Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

KRÚTTBLOGG II

1

Þennan verð ég að skjalfesta áður en ég gleymi honum, en gullkornin hrynja inn þessa dagana.

Jenny Una Eriksdóttir var að troða böngsum og öðrum loðkvikindum í dúkkuvagninn.  Vagninn tók ekki meir og bjarndýrið stóra og loðna, datt á gólfið aftur og aftur.  Loks þraut þolinmæðina hjá barni og ég heyrði hana segja hátt og ákveðið (um leið og hún þrykkti kvikindinu af öllu afli ofan á hrúguna):

"VERTU KURR ÓLÁNIÐ ÞITT"

Amman þarf greinilega að fara að ritskoða sig aðeins,  að minnsta kosti þar til barnabarn nær þriggja ára aldri, en það verður þ. 30. desember n.k.

Veriði svo kurr þarna ofvirklarnir ykkar.

Úje


UPPLJÓSTRARAR! HVERNIG FÓLK ER ÞAÐ?

1

Á "Litlu Frjálsu" í gær, fjallaði Jón Axel um nafnlaus bréf sem hann fengi reglulega, þar sem fólk væri að senda inn kjaftasögur um persónulega hagi fólks, sorgir þeirra og örlög.  Jón Axel afþakkaði slúðrið og nafnlausu bréfin.  Mér fannst þetta tímabær umfjöllun hjá JA.  Ég hef svo oft velt því fyrir mér hverjir "uppljóstrararnir" eru?  Hvernig fólk er það sem í skjóli nafnleyndar gerir svona hluti?

Uppljóstrararnir sem henda sér á síma þar sem tekið er við nafnlausum ábendingum um fólk og einkahagi þess, eða setur í póst nafnlaus bréf í þeirri von að óvandaðar manneskjur taki við og komi á framfæri til almennings. Eru þeir bara venjulegar manneskjur eins og þú og ég? Nebb, ég held ekki.  Ólýginn sagði mér!

Dæmi:

Fjölmiðlarnir, sérstaklega slúðurblöðin, sem birta sóðaskapinn, oft án þess að grafast fyrir um sannleiksgildið og fela sig á bak við "heimildarmennina" sem þeir sjá sér ekki fært að ljóstra upp um.  Þeir sem fyrir róginum verða eru allt í einu komnir með sönnunarbyrði.  Þeir þurfa að afsanna óþverrann.  Þetta hefur oft hörmulegar afleiðingar eins og allir vita.

Upplýsingalínur Skattsins og Tryggingastofnunar svo dæmi sé tekið.  Þar sjá ríkisstofnanir enga ástæðu til að vanda vinnubrögðin og láta launaða starfsmenn sína sinna eftirlitshlutverki sínu, heldur höfða þeir til lægstu hvata manneskjunnar og láta óvildarmenn úti í bæ sjá um að koma  með nafnlausar ábendingar.  Smekkleg vinnubrögð.  Oftar en ekki eru svona símalínur notaðar af uppljóstrurunum til að koma höggi á fólk sem þeim er í nöp við og það getur liðið langur tími þar til kemur í ljós að fórnarlömbin eru blásaklaus.  Smart.

Þetta er bara brot af ísjakanum, það sem ég tek hér sem dæmi.  En ég hef oft velt þessu fyrir mér, þar sem mér eru svona mál ekki alveg óskyld, þó langt sé um liðið.  Ég velti t.d. fyrir mér;  hvernig uppljóstrarnir eru í framan (borða þeir, fara í bað, bjóða góðan daginn eins og við hin?), hvað þeir eru að hugsa, hvort það fái martraðir, samviskubit, löngun til að hafa látið ógert?  Bara ef ég vissi.   En uppljóstrar ganga auðvitað ekki um með rauðan blett á nefinu, því er nú árans ver.  Auðvitað veit sá sem fyrir verður oftast hver á í hlut, svona nokkurn veginn,  en það breytir svo sem engu.  Skaðinn er skeður.

Það sem hins vegar skiptir máli er að það er til vandað fólk, eins og t.d. fjölmiðlungar eins og Jón Axel á sinni Litlu Frjálsu og sem betur fer eru velflestar manneskjur með andúð á svona vinnubrögðum, hvar sem þau er að finna.

Og nú er það frá.

Jeræt

Újeeee


VÁ, FRÉTT ÁRSINS, ÉG GET BROSAÐ Á NÝ!!

 

Það á að finna nýja "Emilíu" (ég segi enn og aftur; "who the fuck is Emilía?").  Nú get ég farið að njóta lífsins.  Eftir að Emmý hætti í Nylon hefur líf mitt verið sótsvartur bömmer.  Mér líður alveg eins með þetta Nylon mál og þegar Bítlarnir hættu.  Þá var ég í rusli. 

Nylon er að verða heil á ný!

Og það á að gera sjónvarpsefni um það.

Æamsóglad.

Jeræt.

Újejejejeje

Flokka þetta undir tónlist enda með bilaðan húmor.

Hvað segir Jensguð um þetta mál?


mbl.is Sú næsta í Nylon valin í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚBS - I DID IT AGAIN!

 

Skrifaði færlsu um mál, sem var eiginlega útrætt.  Æi um svanina í London sem fólk er að veiða sér til matar.  Búið að ræða ólöglegan veiðiskap hér í hörgul áður og sniðugt að snúa sér að skemmtilegri hlutum.  Í bili a.m.k.

Í dag ætla ég á bókasafnið og ná mér í Smásagnasafnið "Frá sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns" og endurnýja kynni mín við samnefnda sögu ásamt Dýrasögunni en þessi bók er auðvitað bók Ástu Sigurðardóttur. Ég er hrifin af þessum sögum, þ.e. skrifstílnum og ætla að velta mér aðeins upp úr þessu í fræðilegum tilgangi.  Er ekki mikill Ástu fan þar fyrir utan.  En þessar eru magnaðar og vel þess virði að lesa.

Ég ælta í þvottahúsið.  Já krakkar mínir, hér eru haugar af óhreinum fötum vegna þess að ég hef hreinilega ekki þorað niður í dýranýlendurnar í sumar.  Nú verð ég að takast á við óttann.  Ójá.

Ég slæ botninn í þetta í bili en spyr af hreinum áhuga fyrir matarsmekk annara?

Borðið þið svani? 

Ædóntþeinksó.

Úje


BÚMMERANG HEILKENNIÐ

1

Allt kemur í hausinn á manni aftur, eins og búmmerangið, sem æðir alltaf til baka.  Þetta á við bæði um gott og vont.

Í þessu tilfelli veit ég ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.  Eða réttara sagt skammast mín eða glotta illyrmislega.

Um daginn var allt vitlaust á blogginu vegna Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hvatti fólk til að fylgjast með Pólverjum sem væru að stelast til að veiða í dýru og flottu laxveiðiánum,  handsama "þjófana" og halda þeim þar til lögregla kæmi á staðinn.  Ég kallaði þetta rasisma og taldi að þarna væri verið að ráðast með ljótum hætti að ákveðnum hópi fólks sem er 2% þjóðarinnar.  Það kviknaði í kommentakerfinu mínu.  Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.  Sum efni eru eldfimari en önnur.

Í kvöld, sem oftar, var ég að horfa á fréttirnar á Fox. 

Haldið þið ekki að Bretar ætli að fara að setja upp skilti á öllum mögulegum og ómögulegum tungumálum, því þar í landi eru "bölvaðir útlendingarnir" að veiða álftir og annað fiðurfé sér til matar??  Hm..

Þeir hafa greinilega ekki heyrt af aðferðum okkar Íslendinga við að handsama veiðiþjófa eða eru Bretar svona mikið þroskaðri en við, að setja upp skilti með varnaðarorðum?

Mér fannst þetta með skiltin eimitt svo brilljant hugmynd þegar við ræddum þessi mál hérna um daginn en veiðikörlunum fannst svo mikil SJÓNMENGUN að þeim.

En ekki hvað.

Súmíbítmíbætmí!

Úje


UPPGJÖR DAGSINS

 1

Eins og ég bloggaði um hér fyrir neðan, þá var Jenny Una Eriksdóttir að stytta okkur stundirnar hér í dag.  Fá okkur til að hlægja og skemmta okkur konunglega.

Það hélt áfram að vera gaman.  Ég horfði á hörkugóða mynd Even Money, með mörgum af mínum uppáhalds leikurum eins og Forest Whitaker, Danny Divito og Tim Roth.  Það sem kom á óvart við áhorfið var að Kim Basinger getur leikið.  Það var skemmtileg og óvænt upplifun.  Hún tók ekki eina einustu "Súellen" í varakipring.  Endirinn var hálf flatur eins og oft vill verða.  Ég fæ stundum á tilfinninguna þegar ég horfi á amerískar bíómyndir, að leikstjóri myndarinnar sé geðveikt metnaðarfullur og flottur listamaður en að samningurinn hans renni út þegar gera á endirinn og að það sé fenginn einhver bölvaður nýgræðingur í fyrsta bekk í kvikmyndaskóla til að leikstýra "the end".  En hún var þess virði að horfa á samt.

Fyrir utan að horfa á mynd og vera í samneyti með mínum heittelskaða (sem sjaldan er heima að kvöldi til), borða góðan mat og hafa hana Jenny Unu, átti ég góð samtöl við eins og tvær eðalvinkonur.  Við aðra ræddi ég um bókmenntir og listir (hehe), okok við ræddum bókmenntir og ritlist og erum báðar alveg trylltar áhugakonur um slíkt. Ásta Sigurðar, var rædd ofan í kjölinn. Ójá.  Tíminn auðvitað flaug og þar sem ég hef ekki enn lært að skipta mér í tvennt (jafnvel þrennt) eða brjóta tímamúrinn (við höldum bara að tíminn sé til sko) varð ég að skvísa myndinni inn á milli samtala.  Við hina vinkonuna ræddi ég landsins gagn og nauðsynjar sem verða ekki tíundaðar hér að sinni.  Símtalið tók til margra tilfinninga, hláturs, kvikindiskurrs, smá búhús og svo ræddum við uppeldi.  Eða skort á því, eiginlega.  Börnin í dag (dæsihneyksliskall).

Ergo:

Dagurinn fór langt fram úr væntingum. 

Gleymdi ég að segja að ég las AA-bókina eins og m-f, talaði trúnaðarkonu mína til tunglsins og nú mala ég eins og geðgott ungabarn.  Agú!

Einhverju við þetta að bæta?

Ædónþeinksó.

Súmí!


KRÚTTBLOGG

blogg25

Jenny Una Eriksdóttir (takið eftir errin eru komin í eðlega tölu, nema þegar hún segir Einarrrr) var hér í pössun í dag.  Þessi dagur, sem var frekar mikill bömmer svona heilsufarslega séð, snarlagaðist við komu þessarar rúmlega tveggja ára gömlu nöfnu minnar.  Hún er ömmu sinni og Einarrri endalaus uppspretta gleði og hláturs og gerir fjarveru hans Olivers og hans Jökuls, þolanlegri fyrir vikið.

Smá sýnishorn:

Emma öfugsnúna hefur verið lesin mikið undanfarið. Það er mikið hlaupið í smiðju Emmu við hin ýmsu tækifæri.  Jenný klæðir sig úr fötunum þar sem hún stendur og amman spyr:

"Jenny mín, af hverju ertu að klæða þig úr?" Jenny: "Mé er ekki kallt" (fullkomlega rökrétt.  Því að vera klæddur þegar manni er þokkalega heitt?).

Jenny ræðst til atlögu við kjól sem hún æltar að klæða sig í "alle sjálf" og  "alle skrass".

Amman bendir barni á að kjóllinn sé öfugur.  Jenny: (fullviss um hvað hún vill)"ég veit það, ég vil vera öfugsnúin".  Hún setur síðan sokkabuxurnar á höfuðið og segir: "ég núna meira öfugsnúin".

Við bökum og amman kennir barni hin ýmsu innhöld kökunnar, réttir að barni negul og spyr: "hvað heitir þetta Jenny mín?".  Jenny (doldið pirruð svona): "ég veit ekki alla hluti" Þarna nánast datt ég niður dauð og beið eftir að á eftir þessu svari kæmi fyrirlestur um flogaveiki eða líf á hafsbotni í milljón ár.  Ég missti kúlið.

Svo fórum við í stafrófspússluspilið.  Jenny týnir fram J fyrir Jenny, A fyrir Ömmu, E fyrir Einarr, M fyrir Mömmu og P fyrir pabba.  Amman tekur upp D og ætlar að bæta nýjum staf í safnið.  Ég spyr hver eigi þennan staf.  Jenný: "ég veit ekki aleg, bara maður en mamma mín er alltaf að kaupa pakka í London".  Okok ég náði skilaboðunum.  Pússluspilið úti. 

Svo settist hún og söng um prinsessur, froska, Línur og Madittur.

Ég var hamingjusöm og dauðþreytt þegar hún hélt heim á leið með pabba sínum sem er alltaf að tromma í London (what, það er mamma hennar sem er í London pabbi hennar var að koma að norðan, en kva?)

Leiðrétti það næst.

 


OG SVO SLÚTTUM VIÐ DJAMMINU MEÐ BÁLI

1

Þjóðhátíðin í Eyjum er búin að fara vel fram.  Bara fimmtíu og eitthvað kærur á þessum dögum sem gleðin stóð yfir.  Ekki hægt að kvarta yfir því.  Ó nei ekkí.

Það er orðinn árviss viðburður að kveikja í tjöldum, bæði eigin og stolnum, svona til að orna sér við áður en haldið er heim eftir vel heppnaða skemmtun.

Þetta er líka gert í minni fjölskyldu, sem er ákaflega eðlileg og innan normsins.  Eftir hverja útilegu, safnast allir fyrir í garðinum hjá foreldrum mínum, leyfa börnunum að kveikja í útilegugræjunum svona til að kenna þeim nýtni og virðingu fyrir eigum sínum og annarra.  Það er svo gaman að fylgjast með litlu ormunum í fjölskyldunni þar sem þau dansa svo saklaus og krúttleg í kringum eldinn.  Þau eiga eftir að verða aufúsugestir á útihátíðum framtíðarinnar þessar elskur og koma vel undirbúin, sem betur fer.

Þetta hefur reynst ákaflega vel, sum tjöldin eru einnota og svo vita allir sem ferðast að tjaldtískan breytist frá ári til árs.

Þetta er sjálfsþurftarbúskapur í hnotskurn.

Næsta ár verða mörg ný tjöld á útihátíðum víðsvegar.

Gamanaðessu!

Úje


mbl.is Tekið til í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER ALVEG KOMIN MEÐ UPP Í KOK..

1

  á símafyrirtækinu mínu.  Í annað hvort skipti sem ég svara símanum þá heyrast skruðningar dauðans og ég verð að taka "rowderinn" úr sambandi, bíða smá og hringja svo í viðkomandi.  Oftar en ekki er sá sem hringdi farinn, búinn að hringja eitthvað annað eða almennt orðinn hundleiður á fyrirkomulaginu.

Þetta var sérstaklega slæmt um helgina.  Dúa vinkona mín þurfti nauðsynlega að ná í mig og þegar bévítans síminn var loksins kominn í lag var mín komin í Húsdýragarðinn eða eitthvað.

OMG

Hvað á ég að gera?

Taka þessu með æðruleysinu.... eða ..

TAKA FOKKINGS LÚKASINN Á ÞETTA og gera allt brjálað hjá Hive?

Jútellmí

Újeeeeeeeeeeeeeeeeeee


NÁMSKEIÐ Í AFVÖTNUN Á BLOGGMEÐVIRKNI!

Ég hef verið beðin um að birta eftirfarandi auglýsingu:

NÁMSKEIÐ Í AFVÖTNUN Á BLOGGMEÐVIRKNI

Verður haldið dagana 1 - 4. ágúst, n.k.  í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti (hin fagra bygging við enda Austurstrætis).

Námskeiðsgjald: kr. 15.000

Fyrirlesarar: Ýmsir eðalbloggarar landsins.

Dagur 1

Ástæða blogg- meðvirkni.  Hvernig sjúkdómurinn þróast, ættgengi hans og félagsleg hegðun honum tengd.  Ert þú veikur af bloggmeðvirkni?  Sjúkdómsgreining, meðferðarúrræði, vinnuhópar, umræður, föndur og engladans.

Dagur 2

Hvernig komast má hjá því að vera sammála í kommentakerfum bloggheima. Við lærum að reisa ágreining við alla mögulega hluti.  Allt frá því að gefa dauðan og djöfulinn í saklaus fjölskyldublogg, að stóru málunum.  Hvernig við getum verið á móti, femínisma, kommúnisma, friðarmálum og öllu hinu líka.  Æfingar í alvöru kommentakerfum þar sem allar færslur eru dissaðar með vel völdum orðum.

Dagur 3

Hvernig styðjum við hvort annað í bataferlinu? Við höfum alltaf orð á því ef einhverju okkar verður á að vera sammála einhverjum.  Það er bannað og stórhættulegt okkur sem erum að rísa upp úr þessum erfiða sjúkdómi.  Umræður, vinnuhópar, listmeðferð, orðabóka- og hugtakaæfingar.  Slagsmál.

Skráning á námskeiðið fer fram í  kommentakerfum þeirra sem þegar eru á batavegi.

God grant me serenety.. and all that shit (glatað að fara með svona æðruleysisbæn, svo væmið ekkað).

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2988570

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.