Leita í fréttum mbl.is

Kiddinn er pólitískur dúllurass

Í Frjálslynda flokknum líkt og í öðrum hægri flokki á Alþingi er bannað að fara eftir sannfæringu sinni. 

Kristinn H. er pólitísk dúlla að mínu mati.  Gamaldags og ærlegur hefur mér sýnst.  Það er ekki alltaf vinsæll eiginleiki í pólitík.

Ég er auðvitað gjörsamlega ósammála manninum og finnst ekki par huggulegt að hann skuli ekki hafa drattast til að kjósa með vantraustinu en ég virði hann fyrir að standa með skoðun sinni.  Sem nota bene sumir kollegar hans í þinginu mættu taka sér tileinka sér.

Mér var sagt fyrir löngu af vísum manni að þingmönnum bæri fyrst og síðast að fara eftir sannfæringu sinni.

Í dag kallar það á fyrirtöku í flokki að láta slík ósköp henda sig.

Kristinn Sleggja þú verður væntanlega látinn út á guð og gaddinn enda held ég að þú hafir þarna lagt félögunum kjörið tækifæri í hramma.

Svei mér þá ef ég er ekki að sannfærast betur og betur um að flokkakerfi eru til óþurftar.

Í mörgum flokkum eru kollektívar skoðanir búnar til á flokksþingum.

Hver getur undirgengist þau ósköp svo vel sé?

Já ég veit margir. 

Einn fyrir alla, allir fyrir einn.

Það er eitthvað svo "dagurinn í gær" finnst ykkur ekki?

Kiddi, þú ert boðinn velkominn í nýja stjórnmálaaflið á Íslandi.  Grasrótina.

Jájá.


mbl.is Afstaða Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það má virða það við hann að hann er sannfæringu sinni trúr

Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei mundi ég ganga í flokk með þessum manni. En það er nú bara mín skoðun.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kristinn er minn uppáhaldsstjórnmálamaður þessa dagana! Svo er hann myndarlegur líka

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég er ósammála því að hann hefði átt að sitja hjá, ég virði hann fyrir að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni. Ég er ekki sammála honum en ég virði hann samt fyrir þetta vegna þess að ég hef oft hneykslast á því að fólk sitji hjá í stað þess að segja skoðun sína. Er ekki atkvæðagreiðslan til þess að hægt sé að koma í gegn fleiri málum en þeim sem sitjandi stjórn ákveður? Og til að hægt sé að fella stjórnarfrumvörp? Mér finnst meira að segja að atkvæðagreiðslan eigi að vera leynileg svo þingmenn séu ekki hræddir við að fara eftir sannfæringu sinni ef hún er önnur en flokksins.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 26.11.2008 kl. 10:03

5 Smámynd: Laufey B Waage

Sammála. Mikið væri heimurinn betri, ef fleiri - ekki síst ráðamenn þjóðarinnar, - væru heiðarlegri - og sannfæringu sinni trúir.

Laufey B Waage, 26.11.2008 kl. 10:12

6 identicon

Pólitískur dúllurass er smart orðað.  Er hann að koma eða fara í dag?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef starfað með Kristni, og á minn þátt í því að hann fór í framboð með okkur.  Kristinn er mjög alvörugefinn maður, fylgin sér, og á sennilega erfitt með umgengni við aðra, en heiðarlegri mann þekki ég ekki, hann er trúr því sem hann lofar í kosningum.  Ef það er ekki kostur við alþingismann, þá veit ég ekki hvað.  Reyndar er ég honum reið fyrir að gera þetta.   Hann átti bara að sitja hjá.  En svo má segja, er þetta ekki einmitt það sem við erum að prédika, að standa með sinni meiningu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2008 kl. 11:12

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Stóllin er volgur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.11.2008 kl. 11:34

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég hef ekkert á móti því að hann kjósi eftir sannfæringu sinni enda er það skylda hans. Hann verður hinsvegar að gera sér grein fyrir því að það hefur afleiðingar. Ef þú velur að verða stjórnarþingmaður þvert á stefnu flokksins þá er maður náttúrulega að kljúfa hann. Það er leyfilegt en maður getur ekki bæði varið stjórnina falli og komið svo af fjöllum um að maður sé stjórnarþingmaður. Það er nú einu sinni skylgreiningin á því að vera stjórnarþingmaður.

Héðinn Björnsson, 26.11.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Hugarfluga

Kristinn H. Gunnarsson virðist hafa það eitt að markmiði/leiðarljósi ... og það er að vera ekki sammála. Þreytandi gaur par excellance.

Hugarfluga, 26.11.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband