Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 23. mars 2009
Varphæna kveður
Talandi um óþarfa nefndir á mánudagsmorgni þegar kona er með flensu og beinverki sem hljóta að stafa frá sendingu úr neðra.
Ég hef aldrei skilið þessa mannanafnanefnd.
Reyndar hefur hún tilgang blessuð, ákvarðanir hennar eru skemmtiefni í hvert skipti sem þær koma í fjölmiðla.
Það virðist í alvöru vera þannig að ákvarðanir nefndarinnar séu byggðar á geðþótta.
Hvað er að Skallagrími?
Eða Kveldúlfi?
Það þarf varla nefnd til að úrskurða að nöfn eins og Satan, Lofthæna, Sautjándajúnía og Almannagjáa gangi ekki upp er það?
Það er bara almenn skynsemi sem ég reikna með að prestar (flestir) hafi til að bera og þeir starfsmenn sem koma nöfnum formlega á börn.
Góð vinkona mín ætlaði að skíra dóttur sína Hrafnhettu fyrir tæpum átján árum síðan.
Fallegt nafn fannst mér, en nefndin fékk raðtaugaáfall.
Nei, nei, nei, veinaði hún og barnið fékk annað og þolanlegra nafn að mati nefndarinnar.
Annars er ég mjög þakklát fyrir að hafa ekki verið skírð Kapítóla, Ölvína eða Yndisfríð.
Ekkert persónulegt en þessi nöf koma út á mér gæsahúð.
Ég var heppin, um miðja síðustu öld þegar ég drattaðist í heiminn hétu flest allir sömu nöfnum.
Sigríður, Guðrún, Margrét, Sigrún, Halldóra, Jóna, Sigurður, Guðmundur, Magnús og svo framvegis.
Ekkert að þessum nöfnum en það voru svo margir af hverri tegund.
Foreldrar mínir voru rebellar í nafnagiftum á börnin sín, þó þau misstu sig í nokkrum sinnum í standardana.
Miðað við sjö dætur og einn strák tókst þeim vel upp.
Jenný Anna, Greta, Ingibjörg Jóna, Guðlaug Björk, Ingunn, Hilma Ösp, Steinunn og Guðmundur.
Ég heppin þarna.
Gerðist varla að ég hitti nöfnur mínar.
En hvað um það, ég get ekki verið að velta þessu fyrir mér á mánudagsmorgni.
Leggið þennan nefndarfjanda niður og treystið fólki fyrir því að velja nöfn á börnin sín.
Kveðja,
Varphæna kveður og óskar lesendum þessa fámiðils skemmtilegs mánudags.
![]() |
Mannanafnanefnd klofnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Í hlekkjum til kosninga
Eftir að ég varð edrú vil ég ekki fara í kringum hluti eins og köttur í kringum heitan graut.
Ég reyni að gefa frá mér skýr skilaboð þegar á þarf að halda.
Jenný fyllibytta var hins vegar glórulaus vappari á brauðfótum, sagði hvorki af né á, kannski, örugglega og svo framvegis.
Varð alltaf að vera viss um að ég væri ekki að loka á möguleikann til að snúa seglum eftir vindi, breyta um skoðun, hætta við, enda var ég t.d. á leiðinni í meðferð í nokkur ár.
Ákvað að kvöldi að hringja upp á Vog þegar ég vaknaði.
Hehemm, gerðist ekki alveg þannig sko.
Þurfti að vera nær dauða en lífi áður en ég fór í málið og vera orðið ljóst að loku var skotið fyrir möguleikann á frekara fylleríi.
Haldið þið að það sé?
En..
að stjórnmálum dagsins. Ég er ofboðslega ánægð með VG eftir daginn.
Ég var reyndar ánægð með þá í gær líka og undanfarnar vikur en þeir fengu þeir fullt hús stiga hjá mér í dag.
Þeir lokuðu nefnilega á möguleika á samstarfi við íhaldið eftir kosningar.
Svona vill ég sjá vinnubrögðin í pólitíkinni fyrir þessar kosningar.
Nú veit ég að ég þarf að minnsta kosti ekki að óttast að VG hendi prinsippunum fyrir róða til að komast að kjötkötlunum ef annað þrýtur í stöðunni.
Þetta vill ég sjá hina flokkana gera líka.
Segja beint út hvað þeir vilja.
Ekki ganga "óbundnir til kosninga" sem er pen leið til að segja að þeir muni ef á þarf að halda stökkva í stjórn bara til að komast í völd.
Arg, af hverju minnir þetta "óbundinn til kosninga" á Geir Haarde og að fá ekki alltaf sætustu stelpuna á ballinu?
Jú, það er í raun það sem flokkarnir hafa gert, þeir hafa farið heim með þeirri sem hefur verið laus við barinn klukkan korter í þrjú jafnvel þó búin sé að æla, brenna göt á dressið og sé með sokkabuxurnar í henglum á eftir sér.
Ég er komin með ógeð á þessu gamla happadrætti sem fylgir því að kjósa út í bláinn.
Eru ekki nýjir tímar?
Er þjóðfélagið ekki að kalla á ný vinnubrögð?
Ég hélt það og hættið þessu bölvaða vappi í kringum grautinn og leyfið köttunum að hanga þar.
Gangið í friggings hlekkjum til kosninga.
Og ég meinaða.
Úje og súmítúðebón.
![]() |
VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 23.3.2009 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Míglekur að neðan
Eftir veðursýnishorn síðast liðins sólarhrings varð ekki hjá því komist að taka ákvörðun.
Og hún var tekin með báðum samhljóða atkvæðum.
Vorið er komið og ekki orð um það meir.
Og þá fór ég að pæla, hvað með grill?
Ég losaði mig við útigrillið, gasfyrirbærið þegar ég flutti s.l. haust og sé ekki eftir því fyrir fimm aura.
Ég sé ekkert spennandi við að vera með útieldavél. Það vantar alla stemmingu í lyktina af gasgrilli.
En, mig langar í kolagrill.
Ég nefndi þetta við minn löglega í förbífarten hér við hirðina í morgun og hann olli mér ekki furðu með viðbrögðum sínum, ég þekki manninn of vel.
Hann sagði einfaldlega: Nei í guðanna bænum ekkert svona vesen!
Ég spennti í hann augun, setti upp ískaldan reiðisvip með kvalræðisívafi og fórnarlambskippum og skyrpti út úr mér: Vá, stemmingin lekur af þér, villtu ekki fara að bjóða þig fram sem gleðipinna í blómabúðir, ég meina þar verður bráðum brjálað að gera í fræjunum og svona hjá EÐLILEGUM fjölskyldum.
Grafarþögn.
Ég: Ég ætla að kaupa kolagrill, það er ekkert vesen, ég sé um það sjálf og síðan hvenær ertu orðinn svona mikill gleðimorðingi?
Hann brosti (sá að sér) við knúsuðumst og grillið verður keypt næstu daga.
Sko, eins og ég elska af guði mér skenktan manninn svona oftast nær þá eru hlutir í fari hans sem geta gert mig dýróða og stórhættulega.
Eins og t.d. varðandi tjaldferðir. Ég elska að fara í tjald.
Vill hann koma með?
Nei, ekki að ræða það. Tjöld eru glötuð, manni verður kalt í þeim og svo mígleka þau neðan frá.
Ég á byrjunarstigi sambúðar: Leka neðan frá, hvað ertu að meina?
Hann: Jú ég var að spila í Húsafelli 1967 og svaf í tjaldi, og þegar ég vaknaði var allt á floti og samlokurnar hennar mömmu sigldu fram hjá andlitinu á mér á leiðinni út úr tjaldinu.
Ég: Halló það var um miðja síðustu öld, tjöld eru fullkomin í dag. Hoppaðu inn í nútímann drengur.
Hann: Nei, íslenskt veðurfar býður ekki upp á tjaldveru. Ég fer ekki í tjald, ekki að ræða það, búinn með þann pakka. Ekki, ekki, ekki.
En ég skal koma með þér og vera á gistiheimili með rúmi og sturtu.
Mál útrætt, búin að marg reyna á það og ég gef mig ekki svo auðveldlega.
Tjaldið er úti hvað hann varðar en ekki mig.
Ég fer með dætrum mínum bara.
Og þá getur hann verið heima að grilla.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Söluvaran konur
Góldi klikkar ekki á stuðningi sínum við vinina.
Vinina sem sjá til þess með margskonar hætti að hann fái haldið úti sínum bissness.
Bissness þar sem sölurvaran er konur.
Sjá.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Leyfum það - leyfum það
Hass er dóp, svo mikið veit ég.
En ef það er hægt að hjálpa fólki með sjúkdóma með því að nota jurtina þá á að sjálfsögðu að búa svo um hnútana að það sé hægt.
Eftir hverju er verið að bíða?
Hjálpar jurtin ekki krabbameinssjúklingum, fólki með taugasjúkdóma og svoleiðis?
Leyfa það, leyfa það.
En fjandinn hafi það að það þarf að halda vel utan um þessi mál.
Ég sé enga ástæðu til að bæta aðgengi að dópi fyrir unga fólkið.
(Eða neytendur hugbreytandi efna svona yfir höfuð).
Og hana nú.
![]() |
Kæmi til greina að leyfa kannabislyf á undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 21. mars 2009
Væmin og vongóð
Flottur hann Steingrímur og Katrín líka.
Flott fólk sem ég treysti hundrað prósent.
Enda ber VG ekki ábyrgð á neinu bankahruni, engri óráðsíu og ekki spillingu.
Þegar Ögmundur talaði um stærð bankana fyrir einhverjum árum og varaði við þeir gætu hrunið með látum, var hann nánast dreginn fyrir rétt, algjör landráð að gagnrýna útrásina og gulldrengina.
Ókei, landsfundur VG er á blússi, ég bíð spennt eftir ályktunum fundarins.
Einhver var að væla um endurnýjun, að hún væri lítil hjá VG.
Halló, á að endurnýja til að endurnýja?
VG hefur ekki komið að stjórn fyrr en núna og mér finnst þeir persónulega stands sig mjög vel.
Ég bíð spennt eftir listum Borgarahreyfingarinnar.
Ég vill að þeir nái slatta af fólki inn á þing.
Ég sé fyrir mér nýja tíma í stjórnmálum.
Já, ég er hætt að grenja en má maður vera væminn og vongóður á laugardegï!
En ykkur að segja krúttin mín, þá var ég að baka gulrótarbrauð og köku.
Ég er algjörlega frábær ég sverða.
Og ekki orð um það meir.
![]() |
Steingrímur J.: Hér stend ég enn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. mars 2009
Úje og hamingja í húsinu
Jájá, Liam Gallagher framleiddu föt og farðu með æðruleysisbænina bara, þú ert skaphundur.
Og að hinni eiginlegu ástæðu þessarar bloggfærslu sem hefur með grafalvarlegt mál að gera.
Ég er með fatavandamál.
Ég er fatafrík, reyndar verða þau að vera svört og þau eiga helst að heita eitthvað annað en "framleitt af Hagkaup fyrir Hagkaup".
Dætur mínar hafa séð mér fyrir flottum fatnaði undanfarin ár. Helga og Sara kaupa alltaf handa mér þegar þær fara til útlanda.
María Greta sendir mér frá London, notað og nýtt og ég gæti ekki verið meira happí með fyrirkomulagið.
En samt er farið að vanta í skápinn.
Ég man nefnilega að í fyrrasumar þegar veðrið var óíslenskt og sumarið var sumar, átti ég nánast ekkert af fötum sem hæfði tilefninu.
Tvo hörkjóla og svo var það upptalið.
Ég sagði við húsband í gær (kæruleysislega til að koma honum ekki í ham): Heyrðu, mig vantar föt.
Hann: (Rétti út handlegg og sveiflaði í átt að fataskáp eins og Mússolíni í svalaræðunni):
Hvað með ALLA kjólana þína?
Ég: Arg. Þarftu ekki að taka til á lóðinni eða eitthvað?
Skilningsleysið algjört - kynjabilið á við "Grand Canyon".
Síðan hefur ríkt kjarnorkuvetur í samskiptum hér á kærleiks.
En...
Málið er að mér finnst bæði vont og vanþroskað að vera hégómleg hvað varðar fatnað.
Ég vildi vera meira hipp og kúl kona sem hengir ekki sjálfsmyndina á druslurnar sem hún gengur í.
Að mér þætti nóg að vera hrein og fín.
En þangað til það gerist ætla ég að kaupa mér föt eins og mér væri borgað fyrir það.
Ókei, ég ýki, en eins og eina mussu, eða pils fyrir sumarið ætti maður að geta sloppið með eða hvað?
Nananananana, farin að kyssa minn heittelskaða og semja frið um fataskápinn.
Ó, hann er ekki heima, ég geri það seinna.
En ég get glaðst yfir einu, ég á slatta af litlum svörtum.
Úje og hamingja í húsinu.
P.s. Svo datt ég í nostalgíuna þegar ég fór að leita að myndum við færsluna. BIBA í London (Valdís, haltu þér), flottasta búð ever, Mary Quant, ésús minn, dagarnir í London, þegar lífið var föt og sætir strákar.
Ómæómæ, svo er bara friggings kreppa.
En það er ókeypis að hverfa til betri daga, þegar föt kostuðu ekki hvítuna úr augum manns.
Ætti ég að flokka hana þessa undir mannréttindi?
Nebb, fer undir lífstíl.
![]() |
Kominn í tískuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Það má vona
Skrímslið Fritzl mun eyða ævinni á stofnun fyrir geðsjúka einstaklinga.
Eins lengi og honum endist aldur til.
Ég hins vegar, vonast til að hann drepist fljótlega.
![]() |
Fritzl sakfelldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Makedónarnir
Minn heittelskaði er að horfa á handboltann.
Miðað við stóíska ró mannsins í sófanum eru Íslendingar í ágætis málum.
Mér gæti ekki staðið meira á sama enda íþróttahatari.
Sko, boltaíþróttahatari nema þegar Dorrit er á vellinum.
Og hávaðinn, hér heyrist ekki mannsins mál.
En...
Hvað á það að þýða að kalla menn frá Makedóníu, Makedóna?
Eru þeir dónalegri en menn af öðru þjóðerni?
Hvað varð um Makedóníumenn?
Sama ruglið var í gangi þegar þeir breyttu Mexíkönum í Mexíkóa. Ég get ekki lifað með því.
En Dónarnir eru undir.
Það er bót í máli.
Áfram Ísland.
![]() |
Frábær sigur í Skopje |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Í ökkla eða eyra
Skoskur sérfræðingur, dr. Carol Craig segir að verið sé að ala upp kynslóð sjálfsdýrkenda.
Svíar kalla þetta egókynslóðina.
Ég kalla þessa kynslóð þolendur sakbitinna foreldra.
Það er eins og það sumir hlutir séu annað hvort í ökkla eða eyra.
Mín kynslóð var í sífelldum hneigingaræfingum fyrir kennurum, skólastjórum og öðrum valdsmönnum.
Við máttum ekki tala nema á okkur væri yrt. Þegja þegar fullorðnir töluðu og þeir héldu reyndar orðinu alveg stöðugt.
Það var nánast brottrekstrarsök að vera með tyggjó, eða bregða sér í búðina á móti skólalóðinni.
Þessi ósköp enduðu auðvitað með byltingu minnar kynslóðar þar sem við sögðum borgaralegum gildum stríð á hendur. Gáfum skít í allt sem tengdist yfirvöldum. Þar með taldir foreldrar.
Sumir áttu aldrei afturkvæmt úr baráttunni. Liðuðust upp í tómarúm með hassreyknum.
En núna er mér sagt að börn rífi stólpakjaft, fari ekki eftir reglum og hagi sér eins og litlir einræðisherrar.
Ég er ekkert að alhæfa, veit ekkert um málið, því nálægt mér eru bara yndisleg börn, hehemm.
Hvernig væri að reyna að finna hinn gullna meðalveg í þessu sem öðru?
Æi, hvað er ég að blogga um þetta?
Ég vaknaði í morgun og setti mig í bann fram að hádegi hvað varðar pólitík og svoleiðis fyrirkomulög.
En mig langaði að blogga.
Þetta er öruggt bloggefni er það ekki?
Fer enginn að missa sig yfir þessu blásaklausa málefni skyldi ég ætla.
Cry me a river og góðan daginn villingarnir ykkar og verið þið til friðs svona til tilbreytingar.
Jabb, verið það.
![]() |
Varar við sjálfsdýrkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr