Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Tek að mér viðgerðir...
..á eftirtöldum heimilistækjum: Þvottavélum þar sem sía hefur stíflast eða þar sem þarf að hleypa út fólki sem lokast hefur inni í viðkomandi maskínu ásamt ryksugum sem þarfnast pokaskipta.
Í dag komst ég að því að ég er spámannlega vaxin í þvottavélarviðgerðum. Ég bjargaði þvottatilveru bloggkonu nokkurrar með því að ráðleggja henni að skipta um síu, þegar hún kvartaði yfir því að þvottavélin dældi ekki af sér vatni.
Þetta mun vera í fyrsta og eina sinnið sem ég ramba á réttar aðgerðir í viðgerðum yfir höfuð. Ég hef reyndar einu sinni bent sjálfri mér á að skipta um ryksugupoka, þegar ryksuguskömmin var hætt að rífa í sig ryk og óbjóð, en það voru engin vitni af því, en mikið var ég stolt þá stund.
Þannig að ég er game í ráðgjöf hvað þetta tvennt áhrærir.
Eftir daginn er ég með eftirfarandi á hreinu:
1. Ég veit hver Ásgeir Kolbeins er
2. Mig grunar hver Gilzenegger er
3. Að ég ætti að lesa meira slúður, þar sem ég kem út eins og hellisbúi í húshú-umræðunni
4. Að það er til fólk sem hatar mann í kommentakerfinu
5. Að ég hata það alls ekki til baka
6. Að vængjaðir frasar úr íslenskum kvikmyndum eru margir og skemmtilegir, eins og fólkið sem ber þá á borð.
7. Að það tekur töluvert á að skipta á einu rúmi, ryksuga heimili og elda kjúkling með fylgihlutum.
8. Að mér muni ekki veita af smá hreyfingu í hauststormunum.
9.Að mér væri nær að fara að sofa í hausinn á mér, þar sem klukkan er orðin ógeðslega margt.
Að því sögðu, býð ég góða nótt.
Lysthafendur að viðgerðarþjónustu setji sig í kommentakerfið.
Dreymi ykkur svo fallega elskurnar mínar.
Úje.
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Auðvitað verður sænska leiðin samþykkt!
Um 70% þjóðarinnar hafa lýst yfir vilja til að gera kaup á vændi refsivert. Alþingi fer auðvitað ekki að hunsa það, eða?
Þingmenn úr þremur flokkum á Alþingi hafa lagt fram fumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum, sem gerir ráð fyrir því að kaup á vændi verði refsiverð.
Kolbrún Halldórsdóttir er flutningsmaður frumvarpsins og með hennir eru fleiri þingmenn úr VG, Samfylkingu og Framsóknarflokki.
Gerir frumvarpið ráð fyrir að viðurlög við kaupum á vændi verði allt að 1 árs fangelsi.
Nú vonast ég til að mistökin frá því í vor, þegar þetta frumvarp rann í gegn í skjóli nætur, rétt fyrir þinglok, verði leiðrétt og það verði gert að glæpsamlegu athæfi að kaupa vændi og nýta sér þannig bága aðstöðu þeirra sem það leggja fyrir sig.
Áfram Kolbrún og félagar.
![]() |
Leggja fram frumvarp um sænsku leiðina" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Ég veit ekki hver hann er!
Mér er sama um alkahólprósentu innihald Baccardi Breezer drykkjarins.
Þá er það afgreitt.
En hver í andskotanum er Ásgeir Kolbeinsson?
Ég er alltaf að rekast á þetta nafn í blöðum og nú síðast í þættinum "Tekinn" og ég er engu nær.
Er maðurinn vínsmakkari, víninnflytjandi eða jafnvel bareigandi?
Mér líður eins og ég sé að missa af nýrri kynslóð Fjölnismanna hérna, svo upplýsið mig endilega, gott fólk.
Hér er vitnað í hann í fréttinni: "Ásgeir Kolbeinsson segist þekkja vel til drykkjarins og hann harmar þróunina. Það er vissulega fúlt að geta ekki fengið Breezer-inn eins og hann var. Fyrir vikið er maður bara stöðugt á klósettinu og það gengur nú ekki á djamminu. Ætli lögreglan græði ekki mest á þessu, við að sekta menn fyrir þvaglát. Annars drekk ég nú ekki mikið af þessu."
Af hverju "harmar" þessi Dúddi þróunina í Breezer-málunum?
Ég á ekki "Who is who" ritið og get því ekki flett þessari eðlu persónu upp og frætt sjálfa mig.
Ég hef á tilfinningunni að þarna sé ég að missa af einhverju stórvægilegu.
Mér verður hent út úr jólaboðunum ef ég klikka á Ásgeiri Kolbeins vini mínum.
Segja Jenný sinni HVAÐ maðurinn er eða VAR.
Úje
![]() |
Leiðrétting og afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Dóttir mín hittir Simon Cowell
(Sorrí Maysa, þessi mynd er of góð, til að fleiri fái ekki að njóta hennar og fyrirgefðu að mamma þín skuli skúbba Cowell dæminu og splattera á bloggið sitt.)
McCartney fjölskyldan er að þvælast fyrir mér og mínum endalaust og botnlaust í einhverri mynd.
Ég get ekki opnað blað, eða netmiðil öðruvísi en að fá ítarlegar fréttir af Paul, Heather, Stellu og Beatrice McCartney. Paul sem á með réttu að tilheyra gærdeginum (Yesterday) heldur áfram að poppa upp vegna samskiptaörðugleika og almenns hjarðeðlis.
McCartney sást kyssa harðgifta konu í vikunni, hann er nýbúinn að hanga með Reneé Selwegger og þeirri þriðju sem ég man ekki hver er. Rólegur á neðri helmingnum kallinn minn.
Maysa dóttir mín fór út að borða með Robba sínum (hann var að útskrifast í gær) og Brynju tengdó, á einn af flottari stöðum Lundúnaborgar. McCartney var ekki með í för.
Maysan var í kjól frá Stellu McCartney, (sagði ég ekki, þessi familía er allsstaðar) þegar hún hitti Simon Cowell sem kynnti hana fyrir einhverjum mönnum sem hann var með og slúðurblaðadrottningunni henni dóttur minni fannst hún hafa dottið í lukkupottinn, af því karlinn er svo skemmtilegur og mikill dúllurass. Ég mun ekki segja frá frekari samskiptum dóttur minnar og fjölskyldu, við þennan fræga mann, nema greiðsla komi til.
Annars sagði Amma-Brynja að Cowellinn hafi blikkað Maríu grimmt á meðan hann talaði við hana, hún sagði hins vegar ekki orð um að McCartney hafi verið á svæðinu.
Ég spyr; Brynja Nordquist, hvar var MYNDAVÉLIN?
Píslofandhappíness!
Úje
![]() |
Kossaflens á Paul McCartney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Jenný Anna - skrásett vörumerki!
Tolli Morthens og hinn Tollinn eru eitthvað að vesenast (í mesta bróðerni þó, skilst mér) út af gælunöfnunum sínum. Tolli M er búinn að sækja um einkaleyfi á nafninu og hinn Tollinn sem framleiðir föt, að mér skilst, er ekki ánægður með þá þróun mála.
Þetta gaf mér þá brilljant hugmynd að sækja um einkaleyfi á nafnið mitt. Út af blogginu sko. Jenný Anna Moggabloggari, skrásett vörumerki með svona R-i í hring fyrir aftan nafnið mitt. Það getur verið ári kúl. Þá er ég orðin vara. Ég hef aldrei verið söluvara, aldrei hangið neinstaðar uppi eða setið í hillu. Það verð ég að prófa. Hinar Jennýjurnar geta lufsast þetta án réttinda, áfram, mér er sama.
Annars minni ég á að hvert og eitt okkar er sandkorn í eyðimörkinni og eyðimörkin er geysilega stór. Það er vísast að muna að við erum nákvæmlega öll jafn merkileg eða ómerkileg, eftir því hvernig á það er litið.
Þrátt fyrir einkaleyfi!
Ein í sandhrúgunni.
Úje!
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Inn og út um gluggann
Nú er það fréttaefni að tvær stúlkur reyndu að komast inn á skemmtistað í Eyjum af þaki hússins. Ég gæti sagt ykkur sögur en þær eru vart prenthæfar.
Ungt fólk er að stórum hluta alltaf eins, kynslóð eftir kynslóð. Þ.e. ævintýraþráin og forvitnin er til staðar, birtingarmynd þessara sömu þátta er þó mismunandi.
Ég var sko enginn fyrirmyndar unglingur. Flippaði út á gelgjunni og var stöðugt áhyggjuefni í fjölskyldu minni til langs tíma. Ég var atvinnuflóttamaður á þessum árum, þ.e. það mátti ekki opna hurð, þá var ég stokkin.
Einu sinni tróð ég mér inn um örlitla gluggaboru á skemmtistaðnum Las Vegas á gamlaárskvöld árið 1969, að ég held (já tilbreyting, því venjulega notaði ég glugga til útgöngu). Glugginn er þarna ennþá og ef ég á leið hjá, virði ég hann fyrir mér og hugsa: Mikið rosalega hefur mig langað mikið inn á ballið. Ég hef greinilega viljað hætta öllu til, lífi og limum meðtöldum, en það tókst og ég man ekki betur en að ég hafi skemmt mér konunglega. Merkilegt samt að muna það ekki, nógu mikilvægt var það þarna í mómentinu.
Þess vegna brosi ég í kampinn, þegar ég les svona frásagnir. Ekki af því að mér finnist svona hegðun neitt sérstaklega til eftirbreytni, auðvitað ekki, en ég hef verið þarna. Nákvæmlega þarna. En svo merkilegt sem það nú er, þá stóðu stelpurnar mínar ekki í svona veseni. Þar var sagt beint út hvað stóð til, ég jáaði eða neiaði, svo var málið dautt. Kannski einkenndust seinni tímar af meiri tolerans gagnvart ungu fólki, ég veit það ekki.
Alla vega vinka ég þessum stelpum í huganum.
Við erum þjáningarsystur þær og ég
Æmlúkkingátðevindó!!
Úje
![]() |
Reyndu að komast inn á skemmtistað af þaki hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Amerískur rasisti og íslenskir vinir hans
Ég fór á vísi.is og sá þessa frétt og mér brá illa við. Ég tók mér það bessaleyfi að taka hana með mér hingað heim og birti hana í fullri lengd.
Heimasíðan skapari.com, sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga fyrir ýmiss konar rasískan áróður sem þar er að finna er haldið út af einum þekktasta talsmanni þjóðernishyggju í Bandaríkjunum.
"Margt af því efni sem birst hefur á skapari.com er sannarlega óhugnalegt. Í grein sem þar birtist eru tilgreindir nokkrir af þeim sem höfundur síðunnar telur vera óvini Íslendinga". Þar eru meðal annars upptalin forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans Dorrit Moussaieff, auk fleiri nafngreindra Íslendinga.
Athygli vekur að þrátt fyrir að síðan sé skrifuð á íslensku og fjalli að mörgu leyti um nafngreinda Íslendinga þá er hún í eigu eins frægasta talsmanns kynþáttahyggju í Bandaríkjunum.
Sá heitir Hal Turner og er hvað þekktastur fyrir útvarpsþátt sem hann sendir út frá heimili sínu í New Jersey. Þaðan útvarpar hann daglega öfgakenndum skoðunum sínum um yfirburði hvíta kynstofnsins" og fleira í þeim dúr.
Turner nýtur fylgis nýnasista og öfgafullra þjóðernissinna í Bandaríkjunum en áhugi hans á að koma þeim hugsjónum á framfæri á Íslandi virðist vera nýr af nálinni.
Vísir reyndi án árangurs í dag að hafa samband við Hal Turner og Íslendingana sem skrifa á skapari.com."
Þarna er ekki verið að fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut, þarna birtist kynþáttahatrið grímulaust og mér verður hreinilega óglatt yfir að einhverjir á meðal okkar skulu vera svona þenkjandi. Auðvitað er hægt að afgreiða svona með því að yppa öxlum og segja að viðkomandi hljóti að vera veikir á geði, eða að það eigi ekki einu sinni að vekja athygli á svona málflutningi, en ég er ekki sammála. Þögn hefur aldrei bjargað neinu.
Ég held að ég segi ekki meir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Ég endurheimti sjálfa mig og loka á dónana
Langt óvissuferli sem byrjaði síðsumars er nú á enda hjá mér og ég því í þolanlegum málum heilsufarslega. Þannig að nú er því máli skutlað út um gluggann og ég fer núna í skreyta og baka fyrir jólin, eða þannig.
Í dag hef ég haft allt á hornum mér, enda dauðþreytt eftir bæði eitt og annað sem ekki verður farið nánar út í hér. Sem betur fer er ég snögg að ná úr mér pirringnum, a.m.k. að því marki að ég hætti að vera umhverfi mínu hættuleg vegna hávaðamengunar.
Nú hef ég fengið styrkinn minn til baka og það felur í sér bæði eitt og annað.
Undanfarið hef ég fengið nokkuð af persónulegu skítkasti inn í athugasemdakerfið mitt, oftast frá einhverjum óskráðum dónum úti í bæ og ég stóð mig að því að velkjast í vafa um hvort ég ætti að leyfa þeim að standa, svo ég yrði nú ekki sökuð um ólýðræðislega framkomu á blogginu. Ég hugsaði þetta til enda í dag þar sem ég lá í keng í rúminu (svo dramó) og komst að kórréttri niðurstöðu. Þeir sem eru með dónaskap og sóðaskap inni á minni síðu, verður kastað út og lokað á ip-tölur þeirra og það geri ég með mikilli gleði. Hvað var ég að pæla? Ég hefði seint trúað því upp á sjálfa mig að ég léti einhverja nafnleysingja út í bæ hafa áhrif á líðan mína. Hm... en lengi má greinilega manninn reyna.
Saran mín kom með Jenný Unu Eriksdóttur, til að létta lund ömmunnar í kvöld og það hljóp heldur betur á snærið hjá konunni mér. Þegar við vorum að lesa fyrir svefninn bað Jenný mig að syngja um hana Grýlu "aþþí hún er svo skemmtileg og líka tomtegubbarna (sænskir jólasveinar)". Nú sefur lítil stúlka í gulum náttfötum í prinsessurúminu sínu, ömmunni og Einari til mikillar gleði. Pabbi hennar sækir hana svo í fyrramálið og fer með hana á leikskólann.
Everything is back to normal.
Úje!
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Ég þarf að æla, hvað kostar?
Héraðsdómur hefur dæmt karlmann í 180 þúsund króna sekt fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Reykjavík í september í fyrra. Manninum var einnig gert að greiða leigubílstjóranum 100 þúsund krónur í bætur, auk málskostanaðar. Farþeginn reiddist yfir að þurfa að greiða "ælugjald" þ.e. vinnutap bílstjóra vegna þess að ekki er líft í bíl sem búið er að kasta upp í og fyrir djúphreinsun sem kostar fleiri þúsund krónur.
Það er stórhættulegt að vera leigubílstjóri í næturlífi Reykjavíkurborgar. Og það á að gefa ofbeldisgemlingunum skýr skilaboð. Það kostar að ráðast að fólki í starfi. Bæði lögreglum, bílstjórum og öðrum þeim, sem vinna við þær geðveiku aðstæður sem stundum skapast á helgarfylleríum landans ofan í bæ.
Ég þekki leigubílstjóra () sem lenti í því að farþegi þurfti að æla í miðri ökuferð, þar sem erfitt var að stoppa.
"The passenger" spurði einfaldlega: Érraæla, kakostarra?
Ójá.
![]() |
Reiddist vegna ælugjalds" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. nóvember 2007
13 mánaða snúra - ójá
Nú er það snúruafmæli einn ganginn enn. Næst síðasta snúra ársins. Það er ekkert öðruvísi. Fyrir þrettán mánuðum síðan fór ég á Vog og eftir að af mér rann hefur bara verið gaman að lifa.
Ekki misskilja mig, ég er ekki að halda því fram að ég hafi lifað við lúðrablástur og endorfínrús upp á dag, alls ekki. Sumir dagar eru minna betri en aðrir, en ég get tekist á við þá og skakklappast yfir hindranirnar, sem er byltingarkennd breyting, frá því fyrir meðferð.
Eftir því sem allsgáði tíminn minn lengist finnst mér ég styrkjast örlítið á hverjum degi, það er mér nóg, einn dag í senn.´
Annars er ég að snúrast þetta þegar ég á að vera farin að sofa í hausinn á mér. Ég er að deyja úr hungri því ég hef verið á fljótandi fæði í allan dag, út af rannsókn sem ég fer í á morgun. Ég lifi alveg af sko, að geta ekki borðað fyrr en eftir hádegi á morgun, en mig langar svo til að vera með smá fórnarlambstakta að kvöldi dags.
Nú ætlar þessi óvirki alki, sem er ekki einu sinni líftryggingarhæfur (búhú, vorkenna, vorkenna) að silast í rúmið og velta sér þar upp úr miklum hörmum sínum.
Sjáumst á morgun elskurnar.
Ég fer edrú að sofa á eftir.
En þið? (Hljóp í mig einhver Júdas þarna).
Nigthy,
Úje!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 2988150
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr