gerði hvað, hver sagði hvað og hver tók ákvörðun um að gera eða gera ekki.
Þar ætla ég að leyfa mér að vera langrækin, minnugri en fjandinn sjálfur og bálill fram í rauðan dauðan.
Vegna þess að í þetta skiptið gerði ég ekkert til að framkalla það sem yfir mig dynur.
Ekki flatskjár keyptur, ekki jeppi eða aðrar lúxusdrossíur, engin ofurlaun og ekki þotu að sjá í mínum garði. Alveg satt, ég er afskaplega nægjusöm kona í neyslulegum skilningi.
Svo ætla ég að koma því hér á framfæri einu sinni enn að þeir sem vinna hjá opinberum fyrirtækjum, fyrirtækjum sem almenningur á eiga ekki að vera með krónu yfir milljón á mánuði og enginn með hærri laun en forsætisráðherra sem stjórnar fjandans revíunni.
Skilið svo bílunum gott fólk. Venjulegt fólk kaupir sín farartæki sjálft og þannig á það að vera.
Niðurstaða þessarar færslu: Langrækni og gott minni er beinlínis nauðsynlegt á krepputímum.
Farin að rífa upp jólatré með rótum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Persónunjósnir eru mannréttindabrot
Þegar ég var að alast upp stunduðu sumir íhaldsmenn nokkuð öfluga skrásetningu hér í borg til að fylgjast með hvar kommarnir ættu heima. Þessar upplýsingar virtust líka fyrirliggjandi hjá Ameríska sendiráðinu, amk. komust sumir að því fullkeyptu þegar þeir ætluðu að fá sér vegabréfsáritun til fyrirheitna landsins.
Stundum kom það fyrir að hús voru skráð "rauð" af misgángingi og lenti "venjulegt" fólk í því að fá ekki ferðaleyfi.
Þetta er löngu liðið, ætla ég að minnsta kosti að vona.
En mér hefur alltaf fundist stutt í að lögregluríkið sýni tennurnar.
Við munum meðferðina á Falun Gong hér um árið. Það er ekkert venjulegt þjóðfélag sem lætur hafa sig út í að fangelsa eða hefta ferðafrelsi fólks sem aldrei hefur sýnt af sér ofbeldi.
Nú munu óeinkennisklæddir lögreglumenn vera að taka myndir af fólki á mótmælafundunum á Austurvelli.
Lögreglustjóri Stefán Eiríksson hvorki játar því né neitar eins og venja er.
Það hlýtur að vera ári hentugt að geta skýlt sér á bak við þögnina. Þar er hægt að sýsla ýmislegt miður fallegt á bak við hana.
Það er verið að hvetja fólk til að fela andlit sitt á þessum fundum til að nást ekki á mynd hjá yfirvaldinu.
Ég segi nei, að sjálfsögðu fer almenningur ekki að haga sér eins og það að mótmæla sé eitthvað myrkraverk.
Varla geta þeir handtekið fleiri þúsund manns?
Eða hvað?
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
...og ég gaf frá mér undarlegt dýrahljóð
Nú ætla ég að klæmast smá sjálfri mér til skemmtunar.
Nei, segi svona, hef ekki alveg smekk fyrir því.
Sko, Rachel Johnson hefur hlotið verðlaunin fyrir lélegustu kynlífslýsinguna í bók þetta árið.
Setningin sem gerði útslagið var: og ég gaf frá mér undarlegt dýrahljóð.
Annars man ég eftir nokkrum góðum sem ég hef safnað í hausinn á mér í gegnum árin.
"Þau veinuðu bæði af frygð samtímis svo hljómaði um allt hverfið".
"Húð hennar emjaði af nautn".
"Þau smullu saman með hávaða ofan á rúmið á hótelherberginu".
"Tungur þeirra eltu hvor aðra yfir lendur líkamans langa stund".
Ég dey.
Annars er ég á því að það sé erfitt að skrifa spennandi kynlífslýsingar.
Af hverju spyrð þú dúllan mín?
Sko, ég reyni að útskýra, unaðurinn felst í alvörunni, ekki uppskrúfaðri uppröðun á orðum.
Ég er alki, kommon ekki skoðaði ég sölubæklinga ÁTVR þegar mig langaði í glas. Hefði ekki dugað við þorstanum mikla sem aldrei varð svalað.
Sama gildir um falleg föt. Glætan að þú skoðir vörulista til að fullnægja lönguninni.
Ónei, þú steðjar í búð og verslar fyrir þúsundir.
Kynlíf á ekki að lesa um.
Eða...?
![]() |
Verðlaunuð fyrir vonda kynlífslýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Gullfossinn í Kaupþingi
Tvö núll fyrir Katrínu og plús í kladdann fyrir HR sem ætlar ekki að taka ræðuna hennar af heimasíðu, þrátt fyrir að einhverjir drengir sem eru samskipa Katrínu í lögfræðinni séu með ritskoðunartilburði.
Nóg um það.
En ég var að pæla í glerfossinum í anddyri Kaupþings.
Þið hafið væntanlega tekið eftir honum?
Hann nær hátt upp í loft og vatnið rennur stöðugt á tilkomumikinn hátt.
Það eru gjarnan tekin viðtöl við stóru bomburnar í viðskiptalífinu (fyrirgefið þetta ætti að vera í fortíð ) við þennan peningafoss.
Eftir hrun halda þeir áfram að mynda við fossinn. Þennan manngerða Gullfoss.
Mér finnst þetta minnismerki um horfna tíma um græðgina og oflætið algjör tímaskekkja.
Vinsamlegast myndið annarsstaðar í þessari höll, t.d. í salnum þar sem erlendu viðskiptin fóru fram en þar er allt tómt, hver kjaftur farinn.
Eða slökkvið að minnsta kosti á helvítis rennslinu.
Já, ég læt ýmislegt fara í taugarnar á mér þessa dagana.
Erða nema von?
![]() |
Ræða Katrínar ekki tekin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Kiddinn er pólitískur dúllurass
Í Frjálslynda flokknum líkt og í öðrum hægri flokki á Alþingi er bannað að fara eftir sannfæringu sinni.
Kristinn H. er pólitísk dúlla að mínu mati. Gamaldags og ærlegur hefur mér sýnst. Það er ekki alltaf vinsæll eiginleiki í pólitík.
Ég er auðvitað gjörsamlega ósammála manninum og finnst ekki par huggulegt að hann skuli ekki hafa drattast til að kjósa með vantraustinu en ég virði hann fyrir að standa með skoðun sinni. Sem nota bene sumir kollegar hans í þinginu mættu taka sér tileinka sér.
Mér var sagt fyrir löngu af vísum manni að þingmönnum bæri fyrst og síðast að fara eftir sannfæringu sinni.
Í dag kallar það á fyrirtöku í flokki að láta slík ósköp henda sig.
Kristinn Sleggja þú verður væntanlega látinn út á guð og gaddinn enda held ég að þú hafir þarna lagt félögunum kjörið tækifæri í hramma.
Svei mér þá ef ég er ekki að sannfærast betur og betur um að flokkakerfi eru til óþurftar.
Í mörgum flokkum eru kollektívar skoðanir búnar til á flokksþingum.
Hver getur undirgengist þau ósköp svo vel sé?
Já ég veit margir.
Einn fyrir alla, allir fyrir einn.
Það er eitthvað svo "dagurinn í gær" finnst ykkur ekki?
Kiddi, þú ert boðinn velkominn í nýja stjórnmálaaflið á Íslandi. Grasrótina.
Jájá.
![]() |
Afstaða Kristins tekin fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Er ég geðveik?
Ég hef það sterklega á tilfinningunni á hverjum degi að það sé verið að ljúga að mér, blekkja mig.
Þetta er auðvitað sjúklegt ástand og geðdeildarhæft í eðlilegu árferði en í kreppunni er þetta að verða dagsform margra.
Hversu lengi getur maður gengið um og vantreyst öllum stjórnmálamönnum sem opna munninn?
Þá á ég við án þess að verða settur í klæðilegu treyjuna með hreyfihindrununum og lokuðu ermunum?
Þegar ég sá Ludde Lufseman í Kastljósinu kvöld fannst mér eins og þar hefði enn eitt leikritið verið sett á svið, að hann hefði jafnvel skrifað handritið sjálfur.
Hann vildi svo skemmtilega til að hann lauk verkefni sínu í dag, daginn eftir borgarafundinn þar sem fólk úaði ef minnst var á hann. Fólk vildi hann úr landi. "Illa fort".
Ég rak því tunguna út úr mér og ullaði á sjónvarpið. Það heita þögul mótmæli á heimili.
Ég fékk póst í dag þar sem mér er tjáð að fólk sem hefur verið að hvetja til kosninga hafi verið hent út af Andlitsbók, heimasíðu þeirra lokað og bloggsíðum líka.
Var þetta hönnun Luddes?
Er það kannski langsótt eins og margar tilgátur hafa verið undanfarnar vikur en hafa síðan reynst vera réttar?
Á ég að trúa því að það sé verið að loka á fólk fyrir að halda úti skoðunum um að það vilji kosningar?
Hver gerir slíkt?
Mikið skelfing langar mig til að láta segja mér hverjum datt í hug að ganga svo langt?
Ég er farin að tvílæsa hurðum og gluggum eða kannski ég múri bara upp í fyrirkomulagið.
Enn er ég þó ekki farin að heyra raddir.
Ég er algjörlega bláedrú og hef ekki tekið paratabs einu sinni svo það er ekki af kemískum hvötum sem ég þjáist af þessari paranoju gagnvart stjórnvöldum.
Bara svo það sé bókfært.
![]() |
Ráðgjafinn heim til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2988451
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr