Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Fyrirgefið á meðan ég slengi mér í vegg

Fyrirgefið "nefnd" um jólagjöfina í ár, en er ekki í lagi heima hjá ykkur?  Allir týndir á fjöllum eða alltaf stingandi af?  Þetta er ein sú furðulegasta niðurstaða á því sem líklegt er að flestir kaupi til jólagjafa, þ.e. GPS staðsetningartæki.  Jú mikil ósköp, ef ég ætti mann á fjöllum, leiðsögumann eða ættingja með heilabilun, myndi ég ekki hugsa mig um tvisvar og tækið færi í jólapakkann, en kommon, mikið rosalega yrði ég lítið glöð ef ég fengi þessa s.k. jólagjöf í ár.

Það er kannski ég sem er ekki með í jólaneysluhyggjunni.  Er þetta hið nútíma fótanuddtæki, sem ég varð aldrei svo fræg að kaupa, hvað þá heldur Ljósálfinn eða Gufugæjann?

Mjög sniðugt að geta séð hvar maður er staddur.  Ætli ég myndi t.d. geta séð hvar húsbandið væri staðsett, brygði hann sér af bæ?  Er ekki jafn sniðugt að lyfta bara upp símtólinu,  hringja ....... og segja: "Hæ hvar ertu?"

Kona spyr sig.

41 dagur til jóla.

GMG

Úje.


mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég auglýsi eftir hring..

 

..hann er demantaskorinn úr hvítagulli og er einn af þeim giftingarhringjum sem ég, nörðurinn hef borið í mínum fjölmörgu hjónaböndum.

Ég man eftir að hafa verið með einhverjum eiginmanna minna á heimleið eftir djamm á Laugaveginum og auðvitað var ekki leigubílsræksni að fá.

Mér var kalt.  Það var vetur, tískan staðsetti pils upp á mið læri, ég var með yfirvofandi frostskemmdir upp í júnó.

Ég var pirruð og ég reif kjaft enda alltaf með skoðanir, þá líka.

Mér var mótmælt og viðkomandi maður var ekki á því að sitja þegjandi undir skammardembunni.  Enda skildum við stuttu síðar (okok, við skildum a.m.k. en hversu "síðar" man ég ekki).

Til að leggja áherslu á orð mín þarna í stjörnubjartri og ískaldri vetrarnóttunni á Laugaveginum, 197tíu og eitthvað, reif ég af mér giftingagjörðina og slengdi henni upp í loft.  Við vorum fyrir utan gömlu Evu, (uppáhaldsbúðina mína þangað til hún Marta seldi hana;skamm Marta) og hringurinn flaug upp á húsþak eða yfir, ég veit það ekki, því ég var ekki í skapi til að gá.  Eiginmaðurinn þáverandi var ekki æstur í það heldur.  Honum var eflaust líka kalt og sennilega hefur hann hugsað mér þegjandi þörfina.

Eins og fyrr sagði þá var mér kalt og ég var svöng.  Mér lá á heim.  Pilsasíddin gerði ekki ráð fyrir leikfimiæfingum á frostköldum húsþökum, svo ég gaf dauðann og djöfsa í hringinn.

Ég reikna með að ég hafi keypt kjamma á leiðinni heim, enda enginn Hlölli til þá, hvað þá eitthvað menningarlegra.  Frusssssssssss.

Ef einhver hefur rekist á demantaskorinn hvítagullshring, vinsamlegast sendið mér meil, sem er skráð hérna efst á síðunni.

Engin fundarlaun, bara tóm gleði fyrir mína hönd.

Verð á hvítagulli er alltaf að hækkaWhistling

Lofjúgæs.

Úje


mbl.is Trúlofunarhringur finnst eftir 89 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vissi það

Nú segi ég eins og kerlingin forðum daga, og ég vissi það.

Það var bara tímaspursmál hvenær einhver antireykingamaðurinn myndi berja einhvern.

Nú er það staðreynd.

Einhver þjáningarbróðir minn var rotaður fyrir að hafa hríslast með síuna sína út í hurðargætt á krá um helgina.

Hvar eru allir þessir frelsiselskandi postular sem vilja bús í búðir núna?

Þessir sem tala um frelsi einstaklingsins til athafna? 

Það má ekki reykja á kaffihúsum og börum en  fólk má vera fullt og óaðlaðandi út um allt.

Ég legg til að allir reykingamenn dissi barina þangað til yfirfrelsispostulinn Gulli ráðherra drífur í að gera eitthvað í málinu.

Svo tölum við saman.

Ókí?

Alveg óþolandi að ríkið skuli selja dópið, græða á því og banna það í leiðinni.

Hvar í andskotanum eiga vondir að vera?

ARG.


mbl.is Sleginn í rot fyrir að reykja í dyragætt á krá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða fengin!

 

Ég vaknaði kl. 7,30, vakti húsbandið með kossi og "continental breakfast", vermdi sokkana hans í ofninum, færði honum vítamínin og söng fyrir hann á meðan hann borðaði.

Okokok, ég vaknaði 7,30 og horfði á minn heittelskaða gera sig kláran fyrir námskeið, las blogg og hugsaði, í a.m.k. einar 10 mínútur.

Það kann ekki góðri lukku að stýra, að hugsa of mikið á mánudagsmorgnum.

Þankahríðin leiddi af sér niðurstöðu.

Hún er sú að það borgar sig ekki að vakna of snemma á morgnanna.

Ég sofnaði sko fram á tölvuborðið og var að vakna við illan leik.

Eða allt að því.

Og hef örugglega mist af einhverju stórkostlegu.

Jenný Anna, get a live.

Ójá.

 


Að gera eitthvað úr engu

Orðið á götunni.

Og nú bíð ég eftir að tilboðin hrynji inn.

Ójá, ég er von kúl mama.

Úje.

P.s. Sjá tilefnið hér


Og það er að bresta á..

 

..með jólunum.  Í dag hafa starfsmenn Orkuveitunnar verið að setja upp jólaljósin í miðbænum.  Úff, ég verð alveg mössí-mössí.  Merkilegt hvað ég er jólavæmin alltaf.

Hér var Jenný Una Eriksdóttir í opinberri heimsókn í dag.  Hún, eins og amman er svolítið jólaspennt.  Það endaði með að við fórum í geymsluna og náðum í smá jóladót.  Bara pínu-pínulítið, eins og hún sjálf sagði.

Í dag sagði barn eftirtalda hluti, m.a.:

Amma, syngdu kerrrti og spil og blessuð jólin. (Þetta er u.þ.b. eina mannveran sem biður mig að syngja fyrir sig, ég lýt höfði auðmjúklega til jarðar, djúpt snortin af þakklæti).

Amma, ég veit það ekki baun. (Sagt þegar amman spurði um skóna hennar)

Ér feimin, hættu Einarr! (Jenný Una hefur ruglast eitthvað og heldur að feimin þýði að vera í fýlu, hér fylgdi svipur þar sem barn setti í brýnnar).

Amma, ég verr a fá súkkula, ég mjög, mjög veik.W00t

Aðspurð hvað hún vilji í jólagjöf stóð ekki á svari: É vil pakka.

Gleðileg jól, en það eru 43 dagar til jóla.

GMG!

Halelúja!

P.s. Á myndinni er fröken Jenný Una Eriksdóttir, Ásamt honum Franlíkn Mána Addnarsyni, sem nú um stundir er góður vinur hennar.


mbl.is Jólaljósin sett upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugardagar eru betri en sunnudagar..

 

Sun,Cartoon,Shiny,Smiling,Vector,Illustration and Painting,Yellow,Bright,Heat,Sunlight,illustrator,Cheerful,Smirking

..en samt eru þeir ansans, ári góðir góðir dagar.

Annars eru allir dagar mínir uppáhalds eftir að það rann af mér og ég hætti í víninu og læknadópinu.

Hver einasti dagur er óskrifað blað.

Mánudagur til margra hluta nytsamlegur.

Þriðjudagur til þrælskemmtilegra athafna.

Miðvikudagur til mikilla afreka.

Fimmtudagur til fantagóðra hugmynda.

Föstudagur til fjár og frama.

Laugardagur til leikja og lofgjörða (Djók þetta með lofgjörðina)

Sunnudagur til sjónvarpsþáttarins Silfur Egils

Okok, sunnudagur taka tvö,

Sunnudagur til sólar og sælu. Sól í sinni, eftir minni.

Sko, ég er að "síkrita" mig inn í vikuna.

Þetta reiknast sem viðleitni af minni hálfu við að breyta hugsunarhætti mínum.

Er farin að lúlla, aftur bönin góð.

Síjúgúddpípúl.

Úje. 

 


Netlöggan

Ég las viðtal í 24 Stundum, við Gná Guðjónsdóttur, fulltrúa í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra þar sem fram kemur sú skoðun hennar á að lögreglan eigi að hefja leit að barnaníðingum á netinu.

Gná hefur kynnt sér rannsóknir FBI, og segir menn þar vera hættir að líta til hliðar þegar þennan málaflokk beri á góma, og að þeir gangi ótrauðir í þessi mál, sem öllum hryllir við.

Rannsókn meðal fanga í USA leiddi í ljós að 85% þeirra sem dæmdir hafa verið vegna vörslu barnakláms, viðurkenna að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Heil 85%, hvorki meira né minna.

Þar höfum við það.

Ég styð amk. stofnun netlöggu, sem vinnur þá eins og FBI.

Ég ímynda mér að allt venjulegt fólk vilji uppræta barnaklám og koma höndum yfir níðingana.

Allir sammála um það, er það ekki?


Frá Londres í beinni eða nánast!

Amma-Brynja er búin að senda mér myndir frá London, útskriftinni og fleiru sem var að gerast í þessari merkisviku, þegar Maysa lenti á spjallinu við Simon Cowell og Robbi útskrifaðist.

Gjörsvovel!

1IMG_3527

Robbinn útskrifast og er hér í mastersdressinu, með Brynju og Maysunni.

IMG_3582IMG_3605

Eintóm hamingja hjá Maysu og Robba annarsvegar og hjá ömmu-Brynju og Oliver hinsvegar.

IMG_3619508

Mays á leiðinni út að borða hvar hún hitti Simon og Oliver að hlusta, gagntekinn af spenningi.

Þessar myndir eru sum sé beint frá London, þ.e. rétt farnar að kólna.

Síjúgæs.

Úje.


Ég verð "athafnakona"

 1

Góðir hlutir eru að gerast hjá mér.  Ég er á leið til heilbrigðis og eðlilegs lífs, því samkvæmt bloggklukkunni minni hef ég ekki bloggað síðan kl. 10 í morgun.

Vá, ég er að eignast líf.

Það inniber athafnir og lengra á milli bloggfærslna.

Sumum ætti að létta við þaðWhistling

Hvað er að vera "Athafnakona/maður"?

Ekki er það að aðstoða við athafnir, syngja í brúðkaupum eða vera veislustjóri er það?

Nei, en það þykir svo fínt að kalla sig athafnakonu.

Þá er maður í péningunum samkvæmt nútíma skilgreiningu á orðinu.

Á Íslandi þykir svo flott að vera á kafi í athöfnum, eiga aldrei lausa stund.

Mikið djö.. sem ég er ekki búin að vera "inn" á þessu ári áfalla og heilsufarslegra ósigra.

En ég er á uppleið og brátt sér ekki fyrir endann á minni athafnagleði.

Þá set ég athafnakona aftan við nafnið mitt í símaskránni.

Eins og húsbandið gerði um árið, þegar hann titlaði sig sendil í sömu skrá, af því honum fannst ég töluvert mikið í því að senda hann hingað og þangað, árans merðinum þeimaddna, en ég elska hann samtWhistling

Björgúlfur Guðmundsson kallast líka athafnamaður (meira að segja í dag á visi.is).

Björgúlfur athafnamaður, er sniðugt að vera með lúkurnar í ríksifjölmiðlum?

Þurfið þið peningamenn að vera allsstaðar með puttana?

Arg hvað ég set stórt spurningamerki við jöfnuna auðmenn og fjölmiðlar.

Ég er ekki baun glöð með þetta.

Ónei!

Farin að athafna mig með insúlínið enda komin í sykurfall eftir allan hamaganginn.

Getaælæf!


mbl.is Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2988149

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband